Morgunblaðið - 28.10.1941, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.10.1941, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. okt. 1941, „HIíf“ segir ekki j upp kaup- samningum Verkamannafjelagið Hlíf ;4j hjelt fund sunnud. 26. Jþ. m. í Góðtempiarahúsinu. Var fundurinn allvel sóttur. Á fund- inum gerðist eftirfarandi: ; 1. Rætt um uppsögn samn. ipiga. Urðu miklar umræður um þáð mál. Að lokum var sam- þykt, með miklum meiri hluta, tillaga frá stjórn fjelagsins, um að segja ekki upp samningum. 2. Dýrtíðarmálin tekin fyrir. Samþykti fundurinn einróma svohljóðandi tillögu frá stjórn fjelagsins: ,,I tilefni þess, að ríkisstjórn- ip hefir sagt af sjer vegna á- greinings um lausn dýrtíðarmál- anna og komið er fram á Al- þingi frumvarp, sem felur í sjer lögfestingu á kaupi verka- manna, sem annara launþega, lýsir fundur, haldinn í Verka- mannafjelagittu Iflíf, sunnud. '26.; okt. 1941 yfir þeirri skoðun sinjni, að lögfesting kaupgjalds- ins, sje ósvífin og óþolandi árás a ýerkalýðinn, þar sem dýrmæt- asta og; helgasta eign sfjettar- fjejaganna er rjettur þeírra til ákýörðunar á kaupgjáldi með- lima sinna. Vegna þesgarar skoð- unar og í samræmi við sapiþykt fjelagsins 5. þessa mán. skorar fundurinn eindregið og alvar- íega á Alþingi að fella fram- komið frumvarp um lögfestingu á kaupgjaldi svo og allar til- lögur eða frumvörp, sem fela í sjer lögfestingu á kaupi laun-. þega landsins". 3. Verkamannaskýlið tekið til umræðu. Ljetu ræðumenn í ljós mikla gremju í garð forráða-1 manna verkamahnaskýlisins. Að umræðum loknum var sam- þykt eftirfarandi tillaga frá stjórn fjelagsins: „Þar sem Verkamannaskýlið hefir ekki enn verið opnað verkamönnum tií afnota, þrátt fyrir’ brýna nauðsyn og ítrekað- ar tijraunir af fjelagsins hálfu, beinir fundurinn þeim tilmælum til bæjarstjórnar Hafnarfjarð- ar, að hún hlutist til um, að verkámannaskýlið verði nú þeg- ar opnað fyrir verkamenn. Ella neyðist f jelagið að grípa til rót- tækahi ráðstafana. Skotæfingar Bandaríkjaher hefir skot- æfingar á Sandskeiði dagana 28., 29., 30. október, milli klukkan 9,00 og 15,00. Breski herinn hefir einnig skotagfingar 28. október. 1 sambandi við æfingu breska hersirijs er fólk á svæðinu fyrir sunnan Hafnarfjörð beðið að halda sig í húsum. Allar skepn- ur skulu annaðhvort vera heima við, eða sendai* í burtu frá um- í-æddu svæði. Næturakstur mun fara fram é Hafnarfjarðarveginum og Suðurlandsbraut á morgun, 28. október milli klukkan 20,55 og 21,00. Arndís Jóndóllir Kveðfuorð Arndís Jónsdóttir frá Gunnars- holti ljest 20. þessa mánaðar. Átti hún heima við Bræðraborgar- stíg 37 hjer í Reykjavík. Foreldv- ar hennar voru Jón Einarsson, síð- ast bóndi að Gunnarsholti á Rang- árvöllum, og kona hans, Hólmfríð- ur Erlendsdóttir, hreppstjóra, er bjó að Breiðabólsstöðum á Álfta- nesi, látinn 4. apríl 1901. ★ „Vitið þjer ekki, að þjer eruð musteri Guðs og að andi Guðs býr í yðurf' Þegar vjer komum á þessa jörð, er líkami vor, tjaldbúðin, must- erið í smíðum. Eftir fæðinguna er haldið áfram að byggja musterið. Guð og náttúran vinna að því, vandamenn einstaklingsins eða aðrir í þeirra stað. Loks tekur andinn, einstaklingurinn sjálfur, að fullu við allri umsjón tjaldbúð- arínnar,. Mnstéri og tjaldbúð er jarðlík- aminn nefndur í helgum fræðum. Nú er það undir fjölmörgum að- stæðum komið, hvemig andinn heldnr við tjaldbúð sinni'. En skylda er það hvers manns að halda vel við musteri anda síns. Þessar tjaldbúðir vorar, jarð- líkamirnir, verða fyrir marghátt- uðum áföllum. Alloft standast þær ekki áföll- in og gjöreyðast. En musterin ganga. úr sjer, þótt vel sje með þau farið. Tönn tímans slítur þeim, og að lokum verða þau ekki hæfir bústaðir. Þegar andi vor yfirgefur tjald- búð sína, musterið, jarðlíkamann, er sagt að vjer sjeum sáluð, önd- uð eða látin. Það er mikilsvert atriði, að vjer gerum greinarmun á anda og jarð- líkama, alt frá fæðingu einstakl- ingsins til andláts hans. Og yrði það alment, myndi dauðinn ekki svo hræðilegur sem nú er hann í vitund barna, unglinga og jafnvel fullorðinna manna. Honum yrði tekið með meiri rósemi og færri tárum. Oldum saman hefir kveðið við í eyrum barna og unglinga, þeg- ar látins manns hefir minst ver- ið ? „Hann er nú kominn imdir græna torfu! — Ef hann mætti nú líta upp úr gröf sinni!“ En sann- arlega er það ekki maðurinn, sem kominn er undir græna torfu eða í ofninn, heldur hjúpurinn, tjald- búðin, jarðlíkaminn, musterið. Og ekki þarf að búast við, að hann líti upp úr gröf sinni' nje út úr ofninum. — Það er eins og menn geti ekki munað þessi fornhelgu sannindi: „Duftið hverfur til jarðarinnar, þar sem það áður var, en andinn fer til Guðs, sem gaf hann“. ★ Arndís Jónsdóttir, þú ert horfin oss. Tjaldbúð þín ónýttist fyr en varði, — eins og margra annara. Skin og skuggar skiftust á í jarðlífi þínu. Þú varst þolinmóð, er á móti bljes. Þjer varð ekki um megn að bera mótgang lífsins. Fölskvalaus barnatrú þín entist þjer allan veginn, og sýnirnar þín ar gerðu þig sterka í mótlætinu. Þú áttir vissuna. Ekki verður hjá því komist að sakna þín. En huggun vor er, að vjer vitum anda þinn vera að byrja nýtt líf. Vjer v.itum, að verridarengill þinn, sem hefir með þjer vei-ið frá upphafi vega, fylgdi þjer nú inn í fyrirheitna landið. Eins og hugsun þín nær enn til vor, svo ná hugsanir vorar vit- und þinni, þótt langt sje hnatta milli og víðátta geimanna óendan- leg. Munum, að hugsun er fljót í för. Andi þinn birtist. oss í sálar- líkamá þínum, en það skynja að- eins fáir í vöku. Sonur þinn og þeir, sem allra næstir þjer stóðu og nutu kærleika þíns í ríkustum mæli, þakka þjer í dýpstu helgi hjarta síns ástríki, umönnun og fórnfýsi. Vjer kveðjum þig, allir vinir þínir, með innilegustu þökkum fyrir samfylgd og samvistir. Og vjer óskum þjer allrar blessunar á leið þroska og fullkomnunar. Hallgrímur Jónsson. ----- Hðskólafyririestur um breska útvarpið Breski sendikennarinn, dr. Cyril Jaekson flytur háskólafyrir- lestur á ensku í kvöld kl. 8,15 um „Útvarpskenslu í Englandi“. Fyrir þrettán árnm var stofnuð deild í útvarpinu til þess að ann ast kensludagskrána. Hefir hún tekist svo vel, að n\i mætti segja að útvarpið sje orðið „fastur kenn- ari“ í ríkisskólunum. í tvo tíma á dag, á milli 11 og 12 og 2 ög 3 er útvarpað dagskrár- liðum í mörgum námsgreinum, en hver liður stendur venjulega í 20 mínútur. Dagskráin er birt á und- an, og með því móti fá kennararn- ir tækifæri til að ákveða., hvaða útvarpstíma þeir ætla að nota, sem verður börnunum t.il fræðslu. Þeg- ar tíminn kemur, er opnað fyrir útvarpið. Börnin hlusta, og ef til vill skrifa sjer til minnis, og að dagskránni lokinni er farið yfir efnið. Maður getur ímyndað sjer, hvað það er kennui’um til hjálpar að geta fært sjer í nyt alt hið besta sem vÖI er á í sambandi víð náms- grein þá, sem kend er, t. d. góða hljómlist, upplestur kvæða o. s. frv. Dr. Jaekson ætlar að leika ýms- ai- plötur, sem hafa verið teknar upp við útvarpskenslu í Englandi, til þess að sýna meðferð éfnisins. Aðalfundur Stúdenta- fjelags Háskólans Aðalfundur Stúdentafjelags Há skólans var haldinn í gær. í. stjórn fjelagsins voru kosnir Guðlaugur Einarsson stud. jur., formaður, Ólafur Hallgrímsson stud. oecon, ritari of Kristján Ei- ríksson stud. jur. gjaldkeri. Endurskoðendur fjelagsins voru kjörnir Sigríður Jónsdóttir stud jur. og Stefán Eggertsson stud. theol. Stúdentafjelag Háskólans hefir á undanförnum árum haft m. a. það hlutverk með höndum að halda Rússagildi. Það er fagnað- aröl fyrir nýinnritaða stúdenta. Mun horfa dauflega um þá fram- kvæmd nú. Fjársöfnun til Neskirkju Safnast hafa 15000 kr. Mbl. hefir verið beðið að birta eftirfarandi: I tilefni af almennri fjársöfn- un til Hallgrímskirkju í Reykjavík, sem fram fer þessa dagana, vill sóknarnefndin í Nesprestakalli taka fram, að fyrir nokkru var hafin fjársöfn- un til sóknarkirkju í Nespresta-J kalli innan sóknarinnar sjálfrar. Taldi sóknarnefndin heppilegt 'að fjársöfnunin færi fram inn- an sjálfrar.sóknarinnar og hafði þar fyrir sjer fordæmi sóknar- nefndar í Laugarnessókn. Hafa þegar safnast á þenna hátt rúmlega 15.000 krónur, sem eru gjafir og fyrirheit um framlög til kirkjubyggingar frá áhugasömum 'sóknarmönnum í Nesprestakalli. Þessarí fjársöfnun verður haldið áfram á sama hátt inn- an sóknarinnar og vill sóknar- nefndin minna sóknarmenn á, að til þeirra verður leitað á næstunni. Sóknarnefndin. heldur hlutaweltu j álf stæðiskvenn af j elagið „Hvöt“ efnir til hlutaveltu fyrir útbreiðslustarfsemi sína n. k. sunnudag í Verltamannaskýlinu. „Hvöt“ heitir á meðlimi sína og annað gott sjálfstæðisfólk, að bregðast nú vel við og styðja hlutaveltuna eftir megni. Það, sem þegar hefir borist til hlutavelt- unnar, sýnir góðan hug til fje- lagsins og að vænta má ágætra muna og fjárupphæða. en betur má, ef duga skal, svo hún verði sem glæsilegust og fjelaginu til sóma, Margar héndur vinna ljett verk, og safnast þegar saman kemur. Athygli skal vakin á því, að allar upplýsingar viðvíkjandi hlutaveltunni gefa þessar konur úr nefndinni: Soffía Ólafsd, sími 3321, Cista Guðjónsd., sími 4252, Guðný Björnæs, sími 3368, Elín Zoega. sími 3360, Cista Eggertsd.,. sími 4497. Aðalfundur Danska fjelagsins Danska f jelagið (Det. Danske Selskab i Reykjavík), sem stofnað var 1923, hjelt nýlega að- alfund í Oddfellowhúsinu. Formaður fjelagsins. hr. Sv. A. Johansen gaf ársskýrslu og lagSi fram endurskoðað reikningshald fyrir fjelagið og hjálparsjóð þess; hvorttveggja var samþykt. Sv. A. Jöhansen heildsali var endurkosinn í formaunssæti og enn fremur þeir K. A. Bruun gleraugna sjerfræðingur, varaformaður og O. Kornerup-Hausen heildsali, gjald- keri. Fyrir eru í stjóruinui G. E. Nielsen endurskoðandi sem skrif- ari og Johs. Lundegaard verk- fræðingur, sem er skjalavörður. Endurskoðendur voru kosnir A. Herskind og A. P. Nielsen. L. Storr vicekonsúll baðst úrid* an endurkosningu sem stjómandi hjálparsjóðsins og var honum þakkað fyrir margra ára vel unn- ið starf. í hans stað var kosínn O. Kornerup-Hansen. Um 20 nýir fjelagar hafa bæst við á árinu. Mount Everest leiðangurinn. — Fjallamenn sýna kvikmyndina frá Monnt Everest leiðangrinum 1933 í Oddfellowhúsinu í kvöld klukk- an 9. Eftir sýninguna verður dans að. Operettan Nitouche verður sýnd annáð kvöld og hefst sala að- göngmniða kl. 4 í dág. Hjartans þakkir til ættingja og vina fyrir auðsýnda viu- •{> semd á silfurbrúðkaupsdegi okkar, 21. þ. m. Elísabet Eyjólfsdóttir. Eiríkur Eiríksson. “♦**»**♦**♦•*♦—»—«—♦**♦—♦*%M»*4»—♦**♦—♦—♦"»—♦—♦ ♦ ♦ » ♦ * ♦ ♦ • » ♦•♦♦«•♦♦**♦• ••♦•••♦••*•• ❖ • t Þakka hjartanlega öllum þeim, sem auðsýndu mjer vm- X V áttu og trygð á 80 ára afmælinu. * Guð blessi ykkur öll. » 1 Sveinsína Þórunn Jónsdóttir, Keflavík. y y ? ❖

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.