Morgunblaðið - 24.01.1943, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.01.1943, Qupperneq 8
JflgfBtmblafttð Sunnudagur 24. janúar 194X 8 fjelttgslíf SKEMTIFUND heldur K. R. þriðju daginn 26. þ. m. kl 9 e. h. í Oddfellow-( húsinu. Til skemtunar verður: Sýnd kvikmynd í. S. í. frá iþróttamótum s.l. sumar. — Tvísöngur: Brynjólfur Ingólfs-I son og Jón Hjartar. Dans. — Fundurinn er aðeins fyrir K. R. inga. Þeir, sem sýna skírteini frá 1942 fá ódýrari aðgang. — Borð ekki tekin frá. Húsinu lok- að kl. 10,30. Glímunefndin sjer um fundinn. ÆFING I DAG: Kl. 1—2 í húsi Jóns Þorsteins sonar Handbolti karla. Stjórn K. R. KVENFJELAG NESKIRKJU heldur fund á Amtmannsstíg 4 þriðjud. 26. þ. m. kl. 8% e. h. KVENFJELAG FRJÁLSLYNDA SAFNAÐARINS heldur fund í Verslunarmanna- heimilinu, Vonarstræti 4, þriðju dagskvöld 26. jan. kl. 8.30. — Skemtiatriði. — Fjelagsmál. — Stjórnin. i. o g. r RAMTÍÐIN 173 Fundur annað kvöld kl. 8. Inntaka. Kosning embættis- manna. Mælt með gæslumanni ungtemplara. Rætt um 25 ára. afmælishátíð stúkunnar. Litli kórinn syngur . UNGLINGAST. UNNUR Nr. 38 Fundur í dag kl. 1 e. h. í G. T. húsinu. Skemtiatriði: L<eikrit, Draumur hjarðsveinsins. FjöÞ sækið — Gæslumenn. ^ajiað-fancUÍ Karlmannsarmbandsúr tapaðist í miðbænum s.l. sunnu- dag. Finnandi vinsaml. gjöri að-i vart á Laugarnesvegi 87, niðri. TAPAÐ Tapast hefir gylt hálsfesti frá Túngötu að Hávallagötu. Skilist á Vitastíg 8 A, neðstu hæð. ANNA FARLEY SÆNGURFÖT töpuðust af bíl á leið frá Lög-< bergi til Reykjavíkur. — Finn andi vinsaml. skili á Baldurs-i götu 1. i BUDDA með peningum hefir fundist Skilist gegn greiðslu auglýsing- arinnar. Oddur Ólafsson Þórs-t götu 19. fffi&tfntiingav K. F. U. M. Almenn samkoma í kvöld kl 814. R. B. Prip talar. Allir vel- komnir. BETANÍA Samkoma í kvöld kl. 8i/ó. — Gunnar Sigurjónsson og Ólafur Ólafsson tala. K. F. U. M. Hafnarfirði. Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30. Cand. theol. Magnús Runólfsson talar. HJÁLPRÆÐISHERINN Samkoma í dag kl. 11 og 8,30 Sunnudagsskóli kl. 2. ' Z I O N Barnasamkoma kl. 2. Almenn samkoma kl. 8. — Hafnarfirði Linnetstíg 2: Barnasamkoma kl. 10. Almenn samkoma kl. 4 Allir velkomnir. BARNAST. ÆSKAN NR. 1 Fundur í dag kl. 3^/j. Mjög skemtilegur fundur. Fjölmennið — Gæslumenn. ST. VÍKINGUR NR. 104 Fundur annað kvöld kl. 8l/£. Venjuleg fundarstörf. Kosning embættismanna og fleira. — Málfundafjelagsfundur í dag kl. 114 í Templarahöllinni. ST. VERÐANDI NR. 9 ÁrshátfiOln verður haldin n. k. þri'ðjudags- kvöld. Fjölbreytt skemtiiatriði og dansleikur. Nánar auglýst síðar. Aukafundur verður hald-» inn annað kvöld kl. 6 (endur upptaka). 4 * trúá. nj>' trt+iS'n STÚLKA óskar eftir herbergi. Getur litið eftir börnum á kvöldin. Uppl. í síma 3190. SIÐPRÚÐ ag reglusöm stúlka óskar eftir stofu og eldhúsi éða eldunar- plássi ,sem fyrst. — Fyrirfram greiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 1791. PIANO fæst til afnota gegn herbergi, einnig vinna, el$ki vist. Tilboð merkt „Gott“ sendist blaðinu. FILADELFIA Samkomur í dag kl. 4 og 8%. Ásmundur Eiríksson o. fl. tala. Sunnudagsskóli kl. 2. - Velkomin. VIFTA amp. 30 til sölu Vesturgötu 32 Þvottahúsinu. KJÓLFÖT á fremur háan mann, eru til sölu á Laugaveg 93, niðri. Verð kr. 600.00. GÖLTUR Kynbótagöltur til sölu. Uppl. Rauðarárstíg 21 A í dag og á morgun. MINNINGARSPJÖLD Slysavarnarfjelagsins eru fall-. egust. Heitið á Siysavarnafje- lagið, það er best. NOTUÐ HÚSGÖGN keypt ávalt hæsta verði. Sótt heim. Staðgreiðsla. Fornverslunin Grettisgötu 45. VIL KAUPA notað skrifborð. — Ennfremur tauskáp eða fataskáp. Uppl. í síma 9250. MÓTORHJÓL Gott mótorh-jól óskast keypt. Tlboð með nánari upplýsingum sendLst Morgunblaðinu fyrir 31. þ. m. merkt ,,Mótorhjól“. 24. dagur „Er jeg það?“ Hún horfði beint framan í hann. „Jeg hefi líka borgað vinnulaun. Jeg hefi haft fólk undir mjer. En jeg fór ekki með það eins og skynlausar skepnur". Hægt og háðslega: „Hvernig fórstu þá með það? Bauðst því til hádegisverðar daglega?" „Þau voru bjartsýn og ánægð með .lífið. Jeg rak aldrei neinn að ástæðulausu, eins og þjer rákuð Lettie“. „Ástæðulausu ? Kvenmaðurinn stóð upp í hárinu á .viðskifta- vinum mínum“. „Kvenmanni, sem hafði keypt fyrir tíu shillinga“, sagði Anna með fyrirlitningu. „Ja, ekki nema það þó. Ósvífin við við- skiftavin. Þjer voruð ósvífinn við mig“. „Þig?“ James hershöfðingi var agndofa. „Jeg var viðskiftavinur yðar árum saman. Ef jeg ætti nú helming þess fjár, sem jeg eyddi hjerna, væri jeg nú ekki á flæði- skeri stödd“. Munnur gamla mannsins var galopinn af undrun, en hann öskraði ekki, eins og Anna hálf- partinn bjóst við. Þetta var í fyrsta skipti, sem búarstúlka hafði sagt James Maxton til syndanna. Og áður en hann kom upp nokkru orði, gekk sonur hans inn úr dyrunum. Hann stað- næmdist, leit á þau á víxl, Önnu og föður sinn. „Veistu hver jeg er?“ sagði sá gamli háðslega. „Jeg er Jam- es hershöfðingi“, sagði hann og reis upp úr stólnum. „Þú sendir eftir henni. Það er því best að þú talir við hana. — Jeg myndi hækka kaupið hennar í þínum sporum“, bætti hann háðslega við, um leið og hann gekk í átt- ina til dyranna. „Jeg myndi leigja handa henni bíl, til að aka henhi á milli. Og skila henni aft- ur öllum þeim peningum, sem hún eyddi hjer. Og láta hana stjóma versluninni.-------Jam- es hershöfðingi! Ekki nema það þó “ Karlinn fussaði fyrirlitlega um leið og hann gekk út. ★ Þau litu hvort á annað, um leið og sá gamli var kominn út úr dyrunum, afgreiðslustúlkan og verslunareigandinn. Anna sá mætavel, að Derek átti bágt með áð halda niðri í sjer hlátrinum. Hann sagði: „James hershöfð- ingi.“ Og hún hló. Hún var nú búin að standa upp í hárinu á öðr- um hershöfðingjanum, og var því í góðu skapi til að taka eins á móti hinum. Skáldsaga cftír Giíy Flctchcr Hann kastaði skjalabunka frá sjer á borðið og sagði: „Hvað á jeg að gera við y<Jur?“ Hún sagði: „Jeg veit ekki“. Anna gat ómögulega verið iðr- andi og niðurlút, eins og hún vissi, að hún átti að vera*. Augu hennar dönsuðu af gletni. Og þó vissi hún, að Derek var stað- ráðinn í að gefa henni áminn- ingu. Hann settist niður, togaði lít- ið eitt í buxnaskálmarnar sínar til að varðveita stífpressuð brot- in, og kveikti sjer í vindlingi. „Þjer vitið, að þjer eruð und- ir aga“. ,JVrjer þykir það leitt“. „Það er nokkuð mikið af svo góðu, að brúka munn við undir- deildarstjórann, yfirgefa deildina í blóra við öll lög, og standa svo — falleg að vísu, en gjörsamlega iðrandi og Fáið yðui; laus við að vera skömmustuleg. — sæti“. Hún gerði það, harðnægð með orð hans. „Hvað getið þjer sagt yður til málsbóta?“ spurði hann. „Jeg held, að jeg hafi ekki haft á röngu að standa“. „Jeg veit, að yður finst það ekki“, svaraði Derek áhyggju- fullur. „Og það er það versta af því öllu saman. Þessvegna veit jeg, að sagan endurtekur sig“. Hún var glettin á svip. „Jæja, ef jeg geri þetta aðeins einu sinni á ári, þá get jeg bætt það upp á milli“. Hann rjeðist á málið frá ann- ari hlið. „Setjum nú svo, að þjer vær- uð undirdeildarstjórinn ?“ v •* Handunnar HATTAVIÐGERÐIR Hafnarstræti 18, Karlmanna- hattabúðin. FATAPRESSUN og hreinsun. Sæki. Sendi. P. W. Biering. 3 ^raðarkotssundi 3. Sími 5284 EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI-----ÞÁ HVER? „Hvað gengur að þjer?“ spurði jeg Ella, er jeg hitti hann í gær. „Þu ert eitthvað svo þungbú- inn?“ „Er það nema von“, sagði hann. „Sjáðu til, jeg skal segja þjer, hvernig í öllu liggur. Sko, jeg giftist ekkju og ekkjan átti dóttur. Jæja, svo þegar mamma dó, giftist pabbi dóttur okkar, eða stjúpdóttur minni, svo að hann varð tengdasonur mi.nn“. „Já, jeg skil það“, sagði jeg. „Það er ekki alt búið enn“, sagði Elli þá. „Sko, um leið og stjúpdóttir mín giftist pabba, var hún orðin stjúpmóðir mín og þá var konan mín orðið amma mín, eða er það ekki rjett? Og fyrst jeg er nú einu sinni giftur henni, þá hlýt jeg að vera orðinn minn eigin afi“. ★ Mr. Brown var altaf mjög kurteis við kvenfólk. Einu sinni, er hann var á skemtiferð, fór, hann að tala um það við fjelaga sína, að hann hefði aldrei sjeð ólaglegan kvenmann. En það vildi svo til, að kona nokkur, sem hafði mjög flatt nef, stóð álengdar og heyrði þetta. Hún. gekk til hans og sagði: „Horfið á mig, og þjer verðið að játa, að jeg er ólagleg“. „Ungfrú“, svaraði Mr. Brown, „þjer líkist kynsystrum yðar, þjer eruð eins og engill, fallinn af himnum ofan, en það er ekki yðar sök, þó að þjer hafið kom- ið niður á nefið“. ★ Á mjög hátíðlegum dansleik uppgötvaði ungur og ástianginm maður, að hann stóð á kjólslóða dömu sinnar. Hann var nógu ráðagóður til að segja: „Þótt jeg ef til vill hafi ekki mátt til að> kalla til mín engil af himnum, þá hefi jeg nú megnað að festa einn við jörðu“. Hún fyrirgaf honum. ★ Gunna: „Jeg held að Gfsli sje alveg hræðilegur. Jeg spurði hann í gær, hvort hann myndi heldur velja mig eða miljón króa ur, ef hann ætti kost á því, ogr hann sagðist heldur kjósa milj- ónina“. ISigga: „Það er mjög eðlilegt- Hann veit, að ef hann væri milj— óneri, gæti hann undireins feng- ið þig“. <iLAitanwcssufSTVá Chn«r B. OnSnmadMðm. 0*M»ngor ForlákMen. Austurstrffiti 7. Símsr 3602, 3202 og 2001. Skrlfstofatíml kl. 10—12 Off b-M. « P4UTC C n ffT> Þór Vörumóttaka til Vestmannaeyjas á morgun (mánudag). Út^erftarslóð fi Kefflnvík tll iOId Aðgerðarhús, veiðarfæra- og fiskgeymla og beitingaklefi ásamt Va af bryggjunni í Vatnsnesbás í Keflavík er til sölu. Eign þessi er hentug sem útgerðarstöð fyrir einn eða jafn- vel 2 vjelbáta. Tilboðum sje skilað til 10. febr. n. k. til SNORRA ÞORSTEINSSONAR, Keflavik, sem gefur allar nánari upplýsingai- um eign þessa. — Rjett- ur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna. öllum. /

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.