Morgunblaðið - 28.10.1941, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.10.1941, Blaðsíða 7
Þriðjudagmr 28. okt. 1941. MORGUNBLAÐIÐ Fimtugsafmæli Maríusar Ólafs- sonar Maríus Ólafsson heildsali og skáld er fimtugur í dag. Auk þess sem Maríus er að góðu fcunnur meðal verslunarstjettar- ínnar um alt land fyrir starf sitt að kaupsýslu um langt skeið, er hann þektur sem ágætt, þjóðlegt skáld, bragslyngur og orðhagur. í fyrra kom út ljóðabók eftir Maríus, er hann nefnir „Yið haf- ið‘f. Fara hjer á eftir tvö erindi úr þeirri bók: TJr kvæði um Jón Sigurðsson f orseta: Andans aðalsmerki yfir tímann ber. Gamli stofninn sterki styrk sinn reyndi' hjer. Plágur allar yfir innra Ijósið skein. Enn í landi lifir lundin sterk og hrein. Úr jólakveðju til mömmu: Kærleikans. 1 jós! Ó, móðurbrosið blíða, barnanna eina sanna vöggugjöf. Ástin, er mýkir meinin þeirra, er líða, mönnunum lýsir vfir dauða og gröf. Jeg trúi, að guð, er þroskaleið er liðin, leiðii|þ,^nn beim í jólafriðinn. Sýnishorn þessi úr ljóðum Marfusar, tekin af handahófi', sýna að nokkru skáldgáfu hanS, og hugsun. ■ | Maríus er hinn mesti dreng- skaparmaður og munu margir hugsa hlýtt til hans í dag á fimt- ugsafmælinu. Megi ættjörðin njóta þin sem lengst. Maríus góður. Vinir. Stríðið í Rússlandi FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. yfirgefa borgina, eða að bardagar sjeu háðir svo nálægt henni, að Rússar geti ekkert gagn haft af hinuin miklu verksmiðjum þar. Rússar viðurkendu í gær, að þeir hefðu orðið að yfirgefa Stalino, en Þjóðverjar höfðu tilkynt töku þessarar borgar í byrjun síðustu viku. Rússar segja að bardagar um borgina hafi verið mjög harð- ir og að Þjóðverjar hafi mist þar 50 þús. menn fallna og særða. Rússar skýra frá hörðum bar- dögum hjá Taganrog. En í London er talið, að Þjóðverjar sjeu komn- ir í næstu grend við Rostov, þótt sjálf borgin sje enn í höndum Rússa. Krafa þjóðarinnar FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. sýnt áberandi veilu í þjóðmála þroska íslendinga. Þessari' veilu sýnast sumir hafa ekki áttað sig á, þeirri breytingu sem orðið hef- ir, hinni auknu ábyrgð. Hinar fólslegu árásir soeialista á atvinnumálaráðherra, fyrir samn ingsgerð við erlent ríki, sein fjarn fer að hann beri frekari ábyrgð en þeir menn, sem greint var frá hjer að framan eru dapurlegur vottur þessa. Verða þessar árásir enn níðangurslegri fyrir það, að ein mitt atvinnumálaráðherra tókst að fá þá liðkun á samningnum við Breta, sem þeir áður höfðu verið ófáanlegir til, að íslensk skip fengju, með nokkrum takmörkun- um að vísu, að flytja afla sinn til Englands. Árásir soeialista á atvinnumála- ráðherra eru því fráleitari sem þær eru órökstuddari og ódrengi- legri. Leiðin til aukins þjóðmála- þroska og skilnings á því að vandi fylgir vegsemd hverri, liggur ekki um slíka framkomu íslenskra manna. Það verðum við íslending- ar að skilja fyr en síðar. En rógberarnir hafa í bili feng- ið sína typtun. Það er lærdóms- ríkt út, af fyrir sig. Hitt er svo annað atriði, að starfinu til umbótá á fisksölusamningnum við Breta og framkvæmd hans heldur áfram eins og frá var skýrt hjer í blaðinu, er samþykt Alþingis var gerð að umtalsefni. Helgisljepan á Alþýðublaðinu yfir þingleyndarbroti Morgunblaðs ins er sektarsvipur þess, sem upp- vís er orðiún að fleipri og ódreng- skap. Stríðið í Miðjarðarhafi FRAMH. AF ANNARI SÍÐU , Loftárásir Breta á þessar stöðvar miða allar að því, a?> hindra. eftir megni að ftalir og Þjóðverjar geti flutt liðsauka, t il Nörður-Afríku. Þjóðverjar og ftalir haldá aftur á móti uppi tiljtölulega litlum lofthernaðar- aðgerðum við Miðjarðarhaf. Þýsku jlugvjel^rnar eru bundn- ar á austurvígstöðvunum. En í 1/ondon er álitið, að ef kyrrstaða yrði á austurvígstöðvunum á næstunni, þá kunni Þjóðverjar að senda flugvjelar og herlið jður til Ítalíu. Þjóðverjar hafa í sumar látið gera flugvelli á Krít og í Grikklandi, til afnota ■ yrir miklu fleiri flugvjelar en þeir hafa þar nú. Það er þess vegna álitið, að ef kyrstaðan kæmist á austurvígstöðvarnar, þá kunni Þjóðverjar að áenda fleiri flugvjelar til loftárása á siglingar Breta í Miðjarðarhafi og- ennfremur hergögn og her- lið, til sóknar á hendur Bretum Við austurhluta Miðjarðarhafs. Alþjóðaverkamála- ráðstefnan tp rú Perkins, verklýðsmálaráð- herra Bandaríkjanna, hefir verið kjörin forseti alþjóða verka- málaráðstefnunnar, sem nú heldur þing í Bandaríkjunum. ••••00000004 ^wðvuaoðOOO Dagbók oooooooooooo •ooooooooooo IXj Helgafell 594110287-IV.-V.-2. I. O. 0. F. Rb. 1 Bþ. 9010288M: — 0. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Nesprestakall. Safnaðarmenn! Látið Neskirkju — ykkar tilvon- andi sóknarkirkju -— verða fyrst og fremst aðnjótandi að samskot- um ykkar og gjöfum. Jón Thorarensen. Reynivallaprestakall. Messað verður u. k, sunnudag 2. nóv. að Reynivöllum kl. 12 á hád. og að Saurbæ kl. 3 e. h. Sjera Halfdan Helgason. Hjúskapur. Gefin voru sanian í hjónaband sl. laugardag af sjera O. J. Olsen, Bergþóra Magnús- dóttir frá Vestmannaeyjum og Ólafur Önundsson, Fálkagötu 12. Hjúskapur. Gefin voru saman í hjónaband af sjera Jagobi Jóns- s.yni þann 22. þ. m., Bjarni Þor- láksson kennari, Múlakoti, Síðu og Sigmveig Kristófersdóttir s. st. Hjónaefni. Þann 25. b. mán. opinberuðu : trúlofun sína Ólöf Áfnadóttif frá Oddgeirshólum í Flóa og Jón Ólafsson frá Fagra- dal í Mýrdal. Hjónaband. Fyrsta vetrardag voru gefiii saman í hjónaband af prófásti Friðrik A. Friðrikssyni', imgfrú 'Sigrún Sigmundsdóttir, Kirkjubæ og Jónas Jónassón, Ing- ólfshvoli í Húsavík. Stálu útidyrahurðinni. Maður einn hjer í bænum vaknaði við það eina nóttina, að mikill hávaði var við hús hans og hjelt hann ;að innbrotsþjófar ’ væru á ferð- inni. Er hanii leit út úlú gluggan hjá sjer, sá hann tvo menn hlaupa frá húsinu og vár annar þeirra með útidyrahurð hússins á bak- inu, Þjófar þessir eru enn ekki fundnir, en lögreglan hefir mál- ið til rannsóknar. Til Strandakirkju; G. B. 10 kr., G. S. G. ls' kr., Guðlaugur ,10 kr., M. M. 5 kr„ B. V. S. 5 kr., tvö álieit 10 kf., Þ. A. 25 kr:, S. G. 3 Kr., kona kr. 2,50. M. Ó. 5 ,kr., gama.lt áheit 10 kr„ Pjetur Örn og Jón Örn 10 kr„ S. G, 5 kr„ H. Þ. 5 kr„ 0-1 10 kr„ G. P. 1 kr, nafníaust 10 kr„ Dufan 20 kr„ J. Þ. 10 kr„ Þ. Ó. 5 kr. Afgamalt áheít frá Verslunarskólaiiemend- um, árið 1936. "25 kf„ Éinar Helga- son 5 kr. iTtvarpið í dagr: 12.00 Hádegisutvarp. 12,55 fslenskukeusla, 3. fl. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Döngkukensla, 2. fl. 19.00 Énskukénsla. 1. fl. 19.25 Þingfrjéitir. 20.00 Frjettir. 20.30 Érindi: Finnar og styrjöld- in (Guðíáúgiir Rósinkranz yfir- kennari). 20.50 Tóníeikar Tónlistarskólans: Einleikur á píanó (dr. V. TJr- bantséhitseh): a) Handel: Svíta í d-moll. b) Hindemith; Fjögur smálög úr Op. 34. c) Haydn: Sex lög fyrir spiladós. 21.20 Hljómplötur: Píanókonsert í B-dúr eftir Mozart. 21.50 Frjettir. Birgið brunninn áður en barnið er dottið ofan í. Lesið „Sannleikann um hvíta sykurinn“. AfgreiðslumaOur, ungur, lipur og ábyggilegur piltur, helst eitthvað vanur afgreiðslustörfum, óskast í eina af stærstu verslunum bæjarins. Meðmæli nauðsynleg. A. v. á. • • • VIL KAUPA • • • • • : Svefnherbergiihútgögn : og borðslofuseft : • • ; Ottoman og stóla, alt í góðu lagi, nýtt eða lítið notað. • : Tilboð merkt „Húsgögn“ (hvað af þessu sem í boði Z : er) sendist blaðinu. Er hanpandi aO géðnm 4-5 manna bil í góðu lagi, gegn staðgreiðslu. Tilboð sendist blað- inu fyrir miðvikudagskvöld, merkt „0. S.“. Lokað í dag frá kl. 12 á hádegl vegna farðarfatar. Sturlaugur jónsson & Co. TÍV Íi.íú 4 _ ^7 r'*■ V$ JarSarför sonar okkar, MAGNÚSAR, fer fram frá Dómkirkjunni á morgun (miðvikudag). Athöfnin hefst með bæn að heimili okkar kL 1% 0- h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinnm. Grænumýri, 28. október 1941. Ingibjörg Eiríksdóttir. Ólafnr Jónsson. Útför litla sonar okkar, . ÁRNA, fer fram frá heimili okkar, Vestnrgötn 17 A, miðvikudaginn 29. þ. m. kl. 2 e. hád. s||§ Laufey Árnadóttir. Valur Gíslason. Fyrir hönd ættingja og vina þakka jeg öllum, sem sýndu hluttekningu við andlát frændkonu minnar, frú KRISTÍNAR EGILSDÓTTUR, og fylgdu henni síðustu sporin. Kristinn Daníelsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför TÓMASAR SKIJLASONAR frá Ytra-Vatni. Aðstandendur. ! j;) ! i.tf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.