Morgunblaðið - 18.10.1942, Side 7

Morgunblaðið - 18.10.1942, Side 7
Sunnudagur 18. okt. 1942. MORGuNBLAÐIÍ) 7 Áttræður: Magnús Friðriksson írá Staðaríelli Maguús Priðriksson frá Stað arfelli, hreppstjóri í Stvkk- ishólmi verður áttræður í dag. H ann er landskunnur sem fram- úrskarandi búnaðarfrömuður og ssldheitur styrktarmaður allra búnaðarframfara. Honum hefir verið faUnn fjöldi ábyrgðarstarfa lim síðástliðin 60 ár og hefir hann leyst, (þau öll af hendi með ein- stakri sarnvjskusemi, dugnaði og ósjerplægni. t>,á er hann brá búi á Staðarfelli gáfu þau hjónin þetta mikla liöfuðból til skólaseturs sem knnnugt er. Mikið hefir Magnús ritað snert- andi, búnaðarsögu landsins um langt skeið. um örnefnalýsingar og annan þjóðlegan fróðleik, enda fellur hoilum aldrei verk úr hendi. Magnús Friðriksson ann öilum, sem vilja bjarga sjer með -dugnaði og drengskap. Magnii-s er kvæntur Soffíu (iestsdóttur frá Skerðingsstöðnm i Hyammssveit. Ilún hefir staðið við hlið bónda síns í 54 ár. Hún >er gáfuð kona og mikilhæf. Sá 'sern á anuan eins lífsförunaut og kona Magnúsar er, er ekki ein- hentur. Þeim hjónum liefir orðið þriggja barna auðið, er komust til þroska. Son sinn, Gest, mistu þau voveiflega nýútskrifaðan frá Mentaskóla Akureyrar, mesta efn- ismann, en tvær dætur þeirra eru búsettar í Dalasýslxi og sækja þær báðar, ósyikinn , þrótt til for- ehlra sinna. Magnúsi Friðtikssyni hefir ver ■ ið sýndur maklegur virðingarvott- ur með því að sæma hann hinni íslensku Fálkaorðu og gera hann uð heiðursfjelaga Búnaðarfjelags Dala- og Snæfellsnessýslu og Bún- uðarfjelags Lslands. Það eru nú rúmlega 60 ár síð- iin fundum okkar Magnúsar Frið- rikssonar bar saman. Margt ger- ist á laugri leið. Oftast höfnm við verið andvígir í stjórnmálum ■og ef til vill fleiru, en tryggari vini en Magnús Friðriksson og konu lians hefi jeg aldrei átt og þakka jeg þeim fvrir allar ánægju stundirnar og órjúfandi trygð. Ágúst Þórarinsson. D-LISTINN er listi Sjálf- stæðismanna. i -....... . -----------i Fátæki maðurinn og stríðsgróðinn Hermanu Jónasson segir fyrir nokkru í Tímanum að hann sje á móti stríðsgróðamönnum. — Vesalings öreiginn, sem hafði svo mikla fórnarlund á veldistímum sínum, að hann gaf kr. 30.000.00 með sjer í embættinu. Það skal þ.ví engan undra þótt Hermann hafi einatt lítinn eigna- skatt greitt. valdatímabil sitt og þar áður. Revkvíkingar gerið ykkar til, forðið þessum vesalings fátæka manni frá meiri töpum, fjárhags- I'ega. Leyfið honum að vera stríðs- gróðamanni eftirleiðis. Reykvíkingar! Stuðlið að því með atkvæði ykkar í dag, að Her- mann Jónasson vérði aldrei for- sætisráðherra aftur. Kjósið D-listann. Kjósandí. Líbería fer í stríðið D euterfregn í gærkvöldi herm- ir, að búist sje við því, að Libería, hið litla negralýðveldi á vesturströnd Afríku, muni bráð- lega fara í stríðið með Banda- mönnum. Fregnin hermir, að séndifull- trni Roosevelts forseta hafi ný- lega verið þar og átt Jangar vlð- ræður við, forseta Liberíu. Fkki er fullkomlega vitað um hvað þeir ræddu, en búist er við opinberri tilkynningu um það á hverri stundu. Líklegt er talið að aðalræðis- maður Þjóðverja muni bráðlega verða beðinn um að fara úr landi. Nokkrir aðrir Þjóðverjar eru þeg- ar farnir, og fóru þeir í frönsk- um flugvjelum. Bretar hafa komið upp bæki- stöðvum fyrir könnunarflugvjelar sínar í þiberíu, til þess að hafa gætur á kafbátum, sem hafa verið á sveimi úti fyrir ströndinni og sökkt þar einu skipi bresku fvrir skömmu. D-USTINN er listi Sjálf stæðismanna. fkviknun. Laust fyrir hádegi í gær var slökkviliðið kvatt að litlu, að hálfu leyti niðurgröfnu húsi, rjett hjá Sænska frystihús- inu. Hús þetta er gamalt vjelahús, en Belgjagerðin notar það nú til þess að þurka í vörur sínar. Þeg- ar slökkviliðið kom á vettvang, var breskt slökkvilið komið á staðinn og slökti eldinn. Yörur Belgjagerðarinnar, sem í húsinu voru, brunnu, en aðrar skemdir urðu ekki verulegar. Leiðrjetting. í ritlingnum „Dýr- tíð og verðlag" á bls. 5, stendur að 900 g. mjólkur þurfi til að vega á inóti 30 g. smjörs, en á að vera 700 g. —- Jóhann Sœmunds- sou, læknir. Ráðskonusfaðan við Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi er laus nú þegar. Upplýsingar í síma 3950. Dagbóh >«*Qieae««N □Bdda 594210207 — Fyrl.: Atkv. Unglingar óskast til að bera Morgunblaðið til kaupenda. — Hækkað kaup. Næturlæknir er í nótt Þórar- iun Sveinsson, Ásvallagötu 5. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki. Helgidagslæknir er Jóhannes Björnsson, Hverfisgötu 117. — Sírni 5989. 75 ára er í dag Gísli Jóhannes- son trjesmiður á Grettisgötu 27. A hestu ánmi ævi sinnar stundaði hann aðallega sjómennsku og var stýrimaður á þilskipi. Síðar vann hann um mörg ár við skipasmíðar í Slippnum, en hefir nú um all- langt, skeið stnndað húsasmíðar. Gengur hann enn að þeirri vinnu alla daga, þrátt fyrir háan aldur. 'Gásli er dreugur góður og mætur borgari, skemtilegur í viðræðum ^og góður heim að sækja. Hjónaband. Þann 16. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af sr. Friðrik Hallgrímssyni, ungfrú Kristín Lárúsdóttir hárgreiðslu- kona, Sjafnargötu 10 og Helgi J. Jónsson, skipstjóri, Seljaveg 11. Heimili brúðhjónanua er á Selja- veg 11. Hjónaband. 1 gær voru gefin saman í hjónaband af sr. Áraa Sigurðssyni, nngfrú Ólína Þor- valdsdóttir, Klapparstíg 26 og Valur Sigurbjörnsson, verka- maður, Klapparstíg 26. Hjónaband. í dag verða gefin saman hjer í bænum, unígfrú Brynhildur Jónsdóttir og Snorri Tryggvason garðyrkjumaður. — Heimili ungu hjónanna er í Hvera gerði, ÁrnessýSlu. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband af sr. Friðrik Hallgrímssyni, nngfrú Áslaug Helgadóttir, bárgreiðsludama og Bjarni Valdimarssón verslunar- maður. Heimili ungu lijónanna verður á Grettisgötu 16. Hvað voru þeir að brugga? Það vakti athygli fyrir fám dög- um, er þeir sáust á ráðstefnu Her- mann Jónasson, Árni frá Múla, Ragnar í Smára og Sverrir Kristjánsson. Menn spyrja? Var þarna verið að leggja drögin að hinni væntanlegu samvinuu Fram sóknar kommúnista og þeirra Múlkvíslinga, Útvarpið í das:: 10.00 Morguntónleikar (plötur): Tónverk eftir Stravensky, Scliulhoff og Bóla Bartók. 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegistónléikar (plötur) -. Ýms lög sungin og leikin. 19.25 Hljómplötur: Enska rapsódí- an eftir Delius. 20.20 Binleikur á celló (Þórhallur Árnason): Sónat.a í G-dúr eft- ir Hándel. 20.35 Brindi: Tvenn lífsviðborf (Grjetar Fells rithöf.). 20.55 Hljómplötur: Marcel Moyse leikur á flautu. 21.10 Upplestur: „Sonahefnd“, smásága eftir Jóhannes Frið- langsson (Klemens Jónsson kennari). 21.35 Danslög. Útvarpið á morgun. 19.25 Hljómplötur: Þjóðdansar frá ýmsum löndum. 20.30 Um daginn og veginn (Vilhj, Þ. G'íslason). 20.50 Kpsningafrjettir. Ljett lög og danslög. ■. — Dagskrárlok eftir atvikum. Til brúðargjafa Kaffi-, Te- og Matarstell o. fl. Krystalvörur — Keramikvörur K. Einarsson & Björnsson. Bankastræti 1L Vogrek. í vor rak lítinn bát (skektu) á fjöruna fyrir framan Selbúðir við Vesturgötu hjer í bænum. Báturinn er áralaus og nokkuð brotinn. Er hjer með skorað á eiganda að gefa sig fram fyrir 1. nóvember n. k., og sanna. rjett sinn. Reykjavík, 17. okt. 1942. Lögreghistjóri. Nýkomlð: Cacao I smðboxum Eggerf Krfstlánsson & Co. h,f. Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnum að hjart- kær eiginmaður minn, ÍVAR ÁSGRÍMSSON, skósmiður, andaðist að heimili sínu, Vinaminni í Keflavík í gær, laug- ardagiim 17. október. Sólveig Brynjólfsdóttir. Konan min, GUÐRÍÐUR ÖLAFSDÓTTIR HJALTESTED, andaðist í gærmorgnn. Magnús Bl. Jónsson frá Vallanesi. Jarðarför, STEINUNNAR BERGSTEINSDÓTTUR frá Eiðikoti fer fram þriðjudaginn 20. okt. frá St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði, kl. V/2. Vandamenn. Jarðarför ÞORSTEINS JÓHANNESSONAR, Nýlendngötu 22 fer fram frá dómkirkjunni á morgnn, mánn- daginn 19. þ. m. kl. V/2 eftir hádegi. Magnús V. Jóhannesson fátækrafulltrúi. Inniiegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför HALLDÓRS ÞÓRARINSSONAR kaupm. Gnðrún Kristinsdóttir. Þökkum auðsýnda vinsemd við fráfall og jarðarför, móð- ur okkar, tengdamóður og ömmu, RÓSU SIGURÐARDÓTTUR, Sölvhólsgötu 7.. Pyrir hönd aðstandenda. Áslaug Guðmundsdóttir, Sigurjón Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.