Morgunblaðið - 02.03.1943, Side 6

Morgunblaðið - 02.03.1943, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 2. mars 1943. Rætt um vernd- un fiskstcinsins áfundiíLondon Mr. E. S. Russel, forstjóri fiskirannsóknastofu land- búnaðar- og fiskveiðaráðuneyt^ ísins, hjelt nýlega fyrirlestur í Konunglega Listvinafjelaginu í London (Royal Society of Arts) um botnvörpuveiðar og fiski- mergð („Trawling and the stocks of fish“). Mr. R. S. Hud- son, landbúnaðar og fiskveiða- ráðherra, var fundarstjóri, en viðstaddir voru ýmsir menn sem standa framarlega í út- gerðarmálum, bæði úr hópi em bættismanna og útgerðar- manna. Einnig voru þarna full- trúar frá Norðmönnum og fs- lendingum og öðrum framandi jþjóðum, er sjerstakan áþuga hafa fyrir botnvörpuveiðupi- Dr.- Russel rakti sögu botn- vörpuveiðanna frá upphafi, og sýndi með tölum og línuritum fram á áhrif þeirra á fisk- mergðina. Verða þessar tölur, sem íslenzkir fræðimenn munu hafa aðgang að á annan hátt, ekki raktar hjer, en aðeins bent á eitt atriði, sem fyrirlesarinn lagði sjerstaka áherslu á: hve fískmergðin jókst, eftir að mið- m höfðu fengið hvíld í síðasta Ófriði. Dr. Russel kvað nú svo komið, einkum í Norðursjó og jafnvel að nokkru á fslands- miðum, að aukin og bætt veiðii tæki þýddu ekki aukinn afla, heldur þvert á móti, vegna þess að gengið væri á stofninn og fiskurinn veiddur of ungur. Eftir ófriðinn mætti ganga út frá því vísu, að fiskmergðin hefði aukist aftur, og nú væri að vara sig á því að lenda í sömu villunni og síðast. Það yrði að gera ráðstafanir til þess að vernda stofninn. Fyrir ófriðinn hafi fyrstu sporin ver- ið stigin um möskvastærð, og alþjóðasamþykt verið gerð um það atriði. Þetta væri nauðsyn- legt, og rjett að ganga lengra á þeirri braut, en það þyrfti að gera frekari ráðstafanir um tákmarkanir á veiðunum. Mr. Hudson skýrði frá því áð þetta mál væri til athugun- ar hjá bresku stjórninni, og þefðu viðræður farið fram milli hennar og þeirra Bandamanna- stjórna, sem hlut ættu að máli, um nýjar og strangari sam- pyktir. Nokkrar umræður fóru fram á eftir, þar sem ýmsir útgerð- armenn tóku til máls, m. a. Mr. P. Parkes, frá Boston Deep Sea, sem ýmsir íslendingar þekkja. Var tekið vel í ræðu Dr. Russ- eB’s, og frá útgerðarmanna hálfu einkum bent á nauðsyn þess að ganga fast eftir því að útlendingar hlýddu ákvæðun- um um möskvastærð, á sama hátt og. það væri heimtað af Bretum. (Samkvæmt upplýs- ingum frá utanríkismálaráðu- neytinu). Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfn'i Mál- fríður Þorleifsdóttir (Andrjesson ar) og -Guðmundur Samúelsson verílunarmaðu r. Dánarfregn Aðfaranótt mánudagsins 1. mars, andaðist að heimili sínu Ögmundarstöðum í Skagafirði, Margeir Jónsson, fræðimaður og bóndi þar. Mun æfiatriða þessa merka manns síðar getið hjer í blaðinn. 25 ára starfsafmæll: Pjetur Ingtmunúarson slöKKviliðsstjúri Pjetur Ingimundarson slökkvi liðsstjóri átti í gær 25 ára starfsafmæli sem slökkvi- liðsstjóri hjer í bænum. Hann var settur í embættið 1918, en skipaður slökkviliðsstjóri tveim ur árum síðar. Þar áður hafði Pjetur gegnt embætti vara- slökkviliðsstjóra í átta ár. Miklar breytingar hafa orðið á síðan Pjetur Ingimundarson tók við slökkviliðsstjórastarf- inu. Fyrir 25 árum átti slökkvi liðið engan bíl, dæíum slökkvi-t liðsins og öðrum útbúnaði var ekið á hestvögnum. Nú er slökkvilið Reykjavíkur búið öllum nýjustu og bestu tækj-i um og liðið er vel æft. Það hefir verið æfistarf Pjeturs Ingimundarsonar að koma upp öruggu og góðu slökkviliði í Reykjavík. Margur maðurinn hefir afkastað minna æfistarfi, en verið þó talinn í fremstu röð þeirra, sem athafnamenn eru nefndir. Starfi Pjeturs Ingimundar- sonar verður ekki lýst í stuttri blaðagrein og tilgangur þess- arar greinar er heldur ekki sá, að segja æfisögu hans. Slökkvi- liðsstjórinn er einn af bestu borgurum þessa bæjar, í þess orðs rjettu merkingu. Hið mikla starf hans fyrir bæjar- fjelagið verður seint ofmetið. Pjetur hefir sem slökkviliðs- stjóri haft þá kosti, sem prýða mann í svo ábyrgðarmikilli stöðu. Hann er ötull dugnað- armaður, víðsýnn, hagsýnn og sjerstaklega áhugasamur um velferð og framfarir slökkvi- liðsins. Samborgurum slökkvilisstjóra og hinum fjölmörgu vinum hans í þessu bæjarfjelagi verður hugsað til hans með hlýju og þakklæti á þessum tímamótum, fyrir vel unnið starf og með ósk um að hans megi sem Jengst njóta við í hinu ábyrgð- armikla starfi, sem hann hefir | leyst svo vej af hendi. í. Skagerrak riiMH. AF FIMTU ■IÐU vjela að degi til varð árangurs- laus og dýrkeypt, þar sem varla nokkur þeirra kom. aftur. Flug- vjelaskip gátu ekki staðist land- flugvjelar, og urðu að forða sjer, eftir að hafa goldið afhroð fyrir dirfskuna. Margar og flóknar ástæður liggja til grundvallar fyrir hin- um glæsilega og algjöra sigri Þjóðverja í Noregi. En það sem mest kom til, voru yfirráðin í lofti. En þau vora aftur á móti komin til vegna landfræðilegra atriða, fjarlægðanna. Orustu- flugvjelamar þýsku gátu haldið vörð yfir Skagerrak, en þangað gátu bresku Hurricane- og Spit- fire-flugvjelamar ekki komist, «vegna fjarlægðarinnar. Þetta segir ekki, að Þjóðverj- ar hafi verið komnir neitt lengra en aðrir, hvað snerti fluglengd flugvjela. Þvert á móti, hún var takmörkuð hjá þeim eins og öðrum, og síðar skulum við fá að sjá, hveraig skortur á fram- sýni í þessum efnum varð Þjóð- verjum síðar kostnaðarsamur. En í baráttunni um Noreg hafði Hitler þá landfræðilegu yfirburði, að haim gat komið flugflota sín- um til Noregs, beint frá Dan- mörku. Og er til Noregs kom, var aðeins beðið á meðan verið var að fá nauðsynlegár bæki- stöðvar til þess að komast enn lengra. Um fjölda flugvalla, sem bættu upp skort á fluglengd vjel- anna, komu Þjóðverjar flugher sínum alt út að ströndum. Og þegar flugvjelamar komu, var ekkért að. gera fyrir heri banda- manna, aimað en að koma sjer burtu, venjulega með geypilegu tjóni á mönnum og skipum af sífeldum árásum sprengjuflug- vjela. Breskum og frönskum tundurspillum var sökt, er hörf- að var frá Namsos. Togarar og fleiri skip fórust, er hörfað var af svæðinu nærri Þrándheimi. SkilfamólHI FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU munur 180 m. C-flokks brautin var 450 m. að lengd og hæðar- mismunurinn 90 m. Úrslít urðu þessi: A-flokkur (4 keppendur): 1. Björn Blöndal, K.R. 108.6 sek, 2. Magnús Ámason, I.II. 109.0 3. Georg Lúðvíksson, K.R. 118.8 B-flokkur (9 keppendur): 1. Jóhann Eyfells, Í.R. 98.9 sek. 2. Jón Jónsson, K.Rj 99.6 sek. 3. Einar Guðjohnsén, I.H. 101.5. C-flokkur (32 keppendur): 1. Karl Sveinsson, Á., 94,8 sek. 2. Kári Guðjónsson, K.R. 97.8. 3. Haraldur Bjömsson, K.R. 97.8 Að lokum fór fram keppni í svigi kvenna. Þar voru 10 kepp- endur. Þessar urðu hlutskarpast- ar: .... : 1. Maja Örvar, K.R. 34.6 sek. 2. Ásta Benjamínsson, Á., 48,7. 3. Ragnheiður ólafsd., K.R. 45.9. Þátttaka hefir aldrei verið meiri í nokkru skíðamóti er hald ið hefir verið sunnanlands og hefir sunnanlands aldrei fyrr ver ið keppt í bruní. . Næturvörður er í !>augavegs A póteki. } tór útsala byrjar í dag. Allir kjólar seldir með miklum afslætti Nokkuð af kjólum fyrir hálfvirði. Saumastofa GuMnar Arngrfmsdúttor Bankastræti 11. Stúlkur «> vanar kápu- og jakkasaumi, geta fengið atvinnu hjá • Klæðaverst. Andrjesar Andrjessonar ti.t. | helst vanur við innheimtustörf, ábyggilegur og vel • kunnugur í bænum, óskast nú þegar. Umsókn ásamt t meðmælum, og hvar starfað áður, sendist afgreiðslu * Mórgunblaðsins, merkt: „Innheimtumaður". t Tilkynníng tii loftvarnasveitanna Fræðslufundur verður haldinn í Háskólanum 1. kenslu- stofu í dag, 2. mars, kl. 20.30. Erindi: Pjetur Ingimundarson slökkviliðsstjóri. Meðlimir úr hverfunum 30—45 alvarlega ámintir að mæta. Loftvarnanefnd. Tilkynning Vegna síaukinnar aðsóknar utanspítalasjúklinga til smáaðgerða við minni, háttar slysum og öðru, sem nú er orðin meiri en ’svo, að komist verði yfir að sinna, neyðist Landsspítalinn til að tilkynna, að frá 15. næsta mánaðar sinnir hann ekki slíkum aðgerðum nema í neyðartilfellum. Jafnframt verður með öllu tekið fyrir umbúðaskiftingar og framhaldsaðgerðir á utanspítalasjúklingum, nema um sjúklinga sje að ræða, sem nýlega hafa legið á spítalanum og fyrir hefir verið Íagt að koma til eftirlits. Ennfremur tilkynnist, að eftirleiðis verður tekið gjald af utanspítalasjúklingum, er leita aðgerðar á spítalanum og nemur þá gjaldið fyrir hverja aðgerð, auk læknishjjlp- arinnar, daggjaldi spítalans á hverjum tíma. Reykjavík, 27. febrúar 1943. F. h. stjórnarnefndar ríkisspítalanna. Vilm. .Tónsson. Guðm. Thoroddsen, forstjóri Landsspítalans. aiEST AÐ AUGLVSA t MORGUNBLAOfNH.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.