Morgunblaðið - 16.05.1942, Side 5
Xaugarda^ur 16. maí 1942.
—ÁVARP—
vegna fjársöfnunar
lil Norðmanna
DAGLEGA berast nú hörmuleg tíðindi af frændþjóð vorri
Norðmönnum. Vér íslendingar erum fámennir og lítils-
megandi, stöndum álengdar og getum lítt að gert annað en sýnt
samúð vora á einn eða annan hátt.
Á sama tíma esm Norðmenn hafa beðið ómetanlegt tjón, höf-
um vér íslendingár auðgast af veraldlegum auð meira en dæmi
eru til á jafnskömmum tíma. Oss væri því ekki vansalaust að sitja
hjer með digra f jársjóði, sem meðal annars hafa til orðið vegna
þeirra hörmunga, sem dynja nú yfir þjóðirnar, án þess að láta
eyri af hendi rakna til hjálpar nauðstaddri bræðraþjóð. Þess vegna
teíjum vjer, sem undir þetta ávarp ritum, að vjer getum á engan
hátt betur, svo sem högum vorum er háttað, sýnt samhug vorn
með þessari frændþjóð, en með því að safna nú álitlegri f járupp-
hæð, sem varið verði henni til hjálpar að stríðinu loknu, eða þeg-
ar hún hefir endurheimt land sitt og frelsi. — Með slíkri fjár-
söfnun styðjum vér ekki aðeins nauðstadda þjóð, heldur björgunt
vjer jafnframt, á þessu sviði, heiðri vorum sem frjálsborin þjóð.
Sameinumst því allir íslendingar urn að sýna Norðmönnum
óskipta samúð og veitum þeim þá hjálp, er vjer megum.
Sendið gjafir yðar til Norræna fjelagsins, Ásvallagötu 58,
Kauða Kross íslands, Hafnarstræti 5, Norska f jelagsins s. st., eða
annara stofnana á landinu, er auglýst verðUr að taki á móti gjöf-
um til Noregssöfnunarinnar.
Reykjavík, 16. maí 1942.
Stefán Jóh. Stefánsson,
|
JPlargtmMafóft
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrg-?Sarm.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánutSi
innanlands, kr. 4,50 utanlands.
f lausasölu: 25 aura eintakiö,
30 aura metS Lesbók.
Stjórnarskifti
Stjórnarskifti munu fara fram
í dag. Ráðuneyti Her-
mann Jónassonar fer, en við
tekur ráðuneyti, sem Sjálfstæð-
isflokkurinn einn tilnefnir, und-
Ir forustu Ólafs Thors, núver-
andi utanríkismálaráðherra.
Þessi stjórnarskifti koma
niönnum ekki á óvart. Það var
fyrir nokkru kunnugt, að Fram-
sóknarflokkurinn myndi draga
ráðherra sína út úr stjórninni
strax og úr því yrði skorið á Al-
3>ingl, að stjórnarskrármálið
myndi ná fram að ganga.
Það er kjördæmamálið, eða
öreytingarnar á kosningafyrir-
komulaginu, sem hefir knúð
Framsóknarflokkinn til sam-
vinnuslita að þessu sinni. — Er
flokknum þar nokkur vorkunn,
því að breytingarnar hafa þær
verkanir, að flokkurinn missir
liin miklu sjerrjettindi, sem
liann hefir haft í skjóli núvey-
andi kosningafyrirkomulags —
sjerrjettindi, sem hafa trygt
flokknum óslitna valdaaðstöðu
nndanfarin 15 ár, enda þótt
ihann hafi aðeins tæpan fjórð-
ung atkvæða að baki sjer.
Ekki er minsti vafi á því, að
mikill meirihluti kjósenda á
landínu er fylgjandi þeim breyt-
Ingum á kosningafyrirkomulag-
Inu, sem nú hefir orðið samkomu
lag um. Þar er öllu mjög í hóf
stillt, ekki tekinn rjettur af
neinu kjördæmi, en stóru sveita-
kjördæmin, sem mest hafa verið
fyrir barði hins rangláta kosn-
íngafyrirkomulags fá nú fulla
lejðrjetting sinna mála. — And-
staða Framsóknarflokksins gegn
Wutfallskosningum í tvímenn-
'Ingskjördæmunum er blátt á-
fram hlægileg, þar sem það var
'þessi sami flokkur, sem barðist
fyrir því, að fá hlutfallskosning-
ar til Búnaðarþings, en þar eru
flest tvímenningskjördæmi. —
Um Siglufjörð er og upplýst, að
Framsókn hefir þegar í árslok
1930 boðið Kommúniskim 'að
gera hann sjerstakt kjördæmi.
Eánnig upplýsti Sveinbjörn
Högnason við 2. umræðu stjórn-
sarskrármálsins í Nd., að Fram-
sókn hefði 1933 viljað láta
Tteykjavik fá 7 þingmenn. Hjer
eru því teknar upp gamlar till-
ligur Framsóknarmanna.
Hin nýja stjórn Sjálfstæðis-
flokksíns, sem nú tekur við völd-
um, hefir það aðalhlutverk að
vinna, að koma stjórnarskrár-
málinu í farsæla höfn. Fram-
sókn hefir hug á, að bregða
Tæti fyrir stjórnina, en það mun
•ekki takast.
Kjósendur landsins fá nú að
•greiða atkvæði um rjettlætis-
málið. Margar snörur verða
lagðar fyrir þá, en þeir munu
«ekki bregðast lýðræðinu.
HðtfðabOld
Norræna fjel-
agslns 17. mal
orræna f jelagið efnir til há-
^ ^ tíðahalda hjer í bænum og
á Akureyri, Siglufirði og Isafirði
á morgun — 17. maí — og þann
dag hefst Noregsfjársöfnun fje-
lagsins.
Seld verða merki á götunum og
tekið við samskotafje.
Dagskrá hjer í bæ er sem hjer
segir:
Kl. 9: Merkjasalan hefst. Merkin
afhent í Iðnskólanum og þar
verður einnig tekið á móti
gjöfum.
Kl. 12,30: Ávarp söfnunarnefnd-
ar lesið í útvarpið. Árni
Pálsson próf. flytur ávarp.
Kl. 13,15: Lúðrasveit Reykjavík-
ur leikur norsk lög á Austur-
velli (útvarpað).
Kl. 13,30: Sigurgeir Sigurðsson
biskup flytur ávarp af svöl-
um Alþingishússins (útvarp-
að). Skrúðganga norskra
barna staðnæmist fyrir fram
an Alþingishúsið.
Kl. 15,15: Skemtisamkoma Nor-
ræna fjelagsins í Iðnó:
Ávarp (Stefán Jóh. Stefáns-
son). Söngur (Einar Mark-
an með undirleik Páls ísólfs-
sonar). Kvikmyndasýning.
— Skemtunin aðeins fyrir
norska hermenn og sjómenn
(allir boðnir).
Kl. 16,00: Kvartett Kjartans Sig-
urjónssonar syngur nokkur
lög. Litlar stúlkur í norskum
þjóðbúningum safna fje.
Handiðaskólinn
verður Handíða
og myndlistaskóli
Handíðaskólanum, sem til
þessa hefir verið eiknaeign
Lúðvígs Guðmundssonar skóla-
stjóra, hefir frá 9. þ. m. verið
breytt í sjálfseignarstofnun, og
heitir hann framvegis Handíða- og
myndlistaskólinn.
Eignir stofiiunarjnnar eru: hús-
eignin á Grundarstíg 2 A hjer í
bænum, og húsbúnaður og kenslu-
tæki þau, er áður voru í Handíða-
skólanum.
Stjórn hinnar nýju stofnunar
er þannig skipuð: formaður er
Ingimar Jónsson skólastjóri, rit-
ari Sigurður Thorlacius skóla-
stjóri og g'jaldkeri Halldór Kjart-
ansson forstjóri.
Uppliaflega var Handíðaskólinn
stofnaður haustið 1939 og í gær
lauk þriðja starfsári hans. Nem-
endur skólans voru í vetur 238,
en kennarar 14.
Lúðvíg Guðmundsson er ráðinn
forstöðumaður skólans, en Kurt
Zier listmálani fyrsti kennari.
í dag opnar Handíðaskólinn vor
sýningu í húsakynnum Miðbæjar-
skólans. Við opnunina flytur
Jakob Kristinsson fræðslumála-
stjóri ávarp.
form. Norrænafjelagsins.
Árni Pálsson,
þrófessor.
Jónas Jónsson,
alþingism.
Sigurður Thorlacius,
form. Samb. ísl. barnakennara.
Helgi H. Eiríksson,
fonn. LandsSambands iðnaðarm.
Kjartan Thors,
form. Fjel. ísl. botnvöruskipa-
eigenda.
Pálmi Hannesson,
rektor Mentaskólans í Rvík.
Sigurgeir Sigurðsson,
biskup.
Ásmundur Guðmundsson,
form. Prestaf jelags íslands.
Baníel Ágústínusson,
ritari Ungnlennafjelags Islands.
Ben G. Waage, kaupm.,
forseti í. S. í.
Kristján Guðlaugsson,
ritstj. Vísis.
Skúli Skúlason,
ritstj. Fálkans.
Harald Faaberg,
form. Nordmannslaget.
Sigurjón Á. Ólafsson,
forseti Alþýðusambands íslands
Bóndi nokkur roskinn úr nágrenni
Reykjavíkur, er ekki vill láta
nafn síns getið að svo komnu, kom
til mín fyrir skemstu og afhenti mjer
tvö þúsund krónur í peningum með
þeim ummælum, að fje þetta skuli
vera stofn að sjerstökum sjóði, er
heiti Líknarsjóður Hallgrímskirkju.
Tilgangur sjóðsins skal vera sá, eins
og nafnið bendir til, að styrkja bág-
statt fólk i Hallgrímssöfnuði í Reykja
Gefandinn lætur fje þetta til minn-
ingar um konu sina látna. Hún hjet
Sigurbjört Halldórsdóttir og skal sjóð-
urinn varðveita nafn hennar. Hefir
minningu þeirrar konu verið reistur
minnisvarði með þessu móti, sem
trauðlega getur fegurri 'nje varan-
legri. Trú min er sú, að margir eigi
eftir að blessa nafn hennar og svo
mann hennar, gefandann. Er þetta
Guðl. Rósinkranz,
ritari' Norrænafjelagsins.
Sigurður Sigurðsson,
form. Rauða kross Islands.
Alexander Jóhannesson,
rektor Háskóla íslands.
Hallgrímur Benediktsson,
form. Verslunarráðs Islands.
Árni G. Eylands,
form Norræna búfræðifjelagsins
N. j. F.
Guðmundur Ásbjörnsson,
forseti bæjarstjórnar.
Ragnhildur Pjetursdóttir,
form. KvenfjelagsSambands Isl.
Kristinn Stefánsson,
stórtemplar.
Valtýr Stefánsson,
ritstjóri.
Jón Eyþórsson,
form. útvarpsráðs.
Stefán Pjetursson,
ritstj. Alþýðubláðsins.
Jón H. 'Guðmundsson,
ritstj. Vikunnar.
Jón Magnússon,
frj ettastj. Utvarpsíns.
Einar Árnason,
form. S. í. S.
Bjarni Ásgeirsson,
foi*m. Búnaðarfjel. Islands.
drengilega gefið og drengilega fyrir
mælt um það, hvernig gjöfinni skuli
I varið. Það ljét gefandinn í Ijós, að
j hjer hefði hann tvöfaldar skuldir að
minnast, annai*svegar skuldarinnar
við lífsförunaut sinri, hinsvegar við
Hallgrím Pjetursson, en hans orð og
boðskapur hefði best dugað þeim
hjónum í baráttu áranna.
Um leið og jeg þakka þessa góðu
gjöf og ágætu hugmynd, vil jeg vekja
athygli manna á þessari sjóðstofnun.
Líknarsjóði Hallgrimskirkju þarf sem
fyrst að vaxa sá fiskur um hrygg, að
hann geti farið að verða ávaxtasam-
ur til styrktar bágstöddum, samkvæmt
tilgangi sínum. Jeg hugsa að skáldið,
sem eitt sinn reyndi þá þraut, að vera
þurfamaður, myndi gleðjast yfir því.
Og sú er trú gefandans.
Sigurbjörn Einarsson.
5 1
Dvalarhelmlli
sjómanna
Jeg leyfi mjer hjer rneð acS birta.
eftirfarandi brjef, er mjer
hefjr borist;
„Vjer undirrituð, börn og
tengdadætur hjónanna Ólafs Jóns-
sonar og Ásgerðar Si gurðardóttur
höfuin ákveðið að þeim Játnum
að gefa mínningargjöf hinu vænt-
anlega hvíldarheimili sjómanna í
Reykjavík, að upphæð kr. 1500.00
— fimtán hundruð krónur.
Ólafur var fæddur að Vestur-
Leirárgörðum í Leirársveit, í Borg
arfjarðarsýslu 26. juní 1848. Ás-
gerður var fædd að Stóru-Fells-
öxl í Skilmannahreppi í Borgar:
fjarðarsýsln 1. nóvember 1853.
Þessi mætu hjón bjuggu í mörg
ár að Stóru-Fellsöxl og voru oft
kend við þann bæ. Þau eignuð-
ust 11 börn og komust 10 þeirra
til fidlorðins ára, en nú eru að-
eins fimm þeirra á lífi. Árið 1900
flnttu þau til Reykjavíkur og
bjuggu í húsinu nr. 18 við Lind-
argötu, það sem eftir var æfinn-
ai. Ólafur ljest 18. febrúar 1936,
en Ásgerður Ijest 1. desember
sama ár, bæði þrotin að kröftum,
eftir langan og strangan æfidag.
Það var upphaflega ætlun vor,
að fjárhæð sú, er vjer nú færum
hinu væntanlega hvíldarheimili
sjómanna að gjöf, væri varið í
legstein j*fir þessi hjón, en við
nánari athngun sjáum vjer, að
með því að gefa þessa litlu upp-
hæð sem minningargjöf einhverju
þörfu mannúðarfyrirtæki, þá gerð-
um við lítijsháttar gagn með því.
Og vjer erum öll þeirrar skoðun-
ar, að sjómenn vorir sjeu alls
góðs maklegir og þessvegna varð
liið fyrirhugaða hvíldarheimili
fyrir valinu.
Virðingarfylst
Sigurjón Ólafsson. Guðlaug Sig-
urðardóttir. Júlíns Ólafsson. Elín-
borg Kristjánsdóttir. Einar Ólafs-
son. Þorstína Gunnarsdóttir. Sig-
urður Óíafsson. Halldóra Jóns-
dóttir. Sigurdís Ólafsdóttir. Krist-
ín Eýjólfsdóttir.
Jeg þakka gefendunum af aí-
hug þann skilning, er þeir sýna
sjómönnum með gjöf þessari, og
þá hlýju til sjómanna, er felst í
orðalagi brjefsins.
Björa Ólafs.
★
Styrktarsjóður.
Eftirfarandi brjef barst mjer
frá Guðmundi Andrjessyni gull-
smið. Laugavegi 50:
„Hjer með leyfi jeg mjer að
senda fjársöfnunarnefndinni kr.
1000.00 — eitt þúsund krónur —
með þeim fyrirmælum, að þær
verði upphaf að styrktarsjóði fyr-
ir vistmenn á væntanlegu sjó-
mannaheimili“.
Um Ieið og jeg votta gefand-
anum þakkir mínar fyrir ransn
hans, vil jeg láta þess getið, að
Sjómannadagsráðið mun semja
skipulagsskrá fyrir sjóðinn, og
verða gjafir til hans vel þegnar.
Björn Ólafs.
Hjónaband. Á morgun verða
gefin saman í hjónaband af sr.
Bjarna Jónssyni, frk. Helga Hobhs
og Ævar R. Kvaran, lögfr.
Lfknarsjóflur Hallgrlmsklik|u