Morgunblaðið - 09.12.1941, Page 7
Þriðjudagur 9. des. 1941,
MORGUNBLAÐIÐ
7
Mjólkurverðið hækkar
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU
iiækkunar á síldarmjöli (úr 32
kr. í 43 kr.) og öSrum fóðurbæti,
þá væri biireikningavísitala bænda
nál. 197 á móti 180 í sept. Þetta
myndi gera 8—9 aura hækkun á
mjólkurverðið. En með tilliti tii
þess, að margir bændur taka ekki
aðke.ypt vinnuafl, þótti ekki rjett
að taka þessa hækkun að fullu.
— Var þessi nýja verðhækkun
borin undir landbúnaðarráðherra
eða ríkisstjórnina ?
— Nei, mjóllcurverðlagsnefnd
vinnur algerlega sjálfstætt.
— Hvað fá bændur mikið nu í
sinn hlut, af mjólkurverðinu?
— Jeg hygg, að bændur hjer
vestan Hellisheiðar hafi fengið út-
borgaða 50 aura í október. Hve
mikið þeir fá í nóvember, veit jeg
ekki. Austan f jalls munu þeir hafa
fengið 37—38 aura.
— Vitið þjer hve mikið fje Sam-
salan á nú í sjóði?
—• Nei, en það hlýtur að vera
stór fúlga.
iITIÐ UM ÖXL.
í sambandi við ummæli for-
AUGAÐ hvílist T V I I h
með gleraugum frá I I L I f
Það er ljett og fljótlegt að gera
skófatnaðinn spegilgljáandi með
skóáburðinum í þessum umbúðum.
Biðjið ávalt um FJALLKONU
skóáburð frá
H.f. Efnagerð Reykjavíkur.
EF LOFTUR GETUR ÞAÐ
EKKI-----ÞÁ HVER?
Sendið vinum yðar „Norræn
jól“. Það er góð jólagjöf.
niMISINS
manns mjólkurverðlagsnefndar um
vísitöiuna, er ástæða til að benda
á eftirfarandi atriði:
Seinasta verðhækkunin á mjólk
og mjólkurvörur var ákveðin 5.
sept. s. I. Þá var hækkunin mjög
stórfeld. Ilún hafði og mjög mikil
áhrif á næstrr vísitölu (fyrir októ-
ber). Þá hækkaði vísitalan um 6
stig (úr 166 í 172) og var aðal-
ástæðan hækkun mjólkurinnar.
Vísitalan í nóvember sýndi 3
stiga hækkun (úr 172 í 175).
Ástæðan fy'rir þeirri hækkun var
verðhækkun á hangikjöti. nauta-
kjöti, tólg, eggjum o. fl.
Með öðrum orðum: Þessi mikla
hækkun vísitölunnar síðan í sept-_
ember (úr 166 upp í 175 stig)
stafar aðallega frá hækkun mjólk-
ur og mjólkuryara í september og
einnig frá hækkun aUnara land-
búnaðarvara í október.
Og nú í byrjun desember kemur
ný verðhækkun á mjólk og mjólk-
urvörum og samkv. skýringu fór-
manns mjólkurverðlagsnefndar
stafa 4I/2 eyrir af hækkun vísi-
tölunnar, sem þessar sömu vörur
hafa hækkað.
Þessi nýja verðhækkun kemur
niðnr á janúar-vísitölunni og!
hækkar hana sennilega um 6—8
st.ig, Þá kemur P. Zóph. aftur og
hækkar verðið á uý, vegna hinnar
nýju vísitölu. Og Tíminn hrópkr:
Hjer sjáið þið hina frjálsu leið í
dýrtíðarmálunum í framkvæmd!
Þetta var nú sú hlið málsins,
sem fremúr er til þess fallin að
henda gaman að en taka alvarlega.'
LÖGFESTINGIN
En svo er hin liiiðin, sú, sem
snýr að bændum og Tiigfestingar-
fruinvarpi Eysteíns. Hvernig hefði
orðið hlutur bænda nú, ef lög-
festingin hefði náð fram að ganga?
Meirihluti verðlagsnefndar rök-
styður hækkunina nú aðallega með
stórfeldri kauphækkun hjá fólki
sem vinnur við framleiðslustörfin
heima á býlunum. Þeir segja t. d.
að vetrarmanui sjeu nú greiddar
2—300 kr. á mánuði, en í fyrrá
100 kr. Og annað sje eftir þessu.
Hvar hefðn bændur staðið nú, ef
frumvarp Eyst.eins hefði verið
samjiykt ? Þeir hefðu haft óbreytt
mjólkuryerð, en 100—200% hækk-
nn á kaupgjaldinu!
Hvernig ætla þeir herrar, P.
Zóph. og aðrir þingmenn Fram-
sóknarflokksins að verja lögfest-
inguna, eftir að þeir liafa lagi
þessi gögn á borðið?
Bardagarnir á
Malakkaskaga
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
Sprengjuflugvjelar úr konung-
lega breska flughcrnum gerðu
árás á skipin í tunglskini og í
dagsbirtu og að m!ir(sta kosti
tvö óvinaherskip urðu fyrir
sprengjtim.
I dagrenningu hjeldu nokkr-
ar sprengju- og tundurskeyta-
flugvjelar árásum áfram, en
um árangúr er ekki kunnugt
ennþá.
Þrjár af flugvjelum okkar
hafa hingað til ekki komið til
taka.
Kl. 8 um morguninn leit svo
út, sem öll óvinaskipin, sem eft-
ir voru hjeldu í norðurátt, en
skildu eftir báta og hermenn á
ströndinni, sem hersveitir vor-
ar voru að elta uppi. „Beufort“-
sprengjuflugvjel sem var á eft-
irlitsflugi komst að því, að ver-
ið var að setja hermenn á land
í Patani og Singorahjeruðum í
Suður-Thailandi. Sex óvinaflug
vjelar rjeðust á þessa sprengju-
flugvjel, en hún komst til bæki-
stöðvar sinnar.
Japánskar flugvjelar gerðu
loftárásir á eftirtalda staði:
Klukkan 0415 í Singapore-hjer-
aði, en ekkert tjón varð á hern-
aðarstöðvum.
Nokkurt tjón varð á eignum
og manntjón í árás á Singa-
poreborg“.
Singapore, miðstöð Breta í
Austur-Asíu, og höfuðmark
Japana á suðurvígstöðvunum er
eyja, sem aðskilin er frá Mal-
akkaskaganupi af kílómeters-
breiðu 'sundi. Eyjan er aðeins
um 40 km. á lengd ög 20 km. á
breidd.
Hún er um 220 ferkílómetrar
að meðtöldum aðliggjandi eýj-
im.
íbúarnir eru tæpar 700 þús.
Dregið var í happdrætti Sálar-
rapnsóknafjelagi Islands á sunnu-
dagskvöld og koniu upp þessi núm
er: 779 málverk, 408 værðarvoð,
23 rafmagnsofn, 945 borðdúkur,
1105 sófapúði, 26 veggmynd. Vinu
inganna má vitja til frú Soffíu
IlaraldsdóttuV, Sjafnarg. 36.
Fundur verður í Skagfirðinga-
fjelaginu í Oddfellowhúsinu uppi
n. k. miðvikudagskvöld'. Verður
þar sýnd kvikmynd. Upplestur o.
fl. verður til skemtunar. Að lok-
um verður dansað.
Sððln
vestur um land til Akureyrar eftir
miðja þessa viku. Komið verður
við á Húnaflóahöfnum aðeins í
bakaleið. Vörumóttaka á alla
venjulega viðkomustaði í dag og
til hádegis á morgun. Pantaðir
farseðlar óskast sóttir á miðviku-
dag.
„Bjorn Austræni“
hleður í dag til Bolungarvíkur,
Súgandafjarðar 0g ísafjarðar. —
Vörumóttaka til hádegis.
PUDLO
vatDsþ)elt efni I stein-
steypu og múrhúðun
fyrlrligg|andi.
§ÖGIN H.F.
Einholt 2 — Sími 5652
Dagbóh
□ Edda 59411297 — 1.
I. O. O. F. Rb. st. 1 Bþ. 901298y2
E. S.—E. K. »
Næturlæknir er í nótt Þórarinu
Sveinssou, Ásvallagötu 5. Sími
2714.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn.
25 ára hjúskaparafmæli eiga í
dag hjónin Stefanía Tómasdóttir
og Þorvaldúr Klemensson, Þóru-
gerðarstöðum, 'Grindavík. Jafn-
framt á Þorvaldur þá fimtugs af-
mæli.
Silfurbrúðkaup eiga í dag hjón-
in Marsibil Eyleifsdóttir og Buð-
mundur Guðlaugsson, vjelstjóri.
Bjuggu þau lengi í Hafnarfirði, en
eru nú til heimilis Bakkastíg I
hjer í bænum.
Hjúskapur. Síðastliðinn laugar-
dag voru gefin saman af sjera
Bjarná Jónssyni, ungfrú Hulda
Ragna Einarsdóttir frá Bergi,
Njarðvíkum og Huðmundur Jóns-
son, sjómaður, Reykjavík. Heimili
ungu lijónanna verður á Þórs-
götu 28.
Hjónaband. Á föstndag voru gef
in Saman í hjónaband, ungfrú
Ólafía Einarsdóttir, Mánagötu II
og Hans Kristjánsson, forstjóri í
Sjóklæðagerðinni. Heimili ]>eirra
er á Víðimel 37.
Hjúskapur. Gefin voru saman í
hjónaband s. 1. laugardag, af s)\
Jóni Auðuns, Helga Kristjánsdótt-
ir og Karl Ó. Runólfsson, tón-
skáld.
Hjónaefni. Nýlega hafa opinber-
að trúlofun síua ungfrú Anna
Albertsdóttir, Óðinsgötu 28 og
Harry Frantzen frá Horten í Nor
egi.
Mjög gott skíðafæra var á HeR-
isheiði á sunnudaginn og voru um
100 manns á skíðum við. Skíða
skálann í k Flegingarbrekku og
Gýghól. Skíðafólk var einnig ann-
arsstaðar hjer í nágrenninu, þar
sem snjó var að fá.
Landsmálafjelagið Fram í Hafn-
arfirði heldur aðalfund sinn í G.
T.-húsinu kl. 8y> í kvöld. Verður
þar m. a. rætt um bæjarstjórnar-
kosningarnar.
Operettan Nitouche verður sýnd
annað kvöld og hefst sala að-
göngumiða kl. 4 í dag.
Útvarpið í dag:
12.15 Hádegisútvárp.
15.30 Miðdegisútvarp.
19.25 Hljómplötur: Lög úr óper-
ettum og tónmyndum.
20.30 Erindi: Siðaskiftamenn og
trúarstyrjaldir, I: Forspjall
(Sverrir Kristjánsson sagnfr.).
21.00 Tóuleikar Tónlistarskólans
(Björn Ólafsson og Árni Krist-
jánsson): Sónata í F-dúr fyrir
fiðlu og píanó, eftir Mozart.
21.30 Hljómplötur: Tónverk eftir
j Dvorák: a) Kvartett. í F-dúr.
h) Slavnesk rapsódía.
21.50 Frjettir.
§ífrónur
25 og 40 aura.
>wzlunuv
B. S. I.
Símar 1540, þrjár línor.
Góðir bílar. Fljót afgreiðsla.
o
Það tilkynnist hjer með vinum og vandamönnum að
ekkjan ÞÓRLAUG ÞORVARÐARDÓTTIR
andaðist laugardaginn 6. desember á heimili okkar, Shellveg 10.
Krístín Bjarnadóttir. Eyvindur Eyvindsson.
Fóstursystir mín
HÓLMFRÍÐUR ZAKARÍASDÓTTIR,
sem andaðist á Hafnarfjarðarspítala 30. f. m., verður jarð-
sungin frá dómkirkjunni föstudaginn 12. desember kl. 1.
Margrjet Skúladóttir.
Hjartans þökk fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfall og
jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa
JÓNS ÁRNA GÍSLASONAR.
Júlíana Jónsdóttir. Karl Eiríksson.
Halldóra Jónsdóttir og börn.
Innilegt þakklæti til vina minna fyrir auðsýnda hjálp og
hluttekningu í,veikindum og við útför móður minnar,
JÓNÍNU JÓNSDÓTTUR.
Guðmundur Benediktsson.