Morgunblaðið - 16.04.1942, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.04.1942, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 16. apríl 1942. Minning Sigríðar Árnaddllur Nýlega var jarðsungin í Hafn- arfirði merkiskonan Sigríður Árnadóttir, fyrrum húsfreyja að Kóngsgerði í Leiru í Gullbringu- sýslu. Sigríður var fædd 28. okt. 1858 að Húsafelli í Hálsasveit í Borgar- firði. Foreldar hennar voru: Arni Þorbjörnsson og Helga Þorleifs- dóttir, vinnuhjú þar. Var Sigríður þar með foreldrum sínum fram að 12 ára aldri, en fór þá í dvöl á annan bæ þar í sveitinni og var þar fram yfir fermingaraldur. Þeg ar hún var 15 ára gömul rjeðst hún sem vinnustúlka að Bæ í Borg arfirði. Var hún þar um 20 ára skeið. Kom þar snemma í ljós, hvað í Sigríði bjó. Trúmenska, fórnfýsi og skyldurækni voru höf- uð einkenni ungu stúlkunnar. Virð ing hennar og álit fóru vaxandi með hverju ári sem leið, bæði í augum húsbænda hennar og ann- ara, er til þektu. Varð það til þess, að bent var á hana af kunn- ugum mönnum til þess að taka að sjer forstöðu heimilis Þórarins út.- vegsbónda. Eyjólfssonar að Kóngs- gerði í Leiru, sem þá nýlega hafði mist konu sína. Var heimili þetta umfangsmikið, svo sem títt var um heimili útvegsbænda á þeim tímum. Rjeðst Sigríður til Þórarins árið 1893, þá 35 ára að aldri. Fórst henni bústjórnin afburða vel úr hendi og svo skipaðist, að hún litlu síðar giftist Þórarni. Átti hann 2 börn frá fyrra hjónabandi og reyndist hún þeim sem besta móðir. Þórarinn og Sigríður eignuðust saman 5 börn. Eru 4 þeirra á lífi, öll hin mannvænlegustu. Einn son áttu þau hjón, sem var næstum ósjálfbjarga frá barnæsku. Hann andaðist lítið innan við þrítugs aldur. Þessum syni sínum 'sýndi Sigríður svo mikla ástúð og um- hyggju, að á orði vár haft. Komu þar fram í fagurri mynd höfuð- einkenni hennar, ósjerplægnin, ást úðin og fórnarlundin gagnvart hinu veika og vanmáttuga og trú- menskan .við köllun sína í lífinu Sigríður helgaði heimilinu alla krafta sína og taldi það sjálf- sagða skýldu sína, að gera það öruggan griðastað og friðarheim- kynni manni sínum og börnum, með stjórnsemi sinni og umhyggju. Frá Kongsgerði fluttu þau lijón til Hafnarfjarðar árið 1915. Höfðu þau þá búið 22 ár í Kongsgerði. í Hafnarfirði bjuggu þau svo síð- an, eða þar til að þau, fyrir rúm- lega 5 árum, fluttu til Katrínar dóttur sinnar og manns hennar, sem búsett eru að Grund á Grím- staðaholti við Reykjavík. Síðustu ár æfi sinnar bjó Sig- ríður við mikla vanheilsu, en var svo lánsöm að njóta þann tíma ástríkrar umhyggju dóttur sinnar. Hún andaðist á heimili hennar 11. þ. m. Aldurhniginn eiginmaður Sigríð ar og börn hennar blessa minningu hennar og geyma hana í þakklát- um huga. Fósturson áttu þau hjón, Garð- ar að náfni, Benediktsson, sem nú stundar húsgagnabólstrun í Hafn- arfirði. Tóku þau hann að sjer fárra vikna gamlan og önnuðust hann í öllu, svo sem væri hann þeirra eigið barn. Ljet Sigríður sjer mjög hugarhaldið um pilt þennan, þó að hann væri henni með öllu óskyldur og naut hann eigi síður ástúðar hennar og um- hyggjusemi en hennar eigin börn. Mun hann jafnan minnast hennar sem fórnfúsrar og ástríkrar móð ur. Fer hjer á eftir kveðja hans til liennar: Mig tókstu ungan á arma þína og ástúð breiddir á hvert mitt spor. Jeg sá í augum þjer sólu skína, er signdi smælingjans æskuvor. Jeg brosti glaður við banninn þinn, þín blíða streymdi í hug minn inn. Þín móðurást var sú mikla stjarna, sem mjer til gæfunnar sýndi braut. Jeg gekk við hlið þinna góðu barna, og göfgi þinnar jeg með þeim naut. Á kærleiksörmum þú börn þín barst, og besta skjólið þeim jafnan varst. I önnum dagsins þú aldrei gleymdir, að ástúðin vermir barnsins sál. í móðurhjarta svo margt þú geymdir, sem mjer og fleirum ei reyndist tál. Þú glæddir alt, sem var gott og bjart, þín gleði barnanna sálir snart. Við burtför þína, jeg þakkir kvaka, og þína minningu blessa hljótt. í hug raier ástúðar verk þín vaka og varpa ljóraa á tregans nótt. Þú, góða móðir, ei gleymist mjer, nú guð á himnum mun launa þjer. F. Jána Ouðmundsdóttir — Minning- — Fædd 4. janúar 1917. Dáin 20. mars 1941. Þín bernska hún leið sem ljúfur draumur —, — en líf þitt gat tæpast þroska náð, því heilsutíminn var næsta naumur, og nú dugðu engin mannleg ráð —. Af veikleik var haldinn bernskublómi og breytt þitt heimili í sjúkravist og skeikað varð hjer ei skapadómi þinn skjöldur var brotinn og heilsan mist. — Þeir deyja oft fyrstir sem drottinn unni, já, dásemd hans gegnum reynslu fæst. •— Það falla blöðin af rósarunni ef rótum vorfrostið hefir læst. En sæðið helga — þín sálin unga var saklaust og hreint og guði vígt, og gegnum þjáning grafar þunga var göfugt eðli þitt heilsuríkt. Hjá vinum þínum og vanda- mönnum er vegleg þín minning björt og hrein. Nú brosir þín sál við bata sönnum sem blómstrandi rós á ættargrein. Þjer alfaðir móti arma breiddi og eilífðin heilög móðir þín, og bróðir þinn, Jesús, ljúft þig leiddi til ljóssins og vorsins heim til sín. J. S. Húnf jörð. Minning Guðbranúar J. Valsberg Fæddur 23. september 1879. Dáinn 5. desember 1941. Jeg liðið hef á ljóðavængjum þínum í laufgan skóg um kyrra aftan stund, jeg skyldi eftir skó af fótum mínum, því skarn má ekki troða helgan lund. Hvort sastu hátt á sólargeisla bárum, sástu morgun roðans glæsta hönd, kvöldið laugast ljúfum daggar tárum, ljóssins guð og vorsins drauma lönd. Hver gaf þjer þennan gullna streng og boga, hver gaf þjer rúm í lista gyðju sal og hvernig gastu helgan varið loga er hlífum frá þjer skapa nornin stal. Það er ei fyrir fjaðra sára dúfu við fjalla örn að þreyta hæðar flug enn hjartans þakkir fyrir ljóðin ljúfu, sem lyfta hátt frá dufti sál og hug. Svífðu hátt til sólar landa góði, sjúkdóms fjötrar leystir eru nú. Vertu sæll jeg bið þjer bæn í hljóði, bæn, sem aðeins heyrir guð og þú. Kveðja frá vinu. Guðrún Friöriksdóttir Kveðja frá frændkonu hennar Lag: Ó, þá náð að eiga Jesú. Burt frá lífsins þraut og þjáning þú ert leyst, í sælan frið, hafin yfir stríð og storma, stjörnur guðs þjer brosa við. Sjúkdómsraun er yfirunnin, alt er bætt, sem mæddi fyr, björt og Ijúf þín blíða minning, bíður æ hjá vinum kyr.. Góða konu er sælt að syrgja, Sorgin verður mild og hlý þegar ljós frá liðnum árum Jýsir döpur sorgarskv. Sá, er vann og gekk með guði góða heimvon sífelt á, hugrór, þegar kallið kemur, kveðja alt á jörð hann má. Ástvinir^ sem engu gleyma ástarþakkir færa þjer fyrir elsku, trú og trygðir, trega dag, sem liðinn er. Guð þeim huggun sæla sendir, sem við beð þinn gráta hljótt æðsta von um endurfundi eftir dauðans skugganótt. Guðfinna Þorvarðardóttir Minning. 'Fv ann 2. þ. m. ljest að heimili sínu Fossá í Kjós. Guðfinna. Þorvarðardóttir. Var hún fædd að Hækingsdal og dvaldi þar mestan hluta ævi sinnar. Það má segja að dauðinn hafi vegið nokkuð þjett í hinn sama hnje- runn, þar sem að þrjár sæmdar konur hafa andast með stuttu millibili í þessari sveit. Fyrst Guðlaug á Möðruvöllum og hef- ir hennar áður verið getið í hlaðinu. Þá Guðfinna og síðast Guðrún frá, Sandi, sem skipaði' sinn sess með sóma, og sem betur fer má það um fjölmarg- ar íslenskar konu segja, að þær leggja sinn mikla skerf til að halda vörð um heill og heiður þjóðfjelagsins með uppeldi ungu kynslóðarinnar og margs- konar heimilismenningu. Þetta hlutverk sitt leysti Guðfinna með sæmd og prýði, svo að það hefir borið mikinn og góðan ávöxt, með uppeldi barna sinna með aðstoð síns ágæta eigin- manns, Guðbrands Einarssonar, sem látinn er fyrir fjórum ár- um. Eignuðust þau hjón 6 syni cg ólu upp eina stúlku, sem eig- ið barn. Og hafa þau sýnt með framkomu sinni, að þau hafa erft hina góðu kosti foreldíra sinna. Þegar Guðfinna var upp á sitt besta, þótti hún bera af öðrum konum í sinni sveit. Og er þetta ekki sagt til að kasta rýrð á þær. Það sje fjarri m.ier Og sjerstaklega þótti prýða hana hið mikla og fallega hár. sem hún hafði fram yfir marg- ar aðrar Konur. V ar Guðfinna einstök dugnaðar og myndar-' kona úti sem inni, og vann eíns og víkingur á meðan heilsa og kraftar entust. En að síðustu bilaði heilsan með öllu, og það svo. að hún misti bæði mátt og mál. íslenskri gestrisni hefir verið við brugðið, og ekki misti hún marks í Hækingsdal á meðan Guðfinna og hennar maður bjuggu þar og er það svo enn í dag, að öllum er þar jafnvel tekið. Og þó að aðalþjóðbraut liggi ekki um í Hækingsdal, koma þar oft stórir hópar manna á leið til og frá Þingvöll- um.. Við burtför Guðfinnu er lok- ið löngu og heillaríku dags- verki, og sem bera mun mikinn og góðan ávöxt, og þegar heilsa og kraftar eru þrotnir eins og hjer var, er vissulega gott að 'hvílast og hverfa til vinanna, sem farnir eru á undan oss. — Hún var jarðsett 11 þ. m. og fjölmentu vinir hennar og sveit- ungar við það tækifæri og sýndu með því virðingu sína og þakk- læti við hina mestu heiðurs konu og mun minning hennar lengi lifa í hugum þeirra allra. Steini Guðmurdsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.