Morgunblaðið - 01.02.1942, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1942, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Alþýðuflokkunnn altaf eins Þegar alþingiskosningarnar stóðu fyrir dyrum 1937, veifuðu Alþýðuflokksbroddarnir gengis fellingu sem ægilegri grýlu fram an í fólkið. Með gleiðgosalegum bægsla- gangi birti Miðstjórn Alþýðu- flokksins, fimm dögum fyrir kosningar, opinberlega fyrir- spurn til Miðstjórnar Sjálfstæð- isflokksins á þessa leið: ,, Vill Sjálfstæðisflokkurinn lofa því og skuldbinda sig til þess, eins og Alþýðuflokkurinn gerir, að vinna að því, að gengi íslensku krónunnar verði haldið obreyttu eins og það er nú, mið að við sterlingspund, og það að minsta kosti ekki lækkað í ná- inni framtíð?“ Og síðan hjelt gengis-bombu regnið áfram í Alþýðublaðinu fram til kosninganna. Alþbl. 16. júní 1937: — — „Breiðfylkingin ætlar sjer að fella krónuna! Sigur Beriðfylkingarinnar þýðir, að krónan verði skorin niður um þriðjung, kaup og laun lækka um þriðjung, þriðjungi af spari- fje landsins verður rænt og skuldir þjóðarinnar hækka um 30 miljónir króna“.------ Alþbl. 17. júní 1937: -----„Gengislækkun er eina úrræði Breiðfylkingarinnar. Sparifjáreigendur og verka- menn eiga að borga skuldir Kveldúlfs. Aukið fylgi Alþýðuflokksins er eina tryggingin gegn herferð íhaldsins á móti húsmæðrum og sparifjáreigendum“. Alþbl. 18. júní 1937: -----»Vill nokkur launþe.gi, nokkur láglaunamaður eða kona hans, sonur eða dóttir, hjálpa Breiðfylkingunni til að koma á gengislækkun með því að ljá henni atkvæði sitt á kjördegi?“ Alþbl. 19. júní, daginn fyrir kosningar: Kjósendahræðslan I gengismálinu Abyrgðarlsysi I dýrtfðarmálunum Og Alþýðuflokkurinn, sem hafði lýst yfir því daginn fyr- ir kosningarnar, aS hann myndi ekki styðja neina stjóm, sem hefði gengislækkun á stefnu- skrá,— þessi sami flokkur geng ur svo fyrri hluta árs 1939 til stjórnarmyndunar, einmitt upp á þær spýtur, að lækka gengið. Þingmenn Alþýðuflokksins gerast þá meðflutningsmenn að lagafrumvarpi um stórkostlega gengislækkun. Og Finnur Jónsson, framsögu maður af hálfu Alþýðuflokksins endar framsöguræðu sína fyrir gengislækkuninni á þessa leið: -----„Jeg tel lausn þá, sem lögð er til í frumvarpinu, eftir atvikum mjög viðunandi fyrir umbjóðedur Alþýðuflokksins, enda var hún sú eina, en þing- ræðislegt samkomulag náðist um. Jeg hefi þá vissu trú, að þeg- Mætti spyrja: Mundu það vera „sjerstakar ástæður“,’ að kosningar væru liðnar hjá og stjórnaraðstaða í vændum? ★ Sagan endurtekur sig. Rjett fyrir kosningar ærist Alþýðu- flokkurinn í dýrtíðarmálunum. Aðgerðir hinna flokkanna eru taldar „gerræðisfullar“, „ofbeld iskendar", „kúgunarráðstafan- ir“, „tilræði við launastjettirnar o. s. frv. Menn minnast fyrri tíma og spyrja: Mundi ekki geta farið svo, — „að þegar farið er að ræða dýv- tíðarmálin frá báðum hliðum í blöðunum, en ekki eingöngu, eins og gert hefir verið, aðeins með öfgum og blekkingum, muni menn sannfærast um, „að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í dýr tíðarmálunum nú, „eru það eina rjetta, sem hægt var að gera í ar farið er að ræða málið frá báðum hliðum í blöðunum, en ekki eingöngu, eins og gert hef- ir verið, aðeins með öfgum og blekkingum (sbr. Alþýðubl. fyr- ir þingkosningarnar. Innskot hjer). Muni menn sannfærast um, að þetta var það eina rjetta, sem hægt var að gera í málinu, og jeg vona, að reynslan eigi eftir að sanna þetta“. Svo mörg eru þau orð! Og hver skyldu svo vera tilsvör þessa alþýðuflokksleiðtoga, þeg ar hann er mintur á gengis- bomburegn Alþýðuflokksins fyr ir kosningarnar. Jú, þá svarar Finnur Jónsson ofur einfaldlega: „að það dugi ekki að halda sjer við sínar fyrri skoðanir“. „Þegar sjerstakar ástæður eru fyrir hendi, verða menn að endurskoða sínar skoðanir frá málinu“. Og menn spyrja enn: Hversu langt skyldi vera að bíða þess, að Alþýðuflokksleið- togunum finnist „þær sjerstöku aðstæður orðnar fyrir hendi“, er knýja þá til að endurskoða skoðanir sínar í dýrtíðarmálun- um. Hvenær skyldi þeim finnast tími kominn til í þessum mál- um, „að breyta skoðun sinni eft- ir því sem heill þjóðarinnar krefst?" Við ísafjarðardjúp hefir ver ið góður afli, en slæmar gæftir. KJÓSIÐ A-LISTANN í DAGSBRÚNAR- KOSNINGUNNI — — „Verjist gengisráni Breiðf ylkingar innar! Ihaldið ætlar að ræna 20 milj ónum króna af sparifje lands- manna með gengislækkun! — Dýrtíðin margfaldast, ef Breið- fylkingin sigrar. — Alþýðu- flokkurinn hefir Iýst yfir þvi, að hann muni ekki styðja neina stjórn, sem hefir gengislækkun á stefnuskrá sinni“.---- Svo gengu kosningamar um garð. fyrri tímum. Menn verða að breyta sinni skoðun eftir því, sem við á og heill þjóðarinnar krefst á hverjum tíma“!! RAMMALISTAR enskir, norskir og ítalskir, fallegar tegundir, nýkomn- ir. GUÐM. ÁSBJÖRNSSON, Laugaveg 1. — Sími 4700. Fyriraðeins kr.15.20 fást þrjár fyrirtaks skemtilestrarbækur: Kátir voru karlar, eftir Stein- beek, verð kr. 5.50. Hákarl í kjölfarinu, norska verðlaunasagan. - Verð kr. 3.95. Hollywood heillar, sagan úr höfuðborg kvikmyndanna. Verð kr. 5.75. Hollywood-bókin og Kátir voru karlar eru til í bandi og kosta þá tveim kr. meira. — Það er ekki að því að spyrja, Heimdallar-bækurnar eru skemtilegustu bækurnar. Fást hjá öllum bóksölum, sendar gegn póstkröfu um alt land. BÓKAÚTGÁFAN HEIMDALLUR, Reykjavík. pósthólf 41. SIGLINGAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Culliford & Clark Lid. Breskar „Spitfire“-orustufIugvjelar hafa þráfaldlega gert árásir á tundurskeytabáta Þjóðverja við strendur meginlandsins. Þannig hugsar breskur teiknari sjer slíka árás. Slúðarsögttr Islendíngs víð blaðamenn í New York Margir íslendingar, sem ferð ast hafa til útlanda, einkum til Ameríku, hafa ekki varað sig á að vera nógu gætnir í orð um, er blaðamenn hafa átt tal við þá. Hefir þetta stundum komið af stað leiðinlegum mis- sögnum, sem ýmist hafa stafað af óprúttni blaðamannsins, sem talað var við, lausmælgi íslend- ingsins eða hvorutveggja. Nýlega hefir þessi saga end- urtekið sig í New York. Eftir nafngreindum Islendingi, sem sagður er vera í verslunar.erind um vestra, er höfð saga, sem ekki getur orðið til annars en að setja á okkur skrælingjabrag og gera okkur hlægilega í aug- um útlendinga. Að minsta kosti tvö New York blöð, sem hingað hafa borist, birta þessa sömu sögu. í blaðinu „New York World T.elegram“ byrjar blaðamaður inn grein sína á þessum orðum: „Hinir hertari, slungnari og magasterkari meðal hermanna og innfæddra á íslandi lepja þessa dagana drykk, sem fær hárin til að rísa á höfði manna og veldur því, að — ekki stjörn ur — heldur norðurljós dansa fyrir augum manna. Þetta er haft eftir ferðamanni, sem ný- lega kom frá þessu norðlæga útvígi“. Síðan skýrir hinn íslenski heimildarmaður blaðamannsins frá því, að hjer á landi sjeu að vísu engin bannlög, en samt sjeu áfengir drykkir ekki á boðstól- um nema í mötuneytum liðsfor- ingja. til hann er orðinn hvítleitur. — Það er vissara að halda sjer fast í næstu girðingu á meðan maður drekkur þetta“. Fleira er í þessari grein af álíka vel hugsuðum upplýsing- um um land og þjóð. * Á farþegaskipum okkar eru innrammaðar á áberandi stöð- um í skipunum ýmsar upplýsing ar, sem farþegum eru hollar og nauðsynlegar. Væri úr vegi, að bætt yrði við aðvörunum til far þega, sem ferðast til útlanda, að gæta betur tungu sinnar, er þeir tala við blaðamenn. Það er nóg um missagnir og rangfærsl ur um ísland í erlendum blöð- um, þó að íslendingar sjálfir geri sjer ekki far um að breiða út óhróður um land og þjóð — viljandi eða óviljandi. — Þess má geta, að skipsmenn á íslensk um skipum, sem v.erið hafa í för um milli Ameríku og íslands, henti það sama í fyrstu ferðum sínum vestur. Nú kemur það ekki fyrir, vegna þess, að flest- ir eða allir íslensku skipsstjór- arnir hafa varað skipshafnir sín ar við, að gefa sig á tal við am- eríska blaðamenn eða svara spurningum þ.eirra. I Vestmannaeyjum hefir tíð verið slæm og sjaldan róið. Yfirleitt má því segja, að ver- tíðin hafi g.engið heldur treg- lega hingað til. „THE PINK LADY“ „Afleiðingin af þessu“, held- ur blaðamaðurinn áfram, „er sú, að hinir þyrstari hafa fund- ið upp nokkuð, sem kallað er „Pink Lady“, en sem á þó ekk ert skylt við gómsætan drykk með sama nafni í vínstofum okk ar og veitingastofum“. Um innihald drykksins læt- ur sögumaður hafa þetta eftir sjer: „Maður fær sjer ljósrauðan frostlög, sem notaður er á her ílutningabíla og lætur hann renna gegnum brauðstykki, þar KJÓSIÐ A-LISTANN í DAGSBRÚNAR- KOSNINGUNNI iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini f Hemingway = er nútímahöfundur, en ein | besta bók hans er nýkomin á íslensku: | „Off sólin rennur upp“. | Kynnist höfundinum. s Lesið bókina. BÓKAÚTGÁFAN HEIMDALLUR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.