Morgunblaðið - 17.10.1942, Page 5

Morgunblaðið - 17.10.1942, Page 5
V ILaugardagur 17. okt. 1942. S ) 2¥tcrgtmb!ato$ Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Pramkv.stj.: Sig-fös Jónsson. Rltstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgttarm.). Auglýsingar: Árni óla. Ritstjórn. auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áikriftargjald: kr. 5,00 á mánuöl innanlands, kr. 6,00 utanlands. 1 lausasölu: 30 aura eintakitS. 40 aura me8 L»esbók. VIÐ FÓTSKO MEIST ARANS FRÁ MÚLA Um hvgíja er kosið? Við hverjar alþingiskosningar er nauðsynlegt fyrir kjós- •endur að gera sjer ekki aðeins ^rein fyrir þeim málefnum, sem um er kosið, heldur einn- ig því, hvaða möguleikar eru fyrir hendi um úrslitin. — Að öðrum kosti geta atkvæði farið forgörðum, og við hverjar kosn ingar ónýtist fjöldi atkvæða á því, að kjósendurnir hafa jþetta ekki nógu skýrt í huga. Hjer í Reykjavík er t. d. nú að þessu sinni ekki kosið um neitt annað en 5. mann Sjálf-í stæðisflokksins, Pjetur Magnús Eon og 3. mann kommúnista, Sigfús Sigurhjartarson, og þá um leið um þá Hallgrím Bene diktsson og Sigurð Guðnason. Alþýðuflokkslistinn getur ekki komið nema einum manni að. Flokkurinn hefir fórnað Sigurjóni Ólafssyni fyrir Har- ald, og það þýðir ekkert að berja höfðinu við steininn í því efni — Þeír menn sem vilja .fella kommúnistann, en hefðu viljað Sigurjón helst, verða því að velja það, sem þeir vil'já xiæst helst, og kjósa lista Sjálf- stæðismanna. Munu þeir ekki verða fáir, sem þetta mundu jrera, ef þeir væru vissir um að Sigurjón gæti ekki náð Jkosningu. En sjerstakiega ættu þeir kjósendur, sem hafa af ein- hverjum ástæðum verið að ihugsa um að kjósa Árna frá Múla, að gera þetta mál vand- lega upp, áður en þeir ákveða að fara í það gönuhlaup. Við þessar kosningar getur ekki þessi listi komið að manni nema hann fái yfir 2000 at- itvæði. Og það hljóta allir að .sjá, sem vilja hafa augun opin þrátt fyrir alt rykið, sem nú er þyrlað upp, að Þjóðveldis- mannaiistinn fær ekkert ná- lægt því atkvæðamagni. Þó að vatkvæðamagn hans tvöfaldist og það ríflega, þá hefir hann ekki nema rúmlega 1200 at- kvæði. Og þó að atkvæðamagn lians þrefaldast, væri langt frá jþví að . það dygði. Þetta ættu menn að hugleiða vandlega áður en þeir ráðstafa atkvæði sínu. Baráttan stendur hjer milli Sjálfstæðismanna og Kommún- ista. Flestir munu vilja taka jþátt í þeirri baráttu. Enda vill Árni Jónsson telja mönnum trú um, að hann sje sannur Sjálfstæðismaður, þótt hann sjái nú varla hvítan blett á þeim flokki. En menn verða að athuga, að Árni frá Múla er rauveru- lega ekki í kjöri. Atkvæði sem á hann falla glatast aðeins, og í á, sem uppsker, er Kommún- istaflokkurinn. C' yrir nokkrum árum skrifaði * Árni Jónsson frá Múla grein. Mig minnir, að hún hjeti: „Það er alls ekki sambærilegt“. Þar ræddi hánn um það, hvernig Framsóknarmenn ætla sjer annan hlut en öðrum landsmönnum. Hvernig þeir að staðaldri koma fram með yfirlæti og ofsa umfram aðra menn, en hvernig ofsinn verð ur þó aldrei meiri en ef einhver ætlar sjer svipaðan rjett og þeir skamta sjálfum sjer. Þá dettur ofan yfir þá, þeim finst framin á sjer helgispjöll og hrópa: „Það er alls ekki samhærilegt“. Á þessa leið ritaði Árni áður en hann tók sálufjelag við Fram sóknarhöfðingjann Jónas Þor- hergsson. Nú er Árni Jónsson í mánaðar- tíma búinn að ausa úr skálum reiði sinnar yfir Sjálfstæðisflokk- inn. Forystumennirnir eru sagðir síngjarnir sjerhagsmunamenn, sem misheita trúnaði fólksins til að raka fje í eigin vasa xindir kjör- orðinu: Aldrei nóg. En fylgismenn irnir eru þeir arlakar, að þeir trúa slíkum níðingum fyrir for- sjá mála sinna. Dag eftir dag hefir sami sónn- inn kveðið við og enginn efast um, að ómurinn muni láta í eyr- um alt þangað til síðasta atkvæðið verður greitt á sunnuaginn kem- ur. Altaf hið sama, hvar sem er: í Þjóðólfi, á fundi í Kaupþings- salnum, á skemtisamkomum í Oddfellow og Alþýðuhúsinu og á öldum útvarpsins. Ætíð hið sama: Auðvirðilegasti rógurinn, sem andstæðingarnir á mörgum árum hafa á flokkinn logið, endurtek- inn um forna fjelaga. Þá er goðgáin framin. Eftir 40 mínútna reiðilestur Árna Jónsson- ar í útvarpinu, lætur annar ræðu- manna Sjálfstæðismanna sjer sæma að eyða einni til tveim mín- útum í að víkja orðum að Árna Jónssyni, að nokkru af grágletni, en að öðru af fullri alvöru. Slíkt finst Árna Jónssyni ganga guðlasti næst. Ilann má í mánuð ’ ata auri þá,‘ er aldrei hafa viljað honum annað en vel. En ef einn þeirra svarar fvrir sig á tveim mínútum, þá er: „Það alls ekki sambærilegt“. TJm þann, sem |)vílíkt fremur, segir Árni -Jónsson, að hann sje valdasjúkur klunni. Heimskingi, sem þjösnaskapurinn her hyggind- in ofurliði hjá. Rógberi, sem er þannig útlits, að hversu gamall sem hann verður, þá mun hann aldrei hera göfugmenskuna utan á sjer. Innrætið er tuddi, líkastur negrunum í Ameríku, ómóttæki- legur fyrir æðri menningu. Það er ekki um að villast. Sá, sem þvílíka lýsingu gefur á manni, sem hann fyrir sjö mánuð- um kaus fyrir borgarstjóra og fyrir mánuði ólmur vildi gera að þingmanni höfuðstaðarins, hann er svo gagnsýrður af æðri menn- ingu, að hann hlýtur að hafa ver- ið í Ameríku og sjeð negrana þar. Eftir Bjarna Benediktsson Af slíku andlegu ofurmenni er auðsjáanlega mikið að læra. Það ber því að þakka, þegar þvílíkur höfðingi býður kenslu í góðum siðum. Er það hjer með gert. En áður en kenslan er þegin er rjett að athuga, hvort hyldýpið er ekki alt of mikið milli meist- arans og hins fyrirhugaða læri- sveins. Þeim, sem kennir, og þeim, sem kent er,1 verður að vera eitt- hvað sameiginlegt. Annars skilja þeir ekki hvor annan og erfiðið verður árangurslaust. ★ Um margt af því, sem Árni Jónsson færir mjer til foráttu, tjá- ir eigi að tala. Tltlitið, innrætið og gáfurnar eru ekki annað en það, sem guð gaf, og jeg er hræddur um, að Árni Jónsson eigi erfitt um þar úr að bæta, úr því sem komið er. En valdasýkin ætti að vera við- ráðanleg. Af því, að hún hefir verið gerð að opinberu umræðu- efni og varðar bæði viðhorf mitt og annara til stjórnmála, ætla jeg að fara um hana örfáum orðum, þó að það sje óneitanlega ógeð- felt að ræða þannig um sjálfan sig. ★ Jeg hefi oft. sþurt sjálfan mig að því, livað það væri, sem fengi bæði mig og aðra til þess að fást við stjórnmál. Það er alveg víst, áð ekki eru til argsamari störf, meira lýjandi nje a. m. k. á koflum vanþakk- látari. Fyrir þann, sem telur sjer sjálfum tni um, að hann sje sæmi- lega heiðarlegur og reynir að vera það, eru þau ekki arðsöm. Það þarf ekki ýkja mikið sjálfs- traust til þess að hafa trú á, að maður geti útvegað sjer arðsam- ari atvinnu en t. d. að vera borg- arstjóri. Samt er það svo, að jeg hefi ætíð haldið, að sá gerði lítið gagn í stjórnmálum, sem eigi fengist við þau af einhverri innri þörf. Vegna þess, að honum fyndist að! þau væri hans verkefni í lífinu. Vegna þess, áð hann þættist hafa' komið auga. á einhver sannindi, sem hann væri minni maður, ef hann legði sig ekki allan fram til að berjast fyrir. Mjer skilst, að það sje þetta eða eitthvað þvílíkt, sem menn kalla valdasýki hjá öðrum. Hvað þeir kalla það hjá sjálfum sjer. ’ er mjer ekki alveg ljóst. En jeg skal játa, að jeg hefi teygst til stjórnmálaafskifta, því að jeg hefi ákveðna færingu um, að* ef íslensku þjóð inni eigi að vegna vel, þá verði Sjálfstæðisstefnan að verða ráv andi í málum hennar. Jeg setri bað satt, og jeg er áreiðanh ekki einn um það af þeim, «'■ við stjórnmál fást, að jeg hefi «T! . heitstrengt það að skifta mj‘ ekki framar af þeim málum. En þegar til hefir átt að taka, þá hefir mjer fundist jeg ver'a minni maður, ef jeg legði eigi fram krafta mína til þess, að vinna fyr- ir það, sem jeg álít, rjett. Auðvitað hlýtur sá, sem við stjórnmál fæst, að sækjast eftir trausti fólksins. Sumpart er það sjálfsagt persónulegur metnaður, en sumpart er það óhjákvæmilegt sbilyrði fyrir því, að starf hans geti komið að gagni. En hvernig verður því trausti náð og haldið? Jeg hefi aldrei komið auga nema á eina leið til þess. Hún er að vinna til trausts- ins. Fólkinu verður ekki sagt að treysta neinum. Það verður sjálft að finna, hvort maðurinn / er trausts verður. Með góðri grein eða góðri ræðti er hægt að vekja hrifningu í bili, ná svo og svo miklum völdum og vegtyllum. En traustið öðlast maður aldrei nema hann vinni fyrir því. Allir höfum við sjálfsagt meira eða minna gaman af vegtyllunum og völdunum. Samt telur áreiðan- lega hver og einn, Árni Jónsson ekki síður en jeg, sjer trú um, að það sje ekki fyrst og fremst sjálfra okkar vegna, sem yið sækj- umst eftir þeim eða tökum við þeim. Nær er níjer þó að halda, að ef insti hugur allra væri þar grandskoðaður, að þá mundi fá- um svo tregt í þeim efnum sem þeir oft láta. Hvað sem um það er, þá er víst, að aðferðirnar til að öðlast þessi gæði, ef svo á að kalla þau, eru ákafíega ólíkar. Jeg hefi ætíð haft þá skoðun, að í þessu mundi haldbest að fara aldrei feti framar en traust manns á hverjum tíma stendur til. Eng- inn er dómari í eigin sök og það er betra að láta aðra um að segja til hvers maður er hæfur heldur en að heimta það sjálfum sjer til handa. Árni Jónsson brýnir mig á því, að jeg sje ungur og eigi eftir að læra margt. Það er rjett. Samt hefi jeg lært. það að bjóða mig aldrei fram til trúnaðarstarfs af eigin hvötnm. Af þeim störfum, sem mjer b.afa boðist, hefi jeg tekið jia.u ein, cr jeg eftir öllum atviknm hefi talið mig þá mann tíl að gegna. Ilitt ska’ ieg játa, að þegar jeg hefi t.'hið ,v ■ í«■: ‘starf, þá hefi jeg re.vnt ao r.-ekjaf það'svo, sem mín eigin samviska hefir sagt mjer að gcr.-t bau i Mjer hefir :’1 : "-•t um rð inna -l'-í'i' uiii) ií lieii.Ti svo sem skyldi, í ,iv, ■ vðvi>■ «)ð dæma. Bn • lívjrð ’J jx'sn þurfi. ,''i jeg treysti mjer til að leysa þa«* ■■ 1 af hendi, tel jeg rni« tjn. Ef öðrum er t. það betur þá e :nan d'-«hær- yst til • ’ >r-) að fel •mi Á þetta minnist jeg vegna ]>ess, að því hefir heyrst mjög fleygt i þessari kosningahríð, að borgav- stjóri ætti ekki að eiga, sæti á Al- þingi. Starf hans væri ærið þar fyrir utan, og ef hann tæki þar sæti mnndi hann sennilega van- rækja hvorttveggja: borgarstjórn og þingmensku. Mín skoðun á þessu er alt önn- ur. Jeg tel, að borgarstjórastarfið sjó svo pólitískt starf nú orðið, og hafi raunar verið ætíð frá því jeg þekti til, að það yrði alls eigi rækt nema sá, sem í því væri, hefði mikil stjórnmálasambönd og áhrif. Orlög Reykjavíkurbæjar eru ekki nema að litlu leyti ráðin í bæjarstjórn Reykjavikur eða við kosningar til hennar. Að lang- mestu leyti fara þau eftir stjórn ríkisins á hverjum tíma, löggjöf þeirri, sem Alþingi setur, og á- standi því, sem í landinu ríkir af þessum sökum. Það er vonlaust að ætla að halda Reykjavíkurbæ, þessum þriðjungi landsins, á rjettum kili, að koma hjer á þeim framkvæmd- um og umbótum, sem við öll þrú- um, nema í nánu samstarfi við ríkisvaldið sje. Þessu samstarfi getur enginn haldið betnr uppi nje svo að í lagi sje annar en æðsti maður bæjarfjelagsins, borgarstjóri. Stjórnmálaleiðtogi eins og J6» Þorlákssön, þrautreyndur og á- hrifamikill, þarf e. t. v. ekki a& sitja á þingi til þess að hafa a?Þ stöðu til að fylgjast svo með og koma málnm svo fram sem þarf. Yita þó allir, að Jón ljet eigi af þingmensku vegna borgarstjóra- stöðunar, beldur eingöngu al beilsuleysi, og að hann hjelt for- mensku flokks síns þrátt fyrir það, þótt hann yrði borgarstjóri. En bvað sem um það er, þá segi jeg það af eigin reynslu, eftir tveggja ára borgarstjórn, og nær -7 ára veru í bæjarstjórn þar á nndan, og þar með mjög náið samstarf við þáverandi borg arstjóra, að jeg tel nærri því eins nauðsynlegt, að borgarstjórinn í Reykjavík eigi sæti á þingi eins og sjálfir ráðherrarnir. Með þessa skoðun mína hefi jeg aldrei farið didt. Hún er ekki miðuð við það, hvort jeg er borg- arstjóri eða ekki. En úr því, að jeg er borgarstjóri er ekki nema eðlilegt, að jeg í þessu efni láti um sjálfan mig gilda það sama og um aðra. Þess vegna neitaði jeg ekki að vera í kjöri til Alþingis, þegar mjyr var boðið þ^ð nú í vor. Engu að síður er mjer það ljóst, að aðrir hafa á þessu aðra skoðun en jeg. Mitt er ekki að dæma, hvor rjettari cr. Kjósend- urnir verða að gera það. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐTJ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.