Morgunblaðið - 05.10.1941, Qupperneq 5
íSuniuidagur 5. október 1941
Útitef.: H.t. Árvakur, Haykjavtk.
I Rltatjðrar:
Jðn Kjartanaaon,
Valtýr Stetánaaon Cá.6yrKBaraa.).
Auglýslngrar: Árnl óla.
Rltstjórn, auglýaingar o* atgralSsla:
Austurstrœtl 8. — Slaat 1800.
Áskrittargjald: kr. 4,00 á mánuOl
lnnanlands, kr. 4,50 utanlanda.
?' 1 lausasölu: 25 aura eintaklB,
30 aura meO Leabðk.
Áfengið og
ríkissjóður
ÍÐASTA ráðstöfun ríkisstjórn
arinnar í áfengismálinu er
sú, að nú er farið að selja breska ^
setuliðinu af birgðum Áfengisversl
unarinnar.
Þessar fregnir hefir Morgun-
blaðið frá mönnum úr setuliðinu.
Salan er, að sögn, þannig, að
Bretar kaupa áfengið tollfrítt. !
Einkennilegt má það véra, ef |
þjóðin unir vel þeirri ráðstöfun
stjórnarinnar, að láta erlenda
setuliðið fá annan og meiri rjett
í okkar landi en borgararnir hafa
sjálfir. Og illa samrýmist þessi
ráðstöfun við alt gasprið um það,
að gera borgarana sem sjálfstæð-
asta og óháðasta í öllum skiftum
við setuliðið.
En sleppum þessu. Hitt væri
ástæða til að athuga nánar, en
það er sii hliðin, sem snýr að rík-
issjóði. Með lokun áfengisverslun-
arinnar er ríkissjóður sviftur. tekj-
um, er nemur mörgum mjljónum
króna. Við þessu væri ekkert að
segja, ef ríkissjóður hefði ráð á
þessu og í staðinn ynnist það, að
hjer yrði algerlega þurt land. En
hver heilvita maður veit, að hjer
er ekki þurt land. Víða um land
er nú þegar liægt að fá nóg af
■ólöglegu áfengi (bruggi) og þetta
fer stöðugt í vöxt. Ofan á þetta
bætist svo áfengið hjá setuliðinu,
sem borgararnir — ekki síst kven-
þjóðin — á greiðan aðgang að.
Þetta er það, sem vinst við lokun
vínbúðanna og svo hitt, að ríkis-
■sjóður er sviftur miljónatekjum.
Verið getur, að ríkissjóður stand
ist þessa tekjurýrnun á þessu
ári. En hvernig verður útkoman á
næsta ári? Fjárlögin fyrir það ár
voru afgreidd með um 2 (4 miljón
króna greiðsluhalla. Ýmsir stórir
gjaldaliðir eru þó ekki með taldir,
svo sem 500 þvis. kr. til sjómanna-
skóla o. fh Má vafalaust telju
greiðsluhallan um 3 milj. króna.
Bætist svo ofan á þetta missir
teknanna af áfenginu (tollur og
álagning), sem má reikna 4—5
milj. króna,, þá er greiðsluhallinn
•■orðinn 7—8 milj. króna.
Hvar ætlar ríkisstjórnin að fú
fje, tíl þess að fylla upp í þetta
stóra skarð? Hvar eru sjóðirnir,
sem ríkisstjórnin hefir upp á að
hlaupa?
Vafalaust gerir stjórnin Alþingi,
sem saman kemur alveg á næst-
unni, grein fyrir þessu. Verður
fróðlegt að heyra, hvaða iírræði
stjórnin hefir í þessu stórmáli.
Frá sjónarmiði okkar áhorfend-
unna virðist síður en svo glæsilegt
útlitið með fjárhagsafkomu ríkis-
sjóðs.
Öfgamenn í áfengismálinu telja
vafalaust, að ekki sje orðum eyð-
andi að þessatú blið málsins. En
ríkisstjórnin verður að gefa hennt
-gaum.
5 r
Dýrlíðarmálin
Hagfræðingurinn á flófta
— huiinn reykjarmekki
Eftir Ólaft Ihors
„B
est er að fara stilt. á
stað“.
Jóni Blöndal hagfræðingi
hef ði verið holt að hafa betta
heilræði hug;fast, begar hann
sveif á mig út af ræðu birri
er jeg flutti nýverið, um
dýrtíðarmálin.
Það er orðið nokkru lægra
risið á hagfræðingnum í síðari
grein hans, og læt jeg mjer vel
líka að ádrepa mín til hans hjer
í blaðinu nýverið, hefir komið
að gagni.
Hagfræðingurinn færir engin
ný gögn fram í málinu. Hins-
vegar freistar hann þess að villa
sýn með blekkingum og heim-
ildafölsunum.
Þau atriði, sem um hefir verið
deilt í þessu máli eru tvö:
1. Er það rjett eða rangt, að
dýrtíðin hefði lækkað um
6/7 hluta úr einu stigi, ef
jeg hefði varið fje úr rikis-
sjóði til þess að lækka
farmgjöld samkvæmt till.
Eysteins Jónssonar?
2. Er það rjett eða rangt, að
sjerfræðinganefndin hafi
talið till. E. J. „ekki hag-
kvæmar“.
Um hið fyrra segi jeg þetta:
Tillaga E. J. varðandi farm-
gjaldalækkun er svohljóðandi:
„Ákveðið verði flutnings-
gjald á kornvörum, sykri og
kaffi, hið sama og var fyrir
stríð. Skipafjelögin fái bætt úr
dýrtíðarsjóði, ef það sýnir sig,
að rekstur þeirra fái eigi stað-
ist þessa ráðstöfun. Sje þá tekið
tillit til afkomu þeirra árið
1940.
Flutningsgjöld á öðrum vör-
um standi óbreytt nema annað
verði samþykt af ríkisstjórn-
inni. (Er þá gert ráð fyrir, að
rjettmæt kunni að reynast
hækkun á farmgjöldum sumra
vara, einkum ef tekin eru dýr
leiguskip, ertda verði þá um að
ræða vörur, sem lítil bein áhrif
hafa á vísitöluna).“
Hjer er um ekkert að villast.
Lækkunartillaga hans nær ein-
vörðungu til kornvöru og mest
jallrar nýlenduvöru, og hefi jeg
j ekkert tillit tekið til ráðagerða
^um farmgjaldahaekkun á öðrum
vörum.
★
Jeg leita nú til hagstofustjór-
ans og spyr hvaða áhrif það
hafi á vísitöluna, ef farið er að
óskum E. J. í þessum efnum.
Hagstofustjóri svarar:
„Ef farmgjöldum af þess-
um vörum væri alveg slept,
án þess að breytt væri tolli og
álagningareglum, þá mundi
það lækka vísitöluna um 2%
stig, en lækkun farmgjalda
af þeim um nokkurn hluta,
mundi lækka vísitöluna um
jafnmikinn hluta úr 2y2 stig-
um“.
Jón Blöndal dirfist að sjálf-
sögðu ekki að vjefengja þessi
ummæli hagstofustjóra. — En
hann vill draga af þeim þá á-
lyktun að ef umrædd farm-
gjöld yrðu lækkuð ofan í það
er var fyrir stríð, þá „lækki vísi-
talan ekki um 6/7 úr stigi held-
ur 1% úr stigi“.
Jæja, þetta er þó í áttina,
Mjer hefir loks tekist, að láta
hagfræðing Alþýðuflokksins
játa, að árásirnar á mig út af
því að jeg hefi ekki framkvæmt
tillögur viðskiftamálaráðherra,
sjeu með öllu tilefnislausar. —
Jafnvel þótt J. Bl. segði satt,
að þetta munaði 1% úr stigi,
þá sjá allir, að þjóðin væri lítið
bættari þótt jeg hefði notað stór
í'e úr ríkissjóði í þessu skyni.
En auk þess fer Jón Bl. rangt
með — auðvitað.
Farmgjöld Eimskipafjelags-
ins frá Ameríku hafa frá stríðs-
byrjun hækkað um 56%,-og eru
því í dag 156 á móti 100 fyrir
stríð. Sjeu þau aftur lækkuð of-
an í hundrað, lækka þau um
rúman þriðjung og „lækka vísi-
töluna um jafnmikinn hluta úr
21/2 stigi“.
Hvaða áhrif hefir það á vísi-
töluna?
um árásum í alt sumar — „sum-
ar-rógnum“ — eins og það hef-
ir verið nefr|ú.
★
Jón Blöndal gerir ósköp ve-
sæla tilraun tjl að sm^ygja sjer
úr klípunni sem jeg setti hann
í út af þeirri fullyrðingu hans
að hækkun farmgjalda sje ein
af „aðal orsökum“ dýrtíðar
innar.
Upplýst er, að vísitalan hefir
hækkað um nær 70 stig. Sannað
er að ef öll farmgjöld af Öllum
vörum, sem ganga beint inn í
vísitöluna, yrðu greidd úr rík-
issjóði, myndi það lækka vísi-
töluna um 8 stig.
Af þessu leiðir, að ef farm-
gjöld af öllum þessum vörum
yrði lækkuð ofan í það, sem þau
voru fyrir stríðið, myndi vísi-
talan sennilega lækka um 4—5
stig. Og auðvitað er barnaskap-
ur af hagfræðingnum að tala
um að 4—5 stig af nær 70 stig-
um sjeu „aðal orsök“ dýrtíðar-
innar.
Þetta hefir nú líka tekist að
gera hagfræðingnum skiljan-
legt. Hann finnur hversu ber-
skjaldaður hann stendur. Ög nú
er það, sem hann hnýtur um
Spyijum hagstofustjóra, það freistinguna, og grípur til þess
að bjæfalsa ummæli hagstofu-
stjóra.
skrifar
fer svo einkar vel á því, að hann
kenni Jóni Blöndal dálítið í
hagfræði.
Hagstofustjóri svarar:
Ef farmgjöld af þessum
vörum yrðu greidd úr ríkis-
sj.óði: „lækkar það vísitöluna
um 21/2 stig, en lækkun fsrri
gjalda af'þeim um nokkurn
hluta, mundi lækka vísitöl-
una um jafnmikinn hluta úr
2i/,stigi“.
Nú, nú. Þá er að finna rúm-
an þriðjung af 21/0. Það er nú
bara einföld deiling. Jeg læt
þessar leiðbeiningar nægja og
treysti því, að hagfræðingurinn
skilji af eigin rammleik, að ekki
lætur fjarri að þriðjungur af
2y* stigi sje „6/7 hlutar úr einu
stigi,“ eins og jeg segi, en ekjd
,1% stig“, eins og hagfræðing-
rrinn hjelt.
Við þessu þýðir nú ekkert að
íeyna að hagga. Það stendur
eins og stafur á bók, að hag-
stofustjórinn staðfestir mín um-
mæli og hrekur fullyrðingar J.
Blöndals. Það eru:
6/7 hlutar úr einu einasta
stigi,
tem dýrtíðin hefði fallið, ef jeg
hefði framkvæmt tillögur Ey-
^steins Jónssonar um lækkun
ifarmgjalda, en ekki fram-
kvæmt tillögu hans um hækk-
un farmgjalda. Og fyrir að hafa
ckki gert þetta hafa blöð sam-
starfsmanna minna í ríkis-
stjóminni haldið uppi látlaus-
Hagfræðingurinn
langt mál um þau áhrif á vísi-
töluna sem ýmsar vörur hafi,
sem ekki ganga beint inn í
hana. Ályktar síðan, að ef jeg
hefði látið lækka farmgjöld á
öllum vörum, þá hefði þessara
áhrifa gætt í meiri lækkun vísi-
tölunnar en um þessi 4—5 stig.
Og af því að hagfræðingur-
inn alveg rjettilega treystir þvi
varlega, að lesendur reiði sig á
hans orð, þá kallar hann nú
hagstofustjóra sjer til hjálpar
og tilfærir þessi orð hans:
„En sambandið milli farm-
gjalds útlendu varanrta og út-
söluverðs innlendu varanna
er aðeins óbeint, svo að það
verður ekkert sagt með vissu,
hvort ákveðin farmgjalds-
breyting hefir í för með sjer
tilsvarandi ákveðna breyt-
ingu á vísitölunni. Eins og nú
er háttað um vörueftirspurn,
má þó búast við að sjerhver
farmgjalds hækkun komi
fram í útsöluverði innlendu
vörunnar, ef til vill í auknum
mæli og valdi því hækkun
vísitölunnar“.
Þetta gleiðletrar Jón Blöndal
og þykist nú heldur betur hafa
náð sér niðri.
Segir svo sem ekki hagstofu-
stjóri að farmgjaldshækkun
þeirrar vöru, sem ekki gengur
beint inn í dýrtíðina geti vel
orsakað hækkun á vísitölunni?
Þorir Ólafur Thors að ve-
xengja þetta?
Nei. Jeg vefengi ekki orð
hagstofustjóra. En jeg spyr Jón
Blöndal að því hversvegna hann
hafi ekki prentað setninguna til
enda?
Jeg skal hjálpa hagfræðingn-
um.
Beint áframhald á ummælum
hagstofustjóra er þannig:
„en hinsvegar er mjög hæpiS
að farmgjaldslækkun hafi 1
för með sjer lækkun á vísi-
tölunni nema þar sem verðt
lagseftirlit er á allri leiðinni**
— eða með öðrum’ orðum:
Hagstofustjóri slær því föstn
að það sje að vísu ekki hægt að
segja neitt „með vissu“, en tel-
ur þó líklegt, að fai'mgjald á
vörunum, sem ekki ganga beint
inn í dýrtíðina, kunni að auka
áhrif þau er lækkun á öllum
íarmgjöldum hafi á vísitöluna
um eitthvað smávegis um fram
þau 4—5 stig, er að framan
getur.
Allir sjá að þetta er engin
liðveisla þeim, sem fullyrðir að
hækkun farmgjaldanna sje „að-
al orsök“ dýrtíðarinnar.
Hinsvegar gei'ir svo hagstofu-
stjóri Jóni Blöndal þann grikk,
að segja að það sje „mjög hæp-
ið“ að „lækkun fai'mgjalda á
umræddum vörum hafi í för
með sjer nokkra „lækkun á
vísitölunni“.
Dæmalaus slysni fyrir hag-
fræðinginn að gleyma þessum
ummælum. Hefði hann ekM
gert það, gat hann alveg spar-
að sjer allar hinar löngu hug-
leiðingar um þessa hlið mála-
ins. Og auk þess fellur hann nú
undir grein um vísvitandi blæ-
fölsun.
Sjaldan er ein báran stök!
★
Þá er það síðara atriðið:
Jón Blöndal segir, að jeg hafi
„skrökvað því upp“ (ekki eru
stóryrðin, hann er orðinn fínn í
sjer hagfræðingurinn!) að sjer-
| íræðingamir hafi ekki talið til-
lögur Eysteins Jónssonar hag-
kvæmar.
Þessu til sönnunar vitnar
líann í yfirlýsingu frá nefnd-
inni, þar sem segir:
„Nefndin var aðeins beðin
að veita tekniska aðstoð
við undirbúning þessara
mála, en hefir að öðru leyti
ekki gert tillögur um þær“..
Jeg kæri mig ekkert um að
bæta neinu við þessa yfirlýs-
»ngu. Jeg þarf þess ekki.
„Tekniska aðstoðin“, sem
nefndin veitti, lá fyrst og
FEAMH. Á SJÖTTU 8ÍÐD.