Morgunblaðið - 09.11.1941, Síða 7

Morgunblaðið - 09.11.1941, Síða 7
Sunnudagur 9. nóv. 1941. MORGUNBLAÐIÐ 7 Sigurður Jónsson hreppstjóri, Þór- arinsstöðum O igurður Jónsson, lireppstjóri, frá Þórarinsstöðuni í Seyðis- íjarðarbreppi í Norður-Múlasýslu andaðist hjer í Reykjavík 30. októ- t>er- s.l. Hafði hann komið liingað fyrir rúmum hálfum mánuði til að leita sjer lækninga. Hann var fæddur 27. sept. 1868 að Þórarinsstöðum og ól þar allan aldur sinn. Var hann því rúmra 73 ára er hann Ijest. Sigurður á Þórarinsstöðum var af gagnmerkum bændaættum aust- anlands. Faðir hans var Jón Jóns- son frá Firði í Seyðisfirði, bróðir Sigurðar Jónssonar hreppstjóra í Firði, af svonefndri Fjarðarætt, én móðir hans Þórdís Pálsdóttir frá , Höfn í Borgarfirði, af hinni nafn- kunnu Hafnarætt og Njarðvíkur- ætt hinni fornu. Þau rúm 50 ár, sem hann bjó á ■ eignarjörð sinni, Þórarinsstöðum, bætti hann jörðina stórlega og breytti úr heldur rýrri jörð í tún- stærstu og töðugæfustu jörð hreppsins. Hýsti hann að nýju bæði íbúöarliús og útihús öll. Jafnframt búskapnum rak hann umfangsmikla. útgerð öll sín bú- skaparár, fyrst með róðrarbátum en síðan vjelbátum. ; Sigurðvir kvæntist 1889 Þórunni 1 Sigurðardóttur, hinni mestu ágæt- ; iskonu, en misti hana eftit ná- . lega 30 ára sambúð 1918. Börn þeirra eru: Sveinn ritstjóri, . Reykjavík, Þórarinn bústjóri 1 á Þórarinsstöðum, Friðrik, bú- ; settur í New York og Þórdís Sigríður, gift Guðmundi' Jenssyni, framkvæmdarstjóra í Reykjavík. Auk þess ólu þau hjónin upp nokkur fósturbÖrn. Þótt Sigurður væri alla daga hljedrægur maður, komst hann ekki hjá því, að á liann liiæðust margvísleg. opinber trúnaðarstörf. Hann var t. d. hreppstjóri Seyðis- fjarðarhrepps fjóra áratugi. Hann ' naut óskoraðs trausts allra, sem ; kyntust honum og bar margt tíl. Hann var óeigingjarn maður, hjálpfús og ráðhollur, hagsýnn maður og atorkusamur. Hann var prúðmenni í framkorou, svo að af bar og snyrtimenni í allri um- gengni, tryggur mönnum og mál- efnum og drengskaparmaður mesti. Hann var víðlesinn og glögg dr á landsmál, þótt ekki tæki hann mikinn þátt í þeim opinberlega. Með Sigurði á Þórarinsstöðum •er fallinn í valinn einn af merk> ustu bændum Austurlands. Árni Jónsson. Dagbók •••••••••••• OOOOOOtOMM jXj*Helgafell 594111117—VI.—2. L O. O.F. 3 = 12311108 = 8V2 0 Næturlæknir er í nótt María Hallgrímsdóttir, Grundarstíg 17. Sími 4384. Aðra nótt Ólafur Jó- hánnsson, Gunnarsbraut 38. * Helgidagslæknir er Eyþór GUnn arsson, Laugaveg 98. Sími 2111. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Nesprestakall. Messað verður í Skildinganesskóla í dag kl. 2% e-h- Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. Síra Jón Auðuns messar í frí- kirkjunni í Reykjavík í dag kl. 5%. Allra sálna messa. 85 ára er í dag Símon Eiríks- son, Aðalgötu 4 í Keflavík. Hjúskapur. í gær voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ágústa Sigurðardóttir og Halldór Pálsson prentari. Heimili ungu hjónanna er á Hringbraut 188. , .. Hjónaband. Nýlega voru gefiu saman í hjónaband Sigríður ,Sig- urstéinsdóttir og Hákon Björns- son, Króki, Akranesi. H. f. p. Fundur í dag í Alþýðu- húsinu kl. 2 e. h. Skrifstofa Mæðrastyrksnefndar í Þingholtsstræti 18 er opin alla virka daga kl. 4—6 e. li. Lögfræði- leg aðstoð á mánudögum og fimtudögum. Formaður nefndar- innar, frk. Laufey Valdimarsdótt- ir er til viðtals á mánudagskvöld- um kl. 8%—10. Hagfræðingafjelag íslands hjelt aðaifund í fyrradag. Á fundinuin flutti dr. Björn Björnsson fróðlegt erindi um áhrif skatta og tolla á verðlag. í stjórn fjelagsins voru kosnir dr. Oddur Guðjónsson (for- maður), Gunnar Viðar og Agnar Norðfjörð. Leikfjelag Reykjavíkur sýnir leikritið Á flótta kl. 3.30 í dag og hefst sala aðgöngumiða kl. 1. Ungbarnavernd Líknar verður framvegis opin mánudaga, þriðju- daga, fimtudaga og föstudaga kl. 3.15—4. — Ráðleggingarstöð fynr barnshafandi konur verður opin 2. og 4. hvern miðvikudag í hverj- um mánuði kl. 3.30—4. — Bólu- setning gegn barnaveiki fer fram þriðjudaga og föstudaga kl. 6—7. Hrii^ja verður fyrst í síma 5967 sama dag. Happdrætti K. F. U. M. og K. í Hafnarfirði. 1. nóv. var dregið í happdrætti Iv. F. H. M. og K. í Hafnarfirði og. upp komu þessi númer: 3365, 2630, 3893, 1414, 551, 3282, 1153, 491. 732, 32, 1567, 2388, 2634, 2295, 1302, 1071, 3540, 1520, 3848. 1115, 3993, 2697, 3542, 649, 2196. Vinninganna sje vitjað til Jóels Ingvarssonar, Strandgötu 21, Hafnarfirði. íslenska útvarpið frá London er á hverjum sunnudegi kl'. 14.30 eft- ir íslenskum tíma. Fjelag ungra rithöfunda héldur fund í kvöld kl. 9 á Amtmanns- stíg 4. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: EIB u.mrn j .».1 Kin^iirp M.b, Skaftfellingur hleður til Vestmanneyja á morg-un. Vörumóttaka fyrir hádegi. Gógó 10 kr. S. Þ. 10 kr. J. A. 5 kr. Erlendur ívarsson 10 kr. Til Hallgrímskirkju í Reykjavík Gjöf frá 1.17.9. kr. 43.00. Bestu þakkir. G. J. Útvarpið í dag: 10.00 Morguntónleikar (plötur): Symfónía nr. 2 og Leónórufor- leikurinn eftir Beethoven. 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Messá í Fríkirkjúnni (sjera Árni Sigurðsson). Fermingar- messa. Sálmar: 23, 105, 573, 647. 15.30— 16.30 Miðdegistónleikar (plötur): Spönsk tónskáld. 18.30 Barnatími (Ragnar Jóhann- esson). . .. y' 19.25 Hljómplötur: Suite Algérí- enne eftir Saint- Saens. 20.00 Frjettir. 20.20 Hljómplötur: Rússnesk kirkjulög. 20.30 Gunnar Gunnarsson les úr ritum sínum. 20.55 Einleikur á píanó (ungfrú Margrjet Eiríksdóttir): a) :Medt ner: Saga. b) Bowen: Romance í Ges-dúr. c) Glazounow; Til- ’ bfigði. 21.15 Hljómsveit B.jarna Böðvars- sónar (Siingvarar: Ouðrún S- monardóttir og Einar B. Waage) 21.50 Frjettir. 22.00 Danslög. Útvarpið á morarun: 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 15.30— 16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenskukensla, 1. fl. 19.00 Þýskukensla, 2. fl. 19.25 Þingfrjettir. 20,00 Frjettir. 20.30 Um daginn og veginn (Sig- fús Halldórs frá Höfnum). 20.50 Útvarpshljómsveitin: Döpsk alþýðulög. Einsöngur (frú Hulda Jónsdótt ir af Akranesi): a) Bortnian- sky: Bæn. b) Björn Jakobsson: 1. Lýs milda ljós. 2. Drottinn vakii-. e) Jónas Tómasson: Barnabæn. d) Björgvin Guð- mundsson : Kvöldbæn. 21.20 Hljómplötur: Ungverskur lagaflokkur eftir Schubert. 21.50 Frjettir. er flull af Langaveg 58 i stærri og betri húsakynni RIO-KAFFI FYRIRLIGGJANDI. Ólafur Glslason &’Co. h.f. SÍMI 1370. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI----ÞÁ HVER^ AOstoDarmatsvein vantar á togarann Tryggva gamla. Uppl. í síma 3461. Malvæfaráðherra Breta Fregnir komust á kreik í gær um að Woolton lávarður, matvælaráðherra Breta ætlaði að segja af sjer. Hann flutti ræðu, þar sem hann komst m. a. svo að orði, ,,að líf hans sem ráðherra gæti orðið stutt“. ,.Þegar jeg tókst á hendur nú- verandi starf mitt (sagði ráðherr- ann), hafði jeg litla þjálfun sem ráðherrar eru vanir að hafa og jeg hefi aldrei lært þá list að flytja ræður. Það er lítill vandi fyrir fólk að sitja í hægindastólum og segja, að það geti gert alt miklu betur en aðrir“. Síðar í gær var því þó lýst yfir opinberlega í London, að Woolton ætlaði ekki að segja af sjer. Sú skýring er gefin á ummælum hans, að hann líti á sjálfan sig sem stríðsráðherra, en að stríðinu loknu ætli liann að hverfa aftur út í viðskiftalífið. AUGLÝSING er sulls ígildi. sje hún á rjettum stað. — Kveðjuathöfn SIGURÐAR JÖNSSONAR frá Þórarinsstöðum við Seyðisfjörð fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 10. nóvember kl. 2 e. h. og hefst með húskveðju á heimili dóttur hans, Öldugötu 16, kl. 1.15 e. h. Kveðjuathöfninní í Dómkirkjunni verður útvarpað. Aðstandendur. Jarðarför konunnar minnar, SESSEUU GUÐMUNDSDÓTTUR, er ákveðin þriðjud. 11. þ. m. frá dómkirkjunni. Athöfnin hefst með bæn að heimili okkar. Laugaveg 34B kl. 1. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. SveinbjÖrn Guðmuudsson. Innilegt þakklæti færum við öllum, er sýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför ástvinar míns og föður, SIGURÐAR SIGMUNDSSONAR, Bræðraborgarstíg 38. Hjálmrún Hjálmarsdóttir. Gísli Jóh. Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.