Morgunblaðið - 29.10.1941, Side 8
8
Miðvikudagur 29. okt. 1941L
GAMLA BÍÓ
Abraham Lincoln.
(Abe Lincoln in Illinois)
Amerísk stórmynd, gerð
eftir leikriti
ROBERT SHERWOODS
Aðalhlutverkið leikur
Raymond Massey.
Sýnd kl. 7 og 9.
Áframhaldssýning
kL 3>/2—6*4-
Bulldog
Drummond.
Börn fá ekki aðgang.
('undur
miðvikudagiun 29. þ. m. kl.
8Y-> í húsi fjelagsins. Erindi,
t] dr. Oddur Guðjónsson: Yerð-
bólgari og orsakir Iiennar. —
Umræður á eftir.
WUi ■ ■■ it
[ij er miðstöð verðbrjefa-
ij viðskiftanna. Sími 1710.
«5 0
r 0
■ -ini==i«
A U 6 A Ð hvílist
sneð gleraugum frá
THIELE
AUGDÝSINGAÍ^
elga aC jafnaSl aS vera komnar fyrlr
kl. 7 kvöldinu áður en blaðiB kem-
ur út.
Kkki eru teknar auglýsingar þar
sem afgreiðslunni er ætlaö að visa á
u uglj'sanda.
Tilboð og umsóknír eiga auglýs-
-tiilur að sækja sjálfir.
BlaBiö veitir aldrei neinar upplýs-
ingar um auglýsendur, sem vílja fá
skrifleg svör við auglýsingum stnum.
CORRIE MAY
h f /
Skáídsaga frá Suðtírríkjtim Ameríku
EFTIR GWEN
BRISTOW
85. dagur
Nú fóru batnandi tímar í hönd,
svo að margir höfðu efni á því
að láta þvo þvottinn fyrir sig
úti í bæ og Corrie May fjekk
von bráðar loforð um svo mikla
vinnu, að , hún gat greitt fyrir
fæði og hiísnæði. Hún varð að
leggja all hart að sjer og hafði
líka ærið nóg að starfa við það
að sinna Fred litla. Það var erfitt
að burðast með hann á handleggn
um, þegar hún þurfti líka að bera
þvottinn. En henni fjell þetta
furðu Ijett, vegna barnsins. Hún
hafði altaf haldið, að sjer þættú
börn hvimleið. En hún hafði mikið
yndi af drengnum, þegar hann
var heilbrigður, og Fred var oftast
nær við ágæta heilsu, efnilegt og
tápmikið harn. Það var auðsjeð
á honum, strax og hann fór að
ganga, að hann var fæddur til
þess að verða mikill maður.
★
Corrie May hugsaði svo mikið
um Fred litla og að láta honum
líða vel, að hún gaf sjer varla
tíma til þess að láta sjer verða
gramt í geði, er henni varð það
ljóst, að heldra fólkið á plant-
ekrunum var að komast til efna
á ný. Það var farið at5 rækta
bómnll í stærri stíl, og siglingar
úm fljótið fóru vaxandi.
Endrum og eins sá Corrie Mav
Anri Larne hregða fyrir í nýjum
vagni. Drengurinn, sonur hennar,
var þá með henni, prúðbúinn, í
dökkum fötum og röndóttum sokk
um. i hvert skifti og þær hittust
hugleiddi Corrie Mav það. hvort
Ann myndi ]iekkja sig. En það
var víst fráleitt, og hún ljet sjer
á sama standa. Hún liafði enga
löngun til þess að tala við Ann.
Enginn gat sagt henni að svelta í
hel. Hún þurfti sannarlega ekki að
svelta! Og það var í raun og veru
sigur fvrir hana. 'Auk þess átti
hún líka Fred, sem átti að verða
mentaður og vel metinn maður.
Hún hafði oft orð á því við liann,
er hún hafði hann með sjer, Ieiddi
hann með annari hendi og bar
þvottinn í hinni, að nú væri að
komast ró og spekt á í Iandinu, og
hver og einn karlmaður gæti orð-
ið það sem hann vildi.
— Getur hann líka eignast hest
og vagn eins og heldra fólkið?
spurði Fred.
— Já, áreiðanlega! svaraði Cor-
rie May í sannfærandi róm.
★
Fred mældi oft hæð sína við
ofninn. Hann sagðist ætla að fara
að vinna og verða ríkur, þegar
hann næði upp að arinhillunni, og
þá átti mamma hans að eignast
fallegan vagn og aka um í skemti-
garðinum eins og hefðarfrúrnar.
Hann gat þegar farið í smá sendi-
ferðir • fyrir hana og borið litla
þvottaböggla. En þegar hann var
átta ára gamall, sagði Corrie Mav,
að nú væri tími til kominn, að
hann færi að læra að lesa. Li'tltt
húsi niður við skipasmíðastöðina
hafði verið breytt í skóla, og þar
var börnum veitt ókeypis fræðsla.
Það þurfti ekkert að borga, nema
bækurnar.
Fred maldaði í móinn. — Maður
er lokaður inni í skólanum allan
dagiiui, sagði hann.
— En það er gaman að ganga í
skóla, svaraði Corrie May ákveð-
in. — Þii kemst aldrei áfram í
heiminnm, ef þú kant ekki að lesa.
— Þú hefir sjálf sagt mjer, að
þú kynnir ekki að lesa, tautaði
Frecl sjer til varnar.
— Já, og þú sjerð, hvernig fór
fyrir mjer! Jeg verð að ganga á
milli fólks og þvo þvott, þó að jeg
sje hvít kona!
— En þú átt enga peninga fyrir
bókum handa mjer.
— Jú, jeg fæ einn dollar og
þrjátíu cent fyrir þvott á laugar-
claginn. Það hlýtur að nægja fyrir
einni bók og spjaldi.
TJm haustið byrjaði Fred að
ganga í skóla. Corrie ,May fór á
fætnr fyrir allar aldir á morgn-
ana og eldaði vænan skamt af
graut handa honum, svo að honum
vxi afl og væri duglegri að drekka
í _ sig lærdóminn í skólanum. Það
leið heldur ekki á löngu, áður en
Frecl þekti alla stafina og einn
claginn kom liann heim með spjald
ið sitt og skrifaði nafnið sitt,
„Fred Upjohn“, á það og sýndi
henni. Þá var Corrie May fram xir
hófi stolt af syni sínum, hann, sem
var ekki' nema lítill drengsnáði
ennþá!
★
En clag einn um veturinn sat
Fred grátandi úti í horni, þegar
hún kom heim með þvott, sem hún
ætlaði aðf þvo. Hann þurkaði sjer
um augun með erminni sinni, þeg-
ar hann sá hana, en hún hljóp
felmtruð til hans og spurði, hvað
amaði að honum. Var hann veik-
nr?
Nei, það amaði ekkert að hoimm,
sagði Fred og fjekst ekki til þess
að segja henni, hvers vegna hann
hefði verið að gráta. En þegai'
hún lagði fast að honum, sagði
hann henni upp alla söguna.
Ilún hafði saumað handa honmn
skyrtur úr hveitipokum, og í clag
hafði hann verið í nýrri skyrtu,
svo að hveitimerkið var óþvegið
úr. Það sást greinilega og fjelagar
hans höfðu skopast að honum og
lilegið, þegar þeir sáu stafina á
baki hans. Frecl harðneitaði að
fara framar í skólaun.
Corrie Mav reyndi að tala um
fyrir honum með hlíðu og góðum
atlotum, en haun var orðinn of
stór til þess að sætta sig við það.
Ilún Ijet hanu því borða kvöld-
verðinn sinn og síðan fara að
hátta. En þegar hann var sofnað-
ur, skreið hún upp í rúm, fól and-
litið í koddanum við hlið hans og'
grjet af meðaumkvnn með honnm.
Morguniim eftir neitaði Fred
enn ákveðið að fara í skólann með
hveitimerkið á bakinu.
Corrie May mundi alt í eittu eft-
ir því, að ein frúin, sem hún þvoði
fyrir, frú Price að nafni, skuldaði
henni tvo dollara. Það stóð oft á
borgun hjá konunum, ef þeim kom
betur að sjá ekki af peningunúm
í svip, og þeim fanst það sumum
mikið góðverk að lofa Corrie May
að vinna fvrir sig. Corrie May var
farin að venjast og sætta sig við
þessa góðgerðasemi, en þenna dag
tók hún á sig rögg, fór til frú
Priee og bað hana að borga sjer
það, sem hún ætti inni, því að
hún þyrfti nauðsynlega á pening-
unum að halda.
Frú Price sagðist fyrst ekki
geta mist peningana þessa viku.
En svo fór að lokum, að hún
greiddi Corrie May helminginti,
með þeim iimmælum, að hún mætti
þakka fyrir að hún — syndarinn-
ar barn — fengi að vinna fyrir
heiðarlegt fólk. Corrie May hlust-
aði á hana með mestu þolinmæði,
eii hljóp síðan heim með clollar-
ann sinn.
★
— Ef þú verður góður drengur
og ferð í skólann í fyrramálið,
máttu eiga þenna dollar, sagði
hún við Fred litla, þegar hún kom
heim. — Þú getur keypt þjer efni
í tvær skyrtur fyrir hann, á heim-
leiðinni úr skólanum. Þegar jeg er
búin að sattma þær, getur þú not-
að þær til skiftis — verið í annari,
meðan jeg þvæ hina.
Fred var himinlifandi. Hann
hafði aldrei átt svona mikla pen-
inga á æfi sinni. Jú, það Amr til-
vinnandi að vera með hveitimerk-
ið á bakinu einn dag, fyrst hann
átti að fá tvær nýjar og góðar
skyrtur að launum! Aðra ætlaði
hann að liafa hvíta, en hina bláa:
| "IFjelag&líf ■
|f n AÐALFUNDUR K.R.
K n verður í kvöld kl. 8 i/ó i
Kaupþingssalnum. Dag-
skrá samkvæmt lögum fjelags-
ins. Fjelagar fjölmennið!
Stjórn K.R.
NtJA BÍÓ
Læbnirinn
velur sjer
konu.
(The Doctor takes a Wife).
Amerísk skemtimynd.
Aðalhlutverkin leika:
Loretta Young og
Ray Milland.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Lækkað verð kl. 5..
SÍÐASTA SINN„
Hln vandláta húsmóðir nofcar-
BLITS
í stórþvottinn.
. . „i ... .....i
BLANKO
fæglr alt. — Sjálfsagt á hverfc
heimili.
GÓLFTEPPI
til sölu, Skothúsveg 15 (norður—
húsið). Upplýsingar eftir kl. 6.
KVENSKÁTAR.
Fundur í kvöld kl. 8 á Vega-
mótastíg. Áríðandi að allar
mæti.
IÞRÓTTAFJELAG KVENNA
Fimleikaæfingar fjelagsins
byrja í næstu viku. Nánar augj
lýst síðar.
I. O. G. T.
ST. MINERVA.
Fundur í kvöld kl. 81/). Kosn-
ing embættismanna. Hagnefnd:
Kristinn Stefánsson, stórtempl-
ar.
ST. EININGIN.
Fundur í kvöld kl. 8y2. 1. Inn-
taka nýrra félaga. 2. Rætt um
hlutaveltuna. 3. Embættis-
mannakosning. 4. Síðasti sölu-
dagur í happdrætti stúkunnar.
Híignefnt1,aratrið i: Síra Sigur-
björn Einarsson talar.
v>
REYKHÚS
Harðfisksölunnar, Þverholt 11,
tekur lax, kjöt, fisk og aðrar
vörur til reykingar.
ATHUGIÐ!
Tveir námsmenn óska eftir org-
eli á leigu, til æfinga, má vera
gamalt og slitið. Einnig getur
píanó komið til greina. Tilboð
merkt: ,,Áreiðanlegir“ sendist
blaðinu fyrir n. k. laugardag.
BOLLAPÖR,
Sósuskálar. Mjólkurkönnur, Te—
katlar, Borðhnífar, Skeíðar,.
Gafflar, Vasahnífar,. fæst £
Þingholtsstræti 15..
BLÝÁNTAR,
Blýantsyddarar, Pennar, Stíla—
bækur, Reikningsbæknr, Strok-
leður, Glósubækur, Pappirs-
klemmur og fleiri ritföng £
Þingholtsstræti 15 .
SÍTRÓNUR
á 30 aura í Þingholtsstræti 15v.
TIL SÖLU
Vermireitagluggar 112' fer—
metrar. Olgeir Eggertsson, Suc£-
urgötu 51, Hafnarfirði.
GÓLFTEPPI
til sölu. Uppl. í síma 2478.
bónið fína
er bæjarins
besta bón.
MEÐALAGLÖS og FLÖSKURJ
keypt daglega. Sparið millilið-
ína og komið til okkar, þar senr
þjer fáið hæst verð. Hringið 1
síma 1616. Við sækjum. Lauga-
vegs Apótek.
TILBÚNIR KJÓLAR
ávalt fyrirliggjandi. Til sölu á
saumastofunni Vesturgötu 3,
— Versl. GULLFOSS. —
KAUPI GULL,
20 kr. á 90 kr. og annað sam-
svarandi. Guðm. Andrjesson,
Laugaveg 50, sími 3769.
KÁPUBÚDIN
Laugaveg 35. — Kápur fyrir-
liggjandi.
AUGLÝSING er gulls íffildi,.