Morgunblaðið - 09.12.1941, Side 2

Morgunblaðið - 09.12.1941, Side 2
2 M0RGUN3LAÐI3 Þriðjudagur 9. des. 1941. Roosevelt sameinar Bandaríkja- þjóðina í stríðinu gegn Japönum Einn af 471 þingmanni greiddi atkvæði gegn stríðsyfirlýsingunni Þjdöverjum einnig sagt strið á hendur á næstunni? 01dungadeild Bandaríkjaþings samþykti i gær með samíiljóða 82 atkvæðum, að lýsa yfir stríði á hendur Japönum. Aðeins einn þing* maður, repubíikaninn og friðarvinurinn Rankins, greiddi atkvæði gegn stríðsyfirlýsingunni í fulltrúadeildinni. Allir hinir þingmennirnir, samtals 388, greiddu atkvæði með yfirlýsingunni. Rankins greiddi einnig atkvæði gegn stríðsþátttökunni í fulltrúadeildinni árið 1917. Roosevelt xmdirskrifaði stríðsyfirlýsinguna þegar í gær- kvöldi. Yfirlýsingin er á þessa leið: „Þar sem hin keisaralega japanska ríkisstjóm hefir framið tilefnislausar hernaðaraðgerðir gegn þjóð Bandaríkja Norður- Ameríku, þá er það ákvörðun öldungadeildar og fulltrúadeild- ar Bandaríkja Norður-Ameríku, sem saman eru komnar í þjóðþinginu, að ófriðarástand, milli Bandaríkjanna ög hinnar keisaralegu japönsku ríkisstjórnar, sem þannig var neytt uþp á Bandaríkin, skuli hjer með formlega yfirlýst og forsetanum hjer með géfið vald til að ráða yfir öllum flota og landher Banda- ríkjanna og gera það, sem í valdi ríkisstjórnarinnar er, til að halda uppi ófriði gegn japönsku stjórninni og leiða átök þessi til farsællegra lykta. Þjóðþing Bandaríkjanna leggur hjer með fram allar auð- lindir landsins. Forseti utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar, Con- olly, bar fram ályktun þessa, í sámræmi við ósk Roosevelts, sem borin var fram í boðskap hans til þingsins í gær. Þegar Roosevelt forseti kom inn í þingsalinn laust fyrir kl. 41/j (eftir íslenskum tíma í gær) til þess að lesa upp boð- skap sinn, var hann hyltur af öllum þingheimi; og stóð hyll- Ingin yfir í margar mínútur. Það var gert kunnugt strax eftir að frjettist um árás Jap- ana, á sunnudaginn, að Roose- velt ætlaði að flytja boðskap til þingsins daginn eftir, og var þessa boðskaps beðið með mik- illi óþreyju. Þeirri fregn skaut upp að Roosevelt kynni að segjá einnig Þjóðverjum stríð á hendur, og sú skoðun er látin í ljós og bygð á þeirri setningu í ræðu hans, að Bandaríkin ætii að iryggja það, að samskonar svik muni aldrei framar stofna þjóðinni í hættu“, að enn kunni að gerast tíðindi í þessu sam- bandi. Boðskapur Roosevelts fer hjer á eftir í orðrjettri þýöingu (skv. Reutersfregn frá Was- hington) : í gær, 7. desember 1941, dag, sem mun lengi í minnum hafð- FRAMH. Á SJÖTTÖ 8ÍÐÖ Amerlkuþióðirnar segja Japónum stiíð á hentíur hver aí annari A uk Bandaríkjanna, Breta og Hollendinga, hafa Kanada menn sagt Japönum stríð á hend- ur, og búist er við því, að Ástralíu menn segi þeim stríð á hendur í dag. Árásir hafa verið gerðar á tvo eyjaklasa í Kyrrahafi, seni njótá verndar Ástralíumanna. Nauru og Ocean-eyjnrnar. Kínverjar hafa. sagt. Japönum stríð á heiulur eftir 4 ára styrjöld (sem hefir verið óvfirlýst, Japan- ar hafa kallað styrjöldina „kín- verska at\ ikið“), og auk þess hafa Kínverjar sagt Þjóðverjúm og ítölum stríð á hendur. Frjálsir Frakkar, sem hafa um- ráð yfir nokkrmn eyjum í Kyrra- háfi, þ. á. ni. Thahiti, hafa sagt Japörmm st.ríð á hendur. Egyftar og Grikkir hafa slitið FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐTJ llllllllllllllllllllllllllltllllHllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllRI j Hvernig | | stríðið | hófst | ! Árásin á Kawai ! (áiiiiiiiiiiiiiiitiniiiÉi iniiiiiiHiiiirniiHrtt'í Stríð Japana gegn Banda- ríkjunum og Bretum hófst með algerlega óvæntri loftárás á Honolulu, höfuðborg- ina á amerísku Háwai-eyjun- um í miðju Kyrrahafi . Á meðan ekki var vitað ann- að í Washington, en að sam- töl Japana og Bandaríkjanna, sem miðuðu að varðveislu frið- arins í Kyrrahafi, stæðu enn yfir, virðist japanskt flugvjela- móðurskip hafa læðst í skjóli myrkurs, upp að strönd eyjar- innar Oahu, mikilvægustu yej- unni í Hawai-klasanum, en á suðurströnd hennar stendur höfuðborgin Honolulu (íbúar 150 þús.) og stærsta flotabæki- stöð Bandaríkjanna á eyjunum, Pearl Harbour. 150 japanskar flugvjelar frá flugvjelamóðurskipinu flugu að Honolulu yfir hrjóstrugan fja.ll- garð, svo að þær gátu komið borgarbúum svo að segja al- \ gerlega á óvart. Þessar 150 I flugvjelar fluttu Bandaríkja- þjóð fyrstu fregnirnar fa'því, að I Japanar hefðu slitið friðnum. Með tilliti til þess, hve árás- ! in var óvænt, varð tjónið sem FRAMII. Á SJOTTU SÍÐTJ Pjóðverjar þögulir D rá því að fyrstu fregnirnar *í um stríð Japana og Banda- ríkjanna voru birtar í Þýskalandi á sunnudagskvöldið, hafa undir- tektirnar þar verið á þá leið, að „glæpamaðurinn Roosevelt“ eigi einn sök á þessu stríði, og að hann hafi nú fengið tríðið, sem hann þráði. En að öðru léyti liefir ekki ver ið liægt. að fá neina umsögn af hálfu þýskra stjórnarvalda um það, livaða áhrif Kyrrahafsstyrjöld in 'hafi á afstöðu Þjóðverja. » Líndbergh, Hoover lýsa yfír stíiðn- íngí við Rooseveít \ rás Japana á Bandaríkin hefir 4 einu augnabliki sameinað Bandaríkjaþjóðina í eina baráttu- herdeild. (segir í Aegn frá Was- hington). Af einaúgrunarsinnun- um var Burton Wheeler, öldung- rdeildarmaður, fyrstur til þess aö lýsa yfir því, að hann fylgdi Rooseveltstjórninni í stríði gegn Japönum. Síðan birtu einangrunarsiniiarn ir hver af öðrum samskoifar yfir- lýsingu. Herbert Hoover ljet. svo um mælt: „Nú er stríð, og við verður að heyja jiað á enda“. I gærkvöldi birti LindUergh of- ursti yfirlýsingu: „Ráðist hefir verið á land okkar ineð vopná- valdi og með vopnavaldi verðum Við að svara fyrir okkur“. „Ameríka fyrst“-f jelagsskapur- inn — áhrifaniesti einangrunar-: sinna f jelagsskapurinn — hefir sent Roosevelt yfirlýsingu um stuðning í stríðinu gegn Japönum. Verkfalli, sem stóð vfir í Santi- ago, hefir verið aflýst, og verka- inenn streyma til vinnu sinnar. fiðru m verkföllum, sem hoðúð höfðu verið á. næstunni, hefir einnig verið aflýst. Búist er við að stórfeld aukning á her Bandaríkjanna verði framkvæmd næstu daga. Frá því að árás Japana hófst, hefir verið unnið látlaust að land- varnastörfum í Bandaríkjunum. Öll Kyrrahafsströnd Norður-Am- eríku, alla leið sunnan frá Pan- ama og norður að Alaska, hefir raunverulega verið myrkv11ð. Frái Noregi Nor.ska frjettastofan í Lond- on skýrir frá því, að Frede Castberg, prófessor í alþjóðalögum við háskólann í Osló hefir verið hneptur'í varð- hald. Castberg er kunnur víða um heim, sem alþjóðarjettar- Jræðingur. Árðs ð Hong Kong annað mikilvægasta breska Austur Aslu-virkið Japahska herstjórnin tilkynti í gærmorgun, að árás væri hafin á Hong Kong, ný- lendu. Breta á austurströnd Kína. Nýlenda þessi er aðeins 32 fermílur að flatarmáli, og þþtt hún sje ekki eins vel víg- girt og Singapore, þá er hún veigamikil miðstöð í vörnum Breta í Austur-Asíu. I>að er oft talað um „varnarþrí- hyrning-“ Breta í Austur-.Asíu, og hornin í þessum niíhyrning mynda Hong Kong- (nyrst) Singapore, (að suðyestan) og Port Darwin á norð- urströnd Astralíu (að suð-austan). Eins og Singapore, er Hong Kong eyja, 11 míina löng og 2—5 máína breið. Hún liggur fast upp að megin- landinu, og skilur 500 m. breitt sund hana frá því. En Bretar eiga einnig nokkuð af upplandinu handan við þetta sund, svo að samtals er nýlendan 625 fer- kilómetrar. íbúar eru rúmlega miljón, en þar af eru flestir Kínverjar, auk Kín- verja búa þar aðeins 23 þús. manns, en þá eru ekki meðtalið breska her- iiðið. Japanskar flugvjelar flugu yfir Hong Kong i gærmorgun og vörpuðu niður flugmiðum, þar sem kínverskir borgarar í Hong Kong voru hvattir til þess að ráðast að baki Bretum, - í tilkynningu bresku herstjórnar- innar í Austur-Asíu í gær var aðeins sagt: „Frá Hong Kong var tilkynt í morgun, að óvinir hefðu gert loftárás ir á hernaðarstaði í Hong Kong hjer- aði“. Það var tilkynt í London i gær, að varnarliðið í Hong Kong hefði tekið sjer stöðu í ystu varnaiTínum nýlend- unnar, um dögun í gærmorgun. Fregn- ir höfðu borist um liðssamdrátt Japana að landamærum nýlendunnar, og var búist við að þeir reyndu inn- an skamms að ráðast yfir landamær- in.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.