Morgunblaðið - 02.09.1941, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 2. sept. 1941.
MORGUNBLAÐIÐ
3
r ■
Atta þúsund mal og
yfir 7400 tunnur
Mentaskólinn
i brakningl
Óþoiandi ástand
yfir helgina
Uppgripa sildveiði
síðustu dagana
Frjettaritari Morgunblaðsins á Siglufirði símar í
gær, að mikil síld hefði borist til Siglufjarðar
yfir helgina. Hefir síldin veiðst á Grímseyjar-
sundi og enn virðist ekkert lát á veiðinni.
Alt er enn í óvissu um það,
hvenær kensla geti haf-
ist í Mentaskólanum að þessu
sinni. Mentaskólinn er á hrakn-
ingi með húsnæði og óvíst enn
hvernig úr rætist.
Fiskiskipin hafa komið inn á hverju kvöldi og notað dimmuna
til að losa í bræðslu og salt.
Um helgina hafa komið 27 skip með tæp 8 þúsund mál. Söltun
yfir helgina á Siglufirði hefir numið 7412 tunnum. Mesta söltun
höfðu þessar stöðvar: Ingvar Guðjónsson 2200 tunnur, Sunna h.f.;
1504 tunnur.
Um 35 skip stunda nú veiðar með herpinót og mörg norðlensku
skipin, sem hætt voru veiðum, eru byrjuð aftur. Tvö ísfirsk skip,
sem hætt voru, eru komin aftur og byrjuð veiðar á ný.
Rauðka og S. R. N. settu af stað vjelar sínar í fyrrakvöld og
S. R. P. fer af stað í dag.
Sama blíðviðrið helst nyrðra.
Þessar upplýsingar fjekk
Morgunblaðið í gær hjá rektor
Mentaskólans, Pálma Hannes-
syni. Hann sagðist því ekki að
svo stöddu geta sagt neitt urn
það, hvenær kensla gæti hafist
í skólanum í haust. Ef úr ræt-
ist með húsnæði, myndi kensla
sennilega byrja seinnipart þessa
mánaðar. En alt væri þetta í ó-
vissu og kvaðst rektor mundu
ræða málið við kenslumálaráð-
herra þessa dagana.
Óttast um Isigu-
skip Eimskipa-
tjelagsins
að er farið að óttast um
eitt af leiguskipum Eim-
skipafjelagsins, því ekkert hef-
ir spurst til skipsins síðan það
ljet úr amerískri höfn 8. f. m.
Skip þetta var með fullfermi
af allskonar vörum hingað, alls
um 2200 tonn. í því var m. a.
400 tonn af sykri, talsvert af
mjölvöru, stór sending af
gúmmívöru, bíladekkum og
þess háttar, en þessa vöru vant-
ar nú mjög tilfinnanlega. Sjó-
klæðagerð íslands átti og vjela-
sendingu með skipinu. Sjerstak-
lega var ein vjelin, sem beðið
var eftir, því að ýmiskonar vinnu
er ekki unt að framkvæma, án
þess að hafa þá vjel. En Sjó-
klæðagerðin pantaði tvær slík-
ar vjelar og á von á hinni með
öðru skipi áður en langt líður.
Þá mun mikið af allskonar
vörum til iðnaðar, svo sem saum
ur o. fl. hafa verið með skipinu,
og kemur það sjer mjög illa að
fá ekki þær vörur.
Þó ekki verði sagt með neinpi
vissu enn þá, hvað orðið hafi um
} etta leiguskip, óttast menn
hjer, að því hafi 'hlekst á.
Ekki er vitað, að neinn ís-
lenskur maður ,hafi verið á
skipinu.
Knattspyrnumót 4. fl. hjelt á-
fraip í gær, Keptu Valur og K. R.
Valut vann með 2 mörkum gegn 0.
Ríkisstjóri tekur á
móti skipshafninni
aí „Esju“
Ríkisstjóri mun í dag kl. 11
taka á móti skipshöfninni á
„Esju“, í sjerstöku tilefni, sem
gerð verður nánar grein fyrir við
móttöku skipshafnarinnar.
12 erlendir blaða-
menn í heimsókn
til íslanns
Anæstunni er von á 12 erlend-
um blaðamönnum hingað tii
bæjarins. Koma þeir til að afla
sjer heimilda í greinar um land og
þjóð og dvöl setuliðsins hjer.
I hópnum munu einnig vera
nokkrir ljósmynda- og kvikmynda
tökumenn.
Blaðamennirnir eru frá ýmsum
stórblöðum, þar á meðal „Times“
og einnig frá heimskunnum frjetta
stofum, t. d. Associated Press.
Ekki er kunnugt hve lengi blaða
mennirni'r dvelja hjer á landi, en
þeir munu ferðast eitthvað um
landið.
Áhugi fyrir íslandi hefir aldrei
verið jafnmikill og nú hjá blöðum
og almenningi ei’lendis.
fslensku blaðamennirnir í Lon-
don. Hingað er komin frjetta-
kvikmynd frá London, sem meðal
annars sýnir íslensku blaðamenn-
ina, sem fóru til Bretlands í sum-
ar í boði hjá upplýsingamálaráðu-
neytinu í London. Kvikmynd þessi
mun verða sýnd sem aukamynd í
Nýja Bíó innan skams.
★
Svo sem kunnugt er, hefir
Mentaskólinn verið á hrakningi
með húsnæði síðan setuliðið kom
hingað. Það tók strax Menta-
skólann til umráða, en lofaði því
jafnframt, að skólinn skyldi
rýmdur áður en kensla byrjaði
haustið 1940. En úr þessu varð
þó ekki, og s. 1. vetur varð
Mentaskólinn að kúldrast inni á
tveim stöðum, í Háskólanum og
Alþingishúsinu. Miklir erfið-
ieikar eru á því, að Mentaskól-
mn geti fengið þetta húsnæði
aftur í vetur, því að húsnæðið á
báðum þessum stöðum þarf að
nota til annars.
Það er ákaflega bagalegt, að
setuliðið skuii halda Mentaskól-
anum. Var því og yfirlýst, þegar
setuliðið tók húsið, að þetta yrði
aðeins til bráðabirgða, eða þar
til ynnist tími til að koma upp
byggingum fyrir setuliðið. Síð-
an eru liðin tvö sumur og einn
vetur, en alt stendur við það
sama. Setuliðið er kyrt í Menta-
skólanum og ekki sjáanlegt neitt
fararsnið á því þaðan.
Úr þessu er ekki unt að skoða
það annað en meinbug af hálfu
setuliðsins, að halda Menta-
skólanum. Ekkert er vitaskuld
auðveldara fyrir setuliðið en að
koma upp húsnæði fyrir þá til-
lölulega fáu menn, sem dvelja i
húsi skólans. En með því að
halda skólanum, er þessi elsta
og virðulegasta mentastofnun
landsins komin á hrakning. Slíkt
er með öllu óþolandi.
íplensk stjórnarvöld verða
að ganga fast eftir því, að setu-
liðið efni áður gefin loforð,
bæði um jpetta og annað.
Það er brýn nauðsyn, að
Mentaskólinn fái aftur sitt eig-
ið húsnæði í haust.
Sbýrsla Húsaleigunefndar
Yfir 2500 manns
í fjölskyldunum
sem vanta
húsnæði
Fjölskyldur og einhleypir komu
enn til skráningar í gær
HÚSALEIGUNEFND hefir nú unnið úr skýrsl-
um þeim um húsnæðislaust fólk í bænum,
sem safnað var dagana 28.—31. ágúst.
í þeim 664 fjölskyldum, sem gáfu sig fram, er 2532 einstaklingar,
þar af 927 börn og 35 gamalmenni.
Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl fjekk í gær hjá ritara
Húsaleigunefndar, eru líkur til, að talsvert fleiri sjeu hús-
næðislausir en skráðir voru, því að í gær komu enn margar
fjölskyldur og einhleypir til skráningar.
Hjer fer á eftir skýrsla Húsalc'gunefndar um fólkið, er kom
til skráningar dagana 28.—31. ágú t:
„AUs komu til nefndarinnar 664
fjölskyldur, sem í eru 2532 ein-
staklingar og auk þess 207 ein-
hleypingar,
Hafa þessar fjölskyldur 927
börn á framfæri sínu, 1570 upp-
komna einstaklinga og 35 gamal-
menni.
Af.þessum 664 fjölskyldum telja
sig 430 verða húsnæðislausar hinn
1. okt. n. k. Hinn 14. maí s. 1.
telja sig 217 hafa orðið húsviltir
og 17 telja sig á götunni’ síðan 1.
okt. s. 1.
Ástæður til þess að tjeðar fjöl-
skyldur eru húsnæðislausar, eða
verða það, telja 399 vera af því að
húseigendur, eða leigutakar, sem
leigja þeim út af ibúð sinni, þurfi
sjálfir að nota húsnæði sitt, eða
nánustu vandamenn, sbr. 2. gr.
húsaleigulaganna. 47 fjölskyldur
hafa sagt sjálfar upp. Hinn 14.
maí s. 1. fóru 8 fjölskyldur úr
bænum í atvinnuleit, sögðu upp
íbúðum sínum, en eru nú komnar
aftur í bæinn og eru húsnæðis-
lausar. Húsin hafa verið rifin ofan
af 8 fjölskyldum. Vegna giftingar
eða nýbyrjaðs búskapar telja sig
70 fjölskyldur vanta íbúðir. Ný-
fluttar eru í bæinn 31 fjölskylda
og 96 eru húsviltar af ýmsum á-
stæðum, t. d. megnu ósamkomulagi
leigusala og leigutaka, ómöguleg-
um leiguskilyrðum eða ástæðum,
sem nefndin mun fjalla um á sín-
um tíma, svo og breytingum, er
nefndin hefir fallist á að gjörð-
ar hafi verið eða verði gjörðar
á íbúðarhíisnæði, 5 f jöldkyldur hafa
selt ofan af sjer húsin og standa
því á götunni.
205 fjölskyldur höfðu til íbúð-
ar 1 herbergi og eldhús (eldhús-
aðgang eða jafnvel 1 herbergi, sem
eldað var inni í). 224 höfðu 2
herbergi og eldhús, eða aðgang
að eldhúsi. 116 höfðu 3 herbergi
og eldhús og 24 höfðu meira.
Ekkert húsnæði, eða einstök her-
bergi, hö-fðu 95, og er það fólk,
sem nýflutt er í bæinn, nýbyrjað
að búa o. s. frv.
Það, sem þessar fjölskyldur
teljfi sig kómast af með minnst
húsnæði, er: 221 vantar 1 her-
bergi og eldhús, 344 vantar 2
herbergi og eldhús, 86 vantar 3
herbergi og eldhús og 13 vantar
meira. Þó munu nokkrar fjöl-
skyldur geta komist af með eld-
húsaðgang.
Af þessum fjölskyldum eru 83
ekkjur, eða konur með börn á
framfæri.
Nokkrar fjölskyldur búa nú í
Austurbæjarbarnaskólanum,
Franskaspítalanum o. .v 1 býr í
Hljómskálanum, 1 í Bretabragga,
4 eða 5 í tjöldum og að minsta
kosti ein í Málleysingjaskólan-
um“.
Þrlr kapplelkir
ll.flokksmðtsins
Ufanbæjar-
menn löpnðu
Asunnudaginn var voru háði’r
3 fyrstu kappleikirnir í
haustmóti II. aldursflokks í
knattspyrnu. Sex fjelög taka þátt
í mótinu, og er kepninni hagað
þannig, að það fjelag, sem tapar
leik, er þarmeð úr mótinu.
Fyrsti leikurinn var milli Hauka
úr Hafnarfirði’ og Víkings. Unnu
Víkingar hann með einu marki
gegn engu. Leikurinn var frekar
daufur, en þó að ýmsu sæmilega
leikinn. Hafnfirðingarnir voru
mjög litlar skyttur og raunar Vík-
ingarnir líka. Settu þeir mark sitt
úr vítaspyrnu, Samleikur Víkinga
van betri en Hauka. — Sigurgeir
Kristjánsson dæmdi þenna leik. —
Skástur í liði Hauka virtist mjer
hægri framvörður, en hjá Víking
miðframvörður og vinstri innfram-
herji.
Annar leikurinn var milli Fram
og K. R. og vann K. K. hann með
4 mörkum gegn engu. Var lið K.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.