Morgunblaðið - 17.11.1942, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.11.1942, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. nóv. 1942. Ræða sfra Benjamfns FBAMH. AP FIMTTJ SÍÐU ■og hrista af fótum vorran og úr aúgum vorum ryk þoirra efuis- hyggjú, Sem riú hefir blindað oss um sturid;1 ryk 'suiidurlyndisins, fjandskaparinst líiog stríðsgróða- draumanna. Vjer verðum að skilja a?$ engin þjóð hefir nokkru sinni griætt. á stríði, neiaa þá blóðpen- inga, sem henni hafa orðið til ó- farnaðar. a utáá:: rvM* En vjer eigum að trúa í þess stað á guð vors lands og mikið menningarhlutyerk þjóðar vorrar. í 1 fátækt, vorri og einangrnn tókst oss fyrr á öldum að varð- vjeita dýran fjársjóð: fagra tungu, merkilegar bókmenntir og sagn- visindi, og stóðurix þar á verð- inum fyrir allan hinn 'iiorrama kýnstofn. Hver veit nema oss mætti auðnast að vinna annað og meira hlutverk nú, ef vjer ættum sameiginlega einhvern met.nað fyr ir þjóð vora, ef vjer kynnum að horfa fram tii komandi tíma og horfa hátt og reyna að verða öðr- um þjóðum til fyrirmyndar í friðelskandi menningu í stað þess að sýna hvarvetna undirmálstil- finningu vora í því, að elta hverja erÍeiMla tísku, illa seni góða. Vjer eigum forna og merkilega lýðræðissögu að baki. Præðimenn hafa fært rök fyrir því, að fyrir þúsund árum stóðum vjer í stjórn arfarslegum efnum feti framar flestum öðrum ríkjum Norðurálf- urinar. Hví skyldi þetta hlutfall .ekki geta verið það sama enn þann dag í dag? Hvers vegna skyldum vjer láta oss vera meir ujn það hugað, að herma eftir öðrum þjóðum í vætkis verðu, en setja metnað vorn í það, að leitast við að skapa hjer á meðai vor eftír eigin höfði feg- nrra, rjettlátara og viturlegra stjórnarfar en annarsstaðar þekk- ist? t Ef viljinn er nógur, ættum vjer enn sem fyrr að geta sett hjer á stofn fyrirmyndar skóla, skapað ágætar bókmenntir og reynt að manna þessa þjóð, með- ari aðrar þjóðir eyða orku sínni í manndráp og eyðileggingu. En ef þjóð vor og forráða- menn hennar eiga engan metnað eða hugsjón til að lifa fyrir, nema verðlitla brjefpeninga, nema það að vera smámynd af brjálæði stórþjóðanna, hverju skiptir það þá, h vort vjer lifum óveðrið af eða förumst með hinum miljón- unþm, sem falla í duftið og gleýmast. , Gunnlaugur Stefánsson kaupmaöur 50 ára LJ unnlaugur Stefáusson kaup- maður í Hafnarfirði er fimtugur í dag. Hann ér íæddur í Hafnarfirði, og þar hefir haun alið aldur siun í hálfa öld. Poreldrar 'Gunnlaugs eru SóJ- veig Gunrilaugsdóttir og Stefán heit. Sigurðsson trjesmíðameist- ari. Ungur að aldri, aðeins 14 ár.i gamall, misti Gunnlaugur föður sinn, liinn mesta manndómsmann. Fyrirætlanir um skóianám Gunu- laugs urðu þá að engu, því að hann kaus heldur að leita sjer atvinnu og leggja móður sinni lið, til þess að koma til manns sjö börnum, sem þá voru á aldrin- ran 4—17 ára. Pyrsta gosd ryk kj a v erk sra í ðj a n á íslandi var stofnsett, í Hafnar- firði. Hjet hún Kaldá. Eigandi verksmiðjúrinar var Jóu Þórar- insson fræðslumálastjóri. Þangað rjeðist Gunnlaugur á fermingar- aldri og vann þar samfelt í þrjú ár. Þegar hanri sagði upp störf- um var hann orðinn forstöðumað- ur verksmiðjunnar. Þá fór Gunn- laugur til Reykjavíkur að nema bakaraiðn, en kom aftur til Hafn- árfjarðár og varð yfirbakari hjá Einari Þorgilssyrii. Síðar tók Gunnlaugur bakaríið á leigu og starfrækti það um nokkurra ára skeið. Um svipað leyti hóf hann. umfangsmikinn verslunarrebstur í Hafnarfirði og heldur honum á- fram enn í dag. Hann er og braut- ryðjandi í kaffibætisgerð á ts- Jandi, ; : ,( .7 T æsku hneigðist hugur Gunn- laugs að sjómensku, og þráði hann þá fremst öllú að verða sjó- maður. Úr því hefir þó aldrei orðið. En hugurinn hefir ávalt verið við sjóinn. Strax og nokkur fjárráð voru fyrir héndi gerðist Gunnlaugur sameignannaður nokk urra Hafnfirðinga, er keyptu mót- orbát til Hafnarfjarðar. Síðar, þegar mótorbátaútgerðin minkaði og togarar komu í þeirra stáð, kom Gunnlaugur víða við sögu. Hánri var einn þeirrá tíu manna, er keyptu hingað til lands tog- arana Glað og Gulltopp. Einnig átti Gunnlaugur þátt í kaupum togarauna Ililmis og Ránar og einn af stofnendum Hrafna-Plóka. Auk þessa hefir hann átt þátt í kaupum ýmsra línuveiðiskipa til Hafnarf jarðar og ávalt verið hvetjandi þess, að útgerð yrði aukin til hagsældar bygð og bú- endum. Hjer hefir aðeins verið drepið á nokkra þætti úr æfi Gunnlaugs Stefánssonar og þeir minna allir á sama marininn, hinn atorku- sama áhugámann, sem ávalt er sí- vakandi og sístarfandi. Gimnlaugur er eklri ajlur þar sem honum er lýst- hjer að fram- án. Hann á sjer fleiri hugðarefni eri að fást við verslun og útgérð. Hann vill fyrst og frémst vera öðrum til hjálparv Sterkasti þátt- urinn í skapgerð Gúnnlaugs er hjálpfýsi. Altaf reiðubúinn að rjetta hjálparhendi þangað, sem liennar er þörf. iGunnlaugiir hugs- ar oft rneira um vini sína og þá, sem ran sárt eiga að binda, en sinn eigiu hag. Það er haus ánægja að geta gert öðrurn lífið Jjéttara og áhýggjuminna, . íGririnlaugur er kvæntur Snjó- laugu Árnadóttur prófasts frá Görðum, hinni ágætustu konu. ilngibjörg sýstír Gunnlaugs á pinnig afmæli í dag. Þau eru tví- hurar. IIún hefir alla tíð dvalið hjjá móður sinni og verið stoð hennar og stytta í öllum störfum heimilisins. Hafnfirðingur. Skógræklarffelagið Minning Guðbrands biskups FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU borðum og fleira bar þar á góma. Símskeyti barst frá kirkjumála- ráðherra og annað frá sr. Þori- steini Briem prófasti á Akranesi óg kveðjur frá biskupi og vígslu- biskupinum á Akureyri. Sendi samkvæmið þeim öllum þakkar- kveðjur fyrir munn prófasts. Mótið fór hið besta fram og var okkur öllum til ánægju, enda þykir okkur Skagfirðingum ávalt fengur í að fá tækifæri til* að heimsækja hinn fornhelga Hóla- stáð, svo prýðilega sem hönum fer skrúði sá, sem nútímakynslóð- iu liefir fært. hann í. H. K. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU 2. Að flytja inn erlendar trjá tegundir frá þeim stöðum á hnettinum, sem hafa svipað veð urfar og Island, en í sambandi við það eru svo kynbætur og víxlfrjófgun þeirra tegunda, er vænlegastar eru. 3. Að fræða almenning um skógræktarmál, en það er und- irstaða þess að þeim málum sje sinnt svo sem vera ber. í sam- bandi við þetta er aukin trjá- rækt við hús og bæi, en þar blasir mikið verkefni við. Á þessu sviði hlýtur starfs- svið skógræktarfjelaganna að- allega að liggja fyrst um sinn. F JELAGSSTJÓRNIN Maggi Júl. Magnús læknir hafði verið í stjórn fjelagsins frá stofnun þess og til dauða- dags. Hafði hann verið einn af öflugustu og athafnamestu starfsmönnum þess. Er hann fjell frá, tók Ingvar Gunnars- son kennari í Hafnarfirði, sæti hans í stjórninni. Var hann nú kosinn í stjórn, svo og H. J. Hólmjárn, er var endurkosinn. í varastjórn voru þeir kosnir dr. Helgi Tómasson, Ásgeir L. Jónsson ráðunautur og Svein- björn Jónsson hæstarjettarlög- maður. FUNDARSAM- ÞYKTIR Svohljóðandi tillögur frá fjelagSstjórnirini voru samþýkt- ar á fundinum: „Aðalfundur Skógræktarfje- lags íslands, haldinn í Reykja- vík þ. 13. nóv. 1942, hvetur ein dregið til þess: 1. Að ríkisstjómin verji að minsta kosti kr. 50,000,00 ár- lega, sem varið sje eftir tillögu skógræktarstjóra til þess að friða skógarleifar í eign ein- stakra manna. 2. Að kostað verði kapps um að kenna mönnum fræsáningu birkis, uppeldi plantna og gróð ursetningu, svo að meiri skrið- ur komist á trjárækt en áður er. í þessu skyni verði komið á kenslu í sáningu víðsvegar um landið og ennfremur að sáning. uppeldni plantna og gróðursetn ing verði gert að skyldunáms- greinum við kennaraskóla, bún aðarskóla og húsmæðraskóla“. Til viðbótar síðari tillögunni bar Guðm. Marteinsson fram svohljóðandi tillögu, er einnig var samþykt með samhljóða at- kvæðum: „Fundurinn ályktar að fela stjórn Skógræktarfjelags ís- lánds að hlutast til um að fje- lagið ásamt hjeraðsskógrækt- arfjelögum, beiti sjer fyrir því og veiti aðstoð til þess, að sæmi lega stórum trjáræktarreitum verði komið upp í sem flestum sveitum landsins, þar sem börn- um á skólaaldri gefst tækifæri til að læra að planta og sá. Sje leitað um þetta samvinnu við barnakennara, skólanefnd- ir og fjelög innan skólaum- dæma, sem kynnu að vilja lána máli þessu stuðning“. Urðu um þessar tillögum all- langar umræður. Þessir tóku til máls, auk framkvæmdastj.: Hermann Jónasson, Gunnlaug- ur Kristmundsson sandgræðslu stjóri, Ólafur Friðriksson, Vig- fús Guðmundsson, Árni G. Ey- lands og Gísli Þorkelsson. Svohljóðandi tillögur voru og samþyktar: Frá fjelagsstjórninni: „Aðalfundur Skógræktarfje- lags íslands haldinn í Reykja- vík 13. nóv. 1942 hvetur ein- dregið til að framkvæmdar verði rannsóknir á beitarþoli landsins á þeim grundvelli, sem Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri, hefir lagt til í ritgerð sinni í Ársriti Skógræktarfje- lagsins 1942“. Frá H. J. Hólmjárn: „Aðalfundur Skógræktarfje- lags íslands haldinn í Reykja- vík 13. nóv. 1942, beinir þeirri áskorun til bæjarstjórnar Reykjavíkur að sauðfjárrækt verði bönnuð 1 bæjarlandi Reykjavíkur neðan Elliðaár, vegria hinnar miklu eyðilegg- ingar, sem sauðfjeð fremur á trjágróðri og garðávöxtum í görðum bæjarbúa“. Næturvörðra er í Reykjavíkur Apóteki. ■ i Aipanjn* Grænar baunir Carottur Blandað grænmeti Tómatsósa VÍ5IH L*ug*T«g I. Fjöluisveg 2. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI-----ÞÁ HYER7 ANDRJES ÖND EFTIR WALT DISNEY Hli . _ . ' J*. & Hunda- bjálfunin. ;V'V*"" /" í-r’-v Á ■ s " 0 i? Já, þetta líkar mjer strákar, Þið eiuð framtakssamir að taka að ykkur að þjálfa hundana fyrir nábúana. En hvað er nú þetta. \Nú held jeg að eitthvað sje bogið ? Nú, það varð að vera, að þeir legðu ekki neitt á sig sjálfir letiblóðin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.