Morgunblaðið - 23.07.1942, Síða 6

Morgunblaðið - 23.07.1942, Síða 6
MORGoNBLAÐIÐ Fimtudagur 23. júlí 1942» 0 OR daqleqa LlFINU Ástríður í Möðrudál. Sigurgr. Jónsson, Holti við Stokkseyri skrifar útaf grein Guð- mundar Friðjónssonar í Lesbók um Ástríði í Möðrudal, Þorkell Vemharðsson faðir Jóns Þorkelssonar frá Víðikeri (og sr. Jóhanns fyrv. dómkirkjuprests) var albróðir Ástríðar í Möðrudal. Þau voru böra Vernharðs Þorkelssonar prests að Grenjaðarstað, Skinna- stað og síðast að Reykholti. Jón Þorkelsson frá Víðirkeri hjelt uppi kunningsskap við frændfólk sitt í Möðrudal, fór í árlega heim- sókn þangað á sínum yngri árum beint yfir öræfin. Jóhanna, síðari kona Jpns, dvelur nú hjá syni sínum Sturlu í Fljóts- hólurri, greind kona og fróð, og wiinnug á viðbupði samtíðar sinnar. ★ 5 Bruninn að Litla Jlrauni. Gísli Jónsson fangavörður að Litla-Hrauni skrifar blaðinu að mis sögn hafi verið í frjett þeirri, er hjer bii'tist frá hlöðubrunanum, er þar varð á dögunum. Hann segir: j Þegar við urðum brunans varir, hringdi jeg til slökkviliðsins á Eyr- arbakka. Kóm það eftir nálega 12 mínútur, þrátt fyrir það að allir slökkviliðsmenn væru í vinnu, og um það bil að fara til miðdegisverð- ar. Svo eftir hjerumbil klukkustund feom slökkvilið breska setuliðsins, en þá var Eyrarbakkaliðið ásamt mjög mörgum öðrum utanaðkom- andi mönnum, búið’að vinna dyggi- legt starf við að slökkva þetta mikla eldhaf. Vildi jeg að Eyrarbakkalið- ið fengi sitt orð af þessu starfi, sem það á með rjettu, engu síður en hið breska. Safnarar á sorphaugum. Miklar sögur hafa mjer borist til eyrna um það, hve arosöm atvinna það hafi reynst ýmsum að ganga um sorphauga bæjarins og hirða það sem þar er nýtiIegt.Ekki hef jeg getað sannprófað sagnir þessar, og má vera að þær sjeu eitthvað ýktar. Ein sagan segir, að þar hafi mað- ur fundið sjer vel nothæfan kolaofn Bpeð tilheyrandi reykpípum, annar hafi fundið þar brúklegt ferðatjald, enn annar fullan kaSsa af hurðar- Skrám og tínt upp talsvert af verð- mætum kopar. Skófatnað á einn að hafa fundið sjer í kyrfilegum um- búðum. En alt þetta bendir til þess að nýtni manna sje ekki á háu stigi. Og svo er sagt að alt sje hægt að selja í þessum bæ fyrir peninga, hverju nafni sem nefnist. ★ Svör. 1. Skjömpóttar eru Skepnur kall- aðar, sem eru ljósar á lit með dökka díla hjer og þar um skfokkinn, eink- um í vöngunum. 2. Talið er að síðasti geirfugl hafi verið drepinn árið 1844. 3. Orustan við Waterloo stóð 18. júní 1815. 4. Rio de Janeiro er höfuðborg Brasilíu. 5. Þjóðhetja Svisslendinga Wil- helm Tell var neyddur til að skjóta epli á höfði sonar síns. Fimtug er í dag Rósa Sigurðar- dóttir, Bergþórugötu 43. Fimtugur: Páll Sigurðsson læknir EHmtugur er í dag einn besti og vinsælasti læknir þessa bæjar, Páll Sigurðsson. Læknisprófi lauk hann árið 1923 og var hann skömmu síðar settur læknir í Stykkishólmi og síðar á Flateyri. Árið 1926 fekk hann veitingu fyrir Hofsóshjer- aði og gegni því embætti til árs- íns 1934, er hann fekk lausn vegna veíkinda. Framúrskarandi samvisku- semi í starfi, drenglyndi og hlýtt viðmót hafa einkent starfsferil Páls læknis, enda er hann vín- sæll með afbrigðum og ýel lát- inn af þeim, sem honum hafa kynst. Hjeraðslæknisstörf sín rækti hann frábærlega vel, og er þeim, sem þessar línur ritar, vel kunnugt um, hversu hjeraðsbú- ar í Hofsóshjeraði söknuðu hins ósjerhlífna og góða læknis, er hann hvarf þaðan. Frá því 1934 hefir Páll stund- að lækningar hjer í Reykjavík og unnið sjer traust og vinsæld- ir sjúklinga sinna og annara, er honum hafa kynst. ( Á síðasta aðalfundi Lækna- f jelags Islands var hann kjörinn í stjórn fjelagsins. Síðustu árin gegnir Páll ennfremur aðstoðar læknisstörfum hjá hjeraðslækn- inum hjer í bæ. Páll er kvæntur ágætri konu, Maríu Kjartansdóttur Rósin- kranssonar frá Flateyri. Við vinir Páls árnum honum allra heilla á ókomnum árum. Medicus. Hreppsneíndarkosn- Ingar á VestfjörðmDj ( , , m iM* Nýlega er lokið hreppsnefnd arkosningum á Vestfjörð- um. Á Þingeyri unnu Sjálfstæð- ismenn kosninguna, fengu 119 atkvæði ög 3 menn. Framsókn fekk 87 atkvæði og 2 menn. Al- þýðuflokkur 35 atkv. og engan mann kjörinn. í; Eyrarhreppi í Norður-ísa- fjarðarsýslu fór kosningin þann ig, að listi Sjálfstæðismanna hlaut 42 atkvæði og 2 menn kjörna. Listi Skutulsfirðinga 35 atkvæði og 2 menn kjörna og listi Alþýðuflokks og Framsókn ar 68 atkvæði og 3 menn. — 1 hreppsnefnd Eyrarhrepps eru nú 4 Sjálfstæðismen nog þrír rauðliðar. Ferðafjelagið FRAMH. AF ÞRIÐJU Sfi)U. húsið munu ekki hafa komið margir gestir á þessu sumri og þangað liggur ekki bílvegur alla leið. Verið er að reisa sæluhús skamt frá Hagavatni, stendur það austan við Einifell og verð- ur það fullgert áður en þessi mánuður er liðinn. Brýr hafa verið bygðar yfir Farið og er því hægt að komast gangandi í kringum vatnið. Það er skemti- legt að fara gönguferðir á Haga fell og á Jarlshetturnar. — Bíl- vegur er nú kominn alla leið að sæluhúsinu. Er farinn vegurinn upp með Gullfossi, norður yfir Sandá, en beygir þá til vesturs og haldið áfram upp með Sand á alla leið austur yfir Einifell. í sæluhúsinu í Hvítárnesi er nú húsvörður, sem hefir eftirlit með sæluhúsinu, innheimtir lágt gjald fyrir næturgreiða og af- hendir bensín. í hinum sælu- húsunum eru ekki húsverðir, en þangað er öllum heimilt að vera um nætursakir á meðan rúm leyfir, en það er áskilið frá fje- lagsins hendi að umgengni sje góð og húsunum skilað hfeinum og þrifalegum til þeirra, er næst koma. Ætlast er til, að ferða- menn, sem eru um nætursakir í húsinu, leggi hæfilegt gjald í peningahirslu hússins. ÁRBÆKURNAR Árbækur Ferðafjelagsins virð- ast vera mjög vinsælar og eru nú margir eldri árgangar upp- seldir, en það, sem til er, er hjá fjelaginu og kosta bækurnar 10 kr. hver, en Fuglabókin 15. kr. Árbókin í ár fjallar um Kerlingarfjöllin og er mjög til hennair vandað. Verður hún prýdd ágætum myndum og rit- uð af rithæfustu mönnum. — Kerlingarfjöllin eru ein hin sjer kennilegustu og hrikalegustu fjöll á landinu. Margbreytnin er óendanleg. Af þeim er talið víðast og tignarlegast útsýni á landi hjer, því í björtu veðri sjest þvert yfir Island. 3960 FJELAGAR Á seinastjt aðalfundi fjelags- ins er haldinn var í apríl mán- uði, síðastl. voru fjelagsmenn 3680 að tölu, en síðan hafa ver- ið innheimt fjelagsgjöld frá fyrra ári, hjá 130 fjelögum og 150 nýir fjelagsmenn hafa bæst við, svo að nú telur fjelagið 3960 fjelagsmenn. Ferðafjel. íslands var stofn- að 27. nóv. 1927, það verður því 15 ára á næsta hausti, en þá verður líka fjelagatalan komin yfir 4000, svo það er á góðri leið að verða „fjelag allra lands- manna“. Hátíðaritið, sem gefið verður út í tilefrai af sjötugsafmæli Há- konar Noregslconungs, 3. ág. n. k., verður stærsta útgafa, sem gefin hefir verið út á norsku síðan ófriðurinn hófst. Fyrir utan fjórar ritgerðir sögulegs efnis, verða 250 myndir í hátíðarritinu. Ritið á að heita „Alt for Norge“, en það var kjörorð TTákonar kon- ungs, sem hann valdi sjer er hann varð konungur í Noregi 1905. Skðlaskipið Danmark I amerískrl pjónustu Skólaskipið Danmark. Danír kenna ameríska píltam sjómenska Amerískur blaðamaður skrif ar eftirfarandi grein um danska skólaskipið „Dan- mark“, sem nú er í þjónustu Bandaríkjastjórnar. kip, sem ekki komst heim til lands síns, hefir fengið heim- ili og verk að vinna hjá „Sam frænda“. Það er „Danmark“, hið fræga danska skólaskip, litli „full- riggarinn“, þrímastraða seglskipið. Það er nú í New London í ríkinu Conneeticut og er fljótandi skóli fyrir hundruð ungra manna, sem læra sjómensku á vegum Strand- varnaliðsháskóla Bandaríkjanna. Síðar verða þessir ungu menn, sem þarna fá mentun sína, sjó- liðsforingjar í Bandaríkjaflotan- um. Þegar Þjóðverjar æddu yfir liina gróðursælu Danmörku vorið 1940, var „Danmark“ við Yestur- Indíur. Skipið hjelt til næstu hlutlausrar hafnar, sem var Jack- sönville í Florida. I næstum tvö ár lá skipið að- gerðalaust, táknrænt dæmi um yf- irgangssemi Þjóðverja, í amerískri höfn. 120 stýrimannaefni, sem voru á skipinu er það ljet í haf frá Kaupmannahöfn í ágúst 1939, til að fara í ferð kringum hnöttinn, voru strandaðir. En það stóð ekki lengi. Flestir þeirra fengu atvinnu á amerískum verslunarskipum. Nokkrir gerðust sjálfboðaliðar í breska hernum eða gengu í lið með frjálsum Frökkum. Það leit. helst út fyrir að hið fríða skip myndi grotna niður við Florida- strönd. Svo var það 'hinn 7. desember 1941, að skipstjórinn á „Danmark“ Knud L. Ilansen, skrifaði brjef til Washington. Hann sagði að sig langaði til að sýna smá þakk- lætisvott fyrir gestrisni þá, sem hann og skipshöfn hans hefði not- ið í amerískum höfnum. Hanson skipstjóri bauð Banda- ríkjastjórn þjónustu sína og skips síns. Skömmu síðar var straumur ungra manna, sem vildu ganga í sjóliðið -svo stór, að bæta varð v.ið skólum og skólaskipum til að ltenna hinum ungu mönnum, sem vildu fá að berjast fyrir föðurland sitt. Tilboð Hansons skipstjóra var tekið. Skipstjórinn og sex yfir- menn skipsins, og 18 aðrir menn, sem gætt hafa skipsins síðan því var lagt upp, vinna nú að því að kenna ungum amerískum piltum að „stíga ölduna“. Handknatt- leiksmótið Utihandknattleikur karla hófst hjer á íþróttavellin- um í gærkveldi með leik milli Vals og Víkings. Vann Valur leikinn með 6:4. Leikurinn var bráðskemtilegur og vel leikinn af hvorum tveggja. Valsmenn skor- uðu 4 mörk gegn engu í fyrri! hálfleik, en Víkingar sóttu sig í þeim síðari og skoruðu þá 4 gegn 2. Lið Vals vann á nákvæmari og hraðari samleik. Að þessum leik loknum keptu Ármann og í. R. Sigraði Ármann þar með 13:5. Fyrri hálfleikurinn var jafnari og lauk honum með' 4:2 fyrir Ármann. í seinni hálf- leik sótti Ármann sig mjög og skoraði þá 9 mörk gegn 3. Ýmsir frægir knattspyrnumenn vcrru í liðum Vals og Víkings, og skeði sú nýlunda, að Grímar skor- aði mörk! Aftur á móti voru engir hissa, þótt Isebarn gerði slíkt! í. R.-ingar virtust ekki jafn vel æfðir og hin liðin, enda nokkuð ta.ugaóstyrkir fyrst, og óvissir að grípa knöttinn. Næstu leikir munu fara fram á sunnudagskvöld og keppa þá Valur og f. R. og Víkingur og Ármann. J. Bn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.