Morgunblaðið - 28.07.1942, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.07.1942, Blaðsíða 6
6 MORGuNBLAÐIÐ . Þriðjudagur 28. júlí 1942„ Frá líkfylgd Howards Smiflli sendiherra Fremst á myndinni tíl vinstri g-anga Sveinn Björnsson ríkisstjóri og frú hans, þá Ólafur Thors forsætisráðherra og frú hans, þá Magnús Jónsson atvinnu- málaráðherra og Stefán Þorvarðsson skrifstofustjóri í utanríkismálaráSuneytitiu. — Á myndinni til hægri sjást nokkrir af fulltrúum erlendra ríkja er voru í fylgdinni. Fremst sendiherra Bana Le Sage de Fontenay og frú hans. sendiherra Norðmanna August Esmarch, Arent Claessen aðalræðismaður Hollendinga og frú hans, fulltrúi frjálsra Frakka Henri Voillary og frú hans og Oscar Johanson sendifulltrúi Svía. (Myndimar eru teknar af U. S. Army Signal Corps). SJcrítin nöfn. Margar þjóðir eru saman komnar á íslandi um þessar mundir. Eru menn farnir að venjast því. Þó vakti það nokkra eftirtekt hjer um daginn er það vitnaðist, að Indíáni væri hjer kominn, sá fyrsti líklega, sem kom- ið hefur hingað til lands, er ó- breyttur hermaður í Bandaríkjaher, Landi hans einn hefir sagt mjer nánar frá þessum náungaa. Hann heitir „Little thunder“ eða myndi kallaður „litla þruma“ á ís- lensku, eða „skrugga“. En Indíánar hafa nöfn, sem hljóma einkennilega í eyrum. Svo sagði mjer landi hans, sem kunnugur er Indíánum, að meðal þeirra þektust mannanöfn sem þessi: „Grátandi hlátur“, „Alls' ekkert“, „Ógurlegur hávaði“, „Rigningar- andlit", en það nafn merkir, að mað- ur sje sískælandi. Hermaður kunnugur forsögunum. Landi „Litlu þrumu“, segir svo frá, að hann sje af óblönduðu Mem- omenae Indíánakyni, og á heima í Michigan. En þar eru margir Indí- ánar búsettir. Má vera, segir hann að „Litla þruma“ sje afkomandi Skærlingja þeirra, sem um getur í Eiríkssögu rauða’og Þorfinnssögu karlsefnis. — Eruð þjer kunuugur sögum þeim? — Já. Jeg hef verið við nám hjá Stefáni Einarssyni, segir hann og kann dálítið í íslensku. Það er að segja, jeg get lesið íslensku með orðabók. En að tala hana er mjer alveg ómögulegt. Hann dregur upp blað úr vasa sínum, sem skrifað er ýmisl. á íslensku um ,Litlu þrumu‘ og ættmenn hans. Það getur skeð að þjer þurfið að leiðrjetta málið á þessu, ef þjer setjið það í blaðið, Þar stóð m. a.: Önnur stríðstækni. „Litla þruma“ hefir ekki lengur á 1 sjer „stríðsmálningu" og „hræðilegt útlit“ er ekki þáttur í hernaðartækni hans. Hann er hreinlegur Banda- ríkjahermaður og því varla neitt 1 líkur þeim mönnum, sem Þorfinns- ^ saga lýsir þannig: „Þeir voru smá- ! ir menn ok illilegir, ok ilt höfðu þeir hár *á höfði, eygðir váru þeir mjök ok breiðir í kinnum“. Útbúnaður hans er harla ólíkur vopnum forfeðra hans, sem Hauks- bók svo segir um: „Þá tóku þeir rauða skjöldu ok báru í mót . . . Þeir höfðu ok valslöngur, Skrælingja- knött mikinn, því nær til jafns við sauðarvömb ok bláan að lit“. ★ Ólík lönd. „Litla þruma“, er kemur frá skóg um Michiganfylkis, segir ísland harla ólíkt heimalandi sínu, en hin- um grimmúðgu frændum hans Dak- ota- og Sioux-Indíánum, sém reika um skóglausar auðnir Montana og Dakota myndi líka við hraun og há- lendi íslands. Þeir Sioux-Indíánar herjuðu ennþá í Norður-Dakota um það leyti, sem íslendingar námu þar lönd á öldinni sem leið. Kynþáttur „Litlu þrumu“ er ná- skyldur Iroquois-Indíánum, er segj- ast vera afkomendur þeirra fornu Indíána, sem bygðu hauga mikla í Massachusetts og víðar á Atlants- hafsströndinni. Vísindamenn hafa brotið mjög heilann um hauga þessa og sumir haldið að Vínlandsmenn hefðu gert þá. En svo er ekki. ★ Vantaði efni. Nokkru fyrir kosningar, er Fram tíðin, blað Sigurðar Jónassonar var komið út, gekk Sigurður upp Hverf- isgötu í þungum þönkum lesandi hið nýútkomna blað sitt. Kunningi hans einn gekk þar fram á hann, leit á blaðið í höndum hans og sjer þar stóra auglýsingu. -— Þú hefir brotið „principið“, segir kunninginn. Þegar við ætluð- um að fara að gefa út blað, um árið kvaðst þú enga auglýsingu vilja þar hafa. Þarna er „Commander‘ -aug- lýsing hjá þjer. Sigurður svarar með alvörusvip. — Jeg skal segja þjer. Jeg mátti til. Mig vantaði efni. ★ Jeg var áðan að velta því fyrir mjer, hvort mjóróma menn geti tal- að digurbarkalega, eða hvort þeir, sem baknagaðir eru í Tímanum, verði fyrir tímans tönn. • Unglinga vanflar % • © 0 til að bera Morgunblaðið til kaupenda í 0 0 Austurbænum ® orflttnHaíið I SjúKrabllinn og sæiði hermaðurinn Frásögn Kjartans Ólafssonar brunavarðar T Morgunblaðinu 25. þ. m. var * grein með fyrirsögninni: Særðum útlending neitað um hjúkrun á Landsspítalanum. Þar sem minst er á að sjúkra- bíll sem þar stóð, hafi ekki feng- ist til að flytja manninn, vil jeg leyfa mjer að segja þetta. Við vorum þarna tveir bruna verðir með bílinn eins og venju léga í sjúkraflutningum. Vorum nýkomnir með konu á handlækn ingadeild spítalans. sem þurfti skjótrar læknisaðgerðar við, og beið læknir til að framkvæma hana. Rjett í því að við erum í undirbúningi með að taka kon- una úr sjúkrakörfu bílsins og leggja hana í sjúkrabörur, er komið með særðan mann í fólks bíl á spítalann og beðið um hjálp. Tökum við strax sjúkra- börurnar, sem við ætluðum að nota fyrir konuna og förum með þær niður í lyftuna til móts við sæðra manninn, sem var útlend- ingur og var borinn inn í spítal- ann af tveim löndum sínum. Var hann svo lagður á þær og ekið inn á handlækningadeild, þar sem honum var gefin morfín- sprauta, og svo strax drifinn út aftur, eftir að nýr læknir kom til sögunnar, og ekið á burt í sama fólksbílnum sem kom með hann á spítalann. Minnist jeg ekki að neitt sjer- staklega væri um sjúkrabílinn beðið til þess, en við áttum þá enn eftir að taka konuna, sem við vorum að flytja úr sjúkra- körfunni og leggja hana inn á spítalann. En mjer er óhætt að segja það að sjúkrabílnum er aldrei neitað þegar hann er á staðnum, og um hann er beðið til að flytja sjúk- an eða særðan mann, hvort sem íslenskur eða útlendur maður á í hlut. Jeg vil svo minnast á það í þessu sambandi, að við sem höf- um annast um sjúkraflutninga hjer mörg undanfarin ár, höf- um oft rekið okkur á þá erfið- leika sem á því eru í þessum bæ að fá fyrstu hjúkrun handa slös uðu fólki. Hefir Landspítalinn' þó oftast og nær altaf verið okk- ar þrautalending, þar sem hjálp hefir verið að fá. Nýlega las jeg í blaði, að í ráði væri að bærinn og þá sennilega ríkið líka í samein- ingu, komi hjer upp hjálparstöð þar sem hægt er, á hvaða tíma sem er, að ná til læknis og veita slösuðu fólki fyrstu hjálp. Von- andi verður þeim framkvæmd- um hraðað, því á slíkri stofnun er mikil þörf. Kjartan Ólafsson, brunavörður. 305 menn farast með „Hermes“ LONDON í gær: Breska flota- málaráðuneytið tilkynti í kvöld, að 305 menn hefðu farist er flugvélamóðurskipinu „Her- mes“ var sökt við eyna Ceylon í apríl síðastliðnum. — BlaV SlálíatætilamniiBa — Auglýsenchsr þeir, sem þurfs að auglýsa utan Reykjavíkur, ná til flestra iesenda í sveit um landsins og kauptúnum með því að augiýsa í ísafold og Verði -----Sfmf 1600. ------------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.