Morgunblaðið - 05.03.1943, Qupperneq 8
8
3&0f8mtMaAt5
Föstudagur 5. mars 1943;.
^jelagslíf
ÆFINGAR I KVÖLD
1 Austurbæjarskól-
anum: Kl. 9—10
fimleikar karla, 1.
og 2. fl. í Miðbæjarskólanum:
Kl. 8—9 handbolti kvenna. Kl.
9—10 frjálsar íþróttir.
Stjórn K. R.
Skíðamót Reykjavík-
ur. Á sunnudaginn
kemur kl. 11 f. h.
fer fram kepni í
3tökkinu við Skíðaskálann í
Hveradölum.
ÁRMENNINGAR!
Frumsýning á íþrótta-
kvikmynd Ármanns
verður í Tjarnarbíó n.
k. sunnudag kl. 1.15 e. h. Allir
þeir, sem voru í kvikmynda-
tökunni, eru sjerstaklega beðn-
ir að koma á skrifstofuna í
kvöld kl. 8—10 og taka miða
sína.
Stjórnin.
fnniwjup
TILKYNNING.
Vegna þess hvað blaðið var síð-(
búið til sendingar út á land,
og oss hafa borist beiðnir að
fresta birtingu ráðningar get-
raunarinnar ,,Hvar er knöttur-
inn“ höfum vjer ákveðið að
verða við því og fresta birt-
ingu ráðningarinnar til 1. apríl
n. k. Framblaðið.
HJÁLPRÆÐISHERINN.
í kvöld kl. 8.30 samkoma. Jón
Jónsson talar. Laugardag kl.
8.30 samkoma. B. Ingebrigtsen
talar. Allir velkomnir!
V.-y
GUÐSPEKIFJELAGIÐ
ðeptímufundur í kvöld kl. 8*4
ÁRNESINGAFJELAGIÐ
Ársgjöldum veitir móttöku
Halldór Jónasson bóksali,
Laugaveg 20B.
BARNAVAGN
til sölu á Spítalastíg 6, uppi.
Til sýnis eftir klukkan 2.
NOTUÐ HÚSGÖGN
keypt ávalt hæsta verði. Sótt
heim. Staðgreiðsla. Sími 5691.
Fornverslunin Grettisgötu 45.
STÚLKA
óskar eftir einhverri vinnu til
lj> apríl. Herbergi þarf að
fylgja. Tilboð merkt Stúlka, 1.
apríl, sendist blaðinu fyrir há-
degi á laugardag.
HREINGERNINGAR.
Geir og Ari,
Sími 2973.
ALLSKONAR SKÓ og GÚMMl
VIÐGERÐIR.
Sækjum. — Sendum.
Sigmar & Sverrir, Grundar
stíg 5. 5458 sími 5458.
FATAPRESSUN
og kemisk hreinsun.
P. W. Biering.
3 Traðarkotssundi 3. Sími 5284
SOKKAVIÐGERÐIN
gerir við lykkjuföll í kven-
sokkum. Sækjum. Sendum.
Hafnarstræti 19. Sími 2799. —
TÖKUM KJÖT
til reykingar. Reykhúsið Grettis
götu 50.
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO-
Dragnófalóg
fyrirliggjandi.
Geysir h.ff.
veiðarfæraverslun.
>0000000000000000000000000000000ooooo
Gular baunir
í pökkum, fyrirliggjandi.
Eggerl Krlslfánsson & Co. h.ff.
ANNA FARLEY
Skáldsaga eftír Guy Fletcher
Tilkynning til loftvarnasveitanna
Fræðslufundur verður haldinn í Háskólanum 1. kenslu-
stofu í dag, 5. mars, kl. 20,30.
Erindi: Pjetur Ingimundarson slökkviliðsstjóri.
Meðlimir úr hverfunum 45—60, Skerjafirði, Gríms-
staðaholti, Kaplaskjóli og Laugarneshverfi, alvarlega
ámintir að mæta. Loftvarnanefnd.
Eruð þjer meðlimur í Þjóðræknisfjelaginu?
BEST AÐ AUGLTSA I MORGUNBLAÐINL’
5S. <Iatí<lr
„Hennar hátign ? Þú heyrðir
brandarann um hana, var það
ekki?“
„Nei, hvernig er hann?“
„Eins og þú vissir gekk Derek
lengi vel eftir henni. En skæðar
tungur segja, að einhverra á-
stæðna vegna hafi áhugi hans á
henni minkað að miklum mun
fyrir nokkuð löngu síðan. Lafði
Patriciu líkaði það miður vel, og
þegar hann fór til Ameríku
rumskaði hún fyrst fyrir alvöru.
Hún tók sjer far með næsta
skipi á eftir honum, náði hon-
um í Chicago og dró hann með
sjer að altarinu“.
„Þetta er Ijóta slúðursagan“.
sagði Anna.
„Veslings Derek“, sagði Mairs
og gerði sjer upp andvarp. „Hví-
lík örlög! Það borgar sig ekki að
vera svo vandur að virðingu
sinni að kvænast af eintómum
heiðarleik. Hann var spakur sem
lamb. Þau giftust í Chirago".
„Ertu ekki svolítið breytileg,
Mairs? Jeg man ekki betur, en
þú segðir einu sinni, að þú mynd-
ir ólm vilja kvænast henni, ef
þú værir karlmaður“.
„Jú, en mjer hefir ofboðið at-
hæfi hennar síðan. Lestu ekki
blöðin ?“
„Nei“.
„Þú ættir að gera það. Hún
er stöðugt umtalsefni fyrir
hneykslin, sem hún veldur. Der-
ek gerir ekki annað en borga
skaðabætur eða sektir fyrir
hana. Ýmist ekur hún drukkin
eða brýtur rúður“.
„Og Derek er kvæntur þessu!“
sagði Anna lágt og reyndi að
dylja angurværð sína.
„Já“, sagði Mairs, „og jeg gæti
trúað, að hann vissi af því. Þau
búa í einni af dýrustu íbúðum
Gunter Square, og jeg er viss
um, að lafðin kostar hann ná-
lægt tíu þúsund pund árlega“.
„Hvenær ætlar þú að verða
fullorðin og ráðsett ?“ sagði Anna
hlæjandi.
„Jeg hefi einnig mikinn áhuga
á því máli“, sagði Biff.
„Farðu til Ameríku", sagði
Anna, „og vittu, hvort hún eltir
þig ekki“.
Mairs hló. „Jeg er viss um, að
hann á ekki fyrir farinu“.
,0g auk þess er jeg einn af
átján sem vilja* Mairs“, sagði
Biff þúnglyndislega.
,Nú líst mjer á þig, Biff“,
sagði Mairs. „Þú ert þó ekki
orðinn þunglyndur? Jeg held þá,
að það sje best að fara með þig
á dansleik, og vita hvort ekki
lifnar yfir þjer“.
Þau sátu þögul um stund. Síð-
an sagði Mairs: „Anna, hvernig1
ferðu að lifa svona flott á laun-
unum þínum?“
„Gettu“.
Rjett 1 þessu var dyrabjöllunni
hringt.
„Komdu nú, Mairs“, sagði Biff,
„áður en einhverjir gestir koma“
Anna hljóp niður stigann.
„Ekkert liggur á“, hvíslaði
Mairs að honum.
„Mjer heyrðist á þjer áðan,
að þú vildir fara að fara“.
• „Mig langar til að sjá karl-
manninn".
„Hvaða karlmann?“
„Hennar önnu auðvitað“.
„Ólukku forvitnin í þessu
kvenfólki“, tautaði Biff ólundai’-
lega.
En röddin, sem heyrðist niðri
í stiganum, var kvenrödd. Jean
kom inn með Önnu. Hún var
venju fremur fjörleg, og augu
hennar ljómuðu.
„Mairs, þú kannast við Jean
Dyson“.
„Já“, sagði Mairs ólundarlega'.
Hún hafði orðið fyrir miklum
vonbrigðum yfir því, að þetta
var ekki karlmaður. Hún hafði
verið svo sannfærð um, að þetta
væri vinur Önnu.
„Þetta er Biff, Jean“.
„Gleður mig að kynnast yður“,
muldraði Biff um leið og hann
tók í hönd Jean. „Á jeg ekki að
útbúa cocktail handa yður?“
„Nei, þakka yður fyrir, mjer
geðjast ekki að honum“, svaraði
Jean.
„Skynsöm stúlka“, sagði Anna
gletnislega.
Og Mairs, sem hafði það á til-
finningunni, að erindi sínu væri
lokið, kvaddi von bráðar og fórr
með Biff í eftirdragi.
„Hvað segir ungfrúin gott?**
sagði Anna ertnislega.
„Vertu ekki svona hátíðleg‘%
sagði Jean.
„Þú ert bráðum orðin mjer ó-
kunnug. Hvað er eiginlega langt
síðan þú hefir heimsótt mig?“
„Ekkert mjög langt síðan. Jeg
er hjer núna að minsta kosti'*.
Anna hló lágt. „Hefurðu fund-
ið draumaprinsinn, Jean?“ spurði
hún lágt. 1
Jean brá. „Anna, hvemig gasttt
getið upp á því?“
„0, það er ekki mjög erfitt.
Upptekin á kvöldin, sendir mjer
hverja afsökunarbeiðnina á fæt-
ur -annari á pós tkortum, og ert
svo hamingjusöm, að það beia—
] línis geislar af þjer. Segðu mjer
eitthvað um hann“.
Árni : Konan mín er altaf að
biðja mig um peninga.
Friðrik: Hvað gerir hún við
alla þá peninga?
Árni: Ekkert. Jeg læt hana
ekki fá neina.
★
— Hvernig fóru þeir að kom-
ast að því, að þetta var njósn-
ari, dulbúinn sem kvenmaður?.
— Hann gekk framhjá kven-
hattabúð án þess að líta í glugg-
ann.
★
— Konan mín er aldrei á sama
máli og jeg.
— Já, mjer hefir altaf litist
gáfulega á konuna þína.
★
— Fjandi ertu í fallegum
frakka, en burumar þínar eru
herfilegir garmar. 1
— Já, en hefir þú nokkurn
tíma vitað til þess, að menn
tækju buxur í misgripum í veit-
ingahúsum ?
★
— Jæja, litli vinur, hvað ætl-
arðu að gera, þegar þú ert orðinn
stór?
— Spyrja litla krakka bjána-
legra spurninga.
★
— Stærðfræðin er nytsamt
fag. Ef jeg t. d. margfalda fæð-
ingarár mitt með flibbanúmerinú
mínu, legg þar við númerið á
bankabókinni minni og deili síð-
an í útkomuna með bílanúmerintt
mínu, þá fæ je gnákvæmlega ót
númerið, sem jeg nota af skóm.
★
I skóbúðinni.
Frúin: Þessir skór era alveg:
afleitir og þar að auki altof Iitlir.
— Já, en þetta eru skómiiv
sem frúin kom í hingað.
8 ★
Fullur náungi: — Kallaðu k.
bíl fyrir mig, lagsi.
— Fyrirgefið, maðúr mimv
jeg er sjóliðsforingi, en ekki.
þjónn.
— Jæja, náðu þá í bát handa
mjer, jeg þarf að komast heim.
★
Stúdentinn (að reyna að þræða
nál):. — Sefurðu, eineygða svin-
ið þitt litla?
★
— Hvað má jeg bjóða þjeiv
vinur? Brennivínsstaup, bjórgla&
eða toddý?
— Láttu mig fá staupið strax.
Svo get jeg dúndað við bjór-
inn, meðan þú ert að hita vatn.
í toddýið. 1
★
— Hvað ertu gamall, drenguir
minn ?
— Sjö ára.
— Nei, það er ómögulegfc.
Svona skítugur getur maðmr
ekki orðið á sjö árum..
ARROW
manchettskyrtur
Hvítar og mislitar
með föstum flibba. •
Einnig Ijerefts NÆRFÖT
fallegt úrval.
Gey sir