Morgunblaðið - 09.04.1942, Síða 6
IIORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 9. aprfl 1942.
V orkápur
leknaf upp fi gær
1 löftdol
Vefnaðarvoruverslun
Auslarftrœti
: Vantar verkamenn
m
múrara og einn matsvein áð Kaldaðamesi.
m
#
*
Jón Gaati
Sími 1792.
Þingmál
FRAMH. AF FIMTD 8ÍÐ0
ast að viðunanlegum niðurstöðum,
er öllum aðilurn gæti hæft. Hefði
því fyrir löngu þurft gleggri á-
, kvæða og samræmingar í þessari
| grein, þótt enn hafi engin gang-
i skör verið að því ger.
Í En nú hafa þessir ágallar orðið
sjerstaklega áberandi og lítt við-
! ráðanlegir vegna hins geysimikla
og óvenjulega sjóreka af öllum
tegundum, sem borist hefir hjer
víða á land og fylgir umbrotum
geisandi styrjaldar á höfum úti.
Að sumu leyti er hjer um alger-
lega nýtt viðhorf að ræða, sern
beinlínis krefst endursköðunar á
þinuln gömlu ákvæðum og venj-
um, og er þessi þáltill. fyrir því
fram borin. En til þessa má eigi
kasta höndum, og er þess að
vænta, að ríkisstjórnin sinni þessu
npáli hið fyrsta og neyti þar að-
stoðar m. a. hinna lmrðustu lög-
fræðinga við Iíæstarjett og Há-
gkóla íslands.
Arbækur Reykjavfkur
eftir dr. theol. Jón Helgason biskup
f
verða gefnar út aftur á þessu ári. Þeir, sem hafa í hyggju
að svara brjefum þeim, er send voru út frá höfundi 15.
jan. s.l. til þess að afla frekari upplýsinga, eru góðfúslega
beðnir að láta Það ekki dragast, þar sem prentun bókar-
innar mun hefjast bráðlega. Svör sendist undirrituðum.
eða útgefanda bókarinnar, H.F. LEIFTUR, pósthólf 7B2,
Reykjavík.
Mosfelli, 7. apríl 1942.
HÁLFDAN HELGASON.
Einbýllshúi
á skemtilegum stað í Vesturbænum er til sölu. —-
Laust til íbúðar 14. maí.
Lysthafendur sendi nöfn sín í lokuðu umslagi á af-
greiðslu Morgunblaðsins, auðkent: „Einbýlishús“.
Tilkynning frá ríkisstjórninni
Vegna hættu þeirrar, sem af ófriðnum leiðir, vill
ríkisstjórnin benda á eftirfarandi:
1) Þeir, sem geta farið burtu úr Reykjavík atvinnu
sinuar vegna, ættu að dvelja utan bæjarins í
sumar, ef þeir eiga þess kost.
2) Ef hjer kemur til hernaðaraðgerða, er bæjar-
búum þeim, sem þá eru í bænum, ráðlagt að
dvelja í bænum, frekar en að leita burtu á
skipulagslausan hátt.
3) Engu að síður hefir þótt rjett, að gera áætlun
um, hvernig hópferðum úr bænum yrði komið
fyrir, ef óhjákvæmilegt þætti að stofna til
þeirra. Munu þær áætlanir birtar, ef nauðsyn
krefur,
4) Um skyndibrottflutning barna hefir verið gerð
áætlun, sem nauðsynlegt er að almenningur
t kynni sjer nú þegar.
Höfuðatriði hennar eru þessi:
Skyndibrpttflutningur barna myndi fara fram
sem hópferð, og yrði hann auglýstur fyrirvaralaust,
pf til hans kæmi.
| Lagt yrði upp frá nokkrum stöðum í bænum, og
þau börn, sem ekki kæmu á tilsettum tíma, gætu
ekki orðið brottflutningsins aðnjótandi.
Eörmn yrðu fyrst flutt í stórum hópum til ein-
hverra staða í fárra stunda ferð frá bænum, þar
sem hægt er að koma þeim í húsaskjól og sjá þeim
fyrjr mat, en síðan dreift um sveitirnar, jafnskjótt
og æskilegt þykir, eða möguleikar eru fyrir hendi.
Vegna skorts á farartækjum og húsaskjóli, verður
að gera ráð fyrir verri aðbúð barnanna en á venju-
legu ferðalagi, og verri aðbúð á dvaiarstöðunum.
Fyrsta skilyrði til þess, að brottflutningur sem
þessi geti farið vel fram, er það, að börnin sjeu vel
búin að klæðum og hafi nokkurt nesti. Annan far-
angur mættu börnin ekki hafa með sjer.
Ferðaútbúnaður verður ávalt að vera til taks,
svo að hægt sje að grípa til hans.
Brottför verður tilkynt með um tveggja klukku-
stunda fyrirvara, ef til kemur, og verður að vera
hægt að útbúa börnin á þeim tíma, ef þau eiga ekki
að missa af ferðinni.
Böm þau, sem taka þátt í brottflutningnum, eiga
að klæðast íatnaði þeim og hafa meðferðis nestis-
pakka þann og teppi (sæng), sem um getur í aug-
lýsingu hjer í blaðinu um varúðarráðstafanir vegna
ófriðarhættu.
Farangurinn verður að vera sem fyrirferðar-
minstur, og á hvert barn að hafa sinn farangur
bundinn í böggul, merktan nafnFog heimilisfangi,
og verður barnið eða fylgdarmaður þess, áð geta
haldið á honum á leiðinni. Pakkar þyngri en 10 kg.
verða ekki leyfðir, og þau böm gerð afturreka, sem
hafa of mikinn farangur.
Skilyrði til þátttöku eru að öðru leyti þau,
að börnin sjeu 14 ára eða yngri. 12—14 ára börn
eiga að hafa meðferðis vegabrjef sitt. Æskilegt er,
að yngrj börn hafi einnig meðferðis miða með áletr-
ifðu nafni sínu og heimilisfangi.
Börn, sem eru 7 ára eða yngri, verða að vera í
fylgd með einhverjum fullorðnum eða stálpuðum
börnum), sem getur sjeð um þau.
Til þess að forðast óþarfa troðning, mega ekki
aðrir en samferðafólk fylgja börnunum á sjálfa
brottfararstaðina. Fullorðið fólk, sem verður i
fylgd með smábörnum, verður að vera búið undir
brottförina á svipaðan hátt og börnin.
Foreldrar verða að ákveða sjálfir hvort þeir vilja
senda börn sín burt úr bænum undir þeim skilyrð-
um, sem að ofan greinir og hafa þau þá útbúin sam-
kváemt ofanskárðu.
Tilkynning frð rlkisstjðrninni um varúðarriðstafanir vegna ðfriðarfiættu
Bæjarbúum Reykjavíkur er hjer með eindregið
ráðlagt að hafa stöðugt í heimahúsum nokkrar
birgðir af tilbúnum mat, sem hægt er að grípa til
fyrirvaralaust, ef hjer kynni að draga ,til ófriðar.
Gætj slíkur forði verið nauðsynlegur:
1) Ef verslunarstarfsemi legst niður eða raskast
verulega um stundarsakir.
2) Ef gas- og rafmagnslaust verður í bænum.
3) Ef menn þurfa skyndilega að yfirgefa heimili
sín.
4) Ennfremur hafi menn ávalt til taks hlýjan fatn-
að og hlífðarföt, sem hægt er að grípa til undir
svipuðum kringumstæðum og að ofan greinir.
Best er að farangur þessi sje útbúinn í böggul,
svo að hver maður geti borið sinn farangur.
í bögglinum þyrfti að vera:
1) Sokkar til skiftanna, hálstrefill, teppi eða ljett
sæng eða svefnpokí, mataráhöld (stór bollj.
diskur og skeið).
2) Nesti til tveggja daga, t. d. niðursoðinn matur
og rúgkex, sem sjerstaklega verður bakað í
þessu augnamiði, því brauð er ekki hægt að
geyma. Ennfremur ættu menn að gæta þess, að
hafa ávalt fyrirliggjandi feitmeti til a. m. k.
tveggja daga, svo að þeir geti gripið til þess.
Ennfremur ætti ávalt að vera til taks hlýr fatn-
aður t. d. eitthvað á þessa leið:
Ullarsokkar, leistar, góðir skór (helst gúmmí-
stígvjel) ullarnærföt, vettlingar, hlýr fatnaður eft-
ir því, sem kostur er á, t. d. skíðabuxur, ullarpeysa,
vindblússa, höfuðfat, samfestingur (er góður yfir
fötin), hlífðarföt (olíuborin kápa, stakkur eða
gúmmíkápa),
Þeir sem eiga ljett tjöld og hentugan útileguút-
búnað, ættu ávalt að haia hann til taks.
Vcrða menn að gera sjer ljóst, að hjálp sú, sem
þeir geta vænst af hendi hins opinbera, ef hjer yrðu
alvarleg átök milli hernaðaraðila, getur aðeins orð-
ið af skornum skamti, og er því nauðsynlegt, að
hver og einn geri það sem í hans valdi stendur
til þess að draga úr hættunni fyrir sig og sína.
TILRYNNING um leigunám bifreiHa
Ef áætlun sú um skyndibrottflutning, sem rætt
er um annarstaðar í blaðinu, kemur til fram-
kvæmda, verða allar bifreiðar, sem útbúnar eru
fcil fólksílutninga, og staddar eru hjer í bænum,
iafnt stöðvarbifreiðar sem einkabifreiðar, teknar
leigunámi til flutningsins samkvæmt lögum nr. 52,
27. júní 1941, sjeu þær ekki í annari opinberri og
nauðsynlegri þjónustu. Ennfremur verður nokkur
hluti vörubifreiða tekinn leigunámi á sama hátt.
Sarnkvæmt sömu iögum ber eiganda hverrar bif-
i-eiðar að sjá um að bifreiðarstjóri fylgi bifreið-
inni.
Lögreglustjóra hefir verið falið að sjá um leigu-
nám bifreiðanna og bifreiðaeigendum að fara eftir
íyrirmælum hans í þessu efni.