Morgunblaðið - 19.12.1942, Page 2

Morgunblaðið - 19.12.1942, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. des. 1942. •lllllllllllllMlllllUlllIIIIIUIIIIIIIIIIIlllllllllUllllllllililllimUIHB I Grein i R*y- j mond fClapper: Samgðngubæt- ur og frtðurinn iuiHiiiiuuuiunuii • Hltllllllllllllllllltllt Dásamlegt fyrirbrigði átti sjer stað hjer í síðastliðinni viku. Roose- velt forseti skrifaði Chiáng Kai Shek hershöfðingja og einni klukkstund síð- ar v^tr kínverska leiðtoganum í Chung king afhent nákvæm eftirprentun af brjefinu. Útvarpssamband sem jjetta auðveld- ar sannarlega samband þjóða inilli. En í raun og veru er það alls ekki inerkilegra eða mikilvægara en aðferð- ii þær, seui nú eru nota'ðar til þess að auka samband milli annara ríkis- stjóma. Símtöl milli Hvita iiússins og Down ing Street 10 í London og Kremlin í Moskva, era að veröa eins einföld og símtöl innan Reykjavíkur. Flugvjelin er einnig að gera samband manna á milli auðveldara. Churchill hefir tvisv- ar farið til Washingtou og einu sinni til Moskva síðastliðið ár- Utanríkis- ráðherra Rússlands, Molotov, hefir farið til London og Washington. Flota foringjar og herforingjar herstjóm- anna hafa ííðum í’arið á milli landa Bandamanna. Þetta stnð er að sjáifsögðu á marg- an hátt ólíkt hinu fyma og jeg held að það muni einnig verða margir erf- iðleikar við samningu friðarins. Að einu mikilvægu levti verður þetta stríð ólíkt hinu fyrra, en það er hversu auðveldlega leiðtogar Bandamanna geta haft samband sín á milli. Menn- ímir, sem stjóma þessu stríði, geta hittst og talað saman og þess á milli talað saman símleiðis. Friðurinn í þetta sinu verður ekki aðeins skjal, sem skrifað verður í em- hverrí höll bandatnanna og síðan fast skorðað með undirskriftum. Friðurínn verðnr að þessu sinni líðandi og sí- breytilegt ástand, sem mun þarínast sífeldra umræðna og endurbóta af ‘ Stjómmálamönnum hinna ýmsu þjóða. Það er ómögulegt að gerður verði fasfc skorðaður friður eins og sá, sem iór svo vesældarlega út um þúfur síðast- liðinn aldarfjórðung. Jmgar Wendell Willkie og fjelagar hans komu úr hættuferð sinni, var einn þeirra svo hrifinn a£ hinum auðveldu samgöngum, að hann sagði, að það mundi auðveit fyrir þá Roosvelt for- seta, Stalin og Chiang Kai Shek, að halda með sjer fund í Alaska. Enginn þeirra mundi þnrfa að eyða meira en einum degi í ferðalög utan síns eigin lanðs til þess að sækja slíkan fund. Samvinna sú, sem Bandamenn hafa náð sín á milli, er að miklu leyti að þakka því, hversu samgönguleiðir hafa verið styttar með flugsamgöngum- Nú er varla meir en þriggja daga ferð frá Washington til nokkurrar mikil - vægrar bækistöðvar bandamanna. Við gernm okkur öll grein fyrir |>ví hverja þýðingu þetta hefir í stríðinu. En jeg hygg, að við getum varla ímyndað okk- ur enn, hversu mikla þýðingu það mun hafa fyrir friðinn. Bommcl llýr enn Testur á béglnn Þýska þjóðin fær að vita um ósig- urinn. HERSTJÓRNARTILKYNNINGIN frá Kairo í gær skýrði frá því, að hersveitir Rommels — eða það, sem eftir er af þeim, — væru enn á hröðum flótta vestur Tripolitaniu, en Bretar fylgdu fast á eftir og veittu hinum flýjandi hersveitum marga skráveifuna. Þá var og skýrt frá því í gær í Kairo, að ekki væri enn vitað hve márgir þýskir hermenn væru innikróaðir á svæðinu fyrir vestan E1 Ágheila, sem skýrt yar frá í fyrradag, en unnið væri a'ð því að úppræta þessar sveitir. Þýska þjóðin fekk loks í gær kvöldi að vita um ósigur Rom- mels í Tripolitaniu. Var viður- kent að Bretum hefði tekist að koma liði til strandar fyrir aft- an víglínu Þjóðverja. MIKIÐ MANNTJÓN BRETA I þýsku frjettunum er sagt, að mikið manntjón hafi orðið í liði Breta undánfarna daga og að þeir hafi misst 42 skriðdreka á 48 klukkustundum. Þá segja Þjóðverjar, að Mont gomery hershöfðingi hafi neyðst til að hafa hlje á sókn sinni síðastliðinn miðvikudag á meðan hann var að endurskipu leggja lið sitt. Sagði þýska út- varpið, að það hafi ekki verið fyrr en á fimtudag, sem Mont- gomery hafi tekist að hefja sóknaraðgerðir á ný. Þá lýsa Þjóðverjar því hvern- ig þeir hafi hrundið mörgum áhlaupum Breta er þeir hafi gert, til að komast að baki her- sveitum Itala og Þjóðverja. YFIRRÁÐ BRETA í LOFTI í breskum fregnum er þess getið, að .flugherinn veiti land- hernum mikinn stuðning og að Bretar hafi alger yfirráð í lofti. Segja Bretar að Þjóðverjum hafi hvergi tekist að gera loft- árásir svo neinu nemi. Síðostu frjettlr: Frakkar vinna sigar i Tunis Pað var opinberlega til- kynt í herstöðvum Gir- auds hershöfðingja í Norð- ur Afríku í gærkvöldi, að Frakkar hefðu náð á sitt vald þýðingarmiklum stað skammt frá Pont du Fahs. —Reuter. (Pont du Fahs er fyrir sunnan Tunisborg og get- ur þessi frjett þýtt, að Frakkar sjeu að brjótast í gegn til strandar milli Tunisborgar og Gabes). Vaka, I’jelag lýðræðissinnaðra stúdenta heldur darisleik í Odd- fellowhúsinu í kvöld. Báðir aðiljar fá liðsauka til Tunis Enn mest barist í lofti <-—■*.. C* rjettaritari Reuters — Dav- *- vid Brown — sem er með her bandamanna í Tunis segir, að svo að seg/a á hverri klukku stund verði árekstrar milli fram varðasveita í Tunis í ,,aleyð- unni“ milli aðalherjanna. Bresk ar njósnasveitir hafa sótt fram allt að 25 km aftur f.yrir víg- línu óvinanna og komið aftur með mikilvægar upplýsingar. Þegar kunnugt varð um f lótta Rommels fóru Þjóðverjar að leggja jarðsprengjur á stóru svæði á víglínu sinni. Það má segja að nú sjé mjög líkt á víg- stöðvunum í Tunis og var í Eg-< yptalandi skömmu áður en Montgomery hóf sókn sína hjá E1 Alamein. Anderson hershöfðingi hefir notað sjer vel að vegir hafa> þornað og streyma,nú til hans birgðir og hergögri. Þjóðverjum hefir einnig tek- ist að flytja til sín herliðsauka og hergögn. Fljúgandi virki, er nýlega eru komin á vettvang í stórum stíl í Afríku hafa vald- ið Þjóðverjum miklu tjóni. I herstjórnartilkýnningu Eis- enhówers í gærkvöldi er nær eingöngu talað um lofthernað- araðgerðir. Þar er skýrt frá loftárásum, sem Fljúgandi virki gerðu á hafnarmannvirki í Biz-< erta og Tunis og frá árásum á flugvelli. Tvær þýskar sprengju flugvjelar voru skotnar niður, en bandamenn mistu enga flug vjel í þessum loftárásum öllum. I gærkvöldi var óvina- sprengjuflugvjel skotin niður og komið hefir í ljós, að þann 15. desember voru 8 orustuflug vjelar möndulveldanna skotnar niður. — Reuter. Snorri Hjartarson var af bæj- arstjórn kosinn bókavörður Al- þýðubókasafnsins á síðasta bæjar- stjórnarfundi. Hann hefir verið starfsmaður við safnið undanfar- in ár. Allmargir úmsækjendur vorn um stöðuna. MtimilllfltlllllllUllllllllllllllllllinillllllllllllllll IIIII lllllltllllll 11111111111IIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII IIIIIIIIIUItllilllttlllllllMiUlK — | Þýskur hershöfðingi - fangi Breta | ffitter von Thoma, þýski liershöfSmginn, sem Bretar tókw til § | fanga er þeir brutust í gegnum rarnart'mur Ttommels vio El Alamein■ | von Thoma var nœstceðsti herforingi hersins í Afríku og hafSi stjórn | á hendi í fjarteru Rommels■ Hann er nú í fangabúðum í Englandi- ^tllHIIIIIIIMllllHIHtlllllfMlllllMllÍ IIIII ifll.llllM Mll II Itll IIIIIIIHIIIIMIMMIIIIMIMIM1111111111111IIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIMIM1111 ItltllMMir Hringurinn þreng ist um Þjóðverja við Stalingrad Mikið manntjón í liði Þjóðverja Eftir Paul Winterton. Moskva í gær. Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter. R ÚSSAR eru enn að uppræta umkringdar ein- stakar hersveitir á öllu Stalingradsvæðinu, sem urðu eftir í hinni miklu sókn fyrir nokkr- um dögum. Eyðing þessara hersveita er oft erfiðleikum bundin og að henni tímatöf, en þessar „eftirleitir“ géfa oft góðan árangur. Rússay halda frá einni herstöð til annarar. Þjóðver.iar berj- ast vel, en eru jafnan ofurliði bornir. Það getur ekki haft nein veruleg áhrif á framsókn Rússa, þótt Þjóðverjar verjist þanníg á einstaka stað, einangraðir og illa húnir, einkum að matvælum. Það munaði minstu að Þjóð- verjum tækist að brjótast út úr hringnum fyrir suðvestan Stal- ingrad og er tilraunin mishepn- aðist var það þess meiri ósigur fyrir Þjóðverja. Rússar sækja stöðugt innar í hringinn, sem er utan um hinar þýsku hersveitir sem virðast ekki eiga sjer und- ankomu auðið. í herstjórnartilkyningu Rússa í gærkvöldi er ságt frá því, að skotnar hafi verið niður 19 þýskar flugvjelar og að 8 her- flutningaflugvjelar hafi verið skotnar niður í Stalingradhjer- aði. HUNDRUÐ ÞJÓÐVERJA FALLA I viðbótartilkynningu rúss- nesku herstjórnarinnar í nótt, er frá því skýrt, að Rússar hafi felt hundruð Þjóðverja í gær, í bardögum í Stalingrad. — I 2 daga bardögum við Rzhev, seg- ir í sömu tilkynningu, fjellu 500 Þjóðverjar og 6 skriðdrekar voru eyðilagðir fyrir Þjóðverj- um. HJÁ VELIKI LUKI Hjá Veliki Luki unnu Rússar nokkuð á og felldu 300 ÞjóifS- verja. Á öðrum stað voru 26 óvinaflugvjelar skotnar niður. Þjóðverjar gerðu gagnáhlaup hjá Mozdok, en þeim var öllum hrundið. Konur og börn graíio liíandi í loftárás London í gær. í/1 ONUR og BÖRN, sem voru að gera jólainnkaup sín í horg einni á suðurströndinni í dag, voru grafin lifandi undir húsarústum, er þýskar flugvjel- ar vörpuðu sprengjum á versl- unarhverfi borgarinnar. Nokkrum hefir þegar verið bjargað, en unnið er af mesta kappi við að grafa í rústunum eftir fólki, sem talið er að sje undir rústunum, sumt lifandi. Þýsk sprengjuflugvjel var skotin niður yfir Sussex-strönd. Þýskar flugvjelar gerðu aðra árás á borg eina á suðurströnd- inni. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.