Morgunblaðið - 22.08.1941, Side 5
Föstudagur 22. ágúst 1941/
jfflorstm&laMd
Útgef.: H.f. Árvakur, Raykjavlk.
Rltstjðrar:
Jön Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrirtjarss.).
Auglýsingar: Árnl óla.
Rltstjörn, auglýsingar og afgrolösla.
Austurstræti 8. — Slstl 1800.
Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánuOl
innanlands, kr. 4,50 ut&nl&nda.
1 lausasölu: 25 aura eintakin,
30 aura meC Lesbðk.
Hitaveitan
Guömunöur Eiríksso
bæjarfulltrúi
Urslitasvar bresku stjórnarinn-
ar við málaleituninni um
|>að, að fá beypt efnið til bita-
veitunnar, það sem á vantar, til
að hrinda henni í framkvæmd, er
«kki komið ennþá. Hefir verið
'beðið eftir því alllengi. Vegna
þessa dráttar, byrjuðu umleitanir
í vetur um kaup á efninu í Ame-
ríku. Drátturinn á svarinu frá
Bretlandi verður þó ekki skilinn
íþannig, að ástæða sje til, að vera
firkula vonar um, að efnið fáist
einmitt þaðan. Málinu er einmitt
haldið þar vakandi, og máske
meiri von á því nú, en áður, að
ár því greiðist.
Að framkvæmd hitaveitunnar
hefir seinkað um eitt ár, stafar
eins og allir vita af flutninga-
teppunni frá Danmörku, eða þá
fyrst og fremst af því, að aldrei
var hægt að fá endanleg svör frá
þeim, sem þar eru nú hæstráðandi,
hvort skipum, sem flyttu þessar
vörur, yrði leyfð sigling hingað til
lands.
Lengi var búist við því, að skip,
sem fengu levfi Breta til að flytja
síld hjeðan til Svíþjóðar, gætu
fengið að taka hitaveituvörurnar
hingað til baka. Og það var ekki
fyrri en málið var komið svo langt,
að bvrjað var á því að skipa vör-
nnum út í flutningaskip í Kaup-
mannahöfn, að sjeð varð með
vissu, að hjer var, frá hendi
þýskra yfirvalda í Danmörku, ver-
ið að draga málið á langinn til
þess eins að tefja framkvæmdir.
Því þegar svo hart var gengift
fram í máíinu, að framskipun var
byrjuð, voru tekna.r upp nýjar
krókaleiðir frá þeirri hlið, til þess
að útiloka flutninginn með öllu.
Þessum þætti málsins gleyma
þeir Alþýðublaðsritarar, þegar
þeir hefja upp sinn gamla vælu-
fón um það. að Sjálfstæðismenn
hafi haldið slælega á hitaveitumál
Inu. En hver er þáttur Alþýðu
flokksmanna? Það voru þeir, sem
frá öndverðu unnu gegn þessu
máli. Þeir voru á móti því að
’bærinn trygði sjer hitarjettindin
að Reykjum, á móti því, að borað
væri þar éftir vatni, töfðu þær
“framkvæmdir með aðstöðu sinni í
innflutningsnefnd á hinn lúaleg-
asta hátt, höfðu alt á hornum
sjer um framkvæmd verksins, þeg-
ar til þess fjekst fje. Þetta er
hinn eftirminnilegi þáttur Alþýðu-
flokksmanna í þessu velferðarmáli
Reykjavíkur.
Verður málstaður þeirra engu
betri, þó þeir reyni að breiða yfir
'hneisu síiia með skætingi til þeirra
manna, sem af einlægni og áhuga
hafa unúið að þessu máli.
f hvert skifti sem þéir taka upp
sínar gönilu og heimskulegu ásak-
anir í garð SjálfSt.æðismanna,
vinna þéir það eitt, að minna á
‘sína eigin skamms'ýrii -og mótþróa
tsinn í þ éssu mál i.
Guðmundur Eiríksson var
fæddur að Fossnesi í
Gnúpverjahreppi 2. apríl
1889. Foreldrar hans voru
Eiríkur Jónsson, bóndi í
Fossnesi, oo: síðari kona hans
Guðrún Jónsdóttir frá Efra-
Langholti í Hrunamanna-
hreppi.
Stóðu hinar bestu ættir að
Guðmundi. Frú Kristín móðir dr.
Jóns Ofeigssonar var t. d. föður-
systir lians og þeir dr. Jón því
systkinasynir. Nokkru lengra
fram koma saman ættir þeirra
Guðmundar og Einars skálds Bene-
diktssonar, en ættir beggja má
rekja til Onnu, svstur Jóns Ei-
ríkssonar konferensráðs. Þá var
föðuramma Gúðmuiidar, Guðrún
Jónsdóttir, systir Steingríms bisk-
ups og því systurdóttir sjera Jóns
Steingrímssonar og systkinabarn
við Bjarna amtmann Thorsteins-
son.
Guðmundur fluttist hingað til
bæjarins jarðskjálftasumarið 1896,
þá 7 ára gamall, og fór til Sig-
urðar Arnasonar trjesmiðs og
konu hans Margrjetar Björnsdótt-
ur. Tóku þau hann í fóstur og
gengu honum síðan í foreldrastað,
enda andaðist faðjr hans skömmu
síðar. Sigurður fóstri hans andað-
ist 1907, en fóstra hans, frú Mar-
grjet, lifir enn, nú 77 ára gömul.
Guðmundur kvæntist aldrei, en
bjó ætíð með fóstru sinni', og var
með þeim mikið ástríki. Gekk
hann henni í sonar stað svo sem
best verður á kosið. Munum við
samstarfsmenn Guðmundar, sem
yfirleitt töldum Guðmund nokkuð
fámálan í umgengni, lengi minn-
ast hlýju þeirrar og virðingar, er
ætíð lýsti sjer í orðum bans, þeg-
ar hann mintist fóstru sinnar.
★
Á æskuárum nam Guðmundur
trjesmíði hjá Sigurði fóstra sínum,
og lauk hann því námi innan tví-
tugs-aldurs, sem sjaldgæft þótti
í þá dagá. Teikningu lærði Guð-
mundur hjá Stefáni Eiríkssyni
myndskera. Að námi loknu stund-
aði Guðmundur trjesmíði, og
skipasmíði að nokkru, um langa
hríð'. Hann var einn af fyrstu
trjesmiðum þessa bæjar, er lög-
giltir voru til að standa fyrir
húsasmíði, þegar reglur voru um
það settar árið 1924. Stóð hann
fyrir byggingu. margra húsa og
teiknaði sum.
Vegnaði honum vel í iðn sinni.
Þótti hann verkmaður mikill, hafði
röð og reglu á öllum hlutum, sem
í umsjá hans voru, og máttu þeir,
er við liann skiftu, treysta hon-
um sem sjálfum sjer. Vax-ð hann
og maður vel bjargálna og stoð
og stytta þeirra, er hann taldi
sig vandabundinn
Guðmundur var því í fremstu
röð stjettarbræðra sinna. Þeir
sýndu honum og trúnað með
margvíslegum , hætti. Hann var t.
d. formaður Trjesmiðafjelagsins
um skeið og átti sæti á öllum iðn-
þingum, sem haldin hafa verið til
þessa, í iðnráði ' var hann frá
stofnun þess og stundum í stjórn
þess. Iðnfulltrúi var hann frá
1938 og síðan.
■ír
Af framansögðu er Ijóst, að
Guðmundur naut alveg óvcnju-
legs trausts hjá stjettarbræðrum
sínum. En traust hans stóð fleiri
stoðum, því að Guðmundur var
lengi einn af fremstu áhrifamönn-
um í bæjarmálefnum Reykjavík-
ur og sá, er einna flest trúnaðar-
störfin hlóðust á.
Guðmundur mun alt frá æsku
hafa haft mikinn hug á stjórn-
málum. Aður fyrri ætla jeg, að
hann hafi fylgt að máli Ileima-
stjórnarmönnum, en þó með fullri
gagnrýni, því að. við kosningarn-
ar 1919 var hann eindreginn
stuðningsmaður Jakobs Möllers,
en sú kosningahríð var einna hörð
ust um hans daga.
Forystumönnum í hinum gamla
flokki Guðmundar mun hafa fund-
ist fátt um afstöðu hans 1919 og
það nokkuð dregið rir stjórnmála-
áhrifum hans um skeið. í niður-
jöfnunarnefnd var hann (rúmlega
þrítugur) þó kjörinn 1920, en þá
var hún enn kosin af borgurun-
um almennri kosningu, og átti
hann þar sæti 1920 og 1921.
Tíu árum síðar, eða 1930, var
Guðmundur kosinn í bæjarstjórn
af hálfu Sjálfstæðismanna og átti
þar sæti æ síðan. Innan bæjar-
stjórnar gegndi liann mörgum
trúnaðarstörfum. í byggingar-
nefnd átti hann t. d. sæti alla
sína bæjarfulltrúatíð. Bæjarráðs-
maður var hann þetta kjörtíma
bil bæjarstjórnar: Þá var hann og
í framfærslunefnd, skrifari bæjar-
stjórnar o. s. frv. Enn var hann
alt frá 1934 í mjólkurverðlags-
nefnd. í fasteignamatsnefnd fra
1938 og til dauðadags.
Sumarið 1939 sigldi Guðmundur
*
utan og fór sem fulltrúi bæjar-
stjórnar á skipulagsmót, er þá
var haldið í Stokkhólmi.
Af ríkisstjórninni var hann skip
aður í húsaleigunefnd við stofn-
un hennar óg átti þar síðan sæti.
Hin síðari ár var Guðmundur einn
af vara-alþingismönnum fyrir
Reykjavík.
Loks má geta þess, að í fje-
lagsskap Sjálfstæðismanna hjer í
bæ vann Guðmundur mikið starf,
bæði í fulltrúaráðinu, en þó eink'-
um í Eiðisnefnd.
★
í opinberum málum ljet Guð-
mundur auðvitað einkum til sín
taka mál stjettar sinnar. Yar i
bæjarstjórn mjög farið að hans
ráðum í öllum þeim málum, er
iðnað og iðnaðarmenn varðaði.
Áhrif Guðmundar voru þó alls
eigi takmörkuð við þau mál ein.
Enda þótt, Guðmundur væri eigi
fæddur Reykvíkingur, heldur
„jarðskjálftabarn“, eins og að
framan greinir, þá voru fáir ger
kunnugri högum bæjarbúa en
hann. Hann hafði frá barnsaldri
átt heima á sömu slóðum í Yest-
urbænum og atvinnu sinnar vegna
mikið átt saman við margskonar
menn víðsvegar um bæinn að
sælda. Oll u, sem fyrir hann bar,
veitti hann glöggar gætur, festi
I í minni það, sem máli skifti, og
,var ólatur að læra í reynslunnar
skóla. Af öllu ]>essu hlutu tillög-
Guðmundur Eiríksson.
ur hans ætíð aft verða þungar á
metunum. Veit jeg engan af bæj-
arfulltrúum, sem hafi farið nær
skoðunarhætti almennings í bæn-
um í skoðunum sínum, og gagn-
rýni Guðmundar var oftast nær
forboði þess, að almenningur
mundi á því finna einhvern ann-
marka, er Guðmundur hafði gagn-
rý»t.
Guðmundur fór ■ löngum sínu
fram. Þótti sumum hann því
stundum nokkuð berorður og
þaulsætinn við sinn keip. Okkur,
sem mesta samvinnu höfðum við
hann, fanst hinsvegar mest koma
til áreiðanleiks hans, dómgreind-
ar og trygðar, og töldum fullrar
varúðar þörf,' ef varnaðarorð
komu frá honum.
★
Guðmundur var enn maður á
besta aldri, rúmlega 52 ára, og
með fulla starfskrafta. í vor urð-
um við samstarfsmenn hans þó
þess varir, að hann gekk eigi
lengur heill til leiks. Varð jeg
fyrst veikinda lians var, er við
komum saman af fundi, þar sem
nokkuð hafði skorist í odda með
monnum. Sagði hann mjer þá
brosandi, að hann hefði verið svo
harður í horn að taka, seni raun
varð á, vegna þess, að hann væri
nokkuð sóttkaldur og hefði kent
lasleika undanfarna daga. Eftir
það lrom Guðmundur að vísu enr.
um skeið á fundi, en var þó auð-
sjáanlega illa haldinn. f júnílok
ljet hann þau boð berast, að hann
yrði um skeið að hverfa frá störf-
nm. Snemma í- ágúst heyrði jeg,
að hann hefði verið lagður á
spítala. Fór jeg á sunnudegi
skömmu síðar að hitta hann. Brá
mjer, er jeg sá hann, því áð hann
var þá fárveikur maður, þótt eigi
grunáði mig, að hann ætti ein-
ungis fáa daga ólifaða. Ræddum
við saman nokkra hríð, en að
lokum sagðist liann þurfa að
biðja mig að tala yið sig síðar í
vikunni, og lofaði jeg að koma
jafnskjótt sem hann 1 jéti mig
vita. En næsta miðvikudagsmorg-
un fjeklc jeg boð um, að hann
væri látinn.
Hann ljest í svefni, mun hjart-
að hafa bilað, en illkynjuð inn-
vortismeinsemd var orsök sjúk-
dóms hans.
★
Guðmundur Eiríksson var öll-
um mönnum óbáður, hafði nóg
fyrir sig að leggja og þurfti því
aldrei' að lúta öðrum nje hugsa
um eigin hag í afskiftum af op-
inberum málum. Þessi afstaða á-
samt góðri greind og skapfestu
gerðu hann að dyggum almennings
fulltrúa. Hann var í öllum hátt-
um sínum og lífi ímynd þess yf-
irlætisleysis, þrautseigju og
vinnusemi, sem gert hefir Reykja-
vík að vistlegasta stað á íslandi.
Hann var brot af besta kjarna
þess almennings, sem bygt hefir
Reykjavík.
Bjarni Benediktsson.
Guðnmndur Eiríksson
— og störf hans í
þágu iðnfjelaganna
Degar minst er æfiatriða Guð-
mundar sál. Eiríkssonar
húsasmíðameistara, er ástæða til
að minnast sjerstaklega starfa
hans í þágu fjelagsmála iðnaðar-
manna, því hann var einn þeirra
manna, sem þar kemur mést við
sögu hina síðustu áratugi. Og
þótt hann hefði nú hin síðustu
ár mörgum og margvíslegum störf-
um að sinna á öðrum sviðum, dró
hann sig aldrei í hlje með að
vinna fyrir iðnaðarmálin. Sjálfur
var hann fyrst og fremst iðnað-
armaður og í þeirra hóp undi
hann sjer best.
I 28 ár var Guðmundur búinn
að vera fjelagi í Trjesmiðafjelagí
Reykjavíkur og það er varla of-
sagt þótt sagt verði, að hann
unni því fjelagi mest þeirra fje-
laga, er hann var viðriðinn. Hann
lagði líka á sig mikið starf í þágu
fjelagsins, sem fjelagsbræður hans
kunnu líka að meta að verðleik-
um. Brátt Ientu á hans herðum
hin vandasömustu störf, og störf
sín á þessu sviði' sem öðrum rækti
hann með stakri samviskusemi.
Árið 1918 varð Guðmundur for-
maður Trjesmiðafjelagsins og var
það samfleytt í 5 ár. Nokkrum
árum síðar varð hann aftur for-
maður í 2 ár og varaformaður í
mör^ ár. Þegar Iðnráð Reykja-
víkur var stofnað, var hann kjör-
inn iðnráðsfulltrúi húsasmiða og
var það æ síðan. Hann var um
langt skeið formaður prófnefndar
í húsasmíðaiðn. Frá því að lands-
þing Landssambands iðnaðar-
manna hófust, var hann ætíð full-
trúi fjelagsins á þingum. Þannig
hlóðust störfin á G. E. í þágu
Trjesmiðafjelagsins og það var
engin tilviljun, heldur bein af-
leiðing af hans miklu starfshæfni.
Hann hafði óþrjótandi starfs-
vilja, hjelt einarðlega á sínu málí,
en þó sanngjarn og samvinnuþýð-
ur, virti ætíð skoðanir annara, þó
þær færu í bág við hans eigia
skoðanir. Fyrir þetta ávann hann
sjer vinsældir og traust fjelags-
bræðra sinna, enda virtu fjelagar
hans svo dómgreind hans, að eng-
in ráð þóttu fullráðin fyr en álit
Guðm. Eiríkssonar kæmi til.
FBAHH. I SJÖTTXJ 8fö®