Morgunblaðið - 02.09.1941, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.09.1941, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 2, sept. 1941. MORGUNBLAÐIÖ 7 Bardagamir í Rússlandi PRAMH. AP ANNARI SÍÐU Litlar fregnir hafa borist frá <iðrum vígstöðvum. I tilkynningu rússnesku her- stjórnarinnar á miðnætti í nótt segir aðeins, að bardagar haldi áfram á allri víglínunni, og að rússneski flugherinn geri harð- ar árásir á skriðdreka og fót- gönguliðssveitir Þjóðverja. í þýskum fregnum í gær var talað um gagnárásir Rússa á milli Smolensk og Gomel, fyrir norðan Kiev og við mynni Dnjeprfljóts- ins. Við mynni Dnjeprfljótsins, þar sem Rússar eru sagðir vera að reyna að komast yfir á vestur bakka fljótsins, voru þeir sagðir nota fallbyssubáta, til þess að skjóta á vígstöðvar Þjóðverja. Þjóðverjar segjast þó hafa hrundið öllum gagnáhlaupunum, tekið marga fanga og valdið miklu manntjóni, einkum við mynni Dnjeprfljótsíns. í London er liti& á gagnáhlaup Budennys við Dnjepr, sem þátt í varnarstríði hans. Þýska hcrstjórnar- tilkynningin Þýska herstjórnin tilkynnir: T-|ýskar herdeildir hafa frá því 26. ágúst eyðilagt 27 rúss- neska fallbyssubáta á Dnjepr- fljóti í norður frá Kiev Verið er nú að ljúka við her- nám Eistlands og hefir hafnar- borgin Hopsol á vesturströnd landsins verið tekin. f bardögunum, sem háðir voru Umhverfis Reval, en þeim var lok- ið 28. ágúst, voru 11.432 bolsje- vikka-hermenn teknir til fanga og auk þess voru teknar 293 fall- byssur, 91 skriðdreki, tvær bryn- varðar eimreiðar, og mikið af öðr- Um hergögnum. í Kirjálabotni hjeldu þýsk her- skip áfram að leggja tundurdufl- Um. Meir en 16 brennandi óvina- ekip sáust á þýska tundurdufla avæðinu. BRJEF Staður á Reykjanesi Ilr. ritstj. Þegar jeg skrifaði grein mína „Prestssetursjörðin Staður á Reykjanesi“ í 193. tbl. Morgun- blaðsins þ. á., þá hafði mjer runn- ið í skap við það, að mjer hafði skilist, að til stæði að selja þessa kostajörð, en til þess vissi jeg, að áður hafði verið gerð tilraun til þess að fá keypta undan henni landspildu til nýbýlastofnunar. Nú er það upplýst, vegna skrifa minna, að Staður á Reykjanesi verður ekki seldur og er mjer það gleðiefni, þar sem með því gefst prestinum kostur á að sitja áfram á hinu gamla höfuðbóli, en á því tel jeg best fara, auk þess sem það hentar honum best, eins og áður hefir verið tekið fram. En vegna þeirrar gremju minn- ar, sem jeg hefi lýst, varð mjer það á í áminstri grein að festa á blað ummæli, snertandi ýmsa að- ila, sem betur væru ósögð, og nota rithátt, sem mjer var ekki sam- boðinn. Þykir mjer þetta afar leitt og vil jeg sjerstaklega taka það fram, að jeg vildi í engu kasta steini á minningu fyrirrennara míns þar vestra, síra Jóns Þor- valdssonar, sem í einu sem öllu var sómi' sinnar stjettar, vel lát- inn og mikilsvirtur af öllum sókn- arbörnum sínum og það að verð- leikum. Tek jeg því aftur þau um- mæli mín, er snerta hann og fjöl- skyldu hans og bið velvirðingar á þeim. Staddur í Reykjavík 1. sept. ’41 Ragnar Benediktsson. Flugvjelafram- leiðsla Breta T ilkynt var opinberlega í Lon- don í gær, að flugvjelafram leiðsla Breta hefði farið fram úr öllum metum í ágústmánuði. Sjerstök áhersla er lögð á að gert hafi verið við fleiri flug- vjelar í ágúst en nokkru sinni áður. Flugvj elaf ramleiðsluráðherrann, Movre-Brabeson, hefir sent verka- mönnunum í flugvjelaiðnaðinum þakkarskeyti, og hvatt til enn frekari framleiðsluaukningar. VILLA á góðum stað í austurbænum óskast til kaups eða í skiftum fyrir lítið íbúðarhús. Uppl. í síma 2002. ooot»eeoo««t titoftooooooe Vegna jarðarfarar Frakkar vilja friðarsamninga CT?rrancl de Brinon, fulltrúi * Vichystjórnarinnar í París, skýrði blaðamönnum frá því í gær, að Petain marskálkur væri nú að leitast við að fá gerða endanlega friðarsamninga milli Frakka annarsvegar og Þjóðverja og ítala hinsvegar. Darlan hefir undanfarið verið mikið á ferðalagi milli Vichy og París og er álitið að samninga- umleitanir þessar sjeu orsök þess- ara ferðalaga. Tilkynt var í Vichy í gær, að Laval og Deat væru úr allri hættu. LOFTBARDAOARNIR PRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Þjóðverjar skýra frá því, aS óvinaflugvjelar hafi flogið inn yfir norður og norð-austur Þýskaland í fyrradag, og halda því fram, að þær hafi verið rúss- neskar. Nokkrar flugvjelanna voru sagðar hafa nálgast úthverfi Berlínar, en engin komst inn yfir borgina. Þýskar flugvjelar gerðu í fyrrinótt harða loftárás á Hull, (að því er fregnri frá Berlín herma). LANDAKEPNI SVÍA OG DANA Landakepni í knattspyrnu milli Dana og Svía fer fram 14. sept. n. k. MIÐJARÐARHAFS- YÍGSTÖÐYARNAR FRAMH. AF ANNARI SÍÐU en undanfarið, en hinsvegar iiefði nokkurt stórskotaliðsein- vígi verið háð hjá Sollum. Hinar miklu loftárásir á hafnarborgir beggja aðila, í Egyptalandi og í Libyu, und- anfarnar vikur, benda til þess, að báðir draga að sjer vistir til nýrra víga, sem skollið geta á þá og þegar. Heitasti sumartíminn í Norð- ur-Afríku, er nú senn á enda. Jóhannsson, Gunnarsbraut 38. Sími 5979, Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. 83 ára er í dag frú Ingibjörg Sigurðardóttir frá Hofdölum í Skagafirði, nú til heimilis á Brekkugötu 25, Hafnarfirði. 45 ára verður á morgun, 3. sept., Ellert Árnason, 1. vjelstjóri við rafmagnsstöðina á Ljósafossi. Hjónaefni. Síðastliðinn laugar- dag opinberuðu trúlofun sína ung- frú Málfríður Ólafsdóttir, Hverfis- götu 41 og Björn A Blöndal, Hring braut 33. Bifreiðarslys. Það slys vildi til um helgina, að bíll valt út af Þingvallaveginum. í bílnum var bílstjóri og stúlka með honum. Meiddist stúlkan svo, að flytja varð hana á spítala, en bílstjóran sakaði ekki. Bíllinn var R 39. Ilafði hann bitað og varð að sam- komulagi, að hermannabíll drægi hann til Reykjavíkur, en er kom- ið var á móts við Köldukvísl, valt R 39 út af veginum, með þeim afleiðiiigum, sem að framan greinir. Samtíðin, septemberheftið, er komin út. Þar er viðtal við Lunde gaard, verkfræðing í Reykjavík, um hinar heimsfrægu soyabaunir. Steindór Steindórsson mentaskóla- kennari skrifar um auð óbygð- anna, sem hann telur að nemi miljónum króna. Ritgerð um Nel- son A. Rockefeller, sem nú sam- einar gervalla Ameríku gegn á- róðri öxulríkjanna í Evrópu. Kvæði eftir Hreiðar Geirdal. Smá- saga: Veðurspákonan. Grein eftir ritstjórann, er hann nefnir Eftir ríkisst j órakosninguna. Til ekkjunnar með börnin 7. Áheit frá S S. kr. 10. Áheit frá 0/ S. kr. 10 Áheit frá ónefndum á Akureyri kr. 10. Áheit frá Guð- rúnu kr. 10. Áheit frá Áslaugu kr. 10. Utvarpið í dajar: 19.30 Hljómplötur : Lög- úr óper- ettum og tónfilmum. 20.30 Erindi; Frá Bretlandi, IV. (Thorolf Smith), 20.55 Illjómplötur: Píanókonsert í D-moll, Op. 15, nr. 1, og „Sorg- arforleikurinn“, eftir Brahms. Eignarlóð við hðfnina ðil sölu. Tilboð óskast í húsið og lóðina Brunnstíg 9. Þeir, sem gera vilja tilboð. í eignina, sendi tilboð sín í pósthólf 75 Hafnar- firði fyrir 8. þ. m. Rjettur áskilinn til að hafna öllum til- boðunum, eða taka hverju sem er. frú Láretfu Hagan verða Hattabúðir bæjar- ins lokaðar i dag frá kl. 1-4. Vinnustofum og verslnnum okkar verðnr lokað I dag kl. 1-4 vegna farðarfarar. Úrsmiðafjelag íslands. Móðir og tengdamóðir okkar, HELGA FRIÐRIKSDÓTTIR WELDING, andaðist í spítala að kvöldi 31. ágúst. Fyrir hönd okkar og annara vandamanna. Ingibjörg Finnbogadóttir. Elías Kristjánsson. Móðir mín elskuleg, tengdamóðir og amma, GUÐJÓNÍA BJARNADÓTTIR, andaðist að heimili sínu, Urðarstíg 12, mánudaginn 1. sept. Fyrir hönd okkar og fjarverandi vandamanna. Bjarni Þóroddsson. Kristín Bjarnadóttir. Guðjónía Bjarnadóttir. Borðsf of ustólar Nokkrir borðstofustólar til sölu. Upplýsingar á Karlagötu 6, annari hæð, kl. 10—12 og 2—7 í dag. Sonur okkar, INGÓLFUR, andaðist sunnudaginn 31. ágúst. Una Guðmundsdóttir. Einar Kr. Guðmundsson. Jarðarför móður minnar, INGUNNAR GÍSLADÓTTUR, fer fram þriðjudaginn 2. sept. Hefst kl. lVá frá Sct. Josefsspítal- anum, Hafnarfirði. Jarðað verður frá Þjóðkirkjunni. Halldór Ólafsson. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda vinsemd við jarðarför litlu stúlknanna okkar. Rebekka ísaksdóttir. Viggó Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.