Morgunblaðið - 16.02.1943, Side 7

Morgunblaðið - 16.02.1943, Side 7
Þriðjudagur 16. febr. 1943. MORGUNBLAÐIÐ Tjarnarbíó: Korsíkubræður Gunnlaugur Pálsson. ísiandshús i Kaupmannahöfn Qunnlaugur Pálsson, ungur íslenskur arkitekt, sem ný- lega Jhefir lokið fullnaðarprófi frá „Kunstakademiet“ í Kaup- mannahöfn, hefir komið fram með hugmynd um, að reist yrði (slandshús í Kaupmannahöfn, og hefir hann gert uppdrátt að því. Frá þessu er skýrt í frjetta- brjefi. sem Ríkisútvarpig hefir fengið frá Kaupmannahöfn. Samkvæmt uppdrætti Gunn- laugs verður þetta sjö hæða hús og verður framhlið þess 44 metr- ar. — Áætlað er, að það muni kosta um 1 y2 til 2 miljónir króna og gerir Gunnlaugur ráð fyrir, að , ef íslenska ríkið greiði % miljón af því fjé, niuni hægt að fá það sem á vantar hjá dönskum láns- stofnunum. Neðri hluti framhliðar hússins á ag leggjast hrafntinnu, en sá efri ísl. kvartsi. Auk þess verð- ur húsið prýtt áslenskum lista- verkum. Fyrirhugað er, að í húsinu yerði skrifstofur sendiráðs ís- lands, ísl. 'gildaskáli, íslenskt gistihús, heimili fyrir ísl. stúd- enta með 30 herbergjum, skrif- stofa fyrir Eimskipafjelagið, fyrir S. í. S., fyrir íslenskt versl- ctnarráð, samband ísl. fiskútflytj- enda, herbergi fyrir Dansk-Il- lansk Forbundsfund, fyrir Dansk Islandsk Samfund, íslendingafje- lagið o. fl. Húsið mun eftir að það hefir verið reist geta orðið fjárhags- lega sjálfstætt. En það mikil- vægasta, er segir Gunnlaugur, áð Islendingar reisa þarna minn- isvarða, sem sýnir, hvers þeir eru megnugir og hvað þeir vilja, og ekki síst, að það yrði þess Ijós vottur, að Islendingar vilji efla tengslin við hin Noruðrlöndin. Gunnlaugur Pálsson er tæplega 25 ára að aldri, sonur Páls Krist- jánssonar húsasmíðameistara frá tsafirði. Hjer virðist vera góð hugmynd á ferðinni og vel þess virði að henni sje gaumur gefinn. Kvikmyndahúsgestir hafa veitt því eftirtekt, að síð- an kvikmyndahúsin hjer fóru að fá kvikmyndirnar beint frá Ame ríku eru þær nýrri, en áður var, er myndimar komu hingað frá Danmörku. T.d. sýnir Tjarnar- bíó nú mynd, sem er svo ný af nálinni, að Douglas Fairbanks yngri, sem leikur aðalhlutverkið fjekk frí frá herþjónustu til að ljúka við myndina. Fairbanks er sjóliðsfor. að nafnbót og hefir tvisvar sinum komið hingað til lands. í fyrra skiftið átti sá, er þetta ritar tal við Fairbanks og mintist hann þá á þessa mynd sína. Douglas Fairbanks yngri hef- ir víða farið síðan ófriðurinn braust út og m. a. tók hann þátt í strandhögginu hjá Dieppe í fyrrasumar. Korsíkubræður er gerð eftir samnefndri skáldsögu Alexander Dumas og segir frá tvíburabræðr um af aðalsættum. þeir eru fæddir samgrónir, en læknir ætt- arinnar gerir á þeim uppskurð skömmu eftir að þeir fæðast og tekst uppskurðurinn vel. Bræð- urnir alast ekki upp saman, en annar bróðirinn veit jafnan hvað hinum líður vegna þess, að svo eru tengslin milli þeirra sterk, að hann finnur sársauka, sem bróð- ir hans verður að þola. Á Kor- síku gengur blóðhefndin í ættir mann fram af manni og hatur milli aðalsættanna helst í marga ættliði og verður ekki jafnað fyr, en önnurhvor ættin er upp- rætt. Foreldrar tvíburanna eru drepnir daginn, sem þeir fæð- ast og það kemur í þeirra hlut að hefna. Myndin lýsir því, hvernig þeir framkvæma hefndina. Korsíkubræður er fjörug og skemtileg kvikmynd. Bardagar og einvígi og æfintýri reka hvert annað. Douglas Fairbanks yngri hefir tekið við af föður sínum. Hann er sami glæsilegi íþrótta- maðurinn í kvikmyndunum og faðir hans var. Merle Oberon hældr kvlkmyndalelk London í gærkv. í/' vikmyndaleikkonan Merle Oberon, kona Sir Alex- ander Korda, staðfesti í dag fregnir um það, að hún ætli ekki að leika lengur í kvik- myndum, eftir að þær þrjár eru fullgerðar, sem nú eru í smíðum og hún leikur í. —Reuter. Æskulýðsvikaa í Hafnarfirði Frá frjettaritara vorum í Hafnarfirði. Síðastliðinn sunnudag hófust í Hafnarfirði samkomur, er Kristilegt stúdentafjelag ásamt K. F. U. M. og K. í Hafnarfirði standa fyrir. Samkomur þessar verða á hverju kvöldi í heila viku og nefnist vikan Æskulýðsvikan, því að tilgangurinn er að ná sjer staklega til æskunnar, þó að öll- um sje auðvitað frjáls aðgangur að þeim. Samkomumar sem haldnar hafa verið voru ágæt- lega sóttar. Jóhann Hlíðar, formaður Kristilegs stúdentafjelags skýrði frjettaritai-a blaðsins í Hafnar- firði svo frá, að erlendis, þar sem kristilega stúdentahreyfing- in hafi fengið að móta mentaæsk una svo mjög, eru víðast hvar í æðri skólum kristileg fjelög nemenda. Fjelög þessi vinna mjög þarft verk á meðal nem- endanna. Nú er þessu ekki enn- þá til að dreifa hjer á landi, svo að Kristilegt stúdentafjelag vill reyna að bæta úr því og sinna hinum æðri skólum að nokkru. - Nemendum Flensborgarskól- ans hefir verið boðin þátttaka í æskulýðsviku þessari. Fjölmargir stúdentar, kandí- datar, prestar og nokkrir aðrir hafa heitið aðstoð sinni við sam- komuhöldin. Daabók Sktðamðt Akurayrar FJtAMH. AF ÞRIÐJU SlÐU skörpust, og hlaut hún 632.7 stig. 2. var sveit K. A. með 611.3 stig, og sveit Þórs nr. 3. — í sveit M. A. voru: Þorsteixm J. Halldórsson, Finnur Björasson og Pjetur Blöndal. í stökksýningu drengja varð í eldri flokki hlutskarpastur Ari Guðmundsson, en í yngri flokki Birgir Eiríksson. Mótið var í alla staði hið á- nægjulegasta og voru áhorfend- ur fjölmargir, eða um 800. Ffárlögin ntAMH. AF ÞRIÐJU »IÐC Þótti fjái-málaráðh. þingið fara ógætilega í fjármálum. Það hefði felt burtu heimildina, að lækka mætti fjárlagaútgjöld um 35%, ef tekjur brigðust. Sam- tímis hefði það hækkað stór lega tekjuáætlunina, en síðan afgreitt fjárlög með raunveru legum tekjuhalla. -— En þingið hefði fjárveitingavaldið og það bæri ábyrgð á fjárlögunum. Ráðherrann kvaðst taka við fjárlögunum og framkvæma þau eftir því sem tekjur hrykkju ti — en lengra færi hann ekki. Framk væmdars<tóra$taða Iaus hjá heildsölufyrii'tæki í fullum gangi. Mögu- ieikl að viðkomandi geti orðið meðeigandi. Þag- mælsku heitið. Umsækjendur sendi umsókn ásamt meðmælum og öðrum upplýsingum á afgreiðslu blaðsins, merkt „Framtíð 111“. Úr framfaræsjóði B. H. Bjarna sonar kaupmanns var veitt 14 þ. m.: 1. Guðrúnu Jónsdóttur frá Prestsbakka til páms í mál leysingjakenslu 600 kr. 2. Gunn ari M. Theodórssyhi til náms húsgagnabólstrun 600 kr. Ilannesi Kr. Davíðssyni til náms í húsbyggingarlist við listahá- ■skólann í Khöfn 600 kr. □ Edda 59432167 — 1. Atkv. □ Edda 5943226 — Systra- kvöld. Listi í □ og hjá S.\ M.*. til 17. febr. I.O.O.F. = Ob. 1. P. = 1242168'I* - H.r. st. Unglinga vantar til að bera Morgunblaðið til kaupenda víðs- vegar í Austurbænum. Næturlæknir er í nótt Axel Blöndal, Eiríksgötu 31. Sími 3951 Næturvörður er í Lyfjabúð- inni Iðunni. Næturakstur næstu nótt ann- ast Aðalstöðin. Sími 1383. Trúlofun. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Kristín Pjetursdóttir og Gunnar Pálsson frá Vík. Sjötugur er í dag Pjetur Ólafs son, fyrrum bóndi í Þormóðs- dal. Dvelur hann nú hjá syni sín- um Valdimar að Hraunsholti við Hafnarfjörð. * ' Innanfjelagshappdrætti Knatt- spyrnufjelagsins „Fram“. 1 gær var dregið um hin tvö fallegu málverk, sem Arreboe Clausen og Eiríkur Jónssoh gáfu fjelag- inu í tilefni af 35 ára afmæli xess. Þessi númer komu upp: Vlálverk A. Clausehs nr. 107 og málverk Eiríks Jónssonar nr. 362. Vinninganna sje vitjað í Lúllabúð, Hverfisgötu 59, sem fyrst. Próf. Ágúst H. Bjarnason hef- ir verið kjörinn fræðafjelagi í: The British Psychological Socie- ty. Eins og auglýst er ætlar hr. R. Biering Prip að flytja fjögur erindi í Fríkirkjunni á ensku kl. 7 og á dönsku kl. 8.30 dagana 16., 19., 23. og 26. þ. m. Hr. Biering Prip hefir prjedikað síð- ustu 20 árin í ýmsum löndum og kom hingað frá Bandaríkjunum Erindin eru: „Heimurinn. Krist- indómurinn------þú“, „Veikleik- inn hjá guði er mönnum sterk- ari“, „Gjöf Guðs“, „Ilann gaf sjálfan sig, til þess . . . .“. — Allir eru velkomnir á fyrirlestra þessa. , Málfundafjelagið „Magni“ í Hafnarfirði hjelt nýlega aðal- fund sinn. í stjóm fjelagsins voru kosnir: Kristinn Jóel Magnússon, formaður, Sigurður Magnússon, ritari, Stefán Sig- urðsson, gjaldkeri. Varastjóm:; Ingólfur Flygenring, Hallsteinn Hinriksson og B. M. Sæbergb Garðráð Hellisgerðis var einnig kosið, og skipa það: Ingvar Gunnarsson og Guðmundur Einr arsson. Hallgrímsikirkja í Saurbæ: Á- heit frá Hallfríði Guðmundsdótt- ur afh. af J. L. kr. 15.00. Kær- ar þakkir. Ásm. Gestsson, Útvarpið í dag: 15,30—16,0Ó Miðdegisútvarp. 20,30 Erindi: Dýrin og land- ið, H (Árni Friðriksðon mag- ister). 20,55 Tónleikar Tónlistarskól- ans (Björn Ólafsson og dr„ Urbantschitsch) . 21,20 Hljómplötur: Kirkju- tónlist. Gandhi líð- ur ekki vel Newdehli í gærkveldi,, Tilkynning var gefin út af stjórn Bombayfylkis í dag um líðan Qandhi. Ségir þar, að honum hafi liðið frem- ur ilía í gær, og hafi átt erf- itt um mál. Síðar fengu kona. hans og sónur að heimsækja hann. Reuter. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Miðdalskoti í Laugardal andaíHst að heimili sonar síns, Bergstöðum við Kaplaskjólsveg Í4. þ. m. Böm hinnar látnu. Það tilkynnist mjer með, áð móðir mín og tengdamóðir JÓHANNA GUÐLAUGSDÓTTIR andaðist að heimili okkar Austurgötu 46, Hafnarfirði, laug- ardaginn 13. þ. mán. Fyrir hönd vandamaima Laufey Sigfinnsdóttir. Kristján Guðmundsson. Hjer með tilkynnist, að faðir okkar KRISTJÁN SIGVALDASON, fyrrum bóndi á Kvíárholti í Holtahreppi andaðist mánudag- inn 15. febrúar. Fyrir hönd ættingja og vina Katrín Kristjánsdóttir. Guðm. Kristjánsson. Helgi Kristjánsson. Kristjón Kristjánsson. Kristinn Kristjánsson. Jarðarför sonar okkar GÍSLA, sem andaðist 1. f. m. í New York, fer fram frá dómkirkj- unni miðvikudaginn 17. þ. m. og hefst með bæn á heimili okkar, Bárugötu 16, kl. 1% e. h. Kristín Gísladóttir. Bjarni Sighvatsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.