Morgunblaðið - 16.04.1942, Síða 5
TFfmtudagur 16. apríl 1942.
JPSt
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Pramkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Rltstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgrtJar»i.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreibsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánutSl
iimanlands, kr. 4,50 utanlands.
í lausasölu: 25 aura eintakitS,
30 aura metS Lesbók.
Höfn í Hópinu er mesta
framfaramái Grinðavíkur
Vartiugaverð braut
S attafrumvörpin eru aS koma
úr nefnd í neðri deild Al-
öþin gis. Samkvæmt þeim undir-
tektum, sem málið hefir fengið í
anefndinni, verður ekki annað sjeð
en að því sje trygður framgangur
3 þínginu.
Þeii’, sem kvnna sjer þessi
•gkattafrumvörp stjórnarinnar geta
• ekki verið í vafa- um, að þar sje
ekki verið að byggja, upp til
framhúðar, enda margyfirlýst, að
tilgangurinn með skattafrumvörp-
«num sje sá — og sá einn — að
ná til stríðsgróðans. En það virð-
ist óþarfa krókaleið, til þess að
ná þessu takmarki, að rjúka til
«g gerbreyta grundvallaratriðum
skattalöggjafarinnar í lieild, eins
-«g hjer er gert með afnámi þess
ákvæðis, að draga skuli frá skatt-
-skyldum tekjum greiddan tekju-
•skatt og útsvar.
Hjer í blaðinu hefir verið bent
íi þá angljósu hættu, sem skatt-
þegnunum stafar af þessari stefnu
breytingu í skattamálunum, sem
sje þeirri, að burtu er numinn
eiíii hemillinn, sem skattþegnarnir
liafa sjer til verndar gegn hóf-
Ilausri skattaálögu.
Ef það þvkir nauðsynlegt að
"taka upp hina nýju stefnu — og
1>að skal játað, að talstaenn henn-
. ar hafa sterk rök fyrir sínu máli
— virðist sjálfsagt að breyting-
-anni fylgi einhver nýr hemill til
verndar skattþegnunum og hann
’þarf áð vera í sjálfúm skattalög-
ttmum. En hann fyrirfinst ekki í
skattafrumvörpimum, sem liggja
fyrir þinginu. Það getur því faíið
■ svo, að næsta breytingin á skatta-
'lögumim verði sú — og sú ein —
:að hækka skattstigann. Þá standa
skatfþegnarnir uppi varnarlausir.
Þeir fá hækkaðan skattinn, en
engan frádráttinn á næsta ári.
En það er ekki ríkisskatturinn
Mtiti, sem hjer kemur til greina.
■li jaldþegnarnir þekkja annan
skatt, sem venjtilega er stærri og
ftunghærari en tekjuslfattúrinn,
sem sje lítsvarið. í útvarslöggjöf-
inni eru ekki til neinar skorður
eða takmörk fvrir því, hve ]>essi
skattur megi vera hár. Þar kemur
aðeins eitt til .greina, ]). e. tekju-
þörf bæjar- eða sveitarfjelagsins.
Það hefir og oft komið fvrir, að
ekki er spurt um afkomu fyrir-
• tækjarma, þegar verið er að
leggja á útsvörin, heldur hitt,
hvernig er hægt itð herja fjeð út.
Við sjánm af þessu, að brautin.
sem við erum að komast út á í
skattamálunum, er ínjög varhuga-
verð.
Það þarf á hverjum tíma að
vanda vel til skattalöggjafarinn-
ar. Flausturs- og handahófsverk
inega þar ekki ikomast að. Aðal-
‘gallinn á sbattafrumvörpum þeim.
sem liggja fyrir þinginu, er ör-
jyggisleysi skattþegnanna.
A hugamál okkar Grindvík-
inga er að gerð verði sem
fyrst örugg höfn hjerna í Hóp-
inu, sagði Einar Einarsson í
Garðhúsum við mig, er jeg hitti
hann að máli hjer á dögunum.
Það er bágt við það að búa,
að sjá alt einn hvítan brimgarð
og lágdauðan sjó hjer inni á
pollinum og vita, að með tiltölu-
lega litlum kostnaði er hægt að
gera hjer örugga höfn.
Ólafur Thors útvegaði okkur
fje til þess í hitteðfyrra að grafa
bátgengan ós í gegnum grand-
ann. — En þetta er ekki nema
byrjun. Dýpka þarf ósinn, svo
stórir bátar komist þar inn, -
hlaða ofan á grandann og setja
bryggju inn í lóninu, svo hjer
verði fullkomin höfn fyrir fiski-
báta stóra og smáa.
Jeg skil ekki hvers vegna
hann Emil vitamálstjóri hefir
ekki enn sent hingað verkfræð-
ing til að gera fullkomna áætl-
un um þetta verk. Jeg er þó
fyrir alllöngu búinn að biðja
hann um það.
♦
Við heimsóttum Einar, Óskar
Halldórsson og jeg, sátum og
röbbuðum inni í stofu hans, og
nú lagði Óskar orð í belg, því
hann var kominn þangað til að
athuga hafnarskilyrði í Grinda
, vík, í sambandi við nýjustu hug-
' mynd, sem hann hefir fengið,
, en hún er sú, að koma því svo
|fyrir, að bátar í Keflavík geti
I róið úr Grindavík þegar norðan
I átt er, og ófært úr hönfum að
] norðanverðu á skaganum. Að
l gerð verði sporbraut yfir þver-
I an skagann, og bátunum rent
suður yfir, þegar það hentar.
— Þú ætlar þú að verða eins-
konar Junkari, sagði Einar, er
hann heyrði um þessa hugmynd
Óskars, en Óskar vissi ekki hvað
Einar var að fara, og sagði Ein-
ar okkur þá sögur af Junkur-
unum og það, að götuslóðinn
Samtal við Einar i Garðhúsui
sem á sfötugsafmæli i dag
gamli gegnum hraunið til
Grindavikur, er var alfaraleið
áður en akvegurinn var lagður,
hjeti Skipiastígþr, ve|?na þess,
að bátar hafi verið dregnir þá
leið, og munmæli hermdu, að
svo hefðu Junkararnir gert.
En jeg kom heim til Einars
til að hafa tal af henúrn í til-
efni' af afmæli hans í dag, en
hann er nú sjötugur.
Glaðlegur maður Einar og
ræðinn og ber aldurinn vol. —
Hefir, sem kunnugt er, alið all-
an aldur sinn í Grindavík, og
verið þar athafnamaður mikill.
Þegar við snerum talinu að
þeim efnum komst hann að orði
á þessa leið:
— Jeg lít svo á, að menn sýni
best ættjarðarást sína með því,'
að hver geri það sem hann best
getur á sínum stað. Meira sje
ekki hægt að heimta. Þá sje alt
í lagi. En miðlungsmenn eins og
jeg, haldi sjer á mottunni, þar
sem þeir eru, frá stjórnmálum
og þess háttar.
— Heldur finst aðkomu-
mönnum það hljóti að vera erf-
ið aðstaða, að stunda sjó frá
opinni hafnlausri strönd, eins
og hjer í Grindavík.
— Það er ekki eins slæmt og
menn halda að óreyndu. Enda
var útræði hjer mikið í gamla
daga, er Skálholtsstóll hafði
hjer mikla verstöð.
— Skamt að sækja fiskinn,
þegar á sjó gefur?
— Já, oft er það. Jeg man t.
d. eftir að það kom fyrir á mín-
um ungu árum, þá var altaf les-
in sjóferðabæn, er lagt var frá
landi, að við vorum naumast
búnir að ljúka við bænina, þeg-
ar við vorum komnir í fisk. Og
Einar Einarsson.
einu sinni man jeg eftir, að við
vorum samferða, pabbi og jeg,
en jeg var þá formaður á einum
báti hans. Það hafi etist ull af
'kind og hann fór í fjárhús til
þess að sauma á hana flóka, en
jeg á sjó. Þegar jeg kom aftur,
var hann að koma frá því verki.
Við mættumst í fjárhússdyrun-
um. Og sagði hann við mig:
,,Þú hefir líklega ekki fengið
mikið upp úr þessu, drengur
minn!“ ,,Jeg hlóð þó bátann“,
sagði jeg. ,,Og nú ætla jeg að
biðja þig um eina brennivíns-
flösku handa piltunum, því jeg
ætla að róa aftur“. Jeg gat
varla fylgt gamla manninum eft
ir, svo fljótt bar hann yfir, út í
pakkhús eftir flöskunni.
— Hve lengi stunduðuð þjer
sjó?
— Jeg reri fjórar vertíðir hjá
föður mínum og fjórar fyrir
sjálfan mig. En hætti svo, því
jeg var þá farinn að versla, gift-
ur maður og hreppstjóri. —
Þá voru gerðir út einir þrjá-
tíu bátar frá Grindavík. Faðir
minn hafði tólf róna teinæringa.
Skákmeistari Reykjavíkur
Ijl r Skákþing Islendinga liófst,
^ var Skákþingi Reykjavíkur
nýlokið. Þátttakendur voru ó-
venju fáir, aðeitis 23, 8 í meist-
araflokki, 5 í fyrsta flokki og 10
í öðrum flokki. Úrslit urðu þessi:
*
Meistaraflokkur: 1. Áki Pjet-
ursson 5 vinn. 2—3 Eggert Gilfer
og Sigurður Gissurarson 4 vinn.
4. —8. Steingrímur Guðmundsson,
Kristján Sylveríusson, Guðmund-
ur S. Guðmundsson, Guðmundur
Ágútssson og Magnús G. Jónsson
með 3 vinninga.
I. flokkur: 1.—3. Pjetur Guð-
mundsson, Maris Guðmundsson og
Lárus Johnsen með 4Yz vinn. 4.
Aðalsteinn Halldórsson 3% vinn.
5. Olafur Einarsson 3 vinninga.
II. flokkur: 1. Benóný Bene-
diktsson 6Ú2 vinn. 2. Pjetur Jón-
asson 6 vinn. 3.—á. Sigurður Jó-
hannsson og Haraldur Bjarnason
Áki Pjetursson.
5Yo viim. 5.—7. Friðrik Björns-
son, Stefán Jóhannsson og Róbert
Sigmundsson 4 vinn. 8.—9. Skarp-
hjeðinn Agnars og Kristján Þórð-
arson IP/o vinn. 10. Þórðnr I. Ey-
vinds 2i/2 vinning.
Skákmeistari Reykjavíkur varð
að þessu sinni Áki Pjetursson,
sonur hins kunna skákmeistara og
brautryðjanda skákiistarinnar
hjer á landi, Pjeturs Zophónías-
sonar. Áki er ungur og efnilegur
skákmaður, sem líkur eru til að
verði hinum stærri og þektari
meisturum hættulegur keppinaut-
ur í framtíðinni. Aki vann fjórar
skákir, gerði tvær jafntefli og
tapaði aðeins einni skák.
Áki hefir sjerkennilegan slíák-
stíl, teflir oftast opið tafl og er
harðnr í sókn, verða skákir hans
því skemtilegar og tilþrifamiklar.
Verðlaunum verður úthlutað í
kvöld. Gefendur þeirra voru þess-
ir: Gunnar Einarsson prentsmiðju-
stjóri, Haraldur Árnason, Ingimar
Brynjólfsson, Sveinn B. Valfells,
Versl. Edinborg, Árni B. Björns-
son og Sverrir Bernhöft.
Á þeim voru tveir ræðarar frarn
í barka og skipshöfnin seytján
menn.
— Bjó faðir yðar allan siun •
búskap hjer?
— Já. Hann flutti í Garðhús
árið 1851, frá Húsatóftum, býli
hjer í hverfinu. Hann var mik-
ill atorkumaður og- varð efnug-
ur bóndi. Alls og alls mun jeg
hafa íengið um 40 þúsund kr. í
arfaskrifum eftir foreldra mína.
En jeg hefi ásett mjer að skilja
það eftir í Garðhúsum, sem jeg
fjekk í arf hjeðan, og þykist
hafa gert það margsinnis í bygg
ingum o. fl.
— Rak faðir 'yðar nokkuð
annað en útveg og búskap?
— Nei. Hann hafði 2—3 báta,
Var aðgætinn maður og forsjáll
og hefir að loknu æfistarfi átfc
talsvert á annað hundrað þús-
und krónur. Það var góður skild
ingur á hans dögum, og sýnir
líka, að .vel var hægt að lifa í
Grindavík.
En þegar jeg fór að eiga með
mig sjálfur, fanst mjer þörfin
mest fyrir þetta pláss vera sú,
að hjer kæmi upp innansveitar-
verslun. Bakburður fólkfe á vör-
um að vetrarlagi ytir frá Kefla-
vík, var í mínum augum hin
mesta hörmung. Enda höfðu
kaupstaðaferðir til Keflavíkur
orðið mörgu heimili hjer þung-
bærar. Þáð var að vísu fyrir
mína tíð. En sögurnar gengu
þessar. Fátæklingarnir tóku
sjer ferð á hendur til Keflavík-
ur, kríuðu sjef út brennivíns-
flösku er þangað kom, biðu svo
allan daginn eftir svari við
beiðni sinni um úttekt, fengu
nei, er kvöld var komið og urðu
svo úti á heimleiðinni, svangír
og úrvinda.
Jeg hefi reynt að reka versl-
un mína með einkunnarorðun-
um: Lítill ágóði, fljót skil, og
hefi yfir litlu að kvarta, hvað
skilin snerti. Mjer hefir fundist
jeg gera bygðarlaginu mest
gagn, með því að draga versl-
unina hingað. Vörur orðið ódýr-
ari en ella, viðskifti almennings
hentugri. Og fólki hefir liðið vel
hjer í Grindavík. Byggingar all-
ar aðrar en áður. Hjer voru
moldarkofar. Nú reisuleg hús.
Jeg hefi lánað mörgum fytrir
byggingarkostnaði, með 5%
ársvöxtum og 1. veðrjetti í hús-
eigninni. Við þær umbætur hef-
ir hugsunarháttur margra
breyst. Þeir kepst við það að
standa í skilum, borga húsin,
eignast þau sjálfir.
En í guðanna bænum, þjer
megið ekki skrifa neitt hól um
mig, segir hann sjötugi maður,
það er mjer og öllum til ama.
— Nei, jeg reyni að segja
hverja sögu eins og hún geng-
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.