Morgunblaðið - 16.02.1943, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 16. febr. 1943-
Þjóðverjar hefja
áhlaup í Tunis
Grimmilegar or-
ustur við Karkov
oooooooooooooooooo
Hafa $élf fram um 30
n, og nálgasf Gafsa
Ryti endurkosinn | Rússar tóku Rostov og
Finntandsforseti I Voroshiloífgrad í fyrradag
/
Bandaríkjamenn voru
þarna tii varnar og biðu
allmikið manntjón
London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
Eftir David Brwwn.
AMERÍSKAR hersveitir eiga í harðri baráttu í
Tunis í dag, til þess að reyna að stöðva hat-
ramleg áhlaup, sem Þjóðverjar hafa byrjað,
til þess að ná yfirráðum yfir strandsvæðunum í suðurhluta
landsins. Þjóðverjar sækja fram með miklu liði, og hafa
skriðdreka, steypiflugvjelar og fótgöngulið. Stefna þeir ti!
Gafsa, sem er um 175 km. frá ströndinni, og með járnbraut
inni frá Sfax til Sidi bou zid, en sá staður er um 85 km.
norðaustur af Gafsa.
Um klukkan sex í gærkveldi hafði hvor fylkingararm-
ur Þjóðverja sótt fram um 32 km. og er nú sá norðari um
24 km. frá Sbeitla, en hinn sækir til norðvesturs og hefir
náð veginum til Gafsa á sitt vald, og ógnar mjög borginni
Gafsa sjálfri. Amerísku hersveitimar, sem hörfuðu undan,
urðu á undanhaldinu fyrir hörðum árásum steypiflugvjela,
sjerstaklega nærri Bou Sid.
Ameríkumenn urðu þama
fyrir manntjóni, og urðu stór-
skotaliðssveitir þeirra illa úti,
er að þeim var sótt af skrið-
drekasveitum, sem álitnar eru
að vera úr her Rommels. Búist
er við að Þjóðverjar hefji á
næstunni alsherjarsókn um alt
landið.
Ameríski flugherinn hefir
verið athafnasamur yfir víg-
atöðvunum, og gert vjelbyssu-
árásir á lið Þjóðverja, er það
sækir fram. Hafa þar verið
að verki Spitfire- og AeroCo-
bra- orustuflugvjelar, og ráð-
ist á flutningabifreiðir Þjóð-
verja víða á vígstöðvunum.
Þjóðverjar hófu sókn sína
kl. 6 í gærkveldi, og sóttu með
miklúm skriðdrekasveitum
fram gegnum Fahid-skarðið,
sem þeir náðu fyrir nokkru á
sitt vald. Fylgdi fótgöngulið,
þýskt og ítalskt á eftir skrið-
dre kasve itunu m, ásamt stór-
skotaliSi miklu. Varð ekki stað
ist fýrir þessari sókn, sem var
geysi snörp.
ÁTTUNDI HERINN.
Sókn áttunda hersins með-
fram ströndum Suðaustur-Tún-
is, heldur áfram en gengur æði
seint, bæði vegna óveðurs og
flóða, sem komið hafa af
þeitra völdum. Hafa orðið
þarna nokkrar viðureignir, en
fremur smáVægiiegar. Skýrt
hefir verið frá því, að Þjóðverj
ar komi nú þarna fyrir nýrri
tegund jarðsprengja, sem eru
þannig útbúnar, að hægt er að
láta þær springa hvenær sem
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU
Stórðrásirð Kðln
og Milano
D reska flugmálaráðuneytið til-
kynti í gær, að breskar
sprengjuflugvjelar hefðu í fyrri-
nótt gert tvær stórárásir, aðra á
Köln, en hina á Milano. Fylgir
fregninni, að eldar miklir hafi
komið upp á báðum stöðum. —
Bretar mistu samtals 11
sprengjuflugvjelar í árásum þess-
um.
Italir segja, að miklar skemd-
ir hafi orðið á húsum í Milano,
og hafi þar farist 16 menn, en
244 særst. FVær fjögra hreyfla
flugvjelar voru skotnar niður.
Þjóðverjar segja, að skemdir
hafi einnig orðið allmiklar x
Köln, og nokkrir menn farist.
Bretar sögðu, að þarna hefði
verið fremur lin loftvarnaskot-
hríð, en hinsvegar hafi verið
nokkuð um næturflugvjelar á
lofti.
Þá skýra Bretar frá því, að
könnunarflugvjelar hafi flogið
yfir Danmörku og tekið myndir
af verksmiðjum þeim í Kaup-
mannahöfn, sem ráðist var á
um daginn. Að sögn leiddu mynd
ir þessar miklar skemdir í ljós.
Náttúrugripasíifnið, sem verið
hefir lokað nú um skeið, sökum
viðgerðar á Safnahúsinu, verður
opnað aftur í dag. Safnið verð-
ur framvegis opið á þriðjudög-
um og fimtudögum kl. 2—3 e. h.
U rá því vár skýrt í Lundúna
* fregnum í gær, að Rysto
Ryti hefði þá um daginn ver-
ið endurkosinn forseti Finn-t
lands, því nær samhljóða. —
Hann hefir nú verið forseti
síðan árið 1940, er Kallio and-<
aðist. Ryti var áður banka-
stjóri Finnlandsbanka. Finn-
lands forsetar eru kosnir til
þriggja ára í senn.
1 Bretlandi og Bandaríkjun-
um er álitið, að þessi kosning
sanni það, að Finnar ætli að
halda áfram að berjast með
Þjóðverjum. Ryti fjekk 269
atkvæði af 300, að því er Sagt
er í Lundúnafregnum. Þá er
tekið fram, að forsetar Finn-
lands hafi mjög mikil völd,
eða álíka og forsetar Banda-
ríkjanna eða lýðveldanna í
Suður-Ameríku.
Loítárás á Helsinki
Berlínarfregnir herma, að
rússneskar flugvjelar hafi
gert árásir á Helskinki (Hels-
ingfors) höfuðborg Finnlands
í fyrrinótt og í gær.
Nokkar sprengjur fjellu í
úthverfum borgarinnar, og enn
aðrar fjær henni. Skemdir
urðu ekki teljandi. Skothríð
úr loftvarnabyssum kom í veg
fyrir það, að flugvjelamar
kæmust inn yfir sjálfa borg-
ina.
Þúsundasta
skipið
New York í gærkveldi.
úsundasta skipið, sem
bygt hefir verið í Banda-
ríkjunum, síðan árásin var
gerð á Pearl Harbour, hljóp
af stokkunum í dag. Smíði
þess tók 27 daga. — Reuter.
Þjóðverjar segjast hafa yfirgef-
íð borgírnar samkvæmt áætínn
Londón I gærkveldi. Einkaskeytí til Mbl. frá Reuter.
1-^ ÝSKA ÚTVÁRPIÐ skýrði frá því í kvöld, að
rússneskar hersveitir hefðu brotist gegnuna
* víglínur Þjóðverja við Karkov, eftir bardaga,
sem háður hefði verið klukkustundum saman af mestu
grimd. Þýskum skriðdrekum var þegar teflt fram til gagn-
árása. Á svæðunum við Novorossisk og við Kubanfljót
hafa verið háðar grimmilegar orustur síðustu daga, og
halda enn áfram með sömu hörku og áður.
Rússar tilkyntu í fyrrakvöld töku borganna Rostov og
Voroshiloffgrad, sem er nokkru norðar. Þýska herstjómin
sagði í gær, að herir Þjóðverja hefðu á sunnudag yfirgefið
þessar borgir samkvæmt áætlun, og án þess að verða fyrir
töfum í því starfi af hálfu óvinanna. , j
í kvöld tilkyntu Rússar, að þeir hefðu haldið áfram
sókuinni, og tekið nokkra bæi, þar á meðal einn, sesm er
nokkru fyi'ir suðvestan Orel. Aðrir bæir voru teknír í
Ukrainu og ennfremur nokkur þorp þar. Bær sá, sem tekinn
var nærri Orel, heitir Droshkovo, en í Ukrainu voru bæimír
Krasnodon, Uspenka og Lugino teknir. Nálægt Rostov var
Rodinovo tekin.
Bandarfkjamenn harð-
orðir I garð Finna
Itilefni af fregninni um
kjör Rytis, sagði Senator
Elbert Tomas, sem er í utan-
ríkismálanefnd Bandaríkjanna
eftirfarandi:
,,Mjer fínst vera tími til
kominn, að við gerum eitthvað
til þess að hrista finsku þjóð-
ina úr þeim sjálfsánægjudvala,
sem hún er í, hvað viðkemur
afstöðu hennar til Bandaríkj-
anna. Finska þjóðin veit, að
það er mikið af þýskum her-<
mönnum í Finnlandi. Hún veit,
að þeir eru þar ekki á ferð,
nje heldur til hvíldar. Þeir
eru þar til þess að berjast. —
Undir slíkum kringumstæðum
fer það að verða alvarleg
spurning, hvort vjer eigum
ekki í ófriði við Finnland,
spurning, sem þörf er á að
ræða. Það er verk hinnar
hraustu finnsku þjóðar, að á-<
kveða örlög sín og taka sjer
stað í fylkingu hinna samein-
uðu þjóða. Hún hlýtur að sjá,
að allar aðrar leiðir geta ein-
ungis leitt þá til ófara“.
Skylduvinna
í Frakklandi
London í gærkveldi.
ýska frjettastofan sagði
í kvöld, að Vichystjórnin
hefði ákveðið að koma á alls-
herjar skylduvinnu í Frakk-
landi. — Reuter.
Rússar sækja fram suður af
Voroshilofgrad, og einnig eft-
ir ströndinni frá Rostov. Þá
sækja þeir einnig fram vestur
af Kursk, og við Orel, svo
sem áður er getið. Þjóðverjar
segja, að Rússar hafi verið
nokkuð seinir á sjer að fylgja
eftir, er þeir hörfuðu frá Ro-
stov, og ennfremur, að miklar
orustur geysi nú á Donetz-
svæðinu. Hafa Þjóðverjar gert
þar gagnáhlaup, en Rússar
fengið liðsauka, og er þar bar-
ist af fádæma grimd. . J
Milli Karkov og Slavyansu
er mikið barist, og segjast
Þjóðverjar þar hafa umkringt
nokkrar rússneskar riddara-
liðssveitir, sem ætluðu að um-
kringja þýskar sveitir. Var
sumum þeirya eytt.
UMMÆLI DIETMARS
HERSHÖFÐINGJA.
Dietmár hershöfðiiigi, tals-
maður þýsku herstjórnarinnar
gerði hernaðinn í Rússlandi að
umræðueíni í útvarpserindi í
kvöld, og sagði meðal annars:
„Vjer höfum enga löngun til
þess að gera of lítið úr land-
svæði því, sem vjer höfum orð
ið að hörfa úr, en sem stendur
verðum vjer að skoða það sem
vígvöll. Jafnvel fall Rostov
og Voroshilovgrad brejrtir
ekki þessu. Erfiðleikar langra
aðflutningaleiða eru nú í
fyrsta sinni að koma niður á
óvinunum. Landsvæði það, sem
Rússar hafa unnið aftur, er
nú vopn í höndum vorum,
vegna þess að það gefur okk-
ur olbogarúm í hreyfanlegri
Vörn. Tilraunir óvinanna til
FRAMH. Á SJÖTTTJ SÍÐtJ.