Morgunblaðið - 24.12.1942, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 24.12.1942, Qupperneq 3
Flmtudagur 24. des. 1942. MORGUNBLAÐIÐ KLUKKUM HRINGT Hefir þú verið úti í lognhríð á skammdegiskvöldi, á bersvæði, þar sem sljett var af. öliu, og ekkert vísaði. til vegar? Ef þú hefir verið staddui- í þeim spor- um, og þar að auki einn þíns liðs, áttaviitur og þreyttur, þarf jeg ekki að lýsa nánar ástæð- unum, þær eru þjer eflaust minnisstæðar. Það var ekki svo mikið sem lækur, sem gæti leið-; beint þjer með nið.num, eða fugl, sem flögraði þjer til hughreyst- ingar, og enda þótt þú þættist heyra vængaþyt valsins, þá var það lítið til huggunar fyrir þig. Ferðamaðui- úti á eyðihjarni í l'ogndrífu hefir við fátt að styðj- ast, ef hann hefir ekki verið svo forsjáll að hafa ofurlítinn átta- vita með sjer í vasanum. Það ér til lítils að herða á göngu eitthvað út í óvissuna, ef til vill í ótal firingi, sú aðferð eyðir að- eins síðustu kröftunum, og það er heldur ekki ráð; ',að.i kfeaftda tengi í sömu sporum, og láta kuldann ná tökum á sjer. Hann ér fljótur að vinna á þeim, sem stendur úti í fönninni, ferðlúinn og svangur. Og svo getur hræðsl- an gripið mann yfir því, að vera þarna einmana, og eiga á hættu að liggja úti. Til hvers mundií það leiða? ; Jeg tel sennilegt að þú getir sett þig í þ.essi spor, þó þþ hafir ekki staðið'ví þeim' sjálfuf. j En hvað er þetta, sem þjer Jjieyrist? Einhver ómur, — eins óg klukknahljómur í fjarska. Úr, hvaða átt? Þú heldur niðri í þjer* kndanum og hlustar. Það er lík- lega verið að hringja klukkum þama á kirkjustaðnum, sem þú íetlaðir þjer að ná til í kvöld. Nú heyrir þú þetta aftur, og gengur á hljóðið. Þú óskar að haldið yrði áfram að hringja, á tneðan þú ert að átta þig vel, og komast af auðninni, þangað sem hægra er að halda stefnunni. Fyrir allmörgum árum var jeg samtíða manni, sem lengi hafði átt heima á kirkjustað. — Hann hafði fyrir fasta reglu að( ganga út í klukknaportið á kvöldin, þegar lognhríð var, og ékki sást til vegar, og hringja klukkunum. Þá voru ekki upp- hlaðnar brautir og engir síma- staurar um flatneskjurnar til að styðjast við i dimmviðrj. Þarna j stóð hann oft lengi og starði út \ í sortann, en skrapp inn í bæ i við og við, til þess að fá sjer1 yl, á milli þess, sem hann greip. í klukkustrengina. — „Jeg hefi J oft hringt menn heim“ sagðí! hann, og andlitið ljómaði, þegarj hann sagði söguna af því, hve ] mörgum hann hefði bjargað, og hversu þakklátir þeir hefðu ver- ið, þegar þeir komu heim. En það eru fleiri hættur og alvarlegri kjör, en að vera einn að villast úti í hríð, og oft- ar en þá, sem vjer eigum úr vöndu að ráða, og vitum eigi hvert stefna skal. — Við höfum borist upp á þennan hjara heims og vitum fátt með eins mikilli vissu og það, að okkur tekur út hjeðan innan skamms. Meðan við i-eikum hjer, erum við að reyna að leita lífsgæðanna, og vinna Ettir Ásrhund prótasi Gíslason það, sem hugurinn þráir og ókkur finst skyldan bjóða. Nóg! er að gera, en stundin stutt,; og ótal margt, sem grípur fram í fyrir okkur, truflar og tefur, og þegar við svo förum! að líta yfir það„ sem við höfum skráð í lífsbókina okkar, þá vild-i úm við fegin mega strika eitt og annað út. „Þetta hefði jeg' ekki átt að gera“ segirðu við sjálf-! an þig — ógætni — yfirsjón. Jeg vil ekki kveða fastai' að; orði og ekki benda á margar á- virðingar,, enda seinlegt að telja upp allar yfirsjónir okkar og villuspor. — Er ekki líka miklu hyggilegra, úr því sem komið er, pg ánægjulegra, að leíta að því, sem horfír ok ifiitahágsbóta, dregur sviða úr sárunum, gerir okkur glaðari í geði, vekur von og djörfung,,t:\færir okkur inn í* hlýindit kyej.kir ljós í. myrkr- inu? Það berst ornur að éýrúm míh- um. Klukkum er hringt. Jeg er annaðhvort í einrúmi inni, eða í Ös og iðii úti á stræthm borgar- innar, en ætti jég ekki að gangá : . -t ,. á hljóðið, þangað sem klukkurn- ar kalla — inn í kirkjuna? — Jeg sje að einn og einn leggur þangað leið sína, en fleiri eru þeir, sem skunda framh.já. Jeg !þykist viss um, að þar sje enn- ;jþá meira rúm, —• mjer er óhætt þessvegna að leita þangað. En er það til nokkurs? Þaðan hefur margur farið lík- úr því sem hann kom, en það- an hefir: liká niargor komið allui' annar maður. Það er allt komið undír því, hvernig þú tekur s.jálfur á móti Uórir Bergsson: Hlaupið undir bagga AMLI ÞÖRARINN írændi/ II fyrrverandi verkstjóri, kom til mín tveim dögum fyr- ii jól. Jeg hafði ekki sjeð þennan! sómamann mjögj lengi og tók þegar. eftir því. áð hann'vár orðinn mjögj gamall. — Þessi eljumaður. sem, unnið hafði á meðan nokkrir kraft-i af voru eftir í kögglum — og aldrei' legið á liði sínu, skrölti nú innan íí gömlu fötunum, ekkert nema skinn og bein. Það var sönnu rjett, að beitið gat að hann væri sæmilega hreinn um andlit og hendur en flas-í an lá í þykku lagi á gamla, snjáða' kápukraganum. Aumingja karlinn. -líainj settist -á stól hjá mjer ogj munnurinn gekk til á honum. Það var eins og hann væri að sjúga tannj lausan gómijin, eða að reyna aðj. jnynda sig til þess að segja eittf. hvað. Þetta var mesta skar, og mig furðaði, að hann skyldi komast til mín lifandi, ekki blátt áfram detta niður einhverstaðar á leiðinni og verða til. ; Þú hefir eitthvað ætlað að finna mig? spúrðfjeg, svóna til þesS að segjá eitthvað. —- Jú, jú, ætl’ekki það, sagði Þór arinn frændi, stakk skjálfandi hendi niður í vasann og dró upp rauðan. vasaklút. — Svo snýtti hann sjer. * — Ekki muntu eiga í nef ið ? spurði hann. - Því er nú ver og miður, jeg ef löngu hættur að taka í nefið. — Auðvitað, jeg mátti svo sem geta því nærri, það eru allir hættif því. — Því eru allir hættir, þótt ann að sje ekki sparað. — Heyrðu, Þórarinn frændif sagði jeg —- jeg er enga stund að skreppa hjerna yfir í næstu búð; eftir korni í nefið. — Jeg er einn heima, en þú situr og hvílir þig á meðan. — Það var nú auðvitað ekki er- indið, sagði hann, að sníkja í nef- ið — ekki beint það, nei, það vaf nú annað verra, en ef þú vilt endi- legá gera það, Þorkell minn, þá held jeg að jeg geti beðið. —. Jeg náði í neftóbaksglas og fjekk Þórarni frænda og bað hann að eiga. Blessaður stúfurinn. sagði hann. Skárra er það nú. Þettá kostar náttúrlega einhver ósköp, eins og annað núna. —. Ekki svo að skilja, að hann Stjáni minn gef- um mjer svo sem oft og einatt í nefið, en--------- —- Líðuf þeirn 'ýkki vel núna Kristjáni og hans fólki? spurði jeg. Ekki vantar víst peningana þar, néi, sussú néi. Þétta er óhemja sem hánn’þjehar á bílnum. En eins og þú veist, eru þau nú flutt í þessá nýju íbúð, með öllu þyí stássi og tilkostnaði. Það þarf mikið. — Það má geta nærri, sagði jeg. Þórarinn frændi tók nú aftur í nefið, skrúfaði lokið á tóbaksglasið og stakk þvi í vasa sinn, — skotr- aði augunum úm herbergið. —- Mjer sýnist vera alveg eins og var, hjerna hjá þjer, Þorkell minn, ekkert fínerí eða nýmóðins krist- allerí eða kéramík eða hvað það nú heitir. Nema kannske eitthvað fleiri bækur. •„! i . ;: ■ {!>- ! ! — Ojá, sagði jeg, þetta hefir far- ið framhjá mjer að mestu. — Já. sagði Þórarinn frændi, þvl læt jeg svóná. Jeg man það núna, að mjer var sagt, að þú hafir ver- ið veikur. — Blessaður vertu, þessu var alveg stolið úr mjer, þangað til núna. — Já, svona fór það, þá brást það krosstrje sem önnur trje. — En heyrðu, Þórarinn minn góð ur, sagði jeg, láttu mig vita hvað að er, hver veit nema jeg geti eitt- hvað orðið þjer að liði, þótt jeg hafi ekki safnað auði, eða, rjettara sagt, safnað og eytt, eins og svo margir núna. — Nei, nei, það er víst ekki til nokkurs hlutar að tala um það við þig, þótt jeg segi þjer það. Það ljettir af manni að tala við einhvern sem máður heldur að skilji eitthvað. Og af því að þú hefir nú ekki lent í þessu öllu saman, þá skilurðu það, kannske. — Sjáðu nú til. — Jeg sparaði saman nokkrar krónur, á meðan jeg gat, árum saman. Það ýar hreint ekki orðin svo litil summa — svona upp á gamla móðinn — !mig langaði ekkert til að komast á sveitina nje vera gráfinn upp á ann ara kostnað. Þetta var orðið svp mikið, að jeg gat tórt á því, sæmi- legu liii, þú manst eftir kompunni minni, þarna í kjallaranum hjá hon um Guðmundi, þar sem jeg bjó og þý ennþá. Jeg hafði þar olíumask- ínu og eldaði sjálfur, mjer líkaði það vel og enn get jeg það. — En svo taka þeir upp á því, sem mjer er öldungis og algerlega óskiljan- legt. — Um leið og þeir spenna ;allar vörur upp úr öllu valdi, þá lækka þeir renturnar af sparisjóðs- bókinni minni Þeir hlæja að mjer, þegar jeg er að kvarta um þetta! En jeg get ómögulega sjeð, hvernig það getur talist rjettlátt og sóma- samlegt, að þegar allir, sem eitthvað vinna, fá ferfalt kaup eða sexfalt — eða þótt það væri ekki nema tvö- falt, þá fái jeg meira en helmingi lægri yexti af því, sem jeg hefi spar að saman með því að neita mjer um flest öll þægindi alla æfi. Skilurðu þetta ? — Ojá, sagði jeg. — Þetta er hin svokallaða hærri fjármálaspeki. — Þetta er nú hennar gangur, Þórar- inn minn góður. — Svo mun vera, sagði hann. Jeg fór að reyna að spara rneira. En samt gengur nú óðum á höfuð- stólinn. — Verst þykir mjer að vera tóbakslaus. En guði sje lof fyrir, að jeg verð nú ekki tóbakslaus um jól- in. — En svo var annað. — Og hvað var það? spurði jeg. — Eins og þú veist, þá kom jeg 'honum Kristjáni mínum nokkurn- veginn upp til manndóms. Hann komst í gegnum þennan skóla, gagn fræðingur mun hann vera. En eftir það varð hann bílstjóri, eignaðist konu og íaþti aauSarin úr bláskel, skuldugur og alltaf í vandræðúm. — Jeg gat ekki vorkent honum það, hann hafði oftast atvinnu, en þetta var engin hemja á eyðslseminni og flottheitunum, hann sá ekki sólina fyrir þessari konu sinni, sem ekki kunni að fara með peninga frekar en jeg veit ekki hvað. — Hananú. — Svo kemur þessi velta, hann margdoblar inntektirnar og þau hafa nú svo mikla peninga áð fimm því. sem þjer er boðið þar, og hvaða fórn þú hefir þar sjálfur fram að færa. Kirkjuklukkurnar kalla þig inn í skjólið, þangað sem litlu ljósin tindra, en þær vilja líka benda þjer á Ijósið himneska; sem skein inn í myrkur marrm lífsins og skín þar enn, Jesi| Krist, sem kom hingað í heiní til að leita að hinu lVtýnda og frelsa það. — I>áð eri hánn, seml lætur hringja klukkunum. Það er hann sem kallar. Það er andi háris og áhrif, það er kærleikur hans, sem kallar alla utan a| hjarninu — úr hríðinni — úij ös og ys borganna eða einvert| og eymd — til sín, til þess að lýsa þeim, gleðja þá og huggaijj og gefa þeim sinn frið. — Það er hringt, ómar berast unt loftið enn á ný'. Jólákjúkkurnar kalla til okkar, hvar sem við erum stödd, og hvernig sem á| statt er fyrir okkur. Aldrei finsf mjer klukknahljómurinn eins á- hrifamikill og indæll, og á jól| unum. Hversvegna? Er það ein4 göngu af því að hann leiðir frarri enduririinningar um æskujólim helgar stundir horfinnár tíðar ? Nei? Það er líka af því, að heilí agur tími er hringdur inn, minn] Írtgartími um þýðingarmesta at-: burðinn, sem við vitum til, að skeð hafi á þessari jörð — þeg- ar himnarnir opnuðust — engl- arnir sungu um frið á jörðu o^ frelsarinn fæddist. | En jólin eru ekki aðeins minn- ingardagar um fögnuð, heldur og fagnaðartími í hvert sinn og fyrir hvern mann, þegar drottT inn kallar á okkur utan af hjarn- ,inu inn í hlýjuna; og breiðir faðminn á móti þreyttum veg- farendum, sem eru með ótta og iðrun, angur og kvíða í hjarta, og býður þeim að hlýða á þá gleðifregn, sem viðkemur öllri fólki: „Að svo elskaði Guð heiminri. að hann gaf son sinn eingetinn til þess, að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafí eilíft líf“. FRAMH A S.TÖTTU SÍÐU. Gleðileg jól! fteinh. Anderson. klæðskeri Gleðileg jól! Þvottahúsið Drífa. Gleðileg jól! íáUus Björnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.