Morgunblaðið - 28.07.1942, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.07.1942, Blaðsíða 4
MORGUJN BLAÐIÐ Hamlknaftletkiiiiófi5 ÚRSLITIN fara fram í kvöld kl. 8 á íþróffavellinum ÁRMAHN - VALUR. í. R, - VfklHGUR Ilvor vinnnr? Allir út á völl! Flóra Höfum nú fenglð blómaáburð á pottblóm Einnig Radísufræ Örval af fðgrum afskornum blómum FLÓRA Skrifslofa mio werffur lokuff frá 28. Júli tftl 6. ágúst Haralcf Faaberg aiklpamiðlari aaumHmmiiiimumiiiiiuiiiiuimiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiuuniiiiinimiiuiiinutiniiiiiiiiiinitiiimimiiiiiiiiiuiiiimunnimiuiiui Laus staða Ungur maður, sem áhuga hefir fyrir búðar- og versl- xmarstörfum yfirleitt, og þó sjerstaklega glugga- og búð- arskreytingum, getur fengið skemtilega og vel launaða atvinnu nú þegar eða síðar, eftir samkomulagi. Umsóknir, merktar „L. P. L.“, sendist afgreiðslu blaðsins. BllFÖMG Nýkomin umslög, margar tegundir. Lion-blek á 2ja, 5 og 20 unsa glösum PÆteheirs-pennar (uglupennar nr. 0757, 0758, 0755). Mitchell’s-pennar (norskir skólapennar). Brjefaklemmur. Rissblokkir. Teikniblýaníar. Rissbækur o. fl. Ennfremur fyrirliggjandi hinir þektu EMBASSY-sjálfblekimgar og þrjár aðrar ódýrari tegundir. Beildv. J6h. Xarissonar & Co. Sími 1707 — 3 línur. Minningarorð um Guðleifu Erlendsdóttur Idag er til moidar borið lík, Guðleifar Erlendsd., fyrr- verandi hjúkrunarkonu, er and'- aðist 19. þ. m. 84 ára að aldri, fœdd 6. júlí 1858. Skiftust ævi- dagar hennar því sem næst að jcfnu milli tveggja alda, næst- liðinnar aldar og þeirrar yfir- standandi, og var öðrum megin aldamóta æska og hjúskaparlíf. en hinum megin ekkjudómur með starfi og stríði og að lok- um ellin með þreytu og hröfn- un. Guðleif ólst upp í föðurgarði og naut í æsku bestu fræðslu og undirbúnings undir lífið, sem ungar stúlkur áttu yfirleitt kost á þeim tímum. Foreldrar henn- ar voru bændahöfðinginn Er- lendur hreppstjóri Erlendsson á Breiðabólstað á Álftanesi og kona hans Þuríður Jónsdóttir. Verða þær ættir ekki raktar hjer. Ung giftist Guðleif Ólafi Bjarnasyni frá Nesi í Selvogi, duglegum sjósóknara og at- orkumanni, en hans naut hún ekki lengi, því að hann fórst í mannskaðaveðrinu mikla 7. jan. 1884. Áttu þau eina dóttur, Ing- veldi, er dó í æsku. Eftir fráfall manns síns dvaldist Guðleif í foreldra húsum um hríð, en tók síðan að leggja stund á hjúkr- unar og heilsufræði og vann að hjúkrunarstörfum nokkur ár í spítalanum í Reykjavík (þar sem nú er farsóttarhúsið), undir handleiðslu Schierbecks land- læknis og Jónassens hjeraðs- læknis, og gat sjer hið besta orð fyrir árvekni í starfinu og nærgætni við sjúklinga. Árið 1893 giftist Guðleif öðru feinpii. Yar síðari maður hennar Einar Ketilsson, þá ný- lega útskrifaður úr stýrimanna- skólanum. Eignuðust þau eina dóttur ,' Ólafíu, konu Pjeturs Lárussonar, skrifstofufulltrúa Alþingis. Ekki urðu samvistir Guðleifar og Einars langar. — Eftir stutt hjónaband misti Ein- ar heilsuna, og dró sjúkleiki hans hann til dauða um alda- mótin. Eftir lát síðari manns síns hvarf Guðleif aftur að hjúkrun- arstarfinu og vann að því mörg Guðleif Erlendsdóttir. ár, aðallega í heimahúsum sjúklinga. Síðasta aldarfjórðunginn dvaldist Guðleif á heimili dótt- ur sinnar ,og tengdasonar. Ljet hún sjer mjög ant um hag og heill hei.milisins og lá ekki á liði sínu, meðan kraftar entust. — Fyrir nærri sjö árum misti hún sjónina, og eftir það tók líkams- kröftum hennar mjög að hnigna en sálarþrekið mátti heita ólam- að' alt fram að andlátinu. Hún var greind kona, einkar fróð um marga hluti og stálminnug. Hafði hún hið mesta yndi af að minnast uppeldis- og æskuára sinna, einkanlega eftir að sjón- leysið meinaði henni ferlivist, skýrði vel frá atburðum og skeikaði trauðla um ártöl og daga. Hún var trúkona mikil og hjelt allatíð fast við barnatrú sína, trygg í lund og vinföst, grandvör í daglegri framkomu og mátti ekki vamm sitt vita. — Ekki ljet hún sjer títt um ann- arra manna hagi að fyrra bragði, en væri til hennar leit- að í þörf, var hún traust sem bjarg og lagði fram krafta sína óskifta til hjálpar. Velferð dótt- urbarna sinna bar hún æ fyrir brjósti, og er gott að minnost þess, hve natin og nákvæm hún var þeim í uppvextinum, cr eitt- hvað bjátaði á. Henni fylgja þakkiætis- og kærleikskveðjur, er líkami hennar leggst nú til hinstu hvíldar í grafreit foreldra henn- ar og eiginmanns í Bessastaða kirkjugarði. Vinur. t f l f Tökum upp í dag: Model-hjóla Verslunftn HOF Laugavegi 4. II. S. I Símar 1540, þrjár línur. « GóÖir bílar Fljót afgreiðsla FYRIRLIGGJANDI Caeao Eggerf Krislján^son & €o. h.f. Þriðjudagur 28. júlí 1912. ■ Áttræð: Guðrún Pálína Jónsdótiir Áttræðisafmæli á í dag, 28. júlí, frú Guðrún -Pálína Jóns- dóttir frá Gemlufelli í Dýra- firði. Er hún nú til heimilis hjá dóttur sinni Magnúsínu Jóns- dóttur og rnanni hennar Engil- bert Jósefcsyni, Grettisgötu 88 hjer í Reykjavík. Frú Guðrún er fædd í Meiri- Garði í Dýrafirði 28. júlí 1862. Foreidrar hennar voru Mar- grjet Pálsdóttir og Jón Guð- mundsson maður hennar. Voru þau hjónin í húsmensku í Meiri- Garði og víðar í Ðýrafirði. — Ólst frú Guðrún upp hjá for- eldrum sínum, og mun hún snemma hafa vanist algengura sveitastörfum. Hefur það án efa orðið henni góður undirbúning- ur undir æfistarfið. Tuttugu og f jögurra ára göm- ul giftist hún Jóni Magnússyni, bóndasyni frá Gemlufelli, og tóku þau þá við búi af foreldr- um hans þar. Bjuggu þau á Gemlufelli samfleitt í 30 ár. Þaðan fluttu þau að Miðhlíð í sömu sveit, og bjuggu þar í 19 ár. Árið 1937 misti frú Guðrún mann sinn, og nokkru síðar fluttist hún til Reykjavíkur. — Nýtur hún nú ástúðlegrar um- hyggju dóttur sinnar og tengda- sonar, sem áður eru nefnd, — og annara barna sinna. Frú Guðrúnu og manni henn- ar varð 10 barna auðið, fjög- urra sona og sex dætra. Eru 5 þeirra á iífi — fjögur hjer í Reykjavík en 1 í Dýrafirði. En auk þess ólu þau upp 3 fóstur- börn. Er því auðsætt að hús- freyjan hefur haft miklu hlut- verlci að sinna, enda mun hún hafa rækt vel köllun sína. sem móðir og fósturmóðir, samhliða því að vera manni sínum mikil stoð í hvívetna. Frú Guðrún hefir alia æfi verið tápmikil dúgnaðarkona, skapföst og hrein í lund, og gæt- ir þess glögglega enn, þó heils- an sje tekin að hila. Lítur hún nú yfir starfsdag- inn, langan og viðburðaríkan, og býður minningunum heim. Máske koma sumar þeirra í sorgarklæðum. en án efa koma margar þeirra bjartar og bros- andi. — En áttræða húsfreyjan frá Gemlufelli fagnar þeim öll- um. Og börn hennar og fóstur- 'börn, vinir og kunningjar ‘ °nda henni hlýjar hamingjuóskir á áttræðisafmælinu. Kristján S:g- Kristjánseon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.