Morgunblaðið - 21.07.1942, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.07.1942, Blaðsíða 6
Skæt? veiki - - MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. júlí 19421. Byltingastraumar og frelsishugsjónir FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU koma fram líða 3—5 dagar. — Þau dýr, sem drepast úr veik- inni, drepast venjulega 5—7 dögum eftir að sjúkdómsein- kennin komu fram, Veikin fer í hönd með háum hita og blæðingu í ýmsum líf- færum. Oft fylgir lungnabólga. Erfitt er að þekkja veikina á svínunum, hvort sem þau eru lifandi eða dauð, nema hún sje því svæsnari. — Hvað er hægt að gera gegn veikinni? 1 öðrum löndum er notuð bólu setning, og hefir hún komið að mikju gagni. En það er tvíeggjað sverð að nota þessa bólusetningu, því veikin getur komið upp við hana og er hún því ekki notandi, nema þar sem veikin er orðin landlæg. Það, sem gera þarf nú, er að reyna á allan hátt að hindra útbreiðslu veikinnar. Svínastofn inum á hinum sýktu búum verð- ur slátrað. En til bólusetningar verður ekki gripið af fyrr greindum ástæðum, nema það mistakist að hindra útbreiðslu veikinnar. Bóluefni mun varða pantað til vara. Svínaeigendur eru áhyggju- fullir sem von er. Jeg vil hvetja þá til að mynda með sjer fjelag í þeim tilgangi að stofna með sjer svínatryggingu, svo að ein- stök bú komist hjá stórkostleg- um skaða, ef veikin nær út- breiðslu. Þetta fjelag ætti svo að panta bóluefni og láta fram- kvæma bólusetningu sameigin- lega, ef til hennar þarf að grípa. — Er ekki kjöt af sýktum svínum hættulegt til manneld- is? — Nei, það er algjörlega hættulaust að nota það til manneldis. Smitefnið veldur ekki sýkingu á neinum öðrum dýrum en svínum. — Hvernig berst veikin? — Einkum með sýktum svín- um. Einnig berst veikin með kjöti af sýktum svínum, eins og hjer hefir orðið, sem notað er til svínaeldis. Líkt og gin- og klaufaveikin berst svínapest þessi með ýmsum hlutum, saur c. fl. Veikin getur og borist með mönnum. Að endingu vil jeg bæta þessu við: Það er hin mesta skömm fyrir okkur íslendinga, að ekki skuli vera til nein löggjöf, sem fjallar um varnir gegn öllum næmum dýrasjúkdómum, sem til landsms geta komist. Undanfarin 5 ár hafa verið starfandi nefndír, sem áttu að semja frumvörp um slík lög, en framkvæmdir hafa ýmist kafnað í nefndunum eða á Alþingi. Ætti nú að vera kominn tími til að laga þessa glompu. Þessi pest er annar dýra- sjúkdómurinn, sem jeg hef fundið á þeim átta árum, sem jeg hef starfað sem dýralæknir og finst mjer því orðið ástæða til að við Islendingar styrkjum land- varnir okkar svo sem unt er gegu dýrasjúkdómum. Áttræður: Jón Vigfússon steinsmiður Attræðisafmæli á í dag Jón Vigfússon steinsmiður, Njáls- götu 35. Hann er mörgum eldri Reykvíkingum að góðu kunnur. Jón er Rangæingur að ætt, en fluttist hingað árið 1901. Gerðist hann steinsmiður og vann lengst af síðan við ýmiskonar smíði í þeirri grein, ásamt múrverki, en eins og kunnugt er var grá- steinninn þá og síðar aðalbygg- ingarefnið til húsagerðar. Jón er orðlagður atorkumaður, trúr og skyldurækinn í verkum sínum og öllu dagfari. Iðinn með afbrigðum og vandvirkur, svo orð var á haft, enda mikils metinn af yfirboðurum sínum og samverka- mönnum. Giftur er Jón Helgu Sigurðar- dóttur, • mestu sæmdarkonu. Var heimili þeirra orðlagt fyrir gest- risni og oft gestkvæmt þar, er sýslungar þeirra voru í lestaferð- um eða fóru til sjávar, og jafnan gott þar að koma. Þeim hjónum varð átta barna auðið, en mistu tvö. Eru hin öll á lífi, hin mannvænlegustu. Gömlu hjónin dvelja nú hjá dóttur sinni að Súluholti í Flóa. Þangað sendum við, vinir þessa mæta manns, honum og konu hans hugheilar árnaðaróskir á þessum merkisdegi í lífi hans. Megi æfikvöld þitt verða bjart, og fagurt. Vinur. FRAMH. AF FIMTU SÍÐU „Rússar eru sanntrúaðir. Trú þeirra er bygð á hugsjónum. Þeir. fara ekki í kirkju á sunnudögum með hreintrúarsvip, þeir lifa sam- kvæmt trú sinni alla daga vik- unnar“. Hver sá, sem þekkir nokk- uð til Rússlands, veit, að ríkis- trúarbrögð þar eru hreint guð- leysi. En rússneska byltingastefn- an er eins og allar aðrar bylt- ingastefnur þrungin hugsjónum jafnvel þótt hún geri sjer ekki far um að gera öll trúarbrögð út- læg. Ekki bætum við samkomulagið við Rússa með því að haga okkur eins og sumir amerískir föðurlands vinir, þ. e. a. s. halda því fram, að stjórnarfyrirkomulagið í Rúss- landi sje aðeins ein tegund af amerísku lýðræði. En Stalin gengst ekki upp við slíka vit- leysu, því að hann og fylgismenn hans hafa lagt áherslu á það að varðveita lifnaðarhætti sína út af fyrir sig. Sennilegt er, að þeir bú- ist við því, að stjórnarfyrirkomu- lag þeirra muni ekki aðeins festa dýpri rætur í Rússlandi, heldur einnig breiðast út til landanna, sem að því liggja. í stjómarskrá Rússa er gert ráð fyrir því, að bætt sje við nýjum sovjetríkjum. Eins gera Bandaríkjamenn ráð fyrir því í sinni stjórnarskrá, að bætt sje nýjum lýðræðisríkjum við Bandaríkin. Etí Sámt ér ekki eins mikill munur á lifnaðarháttum manna í Bandaríkjunum og Rússlandi nú og var, er Mr. Fletcher skrifaði bók sína 1927. En þá trúðu Banda- ríkjamenn og Rússar í meiri blindni á stjórnarfyrirkomulag sitt en þeir gera nú. Kreppan og það, hve óglæsilega við byrjuðum stríðið, hefir dregið úr sjálfbirg- ingshætti Ameríkumanna. En fimm ára áætlun Rússa, deilurn- ar innan kommúnistaflokksins, sem höfðu þau áhrif, að margir merkustu menn Rússlands voru teknir af lífi og hinn svívirðilegi samningur, sem Stalin gerði við Ilitler hafði alt saman þau áhrif, að menn fóru að trúa valtar á ein- ræði öreiganna. Merkur amerískur rithöfundur benti nýlega á það, að allir for- vígismenn Rússa væru raunsæis- menn, vegna þess að flestum of- stækismönnum var rutt úr végi, er hreinsun innan kommúnista- flokksins fór fram. Enda þótt Rússar hafi senni- lega eins mikla trú á lifnaðar- háttum sínum og við á okkar, þá hefir það engu að síður komið í Ijós, að þeir eru fúsir á að um- bæta stjórnarfyrirkomulag sitt og láta það svara kröfum tímans, svo að þeir fái staðist raunir styrj- aldarinnar. Og nú höfum við verk að vinna, sem er hliðstætt því verki, sem Rússar hafa þegar unnið. Við trúum líka á lifnaðar- hætti okkar, sem eru bygðir á hug- sjónum, sem eru jafn róttækar og þær, sem nít eru ríkj,andi í Rúss- landi. Við crum líka farnir að sjá, að við verðum að umbæta stjórnarfyrirkomulag okkar, til þess að við getum látið að okk- ur kveða í heimsstyrjöldinni — og heimsbyltingunni, sem henni er samfara. Við verðum að gera umbætur í þjóðfjelagsmálum og fjármálum skjótt og hávaðalaust, svo að ekki truflist styrjaldarrekstur okkar. Nú þegar alt ólgar í byltingahug- sjónum, þá er mönnum farið að finnast Rússar vera orðnir næst- um því íhaldssamir. Fyrir 18 árum, 1924, lenti Stal- in saman við Trotzky og aðra of- stækismenn, sem voru andvígir þeirri skoðun hans, að byltingin ætti að hefjast heima í Rússlandi og ekki fara út fyrir það fyrr en hún hefði borið þar tilætlaðan ár- angur. Stalin lýsti því yfir þá og hefir endurtekið það oft síðan, að aðrar þjóðir myndu líkja eftir stjórnarfyrirkomulaginu í Rúss- landi, ef það reyndist vel. Honum hefir líklega verið full alvara, er hann sagði við Roy Howard, fræg- an bókaútgefanda í Ameríku: „Bylting er ekki útflutningsvara“. Við Ameríkumenn höfum meiri ástæðu til að trúa á okkar bylting en Rússar á sína. Byltingin í Rúss- landi hefir haft í för með sjer ógn, skelfingu, eymd og hatur, en byltingin í Bandaríkjunum fært Bandaríkjamönnum frið og velmegun. Hún færði okkur rjett- indaskrá okkar og sjálfstæðisyfir- lýsingu. Hún hefir gefið okkur meira til að berjast fyrir en nokk- uð, sem fram hefir komið, eða er líklegt til að koma fram í Rúss- landi, hvað þá í Þýskalandi, Italíu eða Japan. Ovinir okkar hafa reynt að stimpla okkur afturhaldsmeim. Þeir segja, að við sjeum að Iappa upp á úrelt stjórnarfyrirkomulag. Þeim sjest yfir, að ameríska bylt- ingin er máttug enn þann dag í dag. Með öllum áróðri sínum og blekkingum hafa þeir sannað, að það er ameríska byltingin, sem þeir óttast mest, en ekki sú rúss- neska. nmiiniimiiniiiiniiiiiuiiuiHimiiiJimmiiiiimiimiuiimiiummiiii!!!miiiiiiiiii!iiiuiHiiHuiiiHiimmiimmiutiuuiiiuuuu| IVEKKAMENN 1 Nokkra góða verkamenn vantar við byggingu íbúð- | I arhúsa Reykjavíkurbæjar. Löng vinna. Upplýsingar | @ hjá Gísla Þorleifssyni, ílringbraut 74, eftir kl. 7 í | kvöld og annað kvöld. f í f | f f X Trjesmiðir | Nokkra góða trjesmiði vantar við byggingu íbúðar- | | húsa Reykjavíkurbæjar. Löng vinna. Upplýsingar | | hjá Halldóri Guðmundssyni, Víðimel 34, eftir kl. 8 í 'f kvöld og annað kvöld. J f | xvvuxu ug aiuiaxj rvvuxu. | Hraðferðir Reykjavlk Akureyri am Akranes og Bovgarnes Farmiðasölu og alla fyrirgreiðslu, í sambandi við hraðferðirnar, annast skrifstofa Sameinaða í Reykjavík. Opin daglega frá kl. 1 e. h. til kl. 7 síðdegis. Sími 3025. Sími 3025 Vegna skorts á bifreiðum er fólki alvarlega ráðlagt að kaupa farmiða sem fyrst. Annars á það á hættu að fá ekki far. ‘ Ny bók handa börnum og unglingum Guðvin góði og aðnv sðtfni Friðrik Hal/grímsson b$ó undlr prentun Fæsl hjá bóksOlum Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Austurbæjar, Laugaveg 34.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.