Morgunblaðið - 12.08.1941, Page 8

Morgunblaðið - 12.08.1941, Page 8
8 Þriðjudagur 12. ágúst 1941* VALUR II. fl'. Æfing kl. 9—10 á gamla íþróttavellinum. Mætið stundvís- lega. 1 o. G. T. ST. VERÐANDI NR. 9, heldur fund í kvöld kl. 814 • I. Innsetning embættismanna II. Sigfús Sigur h j artarson fiytur erindi. Jfey</íy»ip HÚSGÖGNIN YÐAR mundu gljáa ennþá betur, ef þjer notuðuð eingöngu Rekord húsgagnagljáa VENUS-RÆSTIDUFT Nauðsynlegt á hverju heimili, drjúgt — fljótvirkt — ódýrt. PÁLMI TIL SÖLU Stór og sjerlega fallegur pálmi til sölu. Afgreiðsla vísar á. SALTFISK þurkaðan og pressaðan. fáið þjer bestan hjá Harðfisksöl- unni. Þverholt 11. Sími 3448. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395 Sækjum. Opið allan daginn. ÓDÝR SULTUGLÖS og allskonar flöskur tii> niður- suðu fást í Flöskuversluninni Kalkofnsvegi Sími 5333. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Sparið millilið- ina og komið til okkar, þar sem þjer fáið hæst verð. Hringið í síma 1616. Við sækjum. Lauga- vegs Apótek. ÞAÐ ER ÓDÝRARA »8 lita heima. — Litina selur Hjörtur Hjartarson, Bræðra- borgarstíg 1. Sími 4256. TORGSALAN við Steinbryggjuna frá kl. 9- 12. Allskonar blóm og græn- meti. Tómatar, Agurkur, Kart- öfíur, Gulrófur, Gulrætur, Næp- ur, Salat, Spinat. Allskonar blóm: Nellikur og Rósir og pottablóm. Athugið að blómkál er með lágu verði nú í nokkra daga. CORHIE MAY EFTIR GWEN BRISTOW I Skáldsaga frá Stíðtírríkjtmi Amertktt 29. dagur — Jeg skal vinna fyrir ykkur, sagði hún og bærði varirnar, án þess að nokkuð hljóð kæmi yfir þær. — En jeg skal komast áfram í heiminum, áður en jeg dey. Ein- hverntíma skal jeg komast svo hátt, að jeg geti sagt ykkur til syndanna! Og hendur hennár titr- uðu, svo að hún varð að jafna sig góða stund, áður en húu varð svo styrk, að hún gat haldið á nálinni. Fimti kapítuli. Þegar harnið var viku gamalt, gaf Denis Ann lítið men, sett gimsteinum. Oðru megin átti. að vera ljósmynd af drengnum, en hinumegin hárlokkur. Hann sat í þrepinu við rúmið og virti Ann fyrir sjer, er hún var að skoða menið. — Það er yndislegt, sagði hún. — Jeg set í það hárlokk strax og hann er búinn að fá svo mikið hár, að hann megi missa lokk. Jeg ætla að hafa menið.fvrir brjóst- nál. Denis laut fram og kysti hana. — Hvernig líður þjer? — Ágætlega. Dr. Purceíl segir, að jeg megi fara á fætur efti'r nokkra daga — Gættu þín að fara ekki of fljótt á fætur. Þjer liggur ekkert á. — Jú, einmitt. Manstu ekki eft- ir matarveisiunni, sem á að vera á brúðkaupsdaginn okkar? — En það eru þrjár vikur þang- að til. — Já, en jeg hefi bannað að sauma saumana á kjólnum mín- um. fyr en jeg hefi mátað hann. Hann er sniðinn eftir gamla mál- inu, en hann verður að vera mátulegur. Hún otaði framan í hann vísi- fingri og sagði ,í viðvörunarróm: — Og það segi jeg satt, Denis Larne, að verði jeg ekki nákvæm- lega eins grönn og jeg var, verð- ur þú að sofa í sykurgeymslunm, því að þá vil jeg aldrei eiga barn oftar. Denis hló að henni. Stundum óskaði hún þess,'að honum fynd- ist hún ekki svona brosleg. En hann elskaði hana víst einmitt mest fyrir' það, að honum fanst hún skringileg og skemtileg. Einu sinni, stuttu eftir brúðltaup þeirra hafði hún sagt: — Ó, Den- is. Það er ekki eiginkona, sem þú vilt eiga, heldur eftirlætisgoð!“ Og Denis hafði fundist þessi at- hugasemd svo skemtileg, að hann sagði frá þessu í næstu matar- veislu, og þar vakti það líka hlát- ur. ★ Ann teygði úr sjer. — Eigum við ekki að skemt.i okkur mikið í vétur, Denis? Jeg hlakka til þess að geta gengið um. án þess að hafa á tilfinningunni að burðast með heila smálest. — Mjer datt í hug, að við gæt- um haft dansleik á gamlárskvöld. — Já, það skulum við gera! Yið verðum að hafa mörg samkvæmi, til þess að bæta fyrir það, að jeg hefi ekkert getað aðhafst í alt haust, Það koma víst margir gest- ir til bæjarins í vetur. Denis samsinti henni, en bætti við; -— En nú finst mjer, að þú ættir að fá þjer blund. Purcell og pabbi þinn og Jerry koma til mið- degisverðar, og þeir heimta sjálf- sagt allir að fá að sjá þig. — En jeg er ekki þreytt, mót- mælti Ann — Þá verður þú það, sagði Den- is og stóð upp. Hann kvaddi hana með kossi. — Nú fer jeg niður. — Jæja, gerðu það, svaraði hún, því að henni fanst jafnan þægi- legra að hlýða Denis en þrátta við hann. En hann kallaði á Mamnjy og bað hana að draga tjöldin fyrir rúmið. ★ Ann stakk meninu undir svæfil- inn sinn. Þegar búið var að draga rúmtjöldin fyrir, var eins og væri hún í litlu húsi. Hún beyrði, hvernig regnið dundi á rúðunum. Skyldi Denis litli vera sofandi? Hún vissi varla, hvernig hann var ennþá, en mundi bara, að hann var agnarsmár og rauður í andliti. Hann var oftast nær lát- inn vera inni í barnaherberginu, svo að hann ónáðaði hana ekki með skrækjunum, nje hún hann með masi. Hún hefði óskað þess, að hún fengi að sjá hann aftur. Áður en hann fæddist, hafði hún lýst yfir því, að hún vildi sjálf hafa hann á brjósti, en Denis hafði mótmælt því. — Þá verður þú bundin í marga mánuði, ástin mín, hafði hann sagt, við gætum varla farið út fyrir dyr.------ Þá hafði hún látið undan og sent boð eftir Berthu. Ilún vildi ekki verða ein af þeim rnæðrum, sem vanræktu mennina vegna barnanna. En henni fanst yndislegt að vita af Denis litla. Fanst, sem hefði hún skapað eitt- hvað stórfenglegt og hefði nú ekki annað að gera en halla sjer aftur og líta yfir verk sitt. , — Nú verður Mrs. Larne kann- ske hrifnari af mjer, fvrst jeg er búin að gefa henni barnabarn, hugsaði hún. — Æ, hve hún er mikill þurradrumbur! Jeg hefi þó aldrei gert henni neitt. Bara, að hún yrði kyr í Evrópu. Jeg verð líklega að kalla hana mömmu, þegar hún kemur aftur. Henni þótti sú tilhugsun livim- leið. Mrs. Larne ætlaði að setjast að í Dalroy um veturinn ásamt Cynthíu, og Anna vissi, að hún myndi verða að umgangast hana all-mikið og gera sjer upp velvild, sem hún hafði enga ástæðu til þess að bera til hennar. En hún ætlaði sjer reyndar ekki að gera sjer mikið ómak í þá átt. Kurt- eisi varð að nægja. Ann ,spenti greipar um hnakk- ann og fór að reikna saman í huganum, hverjum hún þyrfti að bjóða á nýársdansleikinn. Margt fólk frá Norðurríkjunum, sem þau þektu, kom jafnan til Dalrov og dvaldi þar um tíma á veturna, og hún og Denis höfðu notið svo mik- Hafnarfjörður: KAUPUM FLÖSKUR Kaupum heilflöskur, hálfflösk- ur, whiskypela, soýuglös og dropaglös. Sækjum. — Efna- gerð Hafnarfjarðar. Hafnar firði. Sími 9189. KAUPAMAÐUR og kaupakona óskast. Upplýs- ingar hjá Stefáni Björnssyni, Óðinsgötu 13. OTTO B. ARNAR vgiltur útvarpsvirki, Hafnar- r'rseti 19. Sími 2799. Uppsetn- 4r.g og viðgerðir á útvarpstækj- ma og loftnetum. nrrmT jnM^nkc^nu, — Það er eins með hjónabandið og rottugildrur, sagði maður nokk- ur. Þær, sem inni eru, vilja kom- ast út, og þær, sem eru fyrir ut an, vilja komast inn. ★ Pabbi, mamma og Anna litla stóðu utan við grindurnar í dýra- garðinum og liorfðu á úlfaldana. Litla stúlkan kom auga á lítið úlfaldafolald og hrópar himinlif- andi; — Sko, sko, pabbi, þarna er lítið úlfaldabarn! Sjáðu, hvað það er fallegt! Það hleypur á eft ir foreldrum sínum. En — hvernig getur úlfaldabarnið vitað, hver er pabbi þess og hver ér mamma þess. Þau eru alveg eins. Saftuð-furulið TAPAST HEFIR 1 KVENSKÓR nr. 40;. Finnandi vinsamlega beðinn að skila honum á Fram- nesveg 30 III. Mamman: AIs ekki. barnið mitt. Stærsti úlfaldinn er altaf faðirinn. ★ Árni: Ertu ekki hissa á því, að Jón ætlar að giftast stúlku, sem á átta svstur ? Bjarni: Hví ætti jeg að vera það? Þá verða vonandi átta tengdasynir til að skifta tengda- mömmu á milli sín. ★ A.- Hefirðu nú einu sinni enn verið að rífast vfð kærustuna? Kona mín var að tala um, að þið væruð svo hávær. B: Því fer svo fjarri. Við .Han- sína höfum aldrei verið betri vinir en nú. Yið tölum saman án þess að kíta, og virðum skoðun hvors annars. A: Hvernig stendur á þessari breytingu? B: Við höfum slitið trúlofun- inni. ★ Leyndarmál skáldkonunnar. Brjefið til ritstjórnarinnar liljóð aði þannig: Háttvirti herra rit- stjóri! Iljer með sendi jeg yður dýpsta leyndardóm sálar minnar. Ritstjórinn svaraði: Þjer getið treyst þagmælskii minni fullkom- lega. Leyndarmál vðar kemur aldrei fyrir almenningssjónir, ef jeg má ráða. ★ Nýgiftnr maður segir við ann- an: Já, vinur minn, þjer getið verið ánægður að vera ekki giftur hjegómagjarnri skartdrós eins og jeg! Það er erfitt að búa við slíkt, því megið þjer trúa. -Teg er viss um, að konan yðar notar ekki hálfan annan klukkutíma á hverj- um morgni og heimtar auk þess hárgreiðslu á hárgreiðslustofu á hverju kvöldi. Annar eiginmaður (æstur): Nei, þetta þekkist síður en svo hjá okkur! Það geta meira að segja liðið margir dagar án þess, að konan mín greiði sjer. illar gestrisni í Saratoga, að þam. urðu að gjalda í sömu mynt. Ann gretti sig og horfði upp í sængurhimininn. Það leiðinlega við það að vera fræg húsfreyja var einmitt þetta, að þurfa altaf að skemta gestum, sem maður bauð af skyldu, svo að enginn tími var til þess að tala við þá, sem maður vildi helsf um- gangast. Það var þægileg staða, en ekki sjerlega skemtileg, að vera húsmóðir á stóru heimili eins og Ardeith. Yissar reglur voru settar fyrir því, sem gera bar, svo að lítið svigrúm var- til þess að taka ákvarðanir upp á eigin spýtur. Og þó var gott til þess að vita, að alt fór vel, ef þessum reglum var hlýtt. Það var skynsamlegasS að taka tilverunni eins og hún var. Ilvað hafði Corrie May nú aftur sagt daginn, sem hún kom að leita sjer atvinnu? ,,Heimtið þjer líka að vera hamingjusömf' Corrie Mav hafði líklega átt við það, að henni liði nógu vel, þar s6m hún þyrfti ekkert að vinna. Hún var skrítin stúlka, þessi Corrie May. Hún var stilt og prúð og virtist lítið taka eftir því sem fram fór í kringum hana. Ef til. vill var hún heimsk. Það gat vel A erið, að hún hefði átt erfiða æfi, en kannske vanist því. Fólk eins og hún gerði víst ekki miklar kröf- ur til lífsins. ★ Og hvernig var negra-málshátt- urinn, sem Mamrny vitnaði oft í- „Sælir eru þeir, sem aldrei vænta> neins, þeir verða ekki fyrir voa-t- brigðum“. Það var einmitt hennar Inifuð- galli. Hún vænti sjer of mikils> Hiín vildi bæði öryggi og spenn- andi æfintýri. En hún hafði sjálf valið öryggið, og liafði því yfir engu að kvarta. Deiiis var ástúð- legur og örlátur og hún var briL in af honum sem eiginmanni. Og Ardeith. Jú, henni þótti vænt um Ardeith og alt sem staðnum við kom. Lífið á Ardeith var Taust við hvorskonar ófrið og erfíðleika. Þar ríkti friður og öryggi, bygt á> álirifavaldi yfir öðru fólki. Ann sá sjálfa sig f anda, líð&> frá æskuárunum inn í hlutverlc einnar af þessum frægu liúsfreyj- um á Ardeith. Minningin um þær var geymd í sögu plantekrueig- endanna. Hún gat tekið að sjer þetta hlutyerk, en það var þó ekkí öllum hent. ★ Húsfrevjurnar á Ardeith höfðu ávalt haft yfir sjer vissan blæ víð- kvæmni og> blíðu, er minti í músík og tungsljós, en undirstað- an var í raun og veru hörð sem stál. Þær voru of fíngerðar til þess að færa sig í skó og sokka sjálf- ar, en fæddu kannske tíu börn, án þess að kveinka sjer. Þær áttu ekki til sjálfstæða hugsun í fögru kollunum sínum, en gátn þó gert heilt samkvæmi ger-ólíkra manna og kvenna að þægilegri, samstæðri heild, þar sem allir undu sjer vel. Þær voru sendar til þess að livíla sig, áður en þær lögðu á sig þá erfiðu þraut að klæðast fyrir dansleik, en gátu þó dansað tii morguns, þegar á dansleikinn kom. Það leið yfir þær, ef þær sáu blæða úr fingri, en fóru ótrauðar á refa- Framh.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.