Morgunblaðið - 17.03.1942, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 17. mars 1942»
Samband bindindisfjelaga
í skólum 10 ára
T-v ann 16. mars árið 1932 var
*“ stigið markvert framfaraspor
á, sviði fjelagsmála hjer á landi.
f*að var þá, sem Samband bind-
indisfjel. í skólum var stofnað,
sðm við í daglegu tali nefnum
S. B. S. — Að þeirri stofnun stóðu
þá nýstofnuð þindindisf jelög Kenn.
araskólans, Gagnfræðaskólans í
Reykjavík, Samvinnuskólans,
Gagnfræðaskóla Reykvíkinga og
Mentaskólans í Reykjavíkj sem
var elst þeirra fjelaga. Þejr Helgi
beitinn Scheving, Guðmundur
Amlaugssoij, Jóhann Salberg og
Klemens l'ryggvason mynduðu
fyrstu stjórn bindindisfjelags
Mentaskólans og áttu þeir ásamt
Pálma Hannessyni rektor drjúg-
an þátt í stofnun hinna fjelaganna
og voru' hvatamenn þess, að sam-
bandið var stofnað. Þeir munu því
téljast forgöngumenn þessara víð-
tæku bindindissamtaka, sem voru
stofrmð í þeim tilgangi, eins og
alíír vita, að vinna gegn vínnautn
meðal skplaæskunnar og koma
héhni betur í skilning um þann
viðurken,da sánnleika, að notkuli
áfengra drykkja væri skaðleg fyr-
ir sál og líkama.
Þess var full þörf þá, að tekin
væri upp barátta í þessu skyni,
og engu minni nú, að henni sje
haldið áfram.
— Hefir þá S. B. S. legið á liði
sínu og ekkert eflst?
— Fjarri fer því.
Eins og menn e. t. v. muna voru
bannlögin svokölluðu afnumin 1.
febr. 1935. Þó að bindindismÖnn-
um hafi fundist þeir bíða ósigur
þarna, var það hvergi nærri tíl
þess að minka starfsemi þeirra, og
strax um kvöldið þann sama dag
fengu bindindismenn ræðutíma í
útvarpinu. Þessir atburðir urðu
til þess, að sambandsþingið sam-
þykti um haustið að gera 1. febr.
að sínum sjerstaka baráttudegi
fyrir öll bindindisfjelög innan
vjebánda pess. Hefir dagur þessi
og það starf, sem á honum er
unnið, vakið þjóðarathygli og
vafalaust gert mikið gagn.
Eftir fimm ára starf voru fjelög
sambandsins orðin 16 og nú eru
25 fjelög í sambandinu. Er því
hjer um öran vöxt að ræða.
Um starfsemi S. B. S. er það að
segja m. a., að það hefir komið á
fræðslukviildum fyrir skólana hjer
í Rvík og látið íþróttamál einnig
til sín taka. Nægir í því sambandi
að minna ’á Iiandknattleiksmótin,
sem íárlega fara fram milli skól-
anna hjer í Reykjayík, sem eru
haldin að tilhlutun S. B. S. og
skólafólk veitir óskifta athvgli.
— Jeg hefí eigi ósjaldan heyrt
bindindismanninum borið það á
Appelsínur
Sítrónur
I vgir
Laugaveg 1.
EjBInisveg 2
1 lj
(SS££23E:tlI5—=~3 Ei~3E S===J
brýn, að hann teldi sig hafa öðl-
ast alt og eitt með því að neyta
ekki víns, og ljeti sjer allar aðraf
dygðir, sem manninum ber að
keppa að, í ljettu rúmi liggja,
fyrir utan það, hvað hann væri nú
alt of ofstækisfullur. Satt að segja
áleit jeg að nokkur hæfa væri í
þessu, en það, sem m. a. kom mjer
á aðra skoðun, var það, er nú
skal greina.
Þing sambandsins 1940 endaði
með kaffisamsæti uppi í Skíða-
skála og komu þar saman um 100
manns og skemti fólk sjer þar um
kvöldið fram yfir miðnætti. Jeg
var einn þar á meðal. Það var
náttúrlega ekki um það að ræða,
að þarna væri vín um hönd haft.
En fyrir forvitnis sakir fór jeg
að skima um salinn til þess að
veita því athygli, hve margir
reyktu, því að öllum var frjálst
að reykja á þessum stað. Það stóð
hvergi bannað. — Hvað haldið
þið að jeg hafi talið marga þarna
reykjandif Jeg sá engan einasta
mann, hvorki karl nje konu,
reykja þetta kvöld. Og hygg jeg,
að það sje algjört einsdæmi hjer
á landi í seinni tíð. Þetta varð
mjer til óblandinnar ánægju. Ekki
beinlínis vegna þess, að enginn
skyldi reykja, heldur hins, að með
þessu kom í ljós skilningur unga
fólksins á því, að ein dygðin á að
bjóða annari heim, en ekki að
visa henni á bug, að bindindið er
ekki nema ein af þeim höfuð
dygðum, sem hverjum manni ber
að keppa að.
Þó að S. B. S-diáfi stárfað vél
og eflst í starfinu, þá eru eqp
næg verkefni fyrir höndum. Á-
fengir drykkir eru hjer enn á boð-
stólum og löngun er enn mikil í
þá. Og eitt er það, sem æskunni'
stafar hváð mest hætta af, en það
er af sterka ölinu, og þarf S. B.
S. að beita kröftum sínum mjög
að því, að það öl verði aldrei á
boðstólum haft fvrir íslenskan
æskulýð.
Jeg vil að lokum óska S. B. S.
til hamingju með afmælið og starf-
ið og vona það, að stjórn S. B. S.
ásamt fjelögum sínum haldi starf-
inu þrotlaust áfram og bendi
æskulýð þessa lands burtu frá
víninu, út til náttúrunnar — og
upp til Guðs.
Hver sá, er viðurkennir, að í því
líku starfi vrði framtíð þessa
lands best borgið, má ekki sitja
hjá, heldur taka þátt í starfinu,
og þá getur hann þrátt fyrir alt
lifað í þeirri sömu von, sem afi
minn. Sigurður Eiríksson reglu-
boði, er hann sagði fyrir 33 árum:
,,Jeg lifi í anda þá gullöld, er
koma mun yfir þjóð vora, slíka
öld. sem íslenska þjóðin hefir
hefir aldrei lifað áður, er öll á-
fengi er útrýmt úr landinu. Ef
hana skortir þá ekki lifandi trú,
þá mun framtíð hennar fögur
verða; allur hennar hagur blómg-
ast andlegur og Jíkamlegur".
Pjetur Sigurgeirsson stud. theol.
Hjðnaefni. Nýlega hafa opinber-
að trúlofun sína Sigríður Guð-
mundsdóttii- frá Þingevri og Bald
ur Pjeturs ;on, Kárastíg.
Kosningaúrslltin
FRAMH. AT ÞRIÐJU 8ÍÐU
SAMANBURÐUR
Það er ekki liægt að gera
rjettan samanburð á þessum
kosningum og bæjarstjórnar-
kosningunum 1938, vegna þess,
að þá gengu Alþýðuflokkurinn
og kommúnistar sameinaðir til
kosninganna. — Hinsvegar var
fylgi flokkanna við bæjarstjórn-
arkosningarnar næstu á undan,
þ. e. 1934, sem hjer segir:
jBjálfstæðisfl.okkur 7043 atkv.
Alþýðuflokkur .... 4675 atkv.
Kommúnistar........ 1177 atkv.
Framsókn...........1015 atkv.
Þjóðernissinnar . . 399 atkv.
Við þessar kosningar var
fylgi flokkanna hlutfallslega er
hjer segir: Sjálfstæðisfl. 49,3%,
Alþýðuflokkur 32,7%, komm-
únistar 8,0% og Framsókn
7,1%.
En nú er fylgi sömu flokka
þetta: Sjálfstæðisfl. 47,8%, Al-
þýðuflokkur 21,6%, kommún-
istar 23,4% og Framsókn
5,6%.
Með öðrum orðum: Sjálf-
stæðisflokkurinn hefir hlutfalls-
’ega svipað fylgi nú og 1934,
Alþýðufl. stórum minna, en
fylgi kommúnista hefir vaxið
mjög mikið.
Við alþingiskosningarnar ’37
var fylgi flokkanna sem hjer
segir:
Sjálfstæðisflokkur 10138 atkv.
Alþýðuflokkur ... . 4135 atkv.
Kommúnistar . . . . 2742 atkv.
Framsókn............ 1047 atkv.
Þegar kosningarnar nú eru
bornar saman við alþingiskosn-
ingarnar 1937, kemur í Ijós, að
S j á I f st æ ð isf 1 o k k u ri n n fær nú
talsvert færri atkvæði. En þess
er að gæta, að ’37 var kosninga-
baráttan óvenju hagstæð fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, en ákaf-
Iega erfið og óhagstæð nú, af
ástæðum sem kunnar eru.
Atkvæðamagn Alþýðuflokks-
ins er svipað nú og 1937, enda
þótt kjósendur sjeu nú fleiri en
þá. Hefir því flokkurinn tapað
fylgi, þrátþ fyrir allar kosninga
„bombumar“ og hina ábyrgð-
arlausu framkomu flokksins
fyrir kosningarnar, sem miðaði
að því einu, að reyna að afla
flokknum kjörfylgis. Um Fram-
sóknarflokkinn er það að segja,
að fylgi hans er búið að vera
hjer í bænum. Hann má heita
alveg þurkaður út í höfuðstaðn-
um og er það síst að undra, eft-
ir framkomu flokksins í garð
Reykjavíkur, fyr og síðar.
En hinu verður ekki neitað,
að fylgi kommúnista hefir vax-
ið ískyggilega mikið hjer í
Reykjavík síðustu árin. Og það
er vissulega alvarlegt íhugun-
arefni, að flokkur, gersneyddur
allri ábyrgðartilfinningu, og
sem vitað er um, að er boðinn
og búinn að svíka land sitt og
þjóð undir erlend yfirráð — að
einmitt hann skuli fagna sigri
í kosningum á mestu hættutím-
um, sem vfir þjóðina hafa
komið.
Islendingur skotinn
til bana
Næturvörður cr ]ressa viku í
Lvfiabúðirmi Iðuruii.
FRAMH. AF ÞRIÐJU 8ÍÐU
Varðmenn drifu þar að honum.
Vissi hann ekki betur en Gunnar
væri örendur. Var farið með;
Magnús inn í hermannaskála og
hann yfirheyrður þar með túlk.
Stóð sú yfirheyrsla fram til kl.
að ganga þrjú um nóttina.
Amerískur Rauðakrossbíll kom
mjög fljótt til staðar. Var iGunnar
fluttur í honum í Lauganesspítala.
Hann var með lífi er þangað
kom. Læknar tóku þar við að gera
að sári hans.
Kl. að ganga eitt um nóttina
var hringt frá herbúðunum, þar
sem Magnús var, til frú Þóru
Borg, og; henni tilkynt að maður
hennar væri í Lauganesspítala
hættulega sár af skotsári. Frúin
brá skjótt við og fór þangað. Var
henni vísað inn í sjúkrastófu þar
sem læknar voru að gera að sári
Gunnars. Gáfú þeir heniii litla von
um að hann myndi lifa, end.i
sýndist svo að hann myndi eiga
skamt eftir ólifað.
Hún vjek iir herberginu, en beið
á spítalanum. Kl. 3 um nóttina
var henni tilkynt, að maður henn-
ar væri skilinn við.
ALVÖRUMÁL.
Það er ekki ofsögum sagt, að
óhug hafi slegið á bæjarmenn út.
af þessum hroðalega atburðí, er
friðsamur borgari er skotinn til
bana á förnum vegi, án þess að
menn geti gert sjer minstu grein
fyrir, að hann hafi óhlýðnast
nokkri fyrirskipun hins vopnaða
liðs.
Jafnvel mun hjer, að því er blað
ið hefir heyrt, því ekki veríð t'il að
dreifa. að Gunnar heitinn hafi
sakir vöntunar á enskukunnáttu,
ekki skilið varðmennina, er þarna
voru á verði. Gunnar heitinn var
starfsmaður hjá h. f. Kol & Salt
og hafði haft mikil skifti við
enskumælandi menn í starfi sínu
undanfarin ár.
Þá er ekki heldur hægt að
skilja, að þeir fjelagar hafi þarna
farið eftir forboðinni leið, því
Magnús hefir oft farið eftir þess-
ari vegarslóð, er hann hefir ekið
að Laufskálum.
Enn er þess að gæta, að varð-
menn geta ekki verið þarna í
öðrum erindum en að hafa gætur
á umferð. Hafi varðmaður talið
að hann þyrfti að hefta för bíls-
ins, þá er það fyrir íslenskum
augum næsta óskiljanleg aðferð,
að skjóta farþega bílsins í hnakk-
ann.
Og enu er (>að eftirtektarvert,
að varðmaður sá, sem þeir hittu
síðar og hafði tal af Gunnari
heitnum, víkur frá bílnum, um leið
og Gunnar segir, að loknu samtali
þeirra, að alt sje í lagi, og gefur
þannig Magnúsi til kynna, að þeir
hafi leyfi til að aka af st.að.
Að sjálfsögðu verða íslensk yf-
irvöld að heimta.nákvæma rann-
sókn á þessu máli, þó ekki væri
nema til Jiess, að menn sem fara
hjer um bæ eða nágrenni, viti,
hverju þeir geti átt von frá því
,,úrvalsliði“ sem hingað hefir ver-
ið sent, landi og ]).jóð til verndar.
BYSSA UM CXL.
En hvdík ringulreið og vitleysa
ríkir í þessum umferðarmálum.
sjest m. a. á því, er maður einn
skýrði blaðinu frá í gair.
1 Fyrir nokkrum dögum var hann
á ferð í bíl á þessum sömu slóðum.
Hann ók framhjá varðmönnum.
Þeir stöðvuðu hann með nokkrum
þjósti, og spurðu hvers vegna
hann hefði ekki stöðvað bíl sinn,
er honum hafði verið gefið merki
um það. Hann sagðist ekki hafa
orðið var við neitt stöðvunar-
merki.
Þá segja varðmenn honum að
þeir hafi sett býssu um öxl, og
það þýddi að bíllinn hefði átt að
stöðvast.
Vegfarandi, heímildarmaður-
blaðsins, sagði, að honum væri al-
gerlega ókunnugt um það, hann
hefði aldrei heyrt um neinar s!ík
ar umferðareglur get.ið. Og svo
mun um fleiri.
Manni skilst, að arneríska hér-
stjórnin eða lögreglan verði að
' gera gangskör að því. að almenn-
I ingur fái vitneskju/ um hvaða
reglur þeir hafa sett hjer við-
víkjandi umferð, og hvað liggui-
við, sje þeim reglum ekki hlýtt.
Skfðamót á Akureyri
Frá frjettaritara vorum á
Akureyri.
Skíðamót Akureyrar hófst s.l.
sunnudag og var kept í
svigi karla. Mótið hófst kl. 2 í
Vaðlaheiðarbrún vestanVerðri.
Brautin var 220 m löng, fall 60
m, hlið 18 m.
Veður var heiðskírt og hæg-
ur sunnan vindur, frost 1 stig.
iFærið var troðinn nýsjór. — Á
' leikskrá voru 21 keppandi, einn
imætti ekki til leiks og einn var
dæmdur úr leik.
Einn A-flokks maður tók
þátt í kepninni, Björgvin Júní-
usson úr K. A. Náði hann best-
um tíma, 56,1 sek.
Urslit í B-flokki urðu þessi:
Fyrstur varð Magnús Brynjólfs-
Ison K. A., 57,3 sek., annar
| Hörður Björnsson M. A. 59,2
: sek. og þriðji Karl Hjaltason
(Þór) 60 sek.
í C-flokki: 1. Jón Jónsson
(Þór) 61,2 sek. 2. E. Þ. Guðjón-
sen (M. A.) 61,6 sek.
K. A. sigraði í sveitakepni og
vann Svigbikar Akureyrar. —
Handhafi var sveit M. A. í sveit
K. A. voru Björgvin Júníusson,
Magnús Brynjólfsson, Eysteinn
■ Árnason og Sigurður Þórðar-
1 son.
| Um 200 áhorfendur sóttu
mótið og má það heita góð að-
i sókn, þar sem vegalengd er all-
| löng frá Akureyri til staðarins,
Iþar sem mótið fór fram.
Reyktur fiskur
í heildsölu og;
smásölu.
U t
• Reíítfi us»°<
Ts
Lcmelís der
cfír>