Morgunblaðið - 18.02.1942, Síða 5

Morgunblaðið - 18.02.1942, Síða 5
Miðvikudagur 18. febr. 1942. 5 jPflofgttttMgfóft Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. % Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánutSi innanlands, kr. 4,50 utanlands. í lausasölu: 25 aura eintakið, 30 aura með Lesbók. Sjóðurinn Iboðskapi sínum til þing- manna við setningu Alþing- js gat ríkisstjóri þess, að aðal- verkefni þingsins að þessu sinni ; j7rði, auk afgreiðslu fjárlaga og dýrtíðarmála, að gera ýmsar ráðstafanir til öryggis fyrir framtíðina. Drap ríkisstjóri í því sambandi á söfnun fjár í sjóð, er yrði til taks til þess að mæta atvinnuleysi og öðrum erfiðleikum eftir stríðið. Þetta, sem hjer er drepið á, er einn þáttur í dýrtíðarráðstöf- unum ríkisstjórnarinnar og sá þátturinn, sem mun hafa meiri þýðingu fyrir framtíðaafkomu fólksins í landinu en flesta grunar. Það er eins ljóst og nótt fylg- ír degi, að eftir stríðið koma yf- ir okkar þjóð miklir þrenginga- og erfiðleikatímar. Ef ríkissjóð- ur hefir þá ehgu úr að spila, umfram hinna daglegu þarfa og • e. t. v. ekki nægilegt fje til þess að standast hinn dýra rekstur, sem þá er orðinn, þá er of seint að leita til skattþegnanna um : aukið f járframlagr Þá verður ekki lengur um að ræða gróða hjá atvinnuvegunum. Töpin blasa við; þau stækka með hverju árinu og atvinnuvegirnir neyðast til að draga saman seglin. Atvinnuleysið hefir inn- reið sína, með öllum þeim hörm- ungum, sem því fylgja. Þess vegna er sjóðssöfnun nú sjálfsögð öryggisráðstöfun. Sá sjóður verður að vera stór og hann á að vera óviðkomandi • daglegum rekstri ríkissjóðs. Hann á að geymast og verður kornhlaða, þegaír erfdðleikaár- in koma. En hvar á að fá fjeð í þenna sjóð? Það er stríðsgróðinn, fyrst «g fremst, sem á að mynda þenna varasjóð. Stríðsgróðinn hef ir vissulega átt sinn þátt í að skapa verðbólgu í landinu og þar með vaxandi dýrtíð. Það er þessvegna einnig bein dýrtíðar- ráðstöfun, að stríðsgróðinn sje dreginn ,,úr umferð“, auk þess kem framtíð landsmanna verð- nr trygð með því að safna stríðs- gróðanum í sjóð, sem ríkið hef- ir til ráðstöfunar eftir stríðið. Vegna ástandsins, sem ríkir hjer á landi verða fjölmargar Iramkvæmdir ríkisins að bíða. Varasjóðurinn á að tryggia, að íje verði fyrir hendi síðar, til þeirra. Þegar þjóðin sjer, að ætlun stjórnar og þings er, að taka þannig alhliða á dýrtíðarmál- wium, mun andúðin gegn þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið hverfa með öllu. Og þá verða þéir ekki öfundsverðir, flokkarnir, sem skorist hafa úr "Icík. Fvfirlithingin bíður þeirra - og þeir værðskulda hana. MfKILSVERÐUR GRUNDV0LLUR UNDIR HAGFRÆÐI REYKJAVÍKUR Arbækur Reykjavikurbæjar 1940 eftir dr. Björn Björnsson Um áramótin kom út hag- fræðirit mikið eftir dr. Björn Björnsson hagfræðing, „Ár- bók Reykjavíkur 1940“. Eftir titlinum gæti maður álit- ið, að ritið hefði inni að halda fróðleik, sem aðallega snerti næst- liðið ár. En því fer fjarri. Þarna eru ýms atriði rakin í liagsögu bæjarins frá fyrstu byrjun, eða svo langt sem skýrslur eru fyrir hendi. í þessari árbók er svo mikili fróðleikur saman tekinn, að bókin er nauðsynleg handbók fyrir alla þá, sem láta sjer hag bæjarfje- iagsins nokkru skifta. Tíðindamaður blaðsins hefir komið að máli við dr. Björn, og rætt við hann um bók þessa og hvernig hún er til orðin. Tilgangurinn með bók þessari, sagði hann, er í fám orðum sá, að fá sem glegst yfirlit yfir þróun bæjarfjelagsins á sem flestum svið um, ekki einasta yfir fjárhag bæj- arins, heldur ýmsa starfrækslu í bænum, og hag almennings. Eru hjer gerðar skýrslur um ýmislegt, sem engar yfirlitsskýrslur hafa ATerið til um áður. Fyrst er fólksfjöldinn í bæn- um, hvernig hann hefir aukist. Þá koma ýms atriði er almenning varða, mentamál, lýðmál ýms, svo sem um atvinnuleysi, styrkþega, framfæri, slysa- og sjúkratrygg- ing. TJm atvinnuvegi, útgerð og afla, tölu og* stærð skipa og* hlut- deild útgerðarinnar hjeðan í út gerð landsins. Þá eru skýrslur um samgöngur. vöi’u flutninga um Reykjavíkur- höfn, tala bifreiða, o. s. fi*AT. Þá er verslun, tala verslana, og hlutdeild Rvíkur í verslun lands- ins, skýrslur frá pósti og síma, símaviðskifti, t. d. alt frá 1906, afgreiðsla póstsins, sjerstaklega á ábyrgðapósti. Þá er löggæslan rakin yfir nokk urt tímabil, tala lögregluþjóna, hve margir þeir hafa verið sbr. við fólksfjölda, ýmsar upplýsing- ar frá lögreglunni síðasta áratug- inn, tala umferðaslysa o. fl. Starf- semi slökkviliðs, frá því varðlið var sett, á stofn 1912, brunatrygg ingar frá upphafi (1874), tala kvaðninga, upptök elsvoða o. fl. Þá eru mentamál, barnafræðsl- an og allir skólar, sem starfað hafa, með aðaldráttum í sögu þeirra, hvenær þeir voru stofn- ■ aðir, hver hafi rekið þá o.s. frv. Nokkrar skýrslur eru þarna við- víkjandi skemtanalífi bæjarbúa, síðan skemtanaskattur var lög- leiddur, svo sem skýrslur yfir að- sóknina að kvikmynd ahúsunum og aðsókn a-ð leiksýningum. Þá er allmikill kafli í bókinni um fjármál bæjarins, er bvrja á eignum bæjarsjóðs og fyrirtækja lians. Byrjar það yfirlit árið 1921. Þar er sundurliðun á öllum sltuld um bæjarins, öll föst lán bæjarins rakin, og til hvers þau hafa verið notuð, svo og allar útistandandi skuldir eða lán til annara. Á sama hátt eru sundurliðaðar eignir og skuldir fyrirtækja bæjarins, frá því árið 1921, en þá byrjaði raf- veitan, en höfnin var þá tiltölu- lega ný. Stofnkostnaður hvers bæjarfvr- irtækis er tilgreindur, hvernig hann hefir aukist, fyrirtækin stækkað, livernig stofnkostnaður- inn hefir verið afskrifaður og hver rekstursárangur hefir verið á hverju ári. Sundurliðað yfirlit er yfir tekj- ur og gjöld bæjarins frá 1915, þar sem tekjurnar og gjöldin eru dregin saman í málefnaflokka sem sjeu sambærilegir frá byrjun, en færsla reikninganna hefir stór um breyst á þessu tímabili. Sams- konar sundurliðað yfirlit er um fyrirtæki bæjarins. / ★ Dr. Björn hefir unnið að þess- ari bók í nokkur undanfarin ár. Prentunin ein tók l1/) ár og* var bókin ekki nálægt því samin, þeg ar prentunin hófst. Torveldaði Nafnabreytingar á tyllidögum þjóð- afinnar eru ekki vinsælar. T. d. að kalla mánudaginn í föstuinngang , bolludag“. Hjer á árum áður var hánn stundum kalaður flengingardag- ur, og var það kannske skárra. En verra er þegar t. d. menn hjer í bæ eru að gleyma því að nefna sum- ardaginn fyrsta rjettu nafni, og kalla hann ,,barnadag“, vegna þess að barnavinaf jelagið Sumargjöf heldur sma árlegu barnahátíð þann dag. Barnavinafjelagið valdi rjettan dng til þessarar vinsælu starfsemi sinnar. En fjelagið ætti ekki að gefa tiiefni til þess að menn gleymdu hinu rjetta nafni dagsins. Sumardag- urinn fyrsti er þjóðlegasti hátiðisdag- ur Islendinga, og vinsæll með þvi r.afni. ★ Úthlutur. vegabr j ef anna gengur fiemur seint. Fólk hefir ekki fengið afdráttarlausa skýringu á því, hvers- vegna allir milli 12 og 60 ára eru skyldaðir til þess að bera á sjer vega- brjef. Blaðið hefir ekki getað ,aflað sjer fullkomlegra upplýsinga um þetta mál. Lögin um vegabrjefin eru gefin út vegna þess, að það þykir sýnt að nauðsyn bei’i til þess, að menn geti fært sönnur á, hver sem er, og hvenær sem er, hverjir þeir eru. Er þetta m. a. í sambandi við lögin um eftirlit með unglingum innan 16 ára aldúrs, þegar unglingar 12—16 ára hafa vegabrjef, þá geta eftirlitsmenn og lögregla gengið úr skugga um, hvort þeir, sem um er að ræða í hvert sinn, eru á þessu aldui-sskeiði eða ekki. En eí vegabréfin væru aðeins gefin út, vegna þessara laga, þá þyrftu ekki aðrir að hafa vegabrjef, en þeir, sem vafi getur leikið á um, hvort sjeu innanvið t. d. 16 ára eða ekki. þetta samning bókarinnar. En ali- ur frágangur á henni hefir tekist mæta vel og er bókin hin vand- aðasta. Dr. Björn hefir starfað hjá bænum síðan haustið 1933. Hefir hann unnið að margskonar hag- skýrslum fvrir bæinn, sem of langt væri upp að telja. Eitt af merkustu hagfræðiverkum hans eru skýrslur um brunatryggingar og slökkviliðið, en á miklu viti ihans um það mál, sem óprentað er, bvgði hann yfirlitsskýrslu sína um brunamálin, sem saman var á ensku og sendi til trygg- ingafjelaga um árið, þegar til- boða var leitað síðast í bruna- tryggingar. Þótti það rit mjög skilmerkilegt og mun hafa haft áhrif á að greiða fyrir hagkvæm- um tilboðum í tryggingarnar. Er Björn hafði í fám orðum rakið efni bókar sinnar, sagði hann m. a., að hann hefði mikinn hiig á, að gera yfirlit yfir það, p En þar sem hernaðarástand er, eins og- hjer á sjer stað, er það al- gengt, ef ekki ófrávíkjanleg regla, að ellir hafi vegabrjef til þess að þeir geti sannað, hverjir þeir eru, og þá um leið afsannað allan grun um, að þeir kynnu að vera aðrir, en þeir segjast vera. Mun þessi varúðarráð- stöfun einkum talin nauðsynleg, ef plundroði kæmist á,, vegna árása og hernaðaraðgerða og heimili kynnu að leysast upp skyndilega í einhverju of- boði. Vegabrjefin eru gefin út, og lögin um þau sett, vegna þess að þannig er litið á, að svo geti farið, á hvaða stund sem er, að þeir sjeu betur sett- ir, sem vegabrjefin hafa, heldur en hinir/ sem eru án þeirra. ★ Svörin við spurningunum í gær: 1. Hóladómkirkja er bygð úr rauð- um sandsteini úr fjallinu Hólabyrðu. 2. Þær íslenskar plöntur, sem að nokkru leyti lifa á dýrafæðu eru Sól- dögg, Lyfjagras og Blöðrujurt. 3. Grímsstaðaholt bygðist fyrir 100 árum, segir í Annál Reykjavíkur eft- iv dr. Jón Helgason. Árið 1842 bygði þar Grímur Egilsson nýbýli er nefnt var Grímsstaðir. 4. Synir Nóa: Sem, Kam og Jafet. 5. Venus er skærasta stjarnan. Spurningar: 1. Hvar og hvenær fórst Titanic? 2. Hvað heitir sirkill, sem hefir ó- endanlega langan radíus? 3. Hvort er stærra fílsegg eða grá- tittlingsegg. 4. Eftir hvaða barón er Barónsstíg- ur nefndur? 5. Hvaða merkismaður mannkyns- sögunnar var um skeiS kallaður Fjólu- pabbi ? hvernig tekjur marnia skiftust eft ir atvinnugreimim. Því ef hægt væri að vinna á þann hátt úr skattskýrslum, þá væri hægt aö sjá með vissu hver þróun væri í atvinnulífinu. Hann kvaðst nú vinna að því að rannsaka verðlagsbreytingar, m, a. hve óskaplegur munur það liefir verið hjer á undanförnunj áratugum á verðlagsbreytingum hjer innanlands og á heimsmark- aðinum. T. d. þegar verðlagið á iitflutningsvöru okkar og inn- flutningi var komið niður í sama verð og það var 1914, )>á var vísitala framfærslukostnaðar í landinu 230—250, horið saman við 100 árið 1914. Eu þar sem engia sundurliðun er til á tekjum manna eftir atvimmstjettum, er ekki hægt að gera sjer grein fyrir því, hvort neytenduruir eru nokk- uð betur settir en t. d. 1914, þó vísitala kaupgjalds sje um 400 borið saman við kaupgjaldið fyrir fyrri styrjöldina. Því tekjurnar fara ekki eftir hæð kaupgjalds- ins á krepputímum, heldur eftir möguleikunum á því að fá atvinnu Það er spurning. sem leysa þarf úr, hvernig stendur á þessari mis munaiidi þróun verðlagsins, hvers- A’egna verðlag hjer helst hátt, þeg ar verðlag á heimsmarkaðinnm lækkar. Um þetta efni talar dr. Björn í útvarpið bráðlega. Að lokum barst talað að hag- skýrslum alment, .og hvílík nauð- syn það er fyrir alla, sem afskifti hafa af almennum málum, að hafa sem glegsta hagskýrslu, til að byggja álit sitt á. og rannsóknir. Benti Björn í því sambandi á ummæli Jóns Sigurðssonar í inn- gangi að Landshagskýrslum frá 1858, þar sem hann segir-. ,,Sá bóndi mundi harla ófróður 'þykja nm sinn hag, og lítill bú- maður, sem ekki vissi tölu hjúa sinna eða heimilisfólks eða kynni tölu á liversu margt hann ætti gangandi fjár. En svo má og hver sá þykja harla ófróður um lands- ins liag, sem ekki þekkir nákvæm lega fólkstolu á landinu, eða skift ing liennar, eða tölu gangandi fjár eða sjerhverja grein í atvinnu landsmanna. í fám orðum að segja, sá sem ekki þekkir ásig- komulag landsins, eða sem vjer köllum hagfræði þess, í öllnm greinum sem glöggvast og ná- kvæmlegast, hann getur ekki með neinni greind talað nm landsins gagn og nanðsynjar; hann veit ekkert, nema af ágisltun, hvort landinu fer fram eða aftur; hann getur ekki dæmt um neinar uppá- stungur annara í hinum merki- legustu málnm, nje stungið sjálfnr upp á neinu, nema eftir ágiskun; hann getnr ekki dæmt nm neinar FBAMH. Á BJÖTTU BÍÐU. UR DAGLEGA LÍFÍNU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.