Morgunblaðið - 02.09.1941, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.1941, Blaðsíða 2
2 MORfMJNBLAÐIÐ Þriðjudagur 2. sept. 1941. Rússar hörfa á Kirjálaeiðinu Aftur fyrir gömlu finsk-rússnesku landamærin Fregnir um friðar- umleitanir Finna bornar til baka Gagnáhlaup Rússa í Ukrainu Fregnir frá Stokkhólmi, sem birtar voru í London í gærkveldi, hermdu, að Rússar hefðu hörfað með herlið sitt á Kirjálaeiðinu, til Rajajoki, að baki gömlu finsk-rússnesku landamæranna. Með því hafi varnarlína Rússa að norðan færst mjög í áttina til Leningrad. Fyr í gær höfðu borist fregnir frá Helsingfors um að Finnar hefðu tekið Summaa og Terijoki á suð-vestan- verðu Kirjálaeiðinu, við járnhrautina frá Viborg til Lenin- grad. Báðar þessar borgir, Summaa og Terijoki, komu mjög við sögu í síðustu styrjöld Finna og Rússa. Vörn Finna við Summaa varð víðfræg í síðasta þætti þessarar styrjaldar árið 1940. Fregnir hafa gengið um helgina í Washington og London á þá leið, að Finnar væru að leita fyrir sjer um friðarsamn- inga vfð Breta og Rússa, eftir að þeir væru búnir að ná aft- ur landamærum sínum frá því árið 1940, og hafa flutning- ar Rússa á liði sínu til Rajajoki verið settar í samband við þessar fregnir. En í gærkvöldi birti hin opinbera finska frjettastofa yfirlýs- ingu, þar sem fregnir þessar eru afdráttarlaust bornar til baka og ságðar vera áróðursfregnir bornar fram í ákveðnum tilgangi. Kirjálaeiðið. Roosevelt livetur tll auk- innar fram- leidslu TIl aÖ slgra Hftller FRANKLIN D. Roosevelt Bandaríkjaforseti flutti útvarpsávarp í gærkvöldi í tilefni af degi vinnunnar, sem haldinn var hátíðlegur vestra. í ræðu sinni hvatti 'forsetinn verkamenn í Bandaríkjuniifn til þess að auka afköst sín í*ú, er herir Þjóðverja hefðu í fyrsta skifti verið stöðvaðir og hann vísaði á bug ötlum tillögum um að saminn yrði friður við Hitler. ROOSEVELT sagði, að ábyrgð- in væri mikil, sem hvíldi á herðum ’ amerískra verka- manna í þessari rudda- legustu og hræðilegustu styrj- . öld, sem nokkru sinni hefði verið háð — það hlutverk að gy rsigra Hitler. HÁNN sagði, að óvinirnir vissu, P að Tamleiðslan hefði aukist mikíö vestra, og að vörurnar ^væru fluttar til vígstöðv- anna gegn Hitlerismanum. En hann sagði, að ef fram- leiðslan yrði ekki enn aukin og auknar ráðstafanir gerðar til þess ða tryggja það, að hún kæmist til vígstöðvanna, þá kynnu óvinirnir að nota tæki- færið til þess að sækja áfram á gömlum og nýjum víg- stöðvum. EINMITT nú, er dregið hefði úr sókn Þjóðverja, væri ástæða til að efla framleiðsluna, og sleppa allri umhugsun um að semja frið. Jeg hefi verið beð- ínn af mönnum, sem vilja umfram alt frið og af áhang- endum nazismans, að hefja friðarsamninga við Hitler, vegna þess, að við getum ekki sigrað. Jeg hefi neitað þessu og jeg neita því enn. JEG veit, að jeg tala í nafni allrar amerísku þjóðarinnar er jeg segi, að við munum leggja fram okkar fulla skerf til að sigra Hitler. Mannfall Þjóðverja MDskvaútvarpið sagði í gær- kveldi, að Þjóðverjar hefðu í 10 vikna styrjöld í Rússlandi mist 2.500.000 manns, þar af 1.000.000 fallna. Sókn Breta I loftl, er þrlðja árið hefst Mesti dagurinn í lofthern- aði Breta frá því stríð- ið hófst“ — þannig skrifuðu bresk Vlöð um hernaðaraðgerð- irnar í lofti í fyrradag og fyrri- nótt. Þannig lauk öðru ári styrjaldarinnar um það er lýtur að bardögum í Vestur-Evrópu. Frá því á fyrsta afmælisdegi styrjaldarinnar í fyrra, hef;r blaðinu verið snúið við. Þá var ,,orustan um Bretland" *— sókn þýska hersins á London og alt England á hámarki, en til þess að sýna breytinguna frá því þá nægir að benda á, að loftvarna- merki var ekki gefið í eitt ein- asta skifti í London allan ágúst- mánuð nú. í fyrradag voru ( að því er fregnir frá London herma) breskar flugvjelar í árásarleið- öngrum yfir Ermarsund látlaust allan daginn. Auk árása á her- stöðvar í Norður-Frakklandi, gerði fljúgandi virki árás í birtu á Bremen. í fyrrinótt gerðu breskar flug- vjelar loftárás á Essen og Köln. FRAMH. Á SJÖTJNDU 8ÍÐU Fyrstu fregnirnar um þessar væntanlegu friðarumleitanir Finna bárust. frá sendiherra Finna í Washington. Finskur embættismaður í Stokkhólmi er sagður hafa látið svo um mælt við frjettaritara -,,Daily Tele- graph“ þar, að Finnar kynnu að leita aðstoðar sendiherra Banda ríkjanna í London, Mr. Win- stons, ef þeir reyndu að ná samn ingum við Breta og Rússa. Fulltrúi þýsku stjórnarinnar sagði við blaðamenn í Berlín í gær, að sjerfriður Finna við Rússa kæmi ekki til mála, nú er Finnar væru á sigurgöngu inn í Rússland. Hann vakti einnig at- hygli á því, í þessu sambandi, að Mannerheim marskálkur hefði fyrir aðeins nokkrum dögum tekið á móti riddarakrossi þýska járnkrossins frá Hitler. SÓKN AÐ SUNNAN. Samtímis fregnunum um sókn Finna að Len’ngrad að norðan, hafa borist fregnir frá Berlín, um væntanlegan ósigur rúss- neskra hersveita, sem um- luktar eru hjá Novogorod, á vígstöðvunum fyrir sunn- an Leningrad. Þjóðverjar segja, að veður- skilyrði á þessum vígstöðvum sjeu mjög slæm um þessar mund ir, látlausar rigningar, en þeir segja, ða horfur rússneska hers- ins þarna, sjeu þó mjög slæmar. FRAMH Á 8JÖUNDU SÍÐU „Tyrkneski herinn síend- ur vörð“ Aðstaða Tyrkja ótrygg Tyrkneska þjóðin mintist þess hátíðlega í síðast- liðinn sunnudag, að þá voru lið- in 19 ár frá því að viðrersn þjóð- arinnar hófst undir forystu Ata- túrks. Dagurinn var hátíðlega haldinn með því að tyrkneski herinn var hyltur, sem vörður hinnar nýju tyrknesku menn- ingar. í Ankara var haldin mikil hersýning með þátttöku land- hers og sjóhers. Hin mikla áhersla, sem Tyrk- ir lögðu á það þenna dag, að auglýsa herveldi sitt, þykir ótví- íætt benda til þess, hve þeim þykir aðstaða sín ótrygg, nú er þeir eru umsetnir af ófriðar- þjóðum á alla vegu. Fyrir nokkr um mánuðum lágu landamæri þeirra aðeins á einum stað að löndum ófriðaraðila, að vestan (Búlgaría og Grikkland). Með þátttöku Rússa í stríðinu, og með innrás Breta í Sýrland og Iran, hafa ófriðaraðilarnir sótc fram til landamæra þeirra á all- ar hliðar. Loftárás Rússa á Berlín Utvarpið í Moskva skýrði frá því í gærkveldi, að rúss- neskar flugvjelar hefðu í fyrri nótt gert loftárás á Berlín, og auk þess á Danzig og aðrar borgir í norð-austur Þýskalandi Látlatísar íoftárásír í Norðttr- Afríkti riðja ár stríðsins hefst á suðurvígstöðvunum (eins og kalla má Miðjarðarhafs- og Austurlandavígstöðvarnar) með hörðum loftárásum á báða bóga og með herjunum í vígstöðu. Fregnir frá herstöðvum Breta við Miðjarðarhaf herma, að oreskar flugvjelar hafi í fyrra- kvöld á sama hátt og næstum hvert einasta kvöld allan ágúst- mánuð. gert harða árás á höf- uðborg Libyu, Tripoli. í yfirlits- skýrslu um lofthernaðaraðgerð- ir í ágúst, segir herstjórn Breta við Miðjarðarhaf, að auk næst- um látlausra næturárása á her- stöðvar óvinanna í Libyu, Ítalíu, Grikklandi og Tólfeyanna, hefðu dagárásir breskra flug- hersins farið jafnt og þjett vax- andi. Óvinir Breta hafa á sama hátt haldið uppi loftárásum á bresk- ar herstöðvar, einkum í Alex- andriu og við Suezskurð. Til- kynt var í London í gær, að lít- ilsháttar eignartjón hefði orð- íð í Alexandríu og við Suez í loftárás, sem gerð var á þessa staði í fyrrinótt. Á landi hafa litlar hernaðar- aðgerðir át tsjer stað þar syðra, frá því að Þjóðverjar hrundu a- l laupi Breta hjá Sollum 1 júlí. í þýskum frjettum í gær var þó skýrt frá því, að útrásartilraun Breta frá Tobruk hefði verið hrundið. í fregnum frá London var skýrt frá því, að fallbyssu- skothríð Þjóðverja hjá Tobruk hefði verið minni í gær heldur FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.