Morgunblaðið - 23.07.1942, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.07.1942, Qupperneq 2
Fimtudagur 23. júlí MORGUNBLAÐIÐ i AUCHINLECK BYRJAR SÓKN iiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiimiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiuiiimn |Skoðana-( írelsið 1 imiimmmmiiiimi iiiiiiiiiiiimimtmii VIÐ ÍSLENDINGAR höfum í lang- an tíma getað notið rjettinda, er sjálfsögð þykja, alls staðar þar sem frelsi og sjálfstæði landanna er í heiðri höfð. Við höfum getað talað, ritað og hugsað, eins og okkur býr í brjósti, að vísu innan vissra takmarka, en þó þannig, að engar hömlur eru lagðar á skoð- anafrelsi okkar. Mannrjettindin hafa verið virt, en það hefir fram að þessu greint menningarríki frá ríkjum, þar sem kúgun og andlegt ófrelsi hafa þótt sjálfsagðir hlutir. ★ MEÐ FRÖNSKU stjórnarbylting- unni 1789 hefst nýtt tímabil í sögu mannkynsins, sem kunnugt er. Mönnunum lærðist að skilja, að við erum eiginlega öll í sama báti og að hver á að hafa sama rjett í lífinu sem annar. Alt í einu varþað viðurkent, sem seinni kynslóðir bygðu á, að best fari á því, að mennirnir búi við frelsi og jafn- rjetti og vinni saman að bættari aðbúnaði okkar allra. Þetta er mannúðarstefna, sem viðurkend er af öllum frjálsbornum mönn- um, öllum mönnum sem hata kúg- un og ófrelsi í hverju formi sem þau birtast, öllum þeim, er trúa á rjett smáþjóðanna til þess að lifa í friði fyrir ofstopa þeirra, sem trúa á mátt hins sterkari. Atburðirnir sem gerðust árið 1789 eru nú aðeins sögulegar staðreyndir, og margt hefir breyst síðan þá. En megin hugsjónin er ennþá við líði, og hún er nú í al- varlegri hættu í þeim átökum, er stórveldi heimsins eiga í og ör- lög ekkar og fjölda annara þjóða eru komin undir. Það hefir verið reynt og er ver- ið að reyna að slökkva ljós írelsis og mannúðar, undir því yfirskyni að það sje úrelt hugsjón, er hæfi ekki nýskipaninni. Það, sem áð- ur voru okkur óskoruð rjettindi, eru nú fótumtroðin, ónothæf. ★ HJER Á ÍSLANDI höfum við rjett- aröryggi. Við höfum löggjöf, er tryggir það, að mönnum verði ekki varpað í fangelsi eða refsað á annan hátt án úrskurðar. Hjer þekkjast ekki ýmis þau ráð. sem einræðisríkin þykjast þurfa á að halda til þess að fá menn líl að játa sekt sína, ef nokkur er. Við skulum fagna því, sem bú- um í þessu landi, að svo er. Við getum glaðst yfir því, að við get- um sagt það sem okkur býr í brjósti, eða látið það á preni. Það eru sjálfsögð rjettindi okkai, er við megum ekki missa, hvað sem í húfi er. ★ ISLENDINGAR geta og hafa getað sagt, hvað þeir álíta um stjórn- málaleiðtoga okkar, og þeir hafa sagt, oft og einatt með óþvegnum orðum, hvað þeir álíti um Ólaf Thors, Jónas Jónsson, Stefán Jóh. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. TEL EL EISA Á VALDI BRETA Sókn á allri TÍdlíiiuniii ^ Herstjórn Breta í Kairo tilkynti í gærkveldi, að Bandamenn hefðu byrjað sókn á allri víg- línunni í Egyptalandi. Sóknin hófst með árás á miðhluta vígstöðvanna í fyrrakvöld, strax og rökkva tók. Var teflt fram skriðdrekum, fótgöngu- og, stórskota- liði, en sprengjuflugvjelar gerðu harða hríð að and- stæðingunum. Bandamenn náðu brátt Tel E1 Eisa á sitt vald og hjeldu þeim stað, þrátt fyrir hörð gagnáhlaup möndulhersveita, sem veita harðvítugt viðnám hvarvetna. HRIKALEGAR ORUSTUR I fr«gnum frá Kairo seint í gærkvöldi segir, að miklir bar- dagar hafi geisað á allri víglínunni i Egyptalandi í allan gær- dag, en bandamenn eiga hvarvetiia frumkvæðið. Eru nú háðar einhverjar hrikalegustu orustur, sem enn hafa átt sjer stað á N orður-Af ríkuvígstögvunum. Sóknin hófst með því, að Auchinleck tefldi fram nýsjálensk- um og indverskum hersveitum á miðvígstöðvunum. Að sunnan sóttu fram fótgönguliðssveitir frá Bretlandi, en vestur af E1 Al^- mein Ástralíu- og Suður-Afríkuhermenn. Möndulhersveitir hófu þegar mikla skothríð á Nýsjálendinga og Indv., en tókst ekki að sföðva sókn þeirra og náðu þeir brátt Tel E1 Eisa. Voru gerð mörg snögg gagnáhlaup af hálfu möndulherjanna, en þau mis- tókust öll. Frjettaritarar segja, að reykj armekkir grúfi yfir vígstöðvun- um, vegna hinnar gífurlegu stór skótahríðar og loftárása, en þó sje ljóst, að bandamenn eigi frumkvæðið í orustunum á allri víglínunni. Á miðvígstöðvunum tefldu báðir aðilar franrmiklum fjölda skriðdreka, en ekki hefir enn frjettst um úrslit í þeirri viður- eign. GÓÐUR UNDIRBONINGUR Frjettaritarar á þessum víg- stöðvum segja, að ekki sje víst, að hjer sje um upphaf allsherj- ar sóknar að ræka af hálfu Auc hinlecks, en hinsvegar telja þeir að þessi leiftursókn hans sje vandlega undirbúin og liður í víðtækari hernaðaráætlun. Hagg setur n}tt met STOKKHÓLMI í gær: — Sænski hlanparinn Iiágg hefir sett nýtt heimsmet í 2000 metra hlaupi, á 5 mín., 16.4 sek. Gamla metið var 5 mín., 16,S se., sett af Bandáríkjamanninum Archibald San Romani árið 1937 Þetta er fjórða metið, sem Hágg setur á 3 vikum. Vaxandi erfið- leikar Þjóðverja í Noregi Samkvæmt fregnum, sem borist hafa frá Noregi, er talið, að um 25.000 manns, verði kallaðir í skylduvinnu í þessum mánuði. Munu þeir vinna við víggirðingar Þjóðverja í Suður- og Vestur- Noregi. Upplýst er, að svo að segja allir starfsmenn í sumum vefnáðarvöru- verslunum, helmingur hankastarfs manna og allir karlmenn yngri en 45 ára, sem vinna í kaffi- og gistihúsum, verði nú að vinna þvingunarvinnu, en kvenfólk mnn annast störf þeirra. Rússneskif fangar taka nú við af norskum konum í fiskflökunar- stöðvunum, en karlmenn hafa verið sendir til vinnu við víg- girðingar Þjóðverja. Verkamenn við verksmiðjuna í Bodö hafa verið 'endir til vinnu við víggirðingar í Finnmörk. Þjóð verjar leyna því ekki, að fleiri verði kallaðir til vinnu, og í Nor- egi er talið, að enn verði 45.000 manns skráðir þegar líður á sum- arið. NokkUr ágreiningur ríkir með Þjóðverjum, hvar vdnnnafl þetta verði best notað. Stjórnarvöldin í Þýskalandi álíta, að þörfin sje mest þar heima fyrir, en hin þýsku yfirvöld í Noregi, sjerstaklega her stjórnin, telur, að alt vinnnafl í Noregi verði að nota við víggirð- ingarnar, svo fljótt sem unt er. Þvingunarvinnan vekur mikla gremju í Noregi, en ekki örvænt- ingu. I Rússar í kreppu | 1 við Rostov | iliiiiniiiiifmiiiiniiiiiiiiiiiiimiiiiii .ttiminmuiiimiimmmuimMii Allar fregnir frá austurvígstöðvunum benda til þess, að Rostov sje nú í yfirvofandi hættu, og að Þjóðverjar sæki fram jafnt og þjett á suðurhluta vígstöðvanna. Hins vegar eru Þjóðverjar í hættu staddir hjá Voronezh, þar sem Rússar halda áfram að kreppa að hersveitum þeirra. í Moskva- fregnum segir, að Þjóðverjar hörfi undan hæði norður og snður af borginni. Þjóðverjar segja frá því, að Rostov standi nú í báli og sæki þeir að borginni úr þrem áttum. Þá hafa Þjóðverjar gert skæðar loftárásir á birgðastöðvar og skot- færaskemmur skamt frá borginni og valdið miklu tjóni. Um bar- dagann við Voronezh segja Þjóð- verjar, að áhlaupum Rússa þar hafi verið hrundið, og hafi ung- verskar hersveitir verið þar til varnar. í herstjórnartilkynningu Rússa, sem birt var á miðnætti í nótt, segir, að harist sje við borgina Novocherkassk, sem er um 30 km. frá Rostov, Hðrð Icftárás á Duisburg fyrrinótt var gerð hörð árás á iðnaðarstöðvar í Ruhr- hjeraði. Aðalárásinni var beint gegn Duisburg. Um 300 sprengjuflugvjelar Breta tóku þátt í árásinni, sem var hin fimtugastá í röðinni á þá borg. Fjölmörgum sprengj- um var varpað niður, þar á með- al 50 tv.eggja smálesta sprengj- um. Ókunnugt er enn um tjón af árásinni. Árásir voru einnig gerðar á flugvelli í Hollandi og Belgíu. Þrettán flugvjelar Breta eru ókomnar úr leiðangrum þess- um. Norðmenn strjúka af þýskum skipum Stokkholm í gær. ænsk blöð birta nú daglega tilkynningar um það, að norskir sjómenn strjúki af þýsk um skipum og sldpum, sem eru undir eftirliti Þjóðverja. Sænsk blöð birtu í gær, með tveggja dálka fyrirsögn, frétt frá Gauta borg um flótta 5 ungra Norð- manna af norsku skipi, sem var undir eftirliti Þjóðverja. Þeir flýðu, er skipið var úti fyrir vesturs*trönd Svíþjóðar. — Þeir hlupu allir 5 fyrir borð og syntu í áttina til strandarimjar. Þeir urðu að synda í 2^4 klukku- stund, og voru oft að því komn- ir að gefast upp. Einn þeirra var svo aðframkominn, að hinir hinir urðu að hjálpa honum. miiiiiiiiiittiiiiiiittmiiiiiiiimuMMiiiiiiiimiiHiuiimiiiuiiiii I Þeir stjórna j vörn Rússa I sjenko marskálkur (til vinstri), og Gregory Zhnkoff marskálkur. Timasjenko stjórnar herjum Rússa á suðurvígstöðvunum, en Zhukoff við Moskvu. Ófriðaraðilar skiftast á þegnum Drjú hafskip ern komin til hafnarborgarinnar Lour- enzo Marques í Mozabique, ný- lendu Portúgala í Austur-Af- ríku. Skip þessi eiga þarna að skiptast á starfsmönnum sendi- sveita Bandaríkjamanna og möndulveldanna, einkum Jap- ana. Skipin eru: Gripsholm, sænskt, sem kemur frá Banda- ríkjunum með japanska starfs- menn, Asama Maru, japanskt, cg Conte Verde, ítalskt, sem koma frá Austurlöndum, með ameríska sendisveitarstarfs- menn. Meðal farþega á Gripsholm eru þeir Nomura og Kurusu,er voru að semja við Bandaríkja- stjórn, þegar árásin á Pearl Harbour var gerð. Búið er að semja um skifti á 1800 þegnum Japána og jafn mörgum Bandaríkjaþegnum og fara þau fram bráðlega. Áttatíu ára afmasli á í dag frú Margrjet Jónsdóttir frá Grund á Kjalarnesi. Nú til lieimilis á Frakkastíg 15, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.