Morgunblaðið - 16.02.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.02.1943, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. febr. 1943. jjiniiiifnmimmmiiiiimimimmmMmiiiimmmiiimimimiiiiimimiimiimimiiu. S (j \ f' . /7 Z7 ./’ aayte^a tírit *4ziýar: Hnu Iiimiiiimmmmmmmmii Hálkan á götunum. Þ AÐ hefir mörgum orðið ‘J hált á þvi að ganga um götur bæjarins þessa dagana. .Jeg orða þetta svona til þess að gefa sem allra minstar upplýsingar um veðurfarið á prenti. Sennilega yrði bæjarstjóm- ánni kent um ,ef einhver dytti og alasaði sig. Okkur er svo gjarnt að kenna yfirvöldunum um alt, sem miður fer. En hvemig væri hú að hver maður gerði hreint fyr ir sínum dyrum? Sumir húseig- endur gera það og enginn þarf að úttast að falla fyrir framan þau hús, en það eru því miður lang- flestir, sem ekki hugsa um að gera hreint fyrir sínum dyrum og af því stafar það, að mörgum verð- ur hált á götunum um þessar mundir. Víða erlendis er húseigendum gert að skyldu að hreinsa götuna fyrir framan hús sín og liggja við sektir ef útaf er brugðið. — Svipuð ákvæði þyrfti að setja hjer. Hinsvegar þurfa þeír, sem eftirV iit eiga að hafa með götunum fyr- ir bæinn, að vera vel á verðí fyrir því, sem betur raá fara um þrifn- að og öryggi borgarana. — Bera þarf sand á gangstjettimar, eink- um í brekkum. Og það er ekki nóg að gera það á aðalgötunum. I>að fara lika fótgangándi menn um úthverfin, Úm skóhlífar og yörslu þeirra. ENNILEGA er mönnum um fátt eins sárt um þessar mundir eins og sköhlífamar sínar. Það er af þeirri eðlilegu ástæðu, að lítið fæst af þeirri vöru í bænum, ef hún er ekki með öllu ófáanleg. — Það hefir viljað brenna við, að eigna- rjettur manna á skóhlífum hefir ekki verið virtur sem skyldi. Það hefir verið eins og með eldspítur. Engum finst hann vera að stela neinu þó hann stingi á sig, eld- spítnastokk I ógáti. Én nú ér mönnum alt í eíriu orðið sárar um akóhlífamar sínar en áður var «g reyna að gæta þeirra eins og dýrrnætustu eigna sinna. Það er því ekki nema eðlilegt, #8 mönnum sárni, þegar ljettúðug- lega er farið með svo dýrmæta gripi, sem skóhlífamar em nú. Á Hótel Borg var það siður, að í fatageymslunni voru tvö númer s II..IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMI við hvem snaga. Annað númerið fjekk maður nm leið og fötin voru afhent, en hitt púmerið var haft til þess að setja í skóhlífar, ef með fylgdu. Nú hefir orðið breyt- ing til hins verra á veitingahúsi þessu. Númer eru ekki lengur lát- irs í skóhlífarnar, svo alt lendir í ruglingi þegar komið er til að vitja yfirhafnanna og skóhlífanna. Maður, sem tapaði skóhlífunum sín um vegna þessa nýja óskipulags sagði við mig í gær: „Það virðist vera svo, að gestirnir geti bara valið um skóhlífar á meðan nokkr- ar eru til. Hvað myndu menn segja ef t. d. væri farið eins að með frakkana og hattana?" „Eigið þjer þennan hatt? Viljið þjer ekki velja 'úr þessum frökk- um?“ Jeg gat ekki gefið hinum ó- gæfusama skóhlífarlausa manni neitt ráð. Hótel Borg hefir aug- lýsingu, sem allir geta sjeð, sem inn koma, þess efnis að ekki sje tekin nein ábyrgð á fötum veit- ingahúsgesta. Það er sennilega eina ráðið, að fara þess á leit við veitingahússtjórann, að hann láti taka aftur upp hina góðú reglu að setja númer í skóhlífamar. Kurteisi í kvik- myndahúsum. ÞAÐ er ein tegund kvik- myndahúsgesta, — sem ekki kann mannasiði, kærir sig að minsta kosti ekki um að beita þeim. Á jeg hjer við fólk það, sem er síblaðrandi meðan á myndinni stendur. Venjulegast er þetta fólk, að segja kunningjum sínum, sem með því er, frá efni myndarinnar. Það þarf að láta ljós sitt skína, sýna að það kunni útlenskuna. Stundum kann þetta að vera af þörf vegna þess að sá er fræðsluna á að hljóta hefir ekki gagn af myndinni nema með skýringum. En þessi upplýsingastarfsemi í kvikmyndahúsunum kemur ákaf- lega óþægilega við þá, sem vilja sitja í friði og njóta myndarinn- ar. Það kemur ekki ósjaldan fyrir, að meira heyrist í éinhverjum manni eða konu fyrir aftan mann heldur en í leikendunum á leik- sviðinu. Minsta krafa, sem kvik- myndahúsgestir geta gert til þessa fólks er að það tali í hálf- um hljóðum, ef það þarf endilega að blaðra rjett á meðan á mynd- inni stendur. Ameifkupistlar FRAMH AF FTMTTJ 8ÍÐU fram til þess að hjálpa þeim að vinna friðinn. Margir hafa trú á æðra mætti, hvort sem þeir eru kristn ir, Gyðingar, Múhameðstrúar- menn eða Hindúar. Þessi hug-< mynd um æðri mátt er í hug- um vorum tengd við siðgæði, rjettlæti og fullkomnari breytni en oss tekst venjulega að fram kvæma. Þessi trú á æðri mátt nær út yfir þjóðarlandamæri og er það, sem vjer höfum sameiginlegt með öðrum þjóð-1 um. Þetta andlega samband og viðleitni eftir hinu æðra, mun gefa oss kraft til að yf- irvinna hið illa, og að koma á fót bjartara og hamingju-< samara lífi, bæði hjá sjálfum oss og í öðrum löndum, til varanlegrar ánægju fyrir alla. (Meira). Tunis FRAMH AF ANNARI SfÐU er á þriggja vikna tíma. Verk- '■ fræðingar áttunda hersins eru j nú að reyna að finna ráð gegn þessum sprengjum. ÞÝSKUR HERSHÖFÐ- ING! FELLUR. Tilkynt var í Berlín í kvold, að þýski hershöfðinginn Fis1- cher sem stjórnaði skriðdreka- herfylki í Tunis, og sem hafði verið sæmdur járnkrossinum með eikarlaufum, hefði fallið þar í bardaga. Rl'i§sland Sfra Halldðr Kolbeins limtryur FRAMH. AF ANNARI SÍÐU þess að umkringja fleiri þýsk-i ar hersveitir. fyrst á Volgu- en síðar á Don- og nú á Oskol- svæðinu hafa að mestu leyti mishepnast. Aðalatriðið fyrir oss er að valda óvinunum sem mestu tjóni á mönnum, her- gögnum og siðferðisþrótti. — Viðureignin í Rússlandi, er nú er á þýðingarmesta stigi er mikilsverður atburður í þessu stríði. Hún hefir ekki aðeins fært oss heim allmikið af brostnum vonum, heldur einn- ig byrjun að nýjum átökum, og í þau leggjum vjer ekki vonsviknir, heldur auðugri af reynslu en áður“. Hinn mikli áhugamaður og góðklerkur, sr. Halldór Kolbeins á Mælifelli er fimtugur í dag. Halldór Kristján heitir hann fullu nafni og ber nafn frænda síns, Halldórs Kristjáns Friðrikssonar yfirkennara, er var einn vorra bestu manna í skóla og á þingi síðari hluta 19. aldar. Síra Halldór er fæddur 16. febr. 1893 á Staðarbakka í Mið- firði. Voru foreldrar hans sr. Eyjólfur Kolbeins Eyjólfsson, prestur þar, og kona hans Þór- ey Bjamadóttir stórbónda á Reykhólum Þórðarsonar. Síra Eyjólfur Kolbeins og kona hans áttu 10 börn og var sr. Halldór elstur þeirra. Dó sr. Eyjólfur 46 ára gamall frá hin- um mikla barnahóp (1. mars 1912). Fluttist þá fjölskyldan suður á Seltjarnames, og sýndi frú Þórey frábæran dugnað að koma börnum sínum til manns, og naut þar til góðrar aðstoðar sinna elstu bama. Sr. Halldór var kominn í skóla, þegar faðir hans andaðist. Stúdent varð hann 1915, sigldi síðan til Kaup- mannahafnar og lauk þar heim- spekiprófí vorið 1916. En guð- fræðinám stundaði hann hjer heima í Háskólanum og lauk prófi 1920 og kennaraprófi sama ár. Hann var vígður til Flateyj- árþinga á Breiðaíirði 23. júní 1921 og fjekk veitingu fyrir brauðinu frá fardögum s. á. Gerðist hann brátt mikill klerk- ur og ástsæll af söfnuðum sín- um. Þar vestra kvæntist hann 26. júlí 1924 Láru Ágústu Ólafs- dóttur bónda í Hvallátrum á Breiðafirði, ágætri konu, bæði um gáfur, bústjórn og alla mann kosti. Eiga þau 6 mannvænleg börn og tvö fósturböra. Staðar- þingum í Súgandafirði fjekk sr. Halldór veitingu fyrir 7. nóv. 1925. Var hann þar prestur í 15 ár, uns hann fjekk veitingu fyrir Mælifelli í Skagafirði frá 1. júní 1941. Prófastur var hann í Vestur-ísafjarðarprófastsdæmi, nýskipaður, er hann fluttist norður. Sr. Halldór hefir jafnan þótt ágætur ræðumaður og barnafræð ari. Marga pilta hefir hann.tekið til læringar, eins og gerðu hinir gömlu og góðu lærdómsklerkar. Bindindismálið hefir ætíð verið hjartfölgið sr. Halldóri. Hann var einn af stofnendum st. Min- ervu í Rvík, en þar var margt ungra mentamanna, en enginn þeirra tók Halldóri fram um á- huga. Hann var ,rf,brennandi I andanum“ og það er hann enn S dag. Margskonar trúnaðarstörf- um hefir hann gegnt í G. T.- reglunni, og regluboði stórstúk- unnar var hann 1920 á Norður- og Austurlandi. Halldór hefir víða farið í þágu reglunnar, og er happ fyrir Skagfirðinga að hafa fengið hann. Heill og blessun fylgi þeim fáu mönnum í landi voru, sem altaf eru brennandi í and- anum, B. Bí II Vil kaupa góðan 5 manna bíl. 4 manna gæti komið til □ greina. Tilgreinið tegund, a 0 númer, hve mikið keyrður, @ og lægsta verð gegn stað- greiðslu. — Tilboð merkt „Th. A.“ sendist Morgun- blaðinu. 0E ]Q!=]ÐE 3(3E saaessæ* >m*í mvt&m mmm&k ■ Fólksbifreið 1 i góðu ásigkomulagi til sölu. Uppl. hjá Pjetri Bergssyni c/o Páll Stefánsson, Sími 1539 heima Raímagns-1 bensindælal í bíl óskast keypt. Uppl. í síma 2070. Mlkki MAs Eftir Walt Disney. Mikki: „Hefir áður kviknað í á svona leyndardómsfullan hátt?" Bóndi: „Jeg er nú hræddur um það, Mikki. Það er ekki nóg með að kveikt sje í, heldur eru vjelar eyðilagðar. vatnsveitur sprengdar og fleira og fleira Mikki: „Hamingjan góða. Hvað hefir verið gert í þessu?" Bóndi: „Yfirvöldin hafa tekið málið í sínar hendur. En það hefir ekki borið neinn árangur". — Mikki hugsar: „Og jeg sem hjelt að það væri leiðinlegt í sveitinni“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.