Morgunblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 5
■5JT5?
SSuimiidagur 7. júní 1942
Útgref.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgTJarna.).
Auglýsingar: Árni óla.
Ritstjórn. auglýsingar og afgreitSsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
innanlands, kr. 4,50 utanlands.
í lausasölu: 25 aura eintakib,
30 aura meö L/esbók.
Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánutSi
Sjómannadagurinn
':W. dag halda sjómenn árshátíð
sína. Nú, sem á undanförmim
;árum, leggja þeir áherslu á, að
þau hátíðahöld verði f jölbreytt og
myndarleg. Yfir hátíðahöldum sjó
manna hvílir ávalt sjerstakur
blær. Menn taka eftir því er þeir
horfa á hópgöngur þeirra á göt-
unum. Með öllum sjómönnum er
sterkur fjelagsandi, andi samúðar
og bræðralags. Mennirnir sem ár-
um saman hafa átt í baráttu við
Ægi, mótast að ýmsu leyti á sama
hátt, þeir verða einbeittari, djarf-
ari, yfir þeim er meira jafnvægi
og festa en alment gerist meðal
. annara. Þessi skapeinkenni koma
greinilega í ljós, er menn sjá
marga sjómenn í fylkingu, ekki
síst á hátíðisdegi þeirra.
★
Margoft er það endurtekið um
þessar mundir, í frásögnum frá
styrjöldinni, að hernumdu þjóð-
irnar háldi áfram baráttu sinni
fyrir frelsi, þó fjötraðar sjeu og
lamaðar, heima fyrir. Því um
hÖfin sigli skip þeirra, sjómanna
stjett þeirra sje þátttakandi í
styrjöldinni gegn ofbeldi og kúg-
nn.
Styrjöldiln hefir líka komið við
íslenska sjómannastjett. í dag
mun þeirra íslendinga sjerstak-
lega minst, sem fallið hafa í val-
inn á þessum vettvangi.
Þegar talað er um baráttu ná-
grannaþjóða og frændþjóða vorra
á hafinu, um sjómenn þeirra, sem
berjast nú hinni helgu baráttu
fyrir frelsi þjóða sinna, þá er
eðlilegt að menn renni huganum
til sjómanna okkar og geri hjer
samanburð.
Baráttu þeirra og fórnum er
nolrkuð á annan veg háttað.
Þeirra starf er fvr, að afla
lífsnauðsynja fyrir þjóð sína, og
koma þeim á erlendan markað,
en flytja yfir langt haf* það, sem
hingað þarf að flytja, þrátt fyrir
íillar aðsteðjandi hættur fjær og
nær. Pyrir þau störf stendur þjóð-
ín í ómælanlegri þakkarskuld við
sjómennina.
En þegar talað er um frelsis-
' baráttu í sambandi við sjósóknlr,
þá nær starf íslensku sjómann-
anna lengra en til yfirstandandi
styrjaldar.
Efnalegt. sjálfstæði okkar fs-
' lendinga byggist á sjávaraflanmn.
Menn gera sjer það ljóst. Þar
fæst sá efnalegi grundvöllur, sem
frelsi okkar og sjálfstæði er
nauðsynlegur, bæði nú og um alla
framtíð.
Með þessa staðreynd fyrir aug-
um lítur þjóðin öll með virðing
til sjómannastjettarinnar og tek-
ur þátt í hátíðahöldum hennar,
og væntir þess að eigi verði þess
langt að bíða að upp rísi vegleg-
nr sjómannaskóli f.yrir æskuna og
hvíldarheimilið fyrir aldraða sjó-
menn.
____ B>
Reykiauíkurbrief 6. júní
Framboð Sjálf-
stæðisflokksins.
ramboð Sjálfstæðisflokksins
til Alþingiskosninganna eru
nú kunn orðin. Oft hefir það
viljað við brenna, að Sjálfstæðis-
menn yrðu síðbúnari en aðrir
flokkar með framboð sín. En svo
varð ekki ,að þessu sinni.
Sjerstaka athygli vekur það, að
flokkurinn hefir færri Reykvík-
inga meðal frambjóðenda sinna
en verið hefir við undanfarnar
kosningar.
í Rangárvallasýslunni eru tveir
innanhjeraðsmenn í kjöri, Ingólf-
ur Jónsson kaupfjelagsstjóri og
Sigurjón Sigurðsson bóndi í Raft-
holti. Ingólfur er hinn traustasti
forvígismaður lijeraðsins á sviði
viðskiftamála, sem kunnugt er.
Hefir kaupfjelag það, sem hann
veitir forstöðu, dafnað með hverju
ári. En samstarfsmaður hans, Sig-
urjón í Raftholti, er myndarbóndi
hinn mesti. Hafði Jón heitinn
Ólafsson bankastjóri mikinn hug
á því fyrir mörgum árum, að
Sigurjón fengist í framboð í sýsl-
unni.
Nýr frambjóðandi flokksins í
Árnessýslu með Eiríki Einarssyni,
Sigurður Ólafsson, kaupmaður á
Selfossi, er mjög vinsæll maður
í hjeraði, sanngjarn maður og
gætinn og mjög líklegur til að
efla fylgi flokksins, enda hefir
hann lengi staðið framarlega í
flokksstarfsemi Sjálfstæðismanna
í Árnessýslu.
Nýir frambjóðendur
á Vestf jörðum.
eðal nýrra frafnbjóðenda
Sjálfstæðisflokksins ern
þrír á Vestfjörðum, Pjetur Guð-
mundsson, bóndi í Ófeigsfirði, er
býður sig fram á móti Hermanni
Jónassyni, og lögfræðingar tveir
ungir, Sigurður Bjarnason frá
Vigur í N.-ísaf jarðarsýslu og
Bárður Jakobsson í V.-ísafjarð-
arsýslu. Báðir þessir ungu menn
liafa látið mikið til sín taka í
stjórnmálum á námsárum þeirra,
og verið í fremstu röð meðal stúd-
enta, er fylkja sjer undir merki
Sjálfstæðisflokksins. Má vænta
sjer hins besta af þeim báðum.
Pramsókn kannar nú lið sitt í
N.-ísafjarðarsýslu við þessar kosn
ingar. En á undanförnum árum
hafa Pramsóknarmenn í því hjer-
aði kosið frambjóðendur Alþýðu-
flokksins.
Mikil ánægja er meðal Sjálf-
stæðismanná í Strandasýslu yfir
því að Pjetur Guðmundsson ‘í
Ófeigsfirði skuli vera þar í kjöri
Hann hefir óskorað traust hjer-
aðsmanna fyrir dugnað, hyggindi
og ráðdeild, og mun fyrr eða
síðar losa kjördæmið við að senda
Framsóknarmann á þing.
í Skagafirði.
[ Skagafirði hafa oft verið einna
harðast barist í kosningum á
undanförnum árum. Er sem það
liggi þar í landi mikill bardaga-
hugur, sem fyrr á tímum. Þar
stendur nú svo á, að „bræður
munu berjast", þó engin ættu
úr því að verða Ragnarök.
Pjetur Hannesson sparisjóðsfor-
maður á Sauðárkróki er tvímæla-
laust meðal þeirra Skagfirðinga,
er nýtur almennastra vinsælda og
trausts allra hjeraðsbúa. Jóhann
Hafstein lögfræðingur, sem þar
býður sig og fram í fyrsta sinni,
hefir nú um skeið haft á hendi
framkvæmdastjórn Sjálfstæðis-
flokksins. Hann er víðsýnn áhuga
maður og duglegur stjórnmála-
maður, enda mun hann eiga mikla
framtíð á sviði stjórnmálanna.
í Austur-Skaftafellssýslu býður
Helgi II. Eiríksson sig fram fyr-
ir Sjálfstæðismenn. Helgi hefir
setið hjer í bæjarstjórn í 4 ár og
er ötull og traustur flokksmaður.
og líklegur til að vinna sjer fylgi
þar eystra, sem hjer í bænum.
Meðal frambjóðenda flokksins
eru einir 15, sem ekki hafa verið
áður í kjöri fyrir' flokkinn. Er
þar margt hinna efnilegtistu og
ágætustu manna. Enda er það
almenn skoðun, að frambjóðenda-
fylking Sjálfstæðisflokksins liafi
ahlrei verið betur skipuð en nú.
Bændaflokksmenn.
rír menn eru nú í framboði
fyrir Sjálfstæðisflokkinn, er
voru frambjóðendur Bændaflokks
ins við síðustu kosningar, Stefán
Stefánsson í Pagraskógi, Sveinn á
Egilsstöðum og Benedikt Gísla-
son í Hofteigi. Bendir þetta ótví-
rætt til þess, að þeir menn, sem
fvlgt hafa Bændaflokknum að
málum, sveigist nú, sem eðlilegt
er, til eindregins fylgis við Sjálf-
stæðisflokkinn.
Stefán í Pagrskógi hefir reynst
ágætur þingmaður, skörulegur
ræðumaður. Er hann í alla staði,
til þess líklegur að eiga lengi
sæti á Alþingi. En Sveinn á Eg-
ilsstoðum, er, sem kunnugf er, at-
kvæðamaður mikill í hjeraði og
hinn duglegasti við hvert það
starf, er hann tekur sjer fyrir
hendur. Með Sveini er Gísli Helga
son í Skógargerði, ágætur maður,
son í Skógargerði, ágætur Sjálf-
stæðismaður, vinsæll og drengur
hinn besti.
Benedikt. Gíslason í Hofteígi
hefir getíð sjer góðan orðstír í
fyrra framboði, er ötull og á-
hugasamur um stjórnmál.
Breytingar.
rni Jónsson frá Múla, er hef-
ir verið í kjöri í N.-Múla-
sýslu, býður sig nii fram í S,-
Múlasýslu, og Júlíus Havsteen
sýslumaður, er eitt sinn var í
kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
N.-Þingeyjarsýslu, er nú í kjöri í
S.-Þingeyjarsýslu. Dr. Björn
Björnsson hagfræðingur var fram
bjóðandi flokksins í Yestur-Húna-
vatnssýslu 1934, en býður sig nú
fram á ísafirði. Og Gunnar Thor-
oddsen prófessor vjek úr V.-ísa-
fjarðarsýslu suður á Snæfellsnes.
Þar er honum vel fagnað sem
eftirmanni Thor Thors. Einhverj-
ir lítilf jörlegir pólitískir reim-
leikar eru sagðir á ferðinni kring-
um Próðá, sem stefna á gegn
Gunnari. Eu enginn býst við að
þau nýju „Fróðárundur“ hafi
nokkur áhrif á úrslit kosningarn-
ar þar vestra. v
Skothríðin
í Skerjafirði.
Hurð skall nærri hælum nú í
vikunni, að slys yrði alvar-
legt af skotliríð amerískra varð-
manna í Skerjafirði, er þeir skutn
á bát, sem var að koma úr róðri.
En mennirnir sluppu ómeiddir, og
var talin tilviljun.
Ákaflega er það bæði óheppi-
legt og hörmulegt að þeir atburð-
ir endurtaki sig, er varpa skugga
á sambúðina milli Islendinga ann-
arsvegar og hins ameríska setu-
liðs. Er þetta ennþá hrapallegra
vegna þess að vitað er, að sam-
komulagið milli sendiherra Banda
ríkjanna hjer og yfirhershöfð-
ingjans annarsvegar og íslenskra
stjórnarvalda hinsvegar er einstk-
lega gott í alla staði, enda ekki
annað sjeð, en bæði sendiherrann,
Mr. Mae Veagh og ekki síður hinn
alúðlegi yfirhershöfðingi Ch. H.
Bonesteel láti sjer einkar ant um
að svo sje og verði.
Við íslendingar getum því al-
gerlega treyst því, að þeir tveir
menn og samstarfsmenn þeirra í
herstjórn og sendisveit láta einskis
ófreistað til þess að koma í veg
fyrir, að slíkir atburðir endurtaki
sig.
Yfirlýsing..
t af Skerjafjarðar-skotunum'
birtist í blöðunum yfirlýs-
ing frá sendisveitinni amerísku.
Er lesendunum hún í fersku
minni. Þar er rjettilega bent á,
hve mikill vandi þeirra manna er,
sem hafa hervernd landsins með
höndum, enda verða þeir menn,
sem þá varðstöðu hafa, daglega ao
hætta, lífi sínu. Pyrir okkur ís-
lendinga, sem er ókunnugt xrm
allan hernað, er þetta torskilið í
fljótu bragði. En við nánari at-
hugun verður það ekki vjefengt.
Að til þess að varðherinn sje við-
búinn árás á hvaða augnabliki
sem er, dags og nætur, þarf hann
t. d. sífelt að vera með alvæpni.
Sendiherrann þakkaði blöðim-
um fyrir það, hve gagnrýni sú
var að hans dómi sanngjörn, er
blöðin beindu til ameríska hei*s-
ins út af hvítasunnu atburðinum.
Alt bendir sem sagt til þess, að
það sje hinn einlægasti vilji og
staðfastur ásetningur .yfirmanna
hers og sendisveitarinnar amer-
ísku, að stuðla að því, að sam
vinna megi takast sem best við
íslensk stjórnarvöld og allan al-
menning í landinu.
Ljeleg aflakló.
t? ramsóknarmenn virðist hafa
* hrokkið illa við, er frjettist
um hina merkilegu uppljóstrun
Egils í Sigtúnum, er hann las
upp á fundinum að Stórólfshvöli
um fyrri helgi. En þar skýrði Eg-
ill frá því, að takmark Pramsókn-
arflokksins væri fullkomið flokks-
einræði. Gera flokksmenn Egils
nú hverja tilraunina af annari til
þess að draga úr þessum frægu
ummælum hans og blæfalsa hana,
en fundarmenn svo margir til
vitnis um hvað þar fór fram, að
Agli er engrar undankomu auðið.
Þegar falsanir Framsóknar-
manna reynast þýðingarlausar, og
Egill stendur eins og aflijúpaður
biblíukjarni Pramsóknarflokks-
ins$ eða ný útgáfa af Tímadálk í
mannsmvnd, þá grípa þeir Tíma-
menn til þess örþrifaráðs að lýsa
Agli eins og einhverjum afburða-
manni á sviði viðskiftamála. Seg-
ir í Tímanum í gær, að jafnvel
aflaklær höfuðstaðarins muni ekki
láta sjer detta í hug að neita því
að Egill sje duglegur kaupmaður.
Þetta má til sanns vegar færa.
Bæði „fjáraflaklær“ og aðrir vita
sem er, að Egill Thorarensen kaup
fjelagsstjóri er fjáður maður vel.
Bændur austanfjalls geta líka
borið saman híbýli sín og dag-
legt viðurværi, og lífsvenjur og
aðbxið Egils kaupfjelagsstjóra,
bændabýlin og skrauthöll kaup-
fjelagsstjórans með leikfimisher-
bergi, hixusbílum og öðru tilheyr-
andi.
Bændur austanf jalls, sem aðrir
vita líka sem er, að það þarf enga
fjáraflaspekinga til þess að geta
rekið verslun eins og þeir hafa
gert Egill Sigtúna og Vilhjálmur
Þór, er þeir á tímum innflutnings-
hafta og vöruþurðar fengu flutt
inn það sem þeim sýndist, en kepp
endur þeirra fengu ekkert að
heitið gat.
Egill Thorarensen hefir grætt
fje í stórum stíl og látið bændur
feyggja yfir sig í stórum stál.
Hann má lieita „aflakló", þó afla
sinn hafi hann tekið á þurru
landi. En hvort hann reynist
„pólitísk aflakló“ fyrir Pramsókn-
arflokkinn, það draga menn í efa,
ekki síst eftir hinn síðasta Stór-
ólfshvolsfund.
Haydertch
T Daily Telegíarph var í gær
* grein með fyrirsögninhi
,,Slátrarinn“. Þar segir á þesaa
leið:
Með dauða Reinhards Heyde-
rich hefir meginlandið losnað
við einn miskunarlausasta og
alræmdasta blóðhund, sem uppi
hefir verið á vorum dögum og
er þá mikið sagt.
Ef takmark Nazista er að
skapa sjer fordæmingu allra
manna á stjórnarfari þeirra
yrði þeim aldrei eins ágengt og
er því var lýst yfir í þýska út-
varpinu \ fyrradag, að hann
Væri einn af þeirra ,,sláandi
persónuleikum" sem ógleyman-
legir verða. Að því leyti rata'ð-
ist útvarpinu satt á munn.
Hvenær sem átti að fram-
kvæma eitthvert óþokkaverk,
var Heyderich valinn, því að
hann varð snemma orðlagður
sem einstaklega ötull og h.arð-
svíraður starfsmaður. En lárvjð-
arsveig sinn vjann hann í blóð-
baðinu í júní 1934.
Sem handbendi Himmlers
vann hann að framkvæmd hins
nýja skipulags og Holland,
Belgía, Nore&ur og Frakkland
fengu ríflegt tækifæri til að
kynnast hans „sláandi persónu-
leika“. Þó var það ekki í þeim
löndum, sem ógnarstj,arna hans
skein sem skærast, heldur S
Tjekkóslóvakíu, þar sem hann
var alls ráðandi síðustu 9 mán-
uðina.
Heyderich fer með í gröf-
ina óslökkvandi hatur og heift,
ekki aðeins Tjekka, heldur og
jafnvel sinna eigin samlanda.
Aðeins eitt gremst þeim, og það
er, að hlann fekk of mildan dauð
daga.