Morgunblaðið - 28.01.1942, Síða 1
Vinnustöðvunin 1942. — 3. tbl.
Bæjarsljórnarko§ningarnar.
• ________
Engin veruleg röskun á fylgi
fiokkanna.
Sjálfstæðismenn
vinna Akranes. Rauð
liðar inissa meiri-
hlutann á Siglufirði.
GerræðiD i Hafnarfirðl.
Þrír merkir Reykvíking-
ar látnir.
Nýlega hafa látist hjer í bæn
um þrír gamlir og góðkunnir
Reykvíkingar. Þeir voru allir
yfir sjötugt.
Þann 7. janúar Ijetst á Landa-
kotsspítala Hannes Guðmunds-
son, sem jafnan var kendur við
Gróubæ. Merkur og vel látinn
Reykvíkingur. Hann var 75 ára
að aldri.
Pjetur Þórðarson hafnsögu-
maður andaðist þann 19. janúar
síðastl. Hann var 73 ára að aldri
Pjetur var um margra ára skeið
hafnsögumaður hjer í Reykja-
vík. Hann var faðir Erlendar
Ó. Pjeturssonar íþróttafrömuð-
ar. —
Ásgeir Eyþórsson, faðir Ás-
geirs bankastjóra og þeirra
systkina, andaðist hjer í bæn-
um 19. janúar. Ásgeir var 73
ára, er hann ljetst.
Bæjarstjórnarkosningar fóru
fram í 8 kaupstöðum, utan
Reykjavíkur á sunnudaginn var.
Úrslitin eru mönnum kunn og
eru þau einnig birt hjer á eftir.
Hvaða ályktun verður dregin
af niðurstöðutölum kosning-
anna?
Niðurstaða kosninganna í
heild sýnir, að fylgi flokkanna
er mjög svipað nú og það var
við síðustu bæjarstj-.kosningar,
1938. Þetta kemur greinilega í
ljós á öllum þeim stöðum, þar
sem um hreina flokkskosningu
er að ræða.
I tveim kaupstaðanna hefir
orðið það mikil breyting, að
raskast hefir sá meiri hluti, sem
fór með völdin, og í báðum hefir
breytingin orðið Sjálfstæðis •
mönnum í vil. Þessir kaupstaðir
eru Akranes og Siglufjörður. Á
Akranesi hefir Sjálfstæðisflokk
urinn unnið glæsilegan sigur,
fjekk 5 menn kjörna en hafði
3 áður. Á Siglufirði hafa atkv.
Sjálfstæðismanna nú fallið á
tvo lista, flokkslistann og lista
óháðra. Sú breyting hefir og
crðið þar, að samfylking Alþýðu
flokksins og kommúnista, sem
hafði meiri hluta í bæjarstjórn,
er nú komin í minni hluta. Hvað
upp úr því kemur er hins vegar
ókunnugt enn.
*
Útkoman hjá Alþýðpflokkn-
um virðist að vísu nokkru betri
nú en síðast, í tveimur kaupstöð-
um, Hafnarfirði og ísafirði, en
þetta eru höfuðvígi þess flokks,
seiu kunnugt er. Að því er Hafn-
arfjörð snertir, er skýringin eðli
leg. Þar gengu Sjálfstæðismenn
til kosninga án nokkurs blaða-
kosts- Þar fjekk Alþýðuflokk-
urjnn að beita til fulls því óheyri
lega gerræðj gegn lýðræðinu,
seifl hann hugðist einnig að
beita gegn Reykvíkingum, en
varð afstýrt á síðustu stundu.
Auðvitað átti að fresta kosning-
unni í Hafnarfirði eins og í
Reykjavík, því að það er full-
komið brot á grundvallarreglu
lýðræðisins, að leyfa kosningar
með þeim hætti, sem hjer var
gert. Og ef nokkurntíma er á-
stæða til að kæra og ógilda
kosningu, þá er það þessi kosn-
ing í Hafnarfirði. Þorir Alþýðu-
flokkurinn að ganga til kosn-
inga á ný í Hafnarfirði, eftir að
flokkarnir standa jafnt að vígi
með útgáfu blaða?
*
Á ísafirði hafa bersýnilega
orðið einhver mistök á framboði
hjá Sjálfstæðismönnum.
Listi óháðra, sem talið var
að væri sambland af mönnum
úr öllum flokkum, hefir sýni-
lega fengið öll atkvæðin frá
Sjálfstæðismönnum, enda þótt
efstu mennirnir væru ekki
flokksmenn, Alþýðuflokkurinn
hefir hins vegar haldið utan um
sitt fylgi, og það hefir bjargað
honum, en þó ekki meir en svo,
að hann hefir nú færri atkvæði
en síðast.
Á Akureyri og Seyðisfirði
gátu Sjálfstæðismenn ekki stað-
ið sameinaðir um sinn flokks-
lista. Á báðum stöðunum komu
einnig fram listar óháðra borg-
ara, með Sjálfstæðismönnum á,
og þeir fengu atkvæði Sjálfstæð
ismanna. Sama átti sjer einnig
stað í sumum kauptúnanna, t.d.
í Keflavík. Af þessu stafar það,
að flokkslistarnir fá færri at-
kvæðatölu en síðast. En saman-
lagðar tölurnar á flokkslistun-
um og listum óháðra sína, að
fylgi flokksins er jafn sterkt og
áður og sterkara.
¥
Úrslit kosninganna urðu þessi:
Hafnarf jörður. Sjálfstæðisfl.
FRAMH. Á ANNARI SÍÐU.
Eftir að Rommel hershöfðingi
hafði hörfað undan í Líbýu næst
um út úr Cyrenaica og var kom-
inn alla leið til E1 Ageihla, sneri
hann síðastliðinn fimtudag við,
og hóf síðan sókn á hendur Bret
um. Á undanhaldinu var hann
um áramót kominn til Jedabíu
(Agedabia) og hörfaði enn það-
an til E1 Ageihla um 120 km.
sunnar. Á föstudaginn var hann
kominn aftur til Jedabia og um
helgina geisuðu miklar skrið-
drekaorustur á stóru svæði um
100 km. fyrir norðan Jedabia.
1 London var*á mánudaginn
viðurkent, að ekki væri að fullu
ljóst, hver fyrirætlan Rommels
væri. Var rætt um tvo mögu-
leika, annan þann, að Rommel
væri á stórfeldri könnunarferð
og ætlaði að reyna að eyðil-
leggja sem mest af liðsafla
Breta. Aðferð hans myndi þá
vera að sækja fram, greiða högg
og hörfa síðan. — Hinn mögu-
leikinn, sem menn voru farnir
að telja jafn sennilegan, var að
Rommel ætlaði sjer \eitthvað
meira, og að hann myndi reyna
að sækja fram til Barche og
fara þá fram hjá Benghasi, eþa
þá að halda til Benghasi, og
síðan þaðan austur á bóginn.
Skriðdrekaorustan, sem geis-
aði yfir helgina, var háð á svæð
inu milli Msus og Soluk og það-
an til strandar. Bretar höfðu
á mánudaginn ekki birt neinar
sundurliðaðar upplýsingar um
þessa orustu, en bentu á, að
henni hlyti senn að verða lok-
ið, þar sem báðir aðilar myndu
fara að þarfnast hvíldar til þess
að endurskipuleggja lið sitt og
safna nýjum vistum.
En Þjóðverjar og ítalir segj-
ast elta undanhald hins sigraða
óvinar fyrir norðan Jedabia og
sögðust á mánudaginn vera bún
ir að hertaka eða eyðileggja
237 skriðdreka og 116 fallbyss-
ur. —
„Norðlægur útvörður. Kalt víti"
New York blaðið „P. M” birti
nýlega smágrein um ísland und-
ii yfirskriftinni: “Norðlægur út-
vörður. Kalt víti“.
Greinarkornið er sagt bygt
á samtali við amerískan verka-
menn, sem voru að koma heim
frá íslandi, og gáfu þeir „svarta
mynd af hinni nýju flotastöð“,
eins og blaðið kemst að orði.
Þeir segja m. a.:
„Það er dapurlegur eyðistað-
ur. Það eru svo að segja stöð-
ugar rigningar, og stormurinn
næðir frá fjöllunum.
Afarlítil steik kostar 2 doll-
ara (13 krónur). Karlmannsföt
sem eru 25 dollara virði, kosta
60 dollara. Allar algengar fæðu
tegundir eru þurkaðar, mjólkin,
sykurinn og eggin, en súpur eru
niðursoðnar. Kvikmyndirnar
eru þriggja ára gamlar, en
dansleikir í Oddfellowhöllinni
gætu verið góðir, ef bara ekki
vantaði kvenfólkið!"
„Sorglegasta áfallið, sem
verkamennirnir urðu fyrir, var
að beiskur, heimabruggaður
bjór, kostaði 2 krónur flask
an, og harðasta áfallið var, að
flaskan af amerísku whiskyi
kostaði 30 dollara (195 krónur)
318 milj. króna heildar-
viðskifti við útlönd.
Útflutningurinn árið sem
leið nam að verðmæti kr. 188-
504.300, en innflutningurinn kr.
129.570.450. Verslunarjöfnuður
inn varð þannig hagstæður um
59 miljónir króna.
Árið 1940 nam útflutningur-
inn 132.908.000 krónum, inn-
flutningurinn 72.317.200 krón-
um og verslunarjöfnuðurinn
varð þá hagstæður um 60,5 milj.
krónur.
Verðmæti ísfisksins nam rúm-
lega helmingi (51—52%) af
heildarútflutnings verðmætinu
árið sem leið, en afurðir sjávar-
útyegsins almennt, ísfiskur, salt-
fiskur, freðfiskur, niðursoðinn
fiskur, harðfiskur, síldarafurð-
ir o. fl. tæpum 180 miljónum
króna. Af landbúnaðar afurðum
gætir raunverulega aðeins salt-
aðra gæra, fyrir 4.7 milj. króna
og ullar fyrir 2.8 milj. króna.
Heildarviðskifti okkar við út-
lönd námu árið sem leið 318
milj. kr„ en árið þar áður 250
milj. kr. Er athyglisvert að bera
þetta saman við viðskiftin fyrir
stríð, er heildarviðskiftin námu
— 120 miljónum króna.
Nýr kandidat.
Samkvæmt skeyti frá sendi-
ráði Islands í Kaupmannahöfn
hefir Magnús Sigurðsson frá
Veðramóti nýlega lokið kandi-
datsprófi í viðskiftahagfræði
með ágætiseinkunn, við háskól-
ann í Leipzig. Vinnur hann nú
að undirbúningi að doktorsrit-
gerð í fagi sínu, sem hann býst
við að muni taka eitt til eitt og
hálft ár.