Morgunblaðið - 29.10.1941, Síða 6

Morgunblaðið - 29.10.1941, Síða 6
I r i 6 Siguröur Gunnlaugs- son, seglagerðamaður sjötugur ¥ dag er 70 ára mætur og *- merkur maður, Sigurður Gunnlaugsson skipstjóri, nú um síðustu 25 ár reiða- og segla- gerðarmaður í Reykjavík, Rán- argötu 30 A. Hann er ættaður ur Grímsnesi, en um fermingar- aldur rjeðist Sigurður til hins nafntogaða útvegsbónda á Sel- tjarnarnesi, Ólafs í Mýrarhús- um, þar sem hann síðan var til heimilis fram yfir þrítugs aldur. Á þeim árum gengu tveir frá því heimili á Stýrimannaskólann í Reykjavík, þeir Björn ólafs skipstjóri og Sigurður Gunn- iaugsson og luku báðir prófi með hárri einkunn. Var Sig- urður í .mörg ár stýrimaður og skipstjóri á seglskipaöldinni og híaut með rjettu þann góða orð- stý: dugnaðar skipstójri og góður sjómaður. I síðustu 25 ár hefir Sigurður rekið hjer segla- verkstæði með fjelaga sínum méð mikilli prýði; er Sigurður sennilega reyndasti og besti seglagerðamaður á íslandi. Er hann einn af stofnendum Reiða- og seglameistarafjelags Reykja- víkur. Hefir honum verið mikið ' áhugamál að gera seglaútbúnað og önnur öryggisáhöld vel úr garði á þeim skipum er'leitað hafa til hans. Er skemst að minnast m.b. Kristjáns, sem lenti í hrakningunum. Þar hafði Sígurður gert við mjög gömul segl svo þau hjeldu í ofsaveðr- um en þá list leika ekki nema virkilegir fagmenn, — en allir vita, að seglin fluttu bátsverja lifandi heim. Þegar Sigurður kvæntist reisti hann bú í Reykja vík og hefir búið hjer æ síðan. Hafa þau hjón Ragnhildur og Sigurður eignast tvær myndar- legar dætur. Sigurður er þrekinn og karl- rnannlegur á velli og sterkur vel. Hann er einbeittur mjög, hrein- skilinn og tryggur í lund, með miklum áhuga fyrir landsmál- um og hefir mikið starf unnið íyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann rr sjerstaklega prúður og kurt- ei% maður í allri framkomu, hjartagóður, hjálpfús, ráðholl- ur og örlátur við alla þá er hann veitt getur lið — það vitum við best ungu mennirnir, sem notið hafa tilsagnar hans. Nú árna honum ástvinirnir, og allir „mörgu vinir hans allra heilla á 70 ára afmælinu, með von um enn mörg gleðirík starfsár. Á. J. IORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. okt. 1941. Roo§evelts MARKMIÐIÐ. Vjer höfum alt tilbúið á þilfari og kloti okkar stækkar nú meir en dæmi 1 erum reiöubúnir vi8 byssurnar. eru til áður. Hinn nýi her okkar er að | Er Roosevelt hafði flutt ræðuna, stækka og hermenn okkar þurfa ekki kvað við dynjandi fagnaðaróp og síð- Dýrtíðarmálin rRAMH. AP ÞRIÐJO SÍÐb hópi Sjálfstæðismanna báru fram sterkar óskir til þingflokksins að sú leið yrði a. m. k. þrautreynd, áðnr en annað yrði aðhafst. ★ I umræðunum á Alþingi í gær upplýsti atvinnumálaráðherra, að ekki aðeins Sjálfstæðisflokkurinn, heldur og Alþýðuflokkurinn hefði verið viðmælandi um lögfesting- una. Til sönnunar þessu, hvað Alþfl. áhrærði, upplýsti ráðherr- ann, að Stefán Jóhann hefði stung ið upp á því innan ríkisstjórnar innar, er lögfestingin var rædd, að ef að dýrtíðin hækkaði um einhverja vissa stigatölu, þá skyldi kaupgjaldið hækka líka. Uppruna lega hafi verið talað um 10 vísi- tölu stig, en dag eftir dag hefði verið rætt um, hvort stigin skyldu vera 5 eða 10. Af þessu sæist, að Alþfl. hefði a. m. k. verið við- mælandi um þetta, því „ef að aldrei átti að fara í flíkina, til hvers var þá verið að tala um að bæta hana“ — ef lögfesting var úti- lokuð, hvaða þýðingu hafði þá að deila um, hvort hemillinn væri 5 eða 10 vísitölu stig. ★ Yarðandi afstöðu Framsóknar- flokksins til frjálsu leiðarinnar, upplýsti atvinnumálaráðherra þetta: Laugard. 18. okt. áttu ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins viðtal um þessa leið milli kl. 4—5 síðdegis. Kl. 6 kom ríkisstjórnin saman öll á fund og þá var ráðh. Sjálf- stæðisflokksins falið að rannsaka hvort viss stór verklýðsfjel. myndu hyggja á uppsögn samninga, og ráðherra Alþfl. falið að rannsaka, hvort Alþýðusambandið teldi lík- legt, að önnur fjelög myndu segja upp samningum. Mánud. 20. þ. m. átti svo ríkisstj. aftur fund með sjer ld. 11 árdegis og var þar upplýst, að engar verulegar líkur væru fyrir uppsögn samninga og ræddi þá ríkisstjórnin með sjer hvaða leiðir ætti að fara í dýr- tíðarmálunum. Þessum fundi lauk kl. 12%, en kl. 2 síðd. þann sama dag tilkyntu bæði ráðherrar Sjálf stæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins flokkum sínum, að náðst hefði samkomulag innan stjórnarinnar, um hina frjálsu leið. Daginn eftir hjelt stjórnin enn fund kl. 11 ár- degis og þá fyrst kom í Ijós, að Framsóknarflokkurinn vildi ekki fara hina frjálsu leið og taldi nauðsynlegt að stjórnin segði af sjer. Þessar staðreyndir, þessi saga af rás viðburðanna í þessum efn- um, sem atvinnumálaráðherra sagði í ræðu sinni, var ekki vefengd í umræðunum í gær. Verður nú hver að álykta fyrir sig hvort líklegt sje að þeir allir þrír, Ólafur Thors, Jakob Möller og Stefán Jóhann hafi gersamlega misskilið ummæb Framsóknarmanna, eða hvort hitt hafi gerst, að Framsóknarmenn hafi breytt um afstöðu frá mánu- degi til þriðjudags. „Það er undarlegt, þegar slík æfintýri gerast með þjóð vorri“. ★ Margt þingmanna, auk atvinnu- málaráðherra, tóku til máls og stóðu umræður fram á kveld. — Atkvæðagreiðslu var frestað. Eæða FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Hitlers, en ekkert mun af henni verða“ ífagnaðarlæti). Fyrirætlan Hitlers nær auðvitað ekki aðeins til SuSur-Ámeríku, heldur einn- ig til Bandaríkjanna. Jeg hefi í höndum annað leynisbjal, sem þýska stjórnin hefir látið gera. Auðvitað ætlaðist þýska stjórnin ekki il þess að skjal þetta yrði birt, fyr en eftir stríðið, þegar hægt væri að knýja fram ráðstafanrinar sem þar nm ræðir í þrælkuðu löndunum. Samkvæmt þessu skjali er það fyr- irætlan Þjóðverja, að afnema ö]] trú- arbrögð. Þeir ætla að leggja allar Idrkjueignir um allan heim 'undir ríkið. Það á að nota sömu aðferðina. sem við þegar þekkjum hjá hemuihdu þjóðun- um, sem eru píndar vegna þess, að þær taka guð fram yfir Hitler. I staðinn á að stofna alþjóða naz- istakirkju, þar sem ræðumenn eiga að tí'la úr prjedikunarstól og Ieggja út af ,.Mein Kampf“ Hitlers, í stað heilagrar iftningar. Jeg geri auðvitað ráð fyrir, að þýska sjórnin muni neita þéssu nú og í fram- tíðinni. Nokkrir Ameríkumenn, en ekki raargir, munu halda því fram, að við þurfum engan kvíðboga að bera fyrir fyrirætlunum Hitlers. Þeirra skoðun er, að við þurfum ekki að láta okkur stríðið skifta, fyr en hleypt er af riffilskoti við strendur okkar eigin lands. UM TVENT AÐ VELJA. Yið Ameríkumenn eigum nú um það oð velja, hvort við viljurn búa við þaii skilyrði í heiminum, sem við eigum ao venjast,; eða hvort við eigum að leyfa Hitler og bófum hans að fara sínu fram. Það er hægt að stöðva framsókn Hitl- ers, og hún mun verða stöðvuð. Þetta er mjög einfalt og blátt áfram, við höf- um lofað að aðfitoða við að eyðileggja IJitlerismann, og þegar þar að kemur, nmnum við leggja lið við uppbygg- ing nýs friðar. Hvem dag sem líður. eykst vopna- framleiðsla okkar. Þetta er fyrsta meg- iuatriðið. En vopn þessi má ekki loka inni í höfnum okkar eða á hafsbotni, við verðum að afgreiða vörurnar. Skip- um okkar er sökt, sjómenn okkar em orepnir. Við ætlum ekki að taka því með þögninni. Yið höfum sýnt það með íýrirskipuninni, sem við höfum gefið flota okkar um að skjóta, þegar er þau sjá óvinaskip. Af reynslu þeirri, sem jeg hefi hlotið við jsjórnarstörf, þá veit jeg. að amer- íska þjóðin hefir aldrei verið í vafa um að vörurnar myndu verða afhentar. Þessi ákvörðnn verður og skal tala sínu máli í öllum verksmiðjum, já, í öllum kolanámunum (mikil fagnaðarlæti). Það verður að margfalda framleiðslu okkar og litlum minnihluta brotum má ekki líðast að tef'ja fyrir henni. Stór- ran iðjurekendum má ekki líðast að tefja hana í hagnaðarvon. Og litlnm hættulegum klíkum verklýðsleiðtoga má ekki leyfast þetta heldur (fagn- aðarlæti). Þeir eru hættulegir bæði mál- eínum verkalýðsins og málefnum þjóð- arinnar. nTrV^ i -l^ M.s. Esfa vestur um land í hraðferö til Akureyrar um næstu helgi. Við- komustaðir; Patreksfjörður, ísa- fjörður, Siglufjörður í háðum leiðum. Vörumóttaka á morgun (fimtudag). nein lofsyrði frá mjer. Við verðum að eignast her, sem er betri en nokkur ann- ar her. Ef nm það er spurt, hvert >sjc mark- miðið með vígbúnaði okkar, þá er því til að svara, að það er að stöðva Hitler og neyða hann til þess að taka upp vamaraðstöðu. Þá er ekki langt í land, þar til hann hefir verið gjörsigraður, því að hann þolir "ekki að bíða ósigur. Rússar berjast af mikilli hetjudáð fyrir sínu eigin landi, sínum eigin heim- ilum. Við verðum að senda þeim öll þau vopn sem þeir þarfnast. Mikið er lagt á framleiðslu okkar. Auk okkar eigin i vígbúnaðar, verðum við að aðstoða! P-reta, Rúspa og Kínverja. Við verðum ; að miða lífsvenjur okkar við þetta við- horf. Eins og forfeður vorir, munum við gera skyldu okkar. ar. var leikinn ameríski þjóðsöngurinn. Japanska pin.... FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. innar sje gerðnr í þeim tilgangx að leiða hug almennings frá ó- fremdarástandinu innanlands. Al- staðar sje sama spurningin efst í hugum fólks. Hvers vegna þurfi að halda stríðinu áfram“. Skorturinn í Japan þarf ekki að þýða að hrun eða hungursneyð sje yfirvofandi. En hann boðar greinilega innanlands öngþveiti og hefir áhrif á skoðanir almenn- ings gagnvart ófriðnum. Framtfðaratvinna fyrir unga stúlku. Ein af þektari sjerverslunum bæjarins óskar eftir stúlku til að innheimta reikninga og til að- stoðar við afgreiðslu. Lysthafendur sendi nöfn sín og nauðsynlegar upplýsingar í pósthólf 216. # Húsgögn óskast Betristofu-húsgögn, Svefnherbergishúsgögn, Otto- man og Stólar óskast keypt. — Tilboð merkt „Útgerðarmaður“ sendist ^Morgunblaðinu. 0 <> 0 0 0 >ooc>ooooooooooooooooooooooooooooooooo SIGLINGAR milli Bretlands og íslands halda áfram. eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Culliford & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. / é

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.