Morgunblaðið - 26.03.1942, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.03.1942, Blaðsíða 7
Mmtudagur 26. raars 1942. M ORGUNBLAÐIÐ T Hiutur bænda PRAMH. AF FIMTU SÍÐU búnaðarframleiðslu fást, hafa ekki borið líkt því úr bítum, sem verka menn við sjó, hafa menn flúið sveitirnar í von um hærra kaup og betri lífskjör við sjóinn. Allir ábyrgir stjórnmálaflokkar verða að gera sjer ljóst, að það er lífsnauðsyn fyrir íslensku þjóð ma að fólksstraumurinn úr sveit- nnum verði stöðvaður. Eina ör- ugga ráðið til þess er það að skapa sveitafólkinu skilyrði til lífsins líkt og öðrum þegnum þjóðfjelagsins. Bændur verða að fá sannvirði fyrir vörur sínar, svo að þeir geti veitt sjer og öðrum þau lífsþægindi, sem hverjir tím- ar krefjast, og á borð við það, sem fólkið í þjettbýlinu nýtur. Það er því ekkert lýðskrum þótt við, sem þekkjum allar aðstæður bæridanna, segjum að afurðaverð- íð sje :* enn of lágt til þess að bændur beri það sama úr bítum og aðrir. hefi teljið hjer dærni af meðal búi. Jeg hygg að útkoman verði litlu betri hjá stórbúunum, sem .nú. eru orðin fá. Búi fullorðin hjón með upp komnum biirnum síuum, mun bú- íð ekki þola að greiða þeim fult kaup, onda verður afleiðingin sú. að atvinnu verður leitað utau heimilisins og bfiið dregið saman., Öllúm hugsandi mönnum hlýtur að vera það ljóst, að nauðsynlegt er að hefjast handa til viðreisnar ■og eflingar landbúnaðarins. I svejtpm landsins er nóg rúm fyrir það fólk, sem mun ganga atvinnu- 'laust • þegar setuliðið liættir að veita hjer vinnu. Þar eru verk- efnin fvrir áhugasama æskumenn og konur. Verkefni næstu ára verður að fjölga býlunum, rækta, landið, lýsa upp sveitirnar og gera lífs- skilyrðin þannig, að fólkið þurfi «kki að flýja átthagana jafnótt og það kemst til þroska. Þeir bændasynir, sem nú vinna á mölinni, setuli.ðsvinnu eða ann- að ólífrænt starf og þær bænda- dætui’, sem nú eru fluttar til kaup staðanna og eru þar vinnukonur, verða að eiga þess kost að hverfa ■aftur til átthaganna og vinna þar þjóðnýtt æfistarf. Það er líka víst, að þegar sveitafólkinu hafa verið búin sömu lífskjör sem öðrum þegnum þjóðfjelagsins, þá hættir það að streyma. til sjávarins, en. snýr sjer með alhug að jörðlnni og ræktun hennar. I. J. Þýsk kafbátabirgða- skip I Atlantshafi ones aðmíráll, yfirmaður strandvarnanna við Atlants- hafsströnd Kanada, sagði við blaðamenn í gær í Ottawa, að hann gerði ekki ráð fyrir að Þjóðverjar hefðu birgðaskip fyrir kafbáta í Norður-Atlants- hafi enn sem komið er, en hugs- anlegt væri að þeir hefðu slíkt «kip í Suður-Atlantshafi. -— Á hinn bóginn gæti farið svo, að þeir sendu birgðaskip út á N,- Atlantshafið síðar á árinu, þegar veður færi að batna. Minning Einars Eyjólfssonar Tþ inar Eyjólfsson, fyrrum ■*—* bóndi að Grímslæk í Ölfusi andaðist á heimili dóttur sinnar, Karlagötu 2, 17. þ. m., nær 82 ára að aldri. Einar var fæddur á Vogsósum í Selvogi .23. ágúst 1860, en flutt- ist með foreldrum sínum á fýrsta ári að Gi'ímslæk og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann kvæntist 29. okt. 1885 Guðrúnu .Tónsdóttur, Helgasonar frá Hjalla, og hófu þau búskap sinri áð Þorgrímsstöðum í ÖlfUsi. við mjög lítil efni. Þar hjuggu þau í þrjú ár, en fluttust þá að Grímslæk, og þar bjuggú þau yf- ir fjörutíu ár. Þau hjón eignuð- ust 12 mjög mannvænleg hörúj og ern 8 þeirra á lífi: Kristrún, gíft Hannesi Ólafssyni, fyrrum kaup- ínanni. Marteinn kaupm., Ólafur fyrrum kaupm., Kristinn kaupm., Konráð bóndi á Grímslæk, Ásta, gift Þórði Símonarsvui bónda á Bjarnastöðum, Lára, gift K. A. IJansen símritara, og Sigurbjörg ógift. Þau hjón áttu 33 barnahörn og 3 harnaharnahörn, og eru þau öll á lífi. Það er ekki ofmikið sagt, að Einar var sannarlega hændahöfð- ingi hinn mesti, dugnaðarmaður og einstakt prúðmenni, og heim- ilisfaðir hinn besti, enda maður mjög vinsæll, og heimili lians orð- lagt fyrir gestrisni. Einar var af miklu dugnaðarfólki kominn, hann var húhöldur góður og efn- aðist vel, enda var kona hans bú- kona mikil Pg ráðdeildarsöm mjög. Lifir hún mann sinn og er nú 78 ára gömul. Síðustu fjögur ár æfinnar bjó Einar hjá dóttur sinni, Kristrúnu hjer í bæ, en hugurinn var altaf á Grímslæk, þar sem hann var alls 74 ár æfinnar. Einar var einn hinna kyrlátu manna, sem með dugnaði, hagsýui og samviskusemi leýsti af hönd- um sitt Íífsstarf, en gaf sig lítt að opinherum málum. Slíkra manná er að vísu oftast lítið get- ið, en líf þeirra og starf er ékki síður nytsamt. og heillaríkt, þó unnið sje í kyrþey. Vinur. Kvenlögregluþjónn. LÖgreglu- stjóri hefir lagt til við bæjarráð, að Sigríður Erlendsdóttir, Tjarn- argötu 16. terði skipuó lögreglu- þjónn í Reykjavík frá 1. febr. þ, á. að t.elja, Bæjarráð samþykti á síðasta fuildi sínum að leggja til að þetta verði gert. Frá Háskólanum. Hallgrímur Helgason t.ónskáld flvtur fyrirlest- ur um íslensk þjóðlög í kvöld, 26. þ. m. kl. 8.30 í I. lcenslustofu Ilá- skólans. Öllum heimill aðgangur. Slysið við Hálogaland PSAMH. AP ÞRIÐJU BÍÐU. jeg ekki um að það væri óhætt, enda vjek hermaðurimi sjer frá bifreiðinni. Er jeg hafði ekið ca. þrjár bíllengdir frá þeim stað, sem við vórum stöðvaðir á af síð- ari hermanninum, reið af skot það, er varð Gunnari að þana. Emifremur skal eftirfarandi tekið fram: v •?*' 1) Jeg sýndi fyrri hermanninum vegabrjef mitt, eftir heiðni' hans. 2) Herniaður sá (hinn fyrri), sem jeg svaraði, gaf okkur leyfi til að haMa áfram. 3) Hafi verið kallað á eftir okk- ur af varðmanni í umrætt skifti, þá hefir verið kallað svo lágt, að hvorugur okkar heyrði. Að lokum, ef „allar mögulegar og skynsamlegrar varúðar hefir Amrið gætt, að því er tekur tii skipana og fyrirskipana varð- manna og eftirlits", sem jeg vil ekki drága í efa, þá virðist mjer alveg bersýnilegt, að vikið hafi vepið frá þeim fyrirskipunum. Magnús Einarsson. Tllkynning frá VerslanarráHi Islands Aðalfundur Verslunarráðs Islands verður haidiim f dag, fimtudaginn 26. þ. mán., og hefst kl. 14 í Kaup- þingssalnum í Reykjavík. Verslunarráð íslands. Landsþing Slysavarnafjelags íslands verður sett kl. 4y2 í Kaupþingssalnum í Eimskipafjelags* húsinu, föstudaginn 27. mars. Stjórn S. V. F. I. BEST AÐ AUGLYSA I MORGUNBLAÐINU. Vegna jarðarfarar fmB- vecða skrifstofur lög manns lokallar frá há« degi á fösfudag 27. þ. ko 25, mars 1942. ' Helgafell 59423267. VI. R2. I. O. O. F. 5 = I2332ö81/2 = 9.0. Næturlæknir er í nótt Kjartan Guðmundsson, Sólvallagötu 3. — Sími 5051. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki. Biskup og stjórn Prestafjelags íslands biðja prestvígða menn, sem verða við jarðarför dr. Jóns Helgasonar biskups, að safnast saman hempuklædda í fordyri Alþipgishússins á morgun kl, 1.45. 75 ára varð 24. þ. m. frú Jó- hanna Halldórsdóttir, Bergstaða- stræti 41. Hjónahand. í dag verða... gefin sáman i hjóuaband í Hálsing- borg í Svíþjóð ungfrú Margrjet Sigurðardóttir (Sigurðssonar frá Vigvir, sýslumanns) og málaflutn- ingsmaður Olle Hermansson. —■ Iíeimilisfang þeirra er; Carl X. Gustavsgade 6, Hálsingborg. tTtvarpið í dagr: 12.15 Hádegisútvarp. 13.00 IJtvarp frá Alþingi: Um- ravða um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1943. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Erindi þændayikunnar: Baráttan við xnyrkur og kulda (Haukur Jörundsson húfræði- kennari). 20.00 Frjettir. , 20.30 Kvölflvaka: a) Valtýr Stef- ánsson: Úr gömlum hlöðum. b) 20.50 Kvæði og stökur, sendar útvarpinu (Jón xir Vör o. fl. lesa). c) 21.05 Þórir Baldvinsson: Húsabyggingar á stríðstímum. d) 21.25 Lúðrasveit Reykjavík- ur leikur (stjórnaudi Karl O. Runólfssón) : a) Blankenburg: Mars. b) Haydn: Andante úi’ C-dúr-symfóníunni. e) Mozart: Menuett í Es-dxir. d) Karl O. Runólfsson: Þrjú ísl. þjóðlög. e) Zimmermann: Amerískur mars. f) Teike: Mars. 21.55 Fi’jettir. Lögmaðurinn í Reykjavík Móðir mín ÞORBJÖRG ÁSTA JÓNSDÓTTIR andaðist 25. þ. xnán. Fyrir hönd mína og annara vandamanna Ásta Ólafsdóttir. Litli drengurinn okkar, SIGURÐUR, andaðist 24. þ. mán. að heimili okkar, Urðarstíg 13. Elín Guðjónsdóttir. Þorvaldur Snorrason. Hjer með tilkynnist að hjartkær sonur okkar, MAGNÚS INGIBERGUR JÓNSSON, andaðist á Vífilsstöðum 24. þ. mán. Lilja Helgadóttir. Jón Kjartansson, Rauðarárstíg 13C. Maðurinn minn GUNNAR EINARSSON vjelfræðingur verður jarðsunginn frá fríkirkjunni laugardaginn 28. mars og hefst athöfnin með húskveðju að Laufásveg 5 kl. iy2 e. h. Þóra Borg Einarsson. Innilegt þakklæti fyrir auðsýndá samúð við andlát og jarðarför systur minnar, SIGRÍÐAR G. SIGURÐARDÓTTUR. Kristín Sigurðardóttir. Þökkum hjartanlega auðsýnda saxnúð við fráfall og jarð- arför dóttur minnar og systur okkar, YALGERÐAR ÓLAFSDÓTTUR. Valgerður H. Briem og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.