Morgunblaðið - 11.02.1942, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.02.1942, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 11. febr. 1942. MORGUNBLAÐIÐ 3 Útgef.: H.f. Árvakur, Keykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgtSarm.). Aug-lýsingarr. Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánutSi innanlands, kr. 4,50 utanlands. í lausasöiu: 25 aura eintakiö, 30 aura meö Lesbók. Starfið hafið T J INNA er nú hafin á ný — eða að hefjast — í þeim iðn- greinum hjer í bænum, þar sem vinnustöðvanir urðu á áramótum. Það hefir verið nokkur óánægja ríkjandi hjá þeim iðnstjettum, sem fóru út í verkföll, vegna þess að ríkisvaldið greip inn í deilu þeirra, með bráðabirgðalögunum um gerðardóm í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Þessi óánægja er ákaflega skilj- anleg. Kaupdeilumál eiga að leys- ast friðsamlega og með frjálsu sámkomulagi aðilja, ef þess er nokkur kostur. Þær kaupdeilur, sem risu um síðustu áramót, höfðu að því leyti sjerstöðu, að þær gripu inn í eitt stærsta og þýðingarmesta við- fangsefnið, sem ríkisstjórnin var að glíma við — þ. e. baráttuna gegn dýrtíðinni. Það er af öllum viðurkent, að þessa baráttu verði þjóðfjelagið að heyja, hvað sem það kostar, því að ella fari hjer alt í rúst. En það hefir háð allar framkvæmdir af hálfu ríkisvalds- ins til þessa, að ríkisstjórnin hef- ir ekki getað komið sjer saman uín þær ráðstafanir, sem tiltæki- legar þóttu. Afleiðingin hefir orð- ið sú, að skapast hefir úlfúð og sundrung innan TÍkisstjórnarinnar í hvert sinn, er framkvæmdir hóf- ust í dýrtíðarmálunum. Þannig er þetta enn þann dag í dag, þar sem stjórnarsamvinnan hefir á ný ver- ið rofin í sambandi við þessi mál. Svona vinnubrögð eru vissulega ekki giftusamleg fyrir okkar þjóð- fjelag á þessum örlagaríku tímum. Það er skiljanlegt, að iðnstjettirn- ar uni því illa, að gripið sje inn í þeirra viðkvæmustu mál. En ef. þær finna það, að með þeim ráð- stöfunum, sem gerðar eru, sje ver- ið að tryggja þeirra hag og vel- ferð í nútíð og framtíð, þá munu þær áreiðanlega ekki skerast úr leik. Það eru foringjar stjórnmála- flokkanna, sem ábyrgðin hvílir mest á nú, sem endranær, þegar ákvarðanir þarf að taka í stór- málum. Aldrei hefir riðið meir á því en nú, að stjórnmálaforingj- arnir sjeu víðsýnir og rjettlátir; að þeir sjeu sannir leiðtogar þjóð- ar sinnar, en hugsi ekki fyrst og fremst um flokkinn. Þessir tímar eru vafalaust heppilegir til póli- tískrar spákaupmensku, fyrir þá, er enga ábyrgðartilfinningu hafa. En slíkir menn verða aldrei bjarg- vættir þjóðarinnar á neyðartím- um. Senn kemur Alþingi saman. Vonandi hafa menn þá róast svo í skapi, að þeir geti farið að íhuga málin rólega. Takist Alþingi að sameina á ný alla krafta um lausn velferðarmála þjóðarinnar, þá þarf engu að kvíða fyrir framtíð- ina. Grundvöllur vísitölunnar verður að vera rjettur T ón Blöndal hagfræðingur er ^ kominn út á hálan ís í skrif- um sínum um dýrtíðarmálin. Hann hefir við og við skrifað greinar í Alþýðublaðið um þessi mál, út frá sjónarmiði hagfræð- innar og hafa þá öll rök-in hnigið að því, að ríkisvaldinu bæri aö gera svipaðar ráðstafanir og nú hafa verið gerðar með gerðardóms lögumim. Þessi var skoðun hagfræðings- ins, Jóns Blöndals. En Jón Blöndal er meira en að- eins hagfræðingur. Hann er einn- ig ákveðinn flokksmaður Alþýðu- flokksins og skrifar mikið fyrir flokkinn. En þegar hann skrifar fyrir flokkinn, gleymir hann al- veg hagfræðinni og kemst þá í mestu mótsagnir við sín fyrri skrif. Stundum verður hann svo öfgafullur í þessum pólitísku skrifum sínum, að ógerningur er að botna í hvað maðurinn er að fara. Seinasta dæmi þessa eru um- mælin, sem Jón lætur Alþýðublað- ið hafa eftir sjer s.l. miðvikudag í sambandi við lækkun á verðlagi nokkurra nauðsynja. Þar er Jón stórhneykslaður yfir því, að verð- lækkunin skuli aðeins ná til þeirra vara, sem ganga inn í vísitöluna; ekkert sje hirt um aðrar vörur, og megi þær sýnilega hækka eftir vild. Verði haldið áfram á þess- ari braut verði kauplagsnefnd að athuga, hvort ekki sje ástæða til, að taka nýjar vörur inn í vísitöl- una, segir Jón Blöndal! Alþýðu- blaðið er svo hrifið af þessum vís- dómi Jóns, að það feitletrar yfir 3 dálhja, að nota eigi gerðardóm- inn til þess að falsa vísitöluna!! ★ Það þarf ekki að skýra það fyr- ir liagfræðingnum Jóni Blöndal, hvað vísitalan er. En ritstjóri Al- þýðublaðsins þarfnast sýnilega fróðleiks um þetta. Vísitalan er samnefnari yfir áætlaðan fram- færslukostnað í Reykjavík mán- aðarlega og er miðað við meðal- verðlag mánuðina jan.—mars 1939. Sjerstakri nefnd, með aðstoð Hagstofu íslands er falið að reikna út vísitöluna. Hún ákveð- ur hvaða vörur skuli teknar inn í vísitöluna og hvaða kostnaðar- liðir aðrir koma þar til greina. ,Sje grundvöllurinn undir vísitöl- unni rjettur, má treysta því, að hún gefi rjetta mynd af dýrtíð- inni á hverjum tíma. Jón Blöndal á sjálfur sæti í þeirri nefnd, sem ákveður vísitöl- una og hann mun hafa mestu ráð- ið um þann grundvöll, sem hún byggist á. Hann hefir alveg ný- lega í Alþýðublaðinu látið þau orð falla, að vísitalan myndi vera rjett. Ýmsir höfðu dregið í efa, að grundvöllur vísitölunnar væri rjettur og var það tilefni þess, að Jón Blöndal fór á stúfana í Al- þýðublaðinu. ★ Ef það er rjett hjá Jóni Blöndal að grundvöllur vísitölunnar sje rjettur, er það óumdeilanlegt mál, að mestu skiftir fyrir almenning, að haldið sje niðri verðlagi þeirra vara, sem fara inn í vísitöluna. Það eru þessar vörur, sem almenn- ingur þarfnast til lífsframfæris. Hitt skiftir minna máli, þótt aðr- ar vörur, sem eru miður nauðsyn- legar, hækki í verði fram yfir vísitöluna. Almenningur þarf ekki að kaupa þessar vörur sjer til lífs- framfæris. Sje það hinsvegar svo, að Jón Blöndal finni það nú, þegar lækk- að er verð ýmsra þeirra nauðsynja vara, sem koma inn í vísitöluna, að samskonar ráðstafanir þurfi einnig að ná til annara vara, sem ekki eru teknar inn í vísitöluna, verður þetta ekki skilið á annan veg en þann, að Jón játi að sá . grundvöllur, sem hann lagði und- ir vísitöluna, sje rangur. Þetta hljómar að vísu illa við ummæli hans nýlega í Alþýðublaðinu, en vel er, ef hann játar sína fyrri villu og leiðrjettir hana. Nefnd til að athuga tisksóluna I bænum Isambandi við samþykt fjár- hagsáætlunar bæjarins fyrir árið 1942 var samþykt að fisk- sölumálið hjér innan bæjar skyldi tekið upp til athugunar á þessu ári, og jafnframt skyldi bæjar- sjóður leggja fram til bygginga á væntanlegri fisksölumiðstöð f je það, sem bæjarsjóður hagnaðist af útgerð Þórs í fyrra. Nú hefir bæjarstjórn skipað 3 menn til þess að athuga þetta mál, þá Sigurð Sigurðsson skips- stjóra, Svein Benediktsson fram- kvæmdastjóra og Sigurð Ólafs- son gjaldkera. En auk þess eiga fisksalar bæj arins að tilnefna tvo menn í nefnd ina. Umsóknir um bygging tvsggja skautahalta Tvær umsóknir hafa komið til bæjarráðs um leyfi til að byggja skautahöll hjer í bænum. Er önnur umsóknin frá Sigurjóni Danivalssyni o. fl., en hin frá Ein ari Kristjánssyni, auglýsinga- stjóra o- fl. Bæjarráðið hefir sent umsóknir þessar til íþróttasambands ís- lands til umsagnar. Skýrði borg- arstjóri frá því á bæjarstjómar- fundi, að bæjarráði þætti ráðleg- ast, ef umsækjendur gætu sam- einast um að byggja eitt slíkt íþróttahús, en óvíst hvort sam- komulag næðist um það. Ef til kæmi er talað um, að slík bygging yrði reist nálægt Sundhöllinni. 80H aí útflutnings- vórunum til Englands Af hverjum 100 krónum, sem komu inn í landið fyrir út- flutningsvörur okkar árið sem leið, komu yfir 83 krónur frá Eng landi og rúmar 12 frá Bandaríkj- unum. Tæpar 5 komu frá Portú- gal, Svíþjóð, Spáni, Argentínu, Ir landi, Brazilíu, Kúba, Kanada og Færeyjum. Þetta eru þær þjóðir, sem kaupa af okkur útflutningsvörur okk- ar. Af 188 milj. króna heildarút- flutningi fluttum við til Bret- lands fyrir krónur 157 milj., en til Bandaríkjanna fyrir krónur 23 milj. Þriðja mikilvægasta við- skiftaþjóð okkar eru Portúgalar, þá koma Svíar, Spánverjar og Brasilíumenn, en hinar kaupa af okkur fyrir innan við miljón krón ur. Endnrbætur á sorphreinsun bæjarins Eitt af verkefnum þeim, sem Valgeiri Björnssyni bæjarverk- fræðingi, var falið að leysa af hendi í Ameríkuferð sinni, var að athuga umbætur á sorphreinsun hjer í bænum. Hefir það mál ver- ið til athugunar í nefnd síðan í sumar. í henni eru þeir Ásgeir Þorsteinsson verkfr., Ágúst Jós- efsson heilbrigðisfultlrúi og Val- geir Björnsson. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var samþykt að fela Valgeiri að kaupa vestra fjóra bíla, sem sjer- staklega eru ætlaðir fyrir sorp- flutninga, samkvæmt tillögu, sem hann sendi símleiðis um það mál. Afmælishátlð Iðnaðar- mannafielagsins ára afmælishátíð Iðnaðar- mannafjelagsins þ. 3. febr. að Hótel Borg var svo f jölmenn sem húsrúm leyfði. Fór samsæti þetta mjög vel fram Formaður fjelagsins, Stefán Sandholt, bakarameistari, stýrði veislunni. Var tveim ræðum út- varpað þaðan, ræðu dr. Guðm. Finnbogasonar, fyrir minni fje- lagsins, og ræðu Þorsteins Sigurðs sonar húsgagnasmiðameistlara, fyrir minni Iðnskólans. En auk þeirra fluttu þessir ræðu: Helgi H. Eiríksson, fyrir minni íslands, Guðm. H. Guðmundss., fyrir minni kvenna, Bjarni Benediktsson borg arstjóri, Emil Jónsson vitamála- stjóri, Eggert Kristjánsson stór- kaupmaður og Jón Halldórsson tr j esmíðameistari. Þrír fjelagsmenn voru útnefnd ir sem heiðursfjelagar í tilefni afmælisins, þeir Guðmundur Gam alíelsson bóksali, Jón Hermanns- son úrsmiður og Sigurður Hall- dórsson húsasmiðameistari, en hann hefir verið í f jelaginu síðan 1898, og mun vera elstur fjelags maður. Gjafir bárust fjelaginu á af- ' mælinu og f jöldi heillaóskaskeyta Stjórn þess gaf fjelaginu vand- ^aða silfurklukku, er Óskar Gísla- |son gulismiður hefir smíðað. — Skrautritað ávarp barst því frá Iðnrekendafjelaginu og Iðnaðar- mannafjelagi Hafnarfjarðar, og , f jöldi heillaskeyta frá iðnaðarfje- lögum utan af landi, frá iðnfull- trúum o. fl. Guðmundur Finn- bogason hefir tekið saman sögu íslensks iðnaðar, frá landnáms- tíð til vorra daga. Hafa margir unnið að því verki. Bókin er 50 arkir í tveim bindum og kemur I fyrra bindið út bráðlega. »««••••«••00 Moooeoeooaa Dagbók Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Hjónaefni. Nýlega hafa opinber- að trúlofun sína ungfrú Guðrún D. Frímannsdóttir, Leifsgötu 8 og Guðbjartur F. Bergmann sjómað- ur, Lindargötu 27. Kvennadeild Slysavarnafjelags- ins biður þær konur, sem hafa skráð sig til þátttöku í námskeið- unum í hjálp í viðlögum, að mæta í kvöld í Ingólfsstræti 4, kl. 8% og 9i/2. Hettusótt hefir verið hjer land- læg síðan í fyrravor, eftir því sem Magnús Pjetursson hjeraðslæknir skýrði blaðima frá í gær. Þá hefir og orðið vart tveggja vafasamra kíghóstatilfella. Til Strandarkirkju: Kona 15 kr. E. B. 20 kr. 20. des. 5 kr. Sjómað- ur 10 kr. S. W. 15 kr. Lalli 10 kr. G. J. G. 10 kr. Þ. M. og fleiri 60 kr. Þ. 5 kr. J. 70 kr. Guðlaug Gísladóttir 10 kr. Valur 5 kr. Þrjú gömul áheit 12 kr. Rósa 5 kr. N. N. 50 kr- í- S. 10 kr. Ella 50 kr. G. R, 10 kr. S. B. 25 kr. N. N. L. M. 5 kr. Z. 2 kr. Sigga 10 kr. Þ. Ó. (gamalt áheit) 2 kr. J. H. (2 gömul áheit) 30 kr. 10 (2X5) afh. af sr. Bj. J. 10 kr. S. B. (afh. af sr. Bj. J.) 125 kr. N. N. (afh. af sr. Bj. J.) 10 kr. N. N. 5 kr. S. G. 30 kr. Jónína Vigfúsdóttir 2 kr. K. 5 kr. S. II. 20 kr. N. C. S. 30 kr. Dúfan 20 kr. U. Ó. 5 kr. S. K. 10 kr. Þ. A. 10 kr. P. J. 25 kr. Gamalt áheit 10 kr. Guðríður Guðfinnsdóttir (afh. af sr. Bj. J.) 10 kr. S. M. 10 kr. X. Y. 10 kr. Sjómaður 10 kr. S. G. 10 kr. S. M. 5 kr. Jón Sveinsson 30 kr. Gamalt áheit 5 kr. Ónefndur (gam. áheit) 150 kr. E. B. 2 kr. 2 stýri- menn 20 kr. G. R. 10 kr. iGestur 50 kr. Þórarinn 10 kr. Kona 5 kr. Nonni 15 kr. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.