Morgunblaðið - 23.04.1942, Side 5

Morgunblaðið - 23.04.1942, Side 5
'Fúntudagur 23. apríl 1942, Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.atJ.: Sigfú* Jönaaon. Rltatjörar: Jón KJartansaon, Valtýr Stefánsson (ábyretJaraa.). Auglýsingar: Árnl Óla. Rltstjörn, aug-lýslngar og afgreltSsla: Austurstrœti 8. — Stml 1600. Áakriftargjald: kr. 4,00 & mánuOl innanlanda, kr. 4,50 utanlands. í lausasölu: 25 aura eintaklt), 30 aura metj Leabök. Eggert Finnsson níræöur Sumri fagnaö Ahverju vori um sumarmál, óskum við Islendingar 'Stunningjum og vinum gleðilegs sumars. Þetta er þjóðlegur sið- ur, í sambandi við hina þjóðleg- ustu hátíð. Því, eins og oft hef- ir verið minst á, er sumardag- urinn fyrsti sá hátíðisdagur, sem ~við einir höldum hátíðlegan. Við höfum þurft á því að halda. Að fagna sumri. Að kveikja vonir í þrjóstum okkar um bjartari tíma, meiri hlýju í loftinu, vonir um að sumarið verði sumar, að t.d. ísinn, lands- ins fomi fjandi, yrði ekki að því sinni fyrstur að landi. En í þeim ótta lifðu Norðlendingar á hverju vori fram á síðasta góð- *viðrjs og ísleysistímaþil. Nú er það ekki hafísinn, sem unönnum stendur mestur stugg- ur af. Og þó getur hann á hverju vori flutt iandinu kaldar kveðj- ur, tept samgöngur. kyrkt gróð- <ur, gert sumarið gróðurvana og hráslagalegt. Áhyggjur slíkar eru þó smá- vægilegar að kalla, hjá þeim, er meiri eru, og grúfa yfir þjóð vorri á þessum tímum. IíverrJg reiðír landi voru og þjóð af í sumar? Stöndum við jafnrjettir á haustnóttum og nú? Verður jþjóðinni þyrmt við hörmungum vopnaviðskiftanna ? Eða verður landið einhverja nóttina að : stríðsvettvang? Um þetta spyrja menn og spá og allir vita jafn lítið hvert er hið rjetta svar. En skelli slíkt yfir, geta afleiðingar þessa orð- ið verri en af hafís, eldgosum og landskjálftum og öðru, sem yf- ir þjóðina hefir dunið. Svo mik- íð er víst. Engin áhrif getum við á þetta haft, Islendingar, frekar en haf straumana, er skella að strönd- um landsins, og lítinn undir- 'húning getum við gert, sem að gagni má koma, nema, þann, að varast þann ís, sem í þjóðlífi voru fyrr og síðar hefir verið ,,öllum hafís verri“, eins og skáldið kvað, og það er ís hjart- ans, ís sundrungar, ofstopa og hleypidóma. Þegar við í ár óskum þjóð- ínni gleðilegs sumars, verður sú ósk þyngst á metunum, að sá fs, sem „heltekur skyldunnar f)or“, verði þjóð vorri ekki ban- ^vænn á hættunnar stund. Gleðilegt sumar! Norðansveljandi sumarmála- hretsins kembdi illhryss- ingshærurnar fram af hverjum hnjúk, en jelin gerðu fjöllin öll hjelugrá í fyrradag er jeg skrapp upp að Meðalfelli í Kjós til að hitta Eggert Finnsson að máli. Þegar bíllinn rann heim að tún- inu, rofaði til sólar þar í skjóli’ við fellið, en túnið alt að heita mátti alsett lóum, þessum ný- komnu sumargestum sem hvíldu sig þarna eftir langflugið. Fugl- ar himins hafa lengi átt friðland að Meðalfelli, hugsaði jeg er jeg gekk heim að bænum og inn í stofu bændaöldungsiiis sem þar liggur í rúmi sínu og er níræður í dag. Það kann að þykja einkenni- legt, en skýjarofið úti og vorboð- arnir ljúfu urðu fyrir mjer eins konar inngangsorð að rekkju þessa háaldraða manns. Svo bjart var yfir honum þar sem hann lá og hreyfðist lítt, svo mikil voru hlýindin og göfugmenskan í svip hans. — Ilvernig líður þjer, Eggert minn, sagði jeg eftir að hafa sest við rúmstokkinn hans. — Mjer líður vel, sagði hann og var ekki laust við að honum fynd- ist ofurlítið einfeldnislega spurt. Hvernig átti annað að vera. Hann hefir unnið á Meðalfelli í yfir 80 ár, verið þar að heita má alla sína æfi,, svo hallar hann sjer ittaf eftir langan vinnudag, sátt- ur við alt og alla og fer að lesa í ðók, þangað til hann sofnar. Oll Heimsókn að Meðaifeili árin verða sem einn dagur, og kvöldfriðurinn svo fagur sem frekast verður á kosið. Það leyndi sjer ekki í svip hans, er hann, níræður, beygir hnje *hi að þeirri mold, er hann hefir unnað og ræktað alla æfina. Slíkir menn eru kjölfestan í þjóðarfleyinu, bergið, sem engar öldur óstöðuglyndis geta bugað, kjarninn sem upp af getur sprottið jsterk og varanleg þjóðmenning. Jeg hefði vel getað hugsað mjer að sitja við rúmstokk þessa manns lengi, lengi og fá hann til að segja mjer um búskap sinn frá fyrstu byrjun,' hvernig hann ungur heillaðist af umtali um búnaðarframfarir, sem margir lásu og töluðu um, en aðeins liinar örfáu komu í framkvæmd. búnaðarsögu hans sleppi jeg að mestu í þessari stuttu afmælis- grein, sem ekki er til annars en minna hann á, að menn gleyma honum ekki á níræðisafmæli hans. — Hvað er nú orðið langt síð- an þú manst fyrst eftir þ.jer ? — Það mun hafa verið á árinu 1855, er jeg var tveggja ára. Jeg man að jeg var óánægður með það, hvernig fötin fóru á mjer, og vildi fá að klæða mig sjálfur. Það tókst með nokkurri fyrirhöfn. En fyrsti stórviðburðurinn sem jeg man, var víst þegar jeg á 0. ári fjekk að fara til Reykja- Eggert Finnsson. víkur. Jeg fór með ömmu minni', sem þá var 75 ára. Hún var dótt- ir Magnúsar lögmanns, bróður Eggerts Olafssonar. Við vorum í nokkra daga í höfuðstaðnum og heimsóttum m. a. Björn Gunnlaugs son. Hann man jeg best úr þeirri ferð, svo var hann í mínum augurn tilkomumikill maður. Jeg var elstur systkina minna. Fyrst fæddust foreldrum mínum, Pinni Einarssyni og Kristínu Hig- urðardóttur, sjö synir, en síðan 6 dætur. -— Hvenær byrjaðir þú að vinna að búskaparstörfnm? — Jeg var víst 8 ára eða svo, þegar jeg var látinn bvrja að slá þúfnakollana í tirninu. Fullorðinn sláttumaður sló svo lautirnar. Til jólasveínsins. Lítil telpa í Bretlandi skrif- aði brjef fyrir jólin til „Jólasveinsins á íslandi“. Brjefið var afhent K. F. U. M. I brjefinu bar sendandinn fram óslr um, að hún fengi senda íslenska brúðui í jólagjöf. Sendingin er á leið- inni, segir í enska blaðinu „Star“, frá 19. des. s.l. ★ FsetSingardeildin. Frásögnin hjer í blaðinu, um íáðstöfun á plássi í fæðingardeiid Landsspítalans, gat valdið nokkrum miskilningi, að því leyti, að ekki verð- ur hægt að ráðstafa plássi fæðingar- deildarinnar fyrirfram eftir pöntun- ura, og verður plássi ráðstafað eftir þeirri í*öð, sem þöi-fin er á hverjum tima. En hægt er að draga úr aðsókn með þvi, að þær konur fái ekki rúm þar, sem besta aðstöðu hafa heima fyrir. Annars er þetta mál þannig, að við- unandi lausn fæst engin til frambúð- ar, fyrri en helmingi fleiri rúm eru til hjer i bænum fyrir sængurkonuf, en nú eru. En meðal annara orða: Máske hægt verði að koma upp fæðingardeild i þeim spitölum, sem ekki verður hægt að starfrækja vegna fólksleysis, ef einhver fæst þá til að hjúkra þar sængurkonunum ? ★ Ljóslaus sigling. Hjer eru enn nokkur orð úr grein Halldórs Jónssonar í Sjómannablaðinu Víkingur: Hann segir m. a.: Eftir að sú trú margra var snögg- iega svift rómantik sinni, að íslensku skipunum væri hlift við árásum á milliferðum þeirra, og síðan siglingar hófust aftur eftir stutt hlje, hafa sjómenn gætt ítrustu varúðar um að láta sem minst á ferðum sínum bera. Skipin sigla algerlega ljóslaus, þó kol- svarta myrkur sje, og oftast hvernig sem viðrar. Slík sigling er ægilega þvingandi, þótt ekki sje gasprað hátt um það af þeim, er í þvi eiga. En í ríkisútvarpinu er hrópað hátt um það, „svo heyrast skal um heima alla“, hve mikið sje flutt út frá land- inu og nákvæmlega tilgreint, hve salt- fiskur og einkum ísfiskur sje mikill hluti útfiutningsins, og að sá síðar- nefndi útflutningur fari siyaxandi. — Það er ágætt að blöðin flytji þjóðinni upplýsingar um hvilík feikn sjávarút- vegurinn okkar afkastar, en óhæft að hrópa það i eyru þeirra, er mikið vildu á sig leggja til þess að hindra það. ★ „Hræðslupeningar“. Og enn stendur þar: Enginn, sem ekki reynir, getur full- komlega skilið hvílik feikna tauga- áreynsla ferðalög sjómannsins um hafið er á þessum tímum. Einstakar glamurskjóður hafa lagst svo lágt, sennilega fremur af vanþekkingu á því, sem um var rætt, heldur en af beinum illvilja, að slöngva eituryrð- um í gavð þessara manna, sem í einlta stai’fi sínu vinna þó þjóðarheildinni svo ómetanlegt gagn — þó margur mælti maðurinn hafi lagt þeim hræsnislaust góðyrði — og glymur á- valt hæst ögrunin illa, að áhættuþókn- un sjómannanna væri „hræðslupen- ingar“. En ámátlegur kinnhestur ör- laganna væri það, ef satt er, að sá hinn sami, er „spakmæli“ þetta er til- einkað, hafi látið býggja öflugasta loftvarnabyrgi, sem hjei* þekkist og einasta einkabyrgi hjer á landi i ný- bygðu húsi sínu. Svör: 1. Gleraugu nærsýnna manna eru slíþuð „konkav“. 2. Akureyrarkirkja hefir tvo tuma. 3. Yfir fjórði paftur íbúa jarðar eru í Kína (nál. 450 miljónir). 4. Kristur og lærisveinar hans töl- uðu Aramæisku. 5. Frímúrararegl&n er upprunnin í Englandi. Stofnendur vor,u múrar- ar, eins og nafnið bendir til. — Fyrsta stúkan stofnuð árið 1717. Spurningar: 1. Af hverju er taliS aS sjóveikin etafi? 2. Geta menn lifaS viS öndun lungn anna einna? 3. Eftir hvern er ítlendingabragur? 4. Hver var frægaati myndköggv- ari Frakka á 19. öld? 5. HvaS hjet veiSigySja Rómverja? Þegar jeg stáipaSist, fór jeg* smátt og smátt að hafa meiri afskifti af heimilisstörfuhum. Og þegar jeg las í Andvara grein eftir Guðmund bónda, sem lengl var á Fitjum, um plægingar, þá greip mig mikil löngun til að reyna að, nota hesta við jarðyrkju- ■■ störfin. Jeg fjekk Svein Sveins- son búfræðing til að útvega okk- ur plóg, og byrjaði, með tilstyrk Andvaragreinarinnar, að plægja. Nágrannar okkar tóku þessu illa. Þeim þótti vera farið svo illa með hestana. Þegar jeg var 28 ára gamall, fór jeg á búnaðarskólann á Stend í Noregi. Það var góður skóli, bæði bóklegur og þó einkum verk- legur. Þegar við byrjuðum að plægja, þá sagði kennarinn við mig: „Þú kant þetta“. En þar þótti mjer einna merkilegust vot- heysgerðin. Þegar til hennar kom, bað jeg Wilson skólastjóra að láta mig fá bók um þá vinnnaðferð. Hann gerði það. Þá sá jeg að sömu bók hafði Sveinn Sveinsson notað í ritgerð sinni um það mál. Og ekki var farið nærri því eftir nákvæmum reglum sem gefnar vorn. En alt gekk samt vel. Þ;í rann upp fyrir mjer hve ákaf- lega þessi heyverkun er vanda- laus. “ — Bændur voru ekki fljótir til að taka upp þessa aðferð eftir að þú komst heim. — G’uðmundur á Valdastöðmn byrjaði fvrst. En merkilegt er það, hve þetta hefir gengið seint. Ef þetta væri vandasamt, þá var seinlætið afsakanlegt. Eins var t. d. með ávinnsluherfið. Þegar jeg kom heim, fjekk jeg búnaðarfje- lagið hjerna til að kaupa eitt slíkt herfi. Það átti að ganga á milli til reynslu. Það liðu 12 áí* þangað til sá fvrsti fjekst til að reyna þetta á eftir mjer. En þeg- ar hann byrjaði, þótti það ágætt, og þannig gekk svo koll af kolli. Þegar jeg hafði lokið námi í Stend, sagði skólastjórinn við mig, að nú ætti jeg að fara til Dan- merkur og kynnast ýmsum bún- aðarháttum þar. En jeg hafðí ekki efni á því, reyndi að læra sem mest í Noregi, og fór svo heim. Eftir andartak heldur gamíi maðurinn áfram: — Jeg er líka ókunnugur þessn landi. Ilef lengst farið vestur á Skógarströnd. Konan mín sálnga vildi að við giftum okkur þar lijá bróður hennar, sjera Eiríki, sem þá var á Breiðabólstað. Og svo fór jeg til nafna míns og frænda, sjera Eggerts á Breiða- bólstað í Fljótshlíð, þegar jeg samdi við hann um kaup á þriðj- ungnum af Meðalfelli, en faðir hans, föðurbróðir minn, átti' þriðjung jarðarinnar. Þa,ð var skömmu eftir aldamótin. Jeg eign- aðist alla jörðina. — Hve lengi rakst þú hjer bú- skap? — Jeg hefi bvað eftir annað talað um það við Ellert son mimii, FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.