Morgunblaðið - 21.07.1942, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.07.1942, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 21. júlí 1942. MOEGUN BLAÐIÐ 1 Setuliðsmenn færa Akureyrar- kirkju tvo kerta- stjaka að gjöf Prá frjettaritara yornm á Akureyri. unnudaginn 19. þ. m. kl. 10.30 f. h. fór fram hátíðleg guðsþjónusta í Akureyrarkirkju í tilefni þess, að breska setuliðið þar afhenti kirkjunni af gjöf 2 sjöarmaða kertastjaka til að standa á altari. Eru það hinir fegurstu gripir. Guðsþjónustan hófst með því að söngflokkur kirkjunnar söng ís- lenska þjóðsönginn, en síðan af- henti yfirmaður setuliðsins á Ak- ureyri, Brigadier Pfoctor, grip- ina, en vígslubiskup sjera Friðrik J. Rafnar tók við og þakkaði. Framkvæmdi hann síðan altaris- þjónustu, en yfirforinginn las guð spjall úr kór. Flutti síðan vígslu- biskupinn prjedikun á ensku, en ávarpaði í lok ræðu sinnar norska hermenn, sem í kirkjunni voru líka, á þeirra máli. 'Annars fór guðsþjónustan öll fram á ensku, enda var kirkjan þjettskipuð setu liðsmönnum. Nokkrir horgarar hæjarins voru viðstaddir: Sóknarnefnd, stjórn lcvenfjelags Akeyrarkirkju, bæj- arstjóri, alþíngismaður bæjarins og frjettamenn útvarps og blaða. Þjóötiátíð Vestmanna- eyja verður 7. og 8. ágöst næstkomanúi jóðhátíð Vestmannaeyja verð- ur haldin að þessu sinni föstu- og laugardaginn 7. og 8. ágúst n. k. Sú nýbreytni verður tekin upp í sambandi við hátíðahöldin, að þau hefjast nú á föstudegi, í stað laugardags áður. Mjög verður til hátíðarinnar vandað, sem að undanförnu. Til skemtunar verða allskonar frjálsar íþróttir, knattspyrna, bjargsig, brenna, flugeldar, svo og dans í Herjólfsdal bæði kvöldin. Þjöðverjar þjarma að Norðmðnmim Yfirmaður þýsku lögregi- unnar í Noregi hefir dæmt 9 menn frá bænum Mandal i Suður-Noregi í allt að tveggja ára fangelsi fyrir að hafa staðið í ólöglegu sambandi við stríðs- fanga. í Grefsen, skamt frá Oslo, hafa 60 menn verið handteknir, sakaðir um ólöglega starfsemi. Hjónaband. Gefin voru saman í hjónaband á laugardag af sjera Jakobi Jónssyni ungfrú Aðalbjörg Guðrún Bjarnadóttir og Sigurður Þorbjörn Guðmundsson. Heimili þeirra er að Hátúni 15, Reykjavílc. Allsherjarmótið FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU Spjótkast: 1. Jón Hjartar, KR 52,33 m. 2. Jóel Sigurðsson, ítR 49,77 m. 3. Jens Mágnússon. KR 45,28 m. 4. Anton Björns- son, KR 43,25 m. 400 m. hlaup: 1. Sigurgeir Ársælsson, Á 53,5 sek. 2. Jó- hann Bernhard, KR 53,9 sek. 3. Brynjólfur Ingólfsson, KR 54,0 sek. 4. Hörður Hafliðason, Á 57,2 sek. Þrístökk: 1. Oliver Steinn, FH 13,01 m. 2. Skúli Guðmunds son KR 12,98 m. 3. Jón Hjartar, KR 12,65 m. 4. Stefán Jónsson, Á 11,41 m. 5000 m. hlaup: 1. Haraldur Þórðarson, Á 17:38,8 mín. 2. Tndriði Jónsson, KR 17:40,6 mín. 3. Árni Kjartansson, Á. 17:43,4 mín. Sleggjukast: 1. Vilhj. Guð- mundsson, KR 42,31 m. 2. Helgi Guðmundsson, KR 37,28 m. 3. Gunnar Huseby, KR 36,06 m. 4. Gísli Sigurðsson, FH 29,28 m. Nú stendur mótið þannig, að KR er hæst með 131 stig, Ár- mann hefir 91 stig, FH 51 stig, ÍR 11 stig og U. M. F. Selfoss 1 stig. í kvöld lýkur mótinu og verð- ur þá keppt í 10 km. hlaupi og fimtarþraut. Rússland FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. milcilvægri hæð fyrir austan Don. Þýskar hersveitir hafa komist yf- ir norðurhluta Don-fljóts á mörg- um stöðum og , innikróað rúss- neskar h'ersveitir. Þá segjá Þjóð- verjar, að rússnesk herdeild, sem hafi komist yfir Don í skjóli, myrkurs, hafi verið upprætt af þýskum hersveitum. . í Moskvafregnum segir, að rúss nesk herdeild, sem hafi barist við Þjóðverja við Rzev, fyrir vestan Moskvu, sem Þjóðverjar sögðust nýlega hafa umkringt, hefði nú lcomist undan. Rússar mistn samt um 5000 menn, en mestur hluti herdeildarinnar komst nndan í skógana og gekk í lið með smá- skæruflokkum. Frjettaritarar benda á það, að Þjóðverjar hafi nú ekki tilkynt, að þeir hafi tekið mikilvæga, nafn- greinda staði, og að þeir minnast á harðari mótspyrnu Rússa. Þykir þetta benda til þess, að sólcn ÞjóS verja sje hægari mí. seinustu dægr- in, og að Rússum hafi borist liðs- auki og hergögn. Á suðnrvígstöðvunum virðast Rússar hörfa slcipnlega undan og leita stöðva, þai* sem betra er til varnar. Rússar tilkynna einnig, að flug- vjelar úr norðurhafsflota þeirra hafi gert árás á stóran þýskan flugvöll og e-yðilagt 10 flugvjel- ar andstæðinganna, þar af tvær í loftorustum. Noregssöfnunin — afh. Mbl. G. Þ. 200.00 kr.Inga Lára Lárus- dóttir 50.00 kr. N. N. 100.00 lcr. N. N. 50.00 kr. N. N. 500.00 lcr. M. S. 10.00 kr. Ónefnd stúlka 20.00 kr. F. G. (áheit) 10.00 lcr. ■•••••••• «»• ••OTMMMNieaM Dctgbóh ra»0Qi»MaM« ••••Qnioooae Næturlæknir er í nótt Bjarni Jónsson, Reynimel 58. Sími 2472. Næturvörður er í Laugavegs Apóteki. Næturakstur annast Aðalstöðin. Sími 1383. Silfurbrúðkaup eiga í dag Ólafía Einarsdóttir og Pjetur Lárusson, fulltrúi í skrifstofu Alþingis. Hjónaefni. Nýlega hafa opinber- að trúlofun sína Fjóla Ágústs- dóttir, Nýlendugötu 27, og Stein- dór Steindórsson, Teigi, Seltjarn- arnesi. Afhending sveinsbrjefa fer fram í Baðstofu iðnaðarmanna fimtu- daginn 23. júlí. Ætlast er til að foreldrar sveinanna og meistarar mæti. Frá Sumardvalarnefnd. Börnum á barnaheimilunum Ásnm og Þykkvabæ líður vel og biðja að heilsá foreldrum sínum. Frjettir af síldveiðum. Eins og nú horfir við, þylcir ekki rjett að birta fregnir af síldveiðnm, hvar skipin afla og hve mikill afli kemur á land. Hafa hernaðar- yfirvöldin skrifað blöðunum og bent á, að rjettast muni vera, að láta allar slíkar fregnir niður falla það sem eftir er síldarver- tíðar. Fjársöfnunin til barnaspítala. Árangur af fjársöfnun þeirri til stofnupar barnaspítala, sem kven- fjelagið „Hringurinn“ hefir geng- ist fyrir, hefir til þessa orðið svo sem hjer segir: Tekjur af merkja- sölu 14. júní, svo og af kaffisölu og öðrum veitingum kr. 16.800. Auk þess gáfu 5 Hrings-konur (Helga Claessen, Ingibjörg Cl. Þorláksson, Margrjet Ólafsson, Guðborg Eggertsdóttir og Áslaug Benediktsson) kr. 1000.00 hver, eða samtals kr. 5000.00. Ennfrem- ur hafa ýmsar aðrar peningagjaf- ir borist, samtals kr. 1305.00. G'ef- endur eru: Jenny Forberg kr. 100- 00, Marie Múller kr. 50.00. Jenny Bav kr. 50.00, Ingibjörg Pjeturs- dóttir lcr. 50.00, Sigrún Jónsdóttir kr. 50.00, 5 Hring-konur kr. 70.00, Hannes Thorarensen kr. 50.00 Hin- rik Thorarensen lcr. 50.00, Friðrik’ Hallgrímsson kr. 50.00, Helgi Magnússon kr. 50.00, B. S. 1. kr. 50.00, Axel Helgason kr. 50.00. N. N. kr. 100.00, Gísli Gnðmundsson kr. 25.00, Eva Hjálmarsdóttir kr. 10.00. Á fundi ljósmæðra gáfu: Þuríður Bárðardóttir kr. 150.00, Sigríður Sigfúsdóttir kr. 500.00, Jóhanna Sveinsdóttir kr. 50.00, Valgerður Guðnadóttir kr. 50.00, Jóhanna Friðriksdóttir kr. 50.00, Þórdís Jónsdóttir kr. 50.00, Ása Ásmundsdóttir kr. 50.00, Guðrúu Valdimarsdóttir lcr. 30.00, Þuríður Gúðnadóttir kr. 20.00. Einnig var samþykt á sama fnndi að fjelagið gæfi kr. 500.00. Alls hefir þannig safnast fram að þessu kr. 23.105.00. — Stjórn Iíringsins hef- ir beðið blaðið að flytja innilegar þaklcir öllum þeim, sem stuðlað hafa að þessum góða árangri, bæði með peningagjöfum, gjöfum á mat vörum til veitinga, aðstoð sinni eða á annan hátt. Útvarpið í daff. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 20.30 Erindi: Frá Sebastopol (Skúli H. Magnússon). 20.55 Hljómplötur: a) Spænska skemtilagið eftir Rimsky-Kor- sakow. b) 21.10 Symfónía nr. 2 eftir Rachmaninoff. Víð tiöfum (engið nýja sendingu al MATAR- og KAFFISTELLUM v p rp a a / Símar 1135 og 4201 Sælgætis- og efnageiðio Froyja TILKYNNIR: Yegna sumarleyfa verður verksmiðjan lokuð til mánaðamóta. Afhending sveínsbrjefa Iðnaðarmannafjelagið í Reykjavík hefir ákveðið að afhending sveinsbrjefa fari fram í Baðstofu fjelagsins fimtudaginn 23. júlí kl. 8y2 síðdegis. Allir þeir iðnsveinar, piltar og stúlkur, er lokið hafa prófi í einhverri iðngrein síðan afhending sveinsbrjefa fór fram í fyrra, eru beðnir að koma. Þeir nýsveinar, sem þegar hafa fengið brjefin í hendur, eru beðnir að afhenda þau á skrifstofu lögreglu- stjóra eða einhverjum úr fjelagsstjórninni fyrir annað kvöld (miðvikudag 22. júlí). Ætlast er til að meistarar og foreldrar sveinanna sjeu viðstaddir. Stjórnin. Sendlsveinn óskast strex j Upplýsingar í síma 1707. Z m Jéhann Karlsson & Co. • Þingholtsstræti 23. TengdamóSir mín, GUÐLEIF ERLENDSDÓTTIR, fyrv. hjúkrunarkona, andaöist 19. þ. m. Pjetnr Lárusson. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, PÁLÍNA EINARSDÓTTIR, er andaðist 14. þ. m., verður jarðsungin miðvikudaginn 22. þ. m. Athöfnin hefst með bæn frá heimili hinnar látnu, Undra- landi, kl. 1 e. h. Jarðað verður frá Aðventkirkjunni. Enok Ingimundarson. Kristín Björnsdóttir. ' Pálmi Kr. Ingimundarson, Sveinfríður Á. Guðmundsdóttir og börn. YALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR verður jarðsungin í dag kl. lOþó frá heimili sínu, Fálkagötu 22. Þorbjörn Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.