Morgunblaðið - 08.08.1942, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.08.1942, Blaðsíða 4
4 MORGUfiBLAÐlÐ Laugardagur 8. ágúst 1942. Bardagar við Ei Alamein UndanfariS hefir verið hlje á bardögum á landi í Egyptalandi. En Bretar segja að fluglið þeirra hafi haft sig allmjög í frammi. — Á myndinni sjást breskir hermenn, sem sækja fram með skrið- drekum hjá E1 Alamein í Egyptalandi. Matvælaskor turinn í herteknu iöndunum Síðastliðinn vetur var harðasti vetur, sem komið hefir 1 Uýskalandi í 150 ár. Hagfræðing- :ar þar í landi skýrðu frá því, að frostið hefði náð 115 cm. niður í jörðina. Vetrarsáðkornið mátti heita eyðilagt og því var spáð, að framleiðslan á niðursoðnum á- vöxtum myndi verða 90% minni næsta vetur en ráð hafði verið fyrir gert. Er fæðuskortur var kominn í Þýskalandi ákváðu Þjóðverjar að pína vistir út úr herteknu þjóðun-- um. En þar var ekki gott til fanga. Þjóðverjar bjuggust við því, að mppskeran á Balkanskaga myndi ~verða með meira móti, en þeir 'komust að raun um, að hörm- ungar styrjaldarinnar höfðu gert það að verkum, að framleiðslan var 1/3 minni en hún var venju- lega. Hungursneyð varð í Grikk- landi og þar kom upp taugaveiki. 'Skólabörn í Frakklandi sultu og það leið yfir þau inni í skólastof- nnum. Pólskir bændur liðu hung- ur og þar í landi dóu menn í hrönnum. Akuryrkjan í Frakk- landi var í öngþveiti, vegna skorts á áburði, verkfærum og vinnukrafti, því að enn voru 1.500.000 franskir hermenn kyrr settir í Þýskalandi. Hveitiupp- skeran í Ukrainu var lítil vegna frostanna og einnig vegna skorts á landbiinaðarvjelum.. En heima í Þýskalandi gengu konurnar út á akrana. í för með þeim voru börn þeirra, afar og ömmur. Frá Frakklandi komu verkamenn hópum saman að und- irlagi Pierre Laval. — Nýlega bauðst hann til að útvega Þjóð- verjum marga tugi þúsunda franskra verkamanna fyrir hverja 5.000 franska hermenn kyrrsetta í Þýskalandi, sem fengju að fara heim. En í löndum utan Þýskalands voru Þjóðverjar ekki eins slótt- ugir. Þeir fóru að reyna að telja Hollendingum og Belgum trú urn það, að Eystrasaltslöndin æftu að verða yfirráðasvæði þeira í fram- tíðrnni. Það greip þá slíkt heimsku æði, sem fór svo í taugarnar a mönnum, að siðprúðir menn eins og Danir fóru að hrinda þeirn niður í skurði í Kaupmannahöfn. Svo kröftug var mótstaðan í Póllandi, að þótt Pólverjar væru myrtir hópum sarnan, í hverri viku, þá varð stjórn þýska her- liðsins í Póllandi að reyna að koma á fót pólskri leppstjórn til þess að halda Pólverjum í skefj- um. En þar sem engir Pólverjar fengust í þá leppstjórn, þá gengu manndráp og önnur hermdarverk úr hófi. Þýska setuliðið í Noregi sölsaði undir sig 80% af síldarafla Norð- manna. Þeir lifðu að mestu lðyti á síld og útsæðiskartöflum, svo að Vidkun Quisling lýsti því yfir við Norðmenn, að næsta vetur yrðu þeir eingöngu að lifa á brauði úr fínu sagi og „mó“korni. Af þessum frjettum er það ber- sýnilegt, að í vetur ætla Þjóð- verjar sjer að jeta, hvort sem aðr- ar þjóðir í Evrópu gera það eða ekki. En einkennileg var skipun- in, sem Þjóðverjar gáfu í Hol- landi. Allir hundar, sem eru 2 fet eða lengri, verður að afhenda stjórn setuliðsins. (Samkv. Time). Fim!og§dfmœli Amánudag, 10. þ. m., á átt- ræðisafmæli Sigurður Ingi- mundarson fyrverandi óðalsbóndi á Máfahlíð á Snæfellsnesi. Hann er fædur að Eyjum í Kjós 10. ágúst 1862, Ilann er af góðu bændafólki kominn; f oreldrar voru Ingimundur Bjarnason og Birgitta Sigurðardóttir. Foreldrar Sigurðar voru fátæk, því að börnin voru mörgi, svo að hann varð snemma að vinna fyrir sjer. Á sumrum vann hann að hey- vinnu, en á haustin að jarðabót- um, en flestar vetrar- og vorver- tíðir stundaði hann sjó á opnum skipum frá Seltjarnarnesi. Árið 1891 gpkk hann að eiga Steinvöru Einarsdóttur frá Skraut hólum á Kjalarnesi, og það ár byrjuðu þau búskap á Sjávarhól- um í sömu sveit. Vorið 1903 fluttu þau vestur á Snæfellsnes að Máfahlíð, og bjuggu þar um 20 ára skeið, enda er hann ávalt kendur við þá jörð síðan. Þeim varð 9 barna auðrð, 8 kom- ust til fullorðins ára, og er það mikið starf að koma upp svo stór- um barnahóp hjálparlaust. Ábúðarjörð sína bætti hann mik ið; þótt ávalt stundaði hann sjó jafnhliða búskapnum, löngum for- maður er ætíð farnaðist vel, enda veðurglöggur og athugull og snar-r ráður, þá fljót handtök þurfti við. Hann gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir sveit sína, enda fylgdist hann vel með og gerir enn. Hann er mikið fesinn og stál- minnugur, enda er bann fræðinn og skemtilegur og'kann frá mörgu að segja. Hann hefir verið alla tíð mjög ákveðinn Sjálfstæðismaður og fylg ist af áhuga -með öllu er gerist á sjórnmálasviðinu. j Hann dvelur'nú á heimili dótt- ur sinnar og tengdasonar í Ólafs- vík. * - Tilkynning. Til leiðbeiningar fyrir borgarana um hin ýmsu lands- svæði sem setulið Bandaríkjanna notar fyrir skotæfingar með fótgönguliðs- og stórskotaliðsvopnum verða hjer upp talin æfingarsvæðin: í stöðugri notkun: Sandskeið og Mosfellsheiði Svæðið fyrir norðaustan Brautar- holt Austanvert við Kollafjörð Æsustaðafjall Grafarheiði Svæðið vestur af Reykjaborg í Borgardal Svæðið suður af Borgardal Svæðið fyrir vestan og sunnan Vatnsendahvarf Hvaleyri Svæði í Hvaleyrarhrauni Svæði austur af Kaldaðarnesi við Ölfusá Eftirfarandi svæði eru notuð við og við: Tegund vopna: Fallbyssur, rifflar og vjelbyssur Rifflar og vjelbyssur Rifflar og vjelbyssur Rifflar og vjelbyssur Rifflar og vjelbyssur Rifflar og vjelbyssur Rifflar og vjelbyssur Rifflar og vjelbyssur Rifflar og vjelbyssur Rifflar og vjelbyssur Rifflar og vjelbyssur Svæðið fyrir norðaustan Kleifarvatn Svæðið suður af Pálshúsum í Garðahverfi Malargryfjan við Hálogaland Malargryfjan við Ártún Svæðið fyrir norðan Lágafells- hamra Svæðið norður af Helgafelli ná- lægt herspítalanum Svæðið í gljúfrinu nálægt herbúð- unum við Saurbæ Svæði í suðvesturhlíð Akrafjalls Svæði við Langá nálægt veginum milli Borgarness og Stykkis- hólms Rifflar og vjelbyssur Rifflar og vjeibyssur Rifflar og skamm- byssur Rifflar og vjelbyssur Rifflar og vjelbyssur Rifflar og vjelbyssur Fallbyssur og minni byssur Rifflar og vjelbyssur Fallbyssur Önnur landssvæði eru notuð við og við, ef þurfa þykir. Alltaf þegar landssvæði er tekið til skotæfinga eru verðir settir við vegi sem liggja að svæðinu. Merki eru sett upp til að vara fólk við hættusvæðinu og rauð flögg eða dulur, til þess að gefa til kynna hvaðan skotið er. Stundum er skotið á fljótandi skotmörk og verða slíkar skotæfingar ávalt auglýstar fyrirfram. Gott íbúðarhus afgreiðslu- og geymsluhús fyrir bíla og tveir yfirbygðir langferðabílar til sölu. Þeir, sem vildu sinna þessu, sendi tilboð merkt: „Framtíðaratvinna“, til afgreiðslu Morg' unblaðsins fyrir 16. þ. m. Mótorbátur j # # 12 til 15 tonna mótorbátur óskast til kaups. Tilboð • leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir mánu ; dagskvöld 10. þ. m. Merkt „Mótorbátur“. • •••••••••••••••••• f BEST AÐ AUGLYSA I MORGUNBLAÐiNU*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.