Morgunblaðið - 25.04.1942, Blaðsíða 7
Laugardagur 25. apríl 1942.
Mf'RGUNBLAÐlP
María S. E. Hertevig
Fædd 6. júlí 1900.
Dáin 17. apríl 1942.
Maja,, kæra Maja. Þegar jeg
hugsa um þig, hitnar mjer
um hjartaræturnar, jeg sakna þín.
Jeg gleymi ekki fyrstu sam-
fundum. Það var um haust, en
þú varst sem fögur rós á sumar-
degi.
Jeg gíeymdi hausthríminú ög
nepjunni. Við tóknmst í hendur;
báðar undir oki héilsuleysis.
Jeg yarð hraust, þú ekki, en
sál þín var sterk, hrein og við-
kvæm.
Jeg dáðist að gáfum þínum og
hinni miklu lífslöngun, sem tók
hvítadauðann 20 ár að yfirbuga.
Þú fjelst að lokum, þú fjelst
með heiðri, ekkert möglunaryrði
heyrðist af þínum vörum, en þess
harðari hefir þín innri barátta
hlotið að vera. Þú þráðir að starfa
og fórna kröftum þínum og fjöl-
þættum gáfum, en svona hefir það
átjt að vera, og nú ert þú komin
heim til föðurins á himnum, er
þú treys'tir.
Jeg þakka þjer allar yndislegar
sainverustundir.
Jeg kveð þig, Maja, með kvæð
ínn sem þú fórst svo oft með.
Vær glad nár faren veier,
hver evne som du eier.
Jo stþrre sak,
des tyngre tak —
men desto stþrre seier. —
Gár st0tterne i stykker,
og vennerne f&r nykker,
sá sker det blot,,
fordi du godt
kan g& foruten krykker. •
Bnhver Gud sætter ene
hann selv er mere nær.
(Björnstjerne Björnson).
Kveðja frá vinkonu.
ÍSLENDINGAR
f STAÐ JAPANA.
F&AMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
um er Peter Airiksson (Pjetur
Eiríksson), sem er 59 ára. Hann
er hagleiks trjesmiður og gerir
við bátana, það sem gera þarf,
áður en vertíð hefst.
,,Barnið“ í íslendingahópn-
um er Burney Johnson (Bjarni
Jónsson?), 18 ára. —- Hann er
fæddur í Manitoba og segist
hafa byrjað fiskveiðar, er hann
var ekki stærri en fiskarnir, sem
hann veiddi. Margir íslending-
anna hafa skilið inannmargar
fjölskyldur sínar eftir í Mani-
toba, en eru nú að gera ráðstaf-
anir til að flytja þær vestur að
strcnd, svo fljótt, sem auðið
verður“.
Ungmennasam-
band Borgar-
fjarðar 30 ára
Amorgun, 26. þ. m. eru 30
ár liðin frá því að Ung-
mennasamband Borgarfjarðar
var stofnað. Munu ungmenna-
f.jelagar í Borgarfirði fjölmenna
til Borgarness þann dag, en þar
verður afmælisins minst með
kaffisamsæti. Stjórn samband.s-
ins hefir boðið öllum, er .sæti
hafa átt í stjórn þess á þessu
tímabili, til samsætisins. Nokkr-
ir þeirra eru nú búsettir í Rvík
og þar í grend, og verður af
þessu tilefni aukaferð með m.s.
Laxfossi frá Reykjavík á sunnu-
dagsmorguninn og til b|ka aft-
ur um kvöldið.
Ungmennafjelögin í Borgar-
firði hafa jafnan verið >all-at-
hafnasöm bæði um íþróttir og
andleg mál, þ. á. m. lagt drjúg-
an skerf til skólamála í hjerað-
inu, auk margs annars. Er ekki
að efa, að margs verður að
minnast í afmæli þessu, þegar
eldri og yngri ungmennafjelag-
ar úr Borgarfirði hittast.
Magnúsá BlikastGðum
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
sökum. En það fer svo stundum
í þessari veröld, að þeir njóta
mestra vinsælda og komast
lengst, sem nota svokallaða „diplo-
mati“ og fara með innantómu
orðagjálfri tíu sinnum í kringum
kjarna málsins án þess nokkurn
tíma að koma að honum.
Magnús var ákaflega hjálp-
samur, en gætti þess ávalt er hann
styrkti fátæka, að gera það svo að
ekkert bæri á því. Hann vildi vera
og var öðrum til fyrinnyndar,
bæði í orði og verki. Magnús Ijet
sjer ekki nægja að gefa góð ráð;
hann vildi og sjá um að þeim yrði
framfylgt. Nágranni hans sagði
mjer eitt sinn lítið dæmi, sem lýs-
ir Magnúsi vel. Nágranni hans var
að bvggja hlöðu, hafði um það bil
lokið við að steypa veggina. Seg-
ir Magnús þá við hann, að hann
þurfi nauðsynlega að steypa járn-
toila efst í vegginn, er gangi upp
úr vegnum gegn um sperruviðina.
til þess að örugt sje að þakið f júki
ekki af hlöðunni. Flestum mundi
hafa þótt nóg að gefa vini sínurn
þessar ráðleggingar, en Magnús
ljet ekki þar við sitja, heldur
kom hann daginn eftir með járn-
tollana í hlöðuvegginn, er hann
hafði sjálfur smíðað í smiðjunni
heima hjá sjer og gaf vini sínum
og nágranna. Þessi bóndi og fleiri
hafa sagt mjer mörg lík dæmi af
Magnúsi.
Magnúsar verður lengi minst
sem fyrirmyndar í íslenskri bænda
stjett, hans verður ininst fyrir-
skapfestu hans, karlmensku og
drengskap.
Eyjólfur Jóhannsson.
Trúlofun sína opinberuðu i gær
ungfrú Ebba Biering, dóttir M. W.
Biering, og Pjetur Jónsson, bif-
reiðarstjóri B. S. í.
Trúlofun sína hafa nýlega opin-
berað ungfrú Sigríður Kristjáns-
dóttir, Bár í "Flóa og Kristján
Finnbogason frá Ilítardal.
Dagbók
□ Edda 59424287 — Fyrl. lokaf.
Næturlæknir er í nótt Björgvin
Finnsson, Laufásvegi 11. — Sími
2415.
Næturvörður er í íngólfs Apó-
teki.
Messur í dómkirkjunni á morg-
un: kl. 11 síra Friðrik Hallgríms-
son (Ferming), kl. 2 síra Bjarni
Jónsson (Ferming).
Hallgrímsprestakall. Messa á
morgun í Austurbæjarskólanum
kl. 2 e. h. Síra Sigurbjörn Ein-
arsson.
Nesprestakall. Barnaguðsþjón-
usta í Skerjafirði kl. 11 f. h. á
morgun, og inessað í Mýrarhúsa-
skóla kl. 2% e. h. á morgun.
Laugarnesprestakall. Messað í
Laugarnesskóla á morgun kl. 2 e.
h., sr. Garðar Svavarsson. Barna-
guðsþjónusta í Laugarnesskóla,
kl. 10 árd.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Ferm-
ing á morgun kl. 2. Síra Jón Auð-
uns.
Útför Þ. Magnúsar Þorlákssonar
frá Blikastöðum fór fram í gær að
viðstöddu íjölmenni. Jarðað var
í Lágafellskirkjúgarði. Húskveðj-
una að Blikastöðum flutti síra
Bjarni Jónsson vígslubiskup. Úr
heimahúsum báru kistuna tengda-
svnir og uppeldissynir Magnúsar
og gamlir starfsmenn. f Lágafells-
kirkju talaði sóknarpresturinn,
síra Hálfdán Helgason. Stjórn
Búnaðarfjelags íslands bar kist-
una í kirkju, en úr ltirkju stjóru
Mjólkurfjelags Revkjavíkur.
Sjötugur er í dag Jónas Helga-
son innheimtumaður, Brautarholti,
Reykjavík.
Trúlofun. Nýlega hafa opinber-
að frúlofún sína ungfrú Þórey
Magnúsdóttir frá Hruna í Vestur-
Skaftafellssýslu og Magnús Þórð-
arson, Ingólfsstræti' 7, Rvík.
Trúlofun sína hafa nýlega opin-
þerað ungfrú Guðmunda Eyjólfs-
dóttir, Brekkugötu 5, Hafnarfirði
og Magnús Magnússon járnsmið-
úr, Kaplaskjólsveg 12.
Hjónaefni. Nýlega hafa opinber-
að trúlofun sína ungfrú Sesselja
Einarsdóttir og Gunnar Marteins-
son (Einarssonar kaupmanns),
verslunárm.
Hjónaefni. S.l. laugardag opin-
beruðu trúlofún sína ungfrú Gunn
þóra Kristmundsdóttir verslunar-
mær, Fífilgötu 2, Vestmannaeyj-
11 m og Helgi Þorláksson kennari',
Vestmannaeyjum.
Frakkástígur. Bæjarráð hefir
samþykt fyrir sitt leyti þá tillögu
Skipulagsnefndar, að breidd
Frakkastígs yrði ákveðin 12V2
rnetri.
Þingsályktunartill. Gisla Sveins-
sonar um staðfesting á þings
álýktun frá 15. maí 1941 um frest-
un almennra alþingiskosninga,
verður rædd í sameinuðu þingi á
þriðjudag.
R.evýan Halló Ameríka vei’ður
sýnd á morgun kl. 2. Aðgöngu-
miðar verða seldir frá kl. 2 í dag.
Ctvarpið í dag:
12.15—13.00 Hádegisútvarp.
15.30—16.00 Miðdcgisútvarp.
19.00 Enskukeiisla, 1. fl.
19.25 Þingfrjettir.
20.00 Frjettir.
20.30 Úr Alþingisrímum (Vilhj. Þ.
Gíslason).
21.00 Útvarpstríóið: Einleikur og
■tríó.
21.20 ITpplestur: „Hní£akaup“,
smásaga eftir Þorst. Þ. Þorsteins
son (Kristján Gunnarsson).
7
»
1-2 góð herbergi |
(helst sjer), með eða án húsgagna, óskast 14. mal %
Hálfs til eins árs fyrirframgreiðsla. Millisamband •
m
eða afnot af síma getur fylgt. — Tilboð merkt •
„Símaafnot“ sendist blaðinu. *
Systir okkar
VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR SVANSON
frá Skildinganesi, andaðist í Winnipeg 26. febr. s.1.
Vilborg Jónsdóttir. Einar Jónsson. Sigurður Jónsson.
Görðum,
Konan mín
KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR
frá Kópsvatni, andaðist 24 þ. m. í sjúkrahúsi. JarSarfðrm
auglýst síðar.
Jónas Jónsson frá Grjóthedmi,
Frakkastíg 13.
Tengdafaðir og faðir okkar
CARL ANTON JACOBSEN
andaðist 24. þ. mán.
Dagmar og Þorvaldur Jacobsen,
Ránargötu 26.
Það tilkynnist, að faðir minn
SIGURÐUR SIGURÐSSON
andaðist að Elliheimilinu þann 24. þ. m.
Fyrir hönd vandamanna
Haraldur Sigurðsson.
Minningarathöfn frænku minnar og systur
MARÍU HERTERVIG
fer fram í dómkirkjunni í dag, laugard. 25. þ. m. kl. 4 sáGdl-
Lára Edvarðsdóttir. Óli Hertervig.
Jarðarför mannsins míns
BJARNA PÁLSSONAR
frá Jórvík í Álftaveri, fer fram mánudaginn 27. þ. m. og befst
með húskveðju að heimili hans, Njálsgötu 26, æl. 10 f. m.
Kransar afbeðnir.
F. h. vandamanna
Ragnhildur Brvnjólfsdóttir.
Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu við fráfaO eg;
jarðarför
PJETURS DANÍELSSONAR,
Akranesi.
Aðstandendur,.
Hjartans þakkir fyrir sýnda samúð við andlát og jarðar-
för dóttur okkar
HELGU.
Fyrir okkar hönd og annara vandamanna
Guðlaug 0g Gísli Magnússon.
Hjartkærar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát
og jarðarför okkar ástkæra eiginmanns, föður og tengdaföðnr
JÓHANNESAR EINARSSONAR,
afgreiðslumanns í Hafnarfirði. Sjerstaklega þökkum við bæsj-
arstjórn Hafnarfjarðar fyrir hina miklu velvild og þátttöku
okkur auðsýnda.
Steinunn Pálmadóttir, börn og tengdadóttir.