Morgunblaðið - 14.04.1943, Qupperneq 5
Miðvikudagur 14. aprfl 1943*
Útgfef.: H.f. Árvakur, Eeykjavfk.
Framkv.stj.: Sigfús Jðnsson.
Rttstjúyar:
Jðn Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjðrn, auglýsingar og afgreittsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áakriftargjald: kr. 6.00 & mánuBl
innanlands, kr. 8.00 utanlands
C lausasölu: 40 aura elntakiB.
50 aura með Læsbðk.
miiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitimiiiiimiiHiiji
1 LEIKHÚSIÐ |
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiin
ORÐIГ - Eftir Kai Munk
Lauso vandamála
Fyrir skömmu höfðu menn
allmiklar áhyggjur af því,
að ekki hefði náðst samkomu-
lag um verð á landbúnaðar-
afurðum, ull, kjöti, gærum og
görnum, ársins 1942 og líka
1941, hvað sumar vörur snerti.
Var að vísu talið líklegt, að
Bandaríkin mundu sýna sama
velvilja og skilning á íslenskum
þörfum að því er snerti verð-
lag þessara vara, sem einkent
hefir alla kaupsamninga þeirra
við íslendinga, en þó gat þar
gætt margra sjónarmiða, sem
hjer skulu ekki rædd.
Ofan á þetta bættist svo orð-
lómur um, að Bretar hefðu í
hyggju að lækka hámarksverð
á fiski og var hann síðar stað-
festur opinberlega.
Nú hefir greiðst vel úr öllu
þessu. Varðandi fiskverðið í
Englandi er ekki að efa, að
sendiherra okkar í London hef-
ir haldið á málstað okkar með
festu og rökum. Til úrslita um
áhrif þess málflutnings kom þó
ekki, því enskir sjómenn neit-
uðu að sætta sig við verðlækk-
unina og gerðu verkfall. Þetta
leiddi til þess að verðlækkun-
ínni er frestað til 12. júní,
hvað sem þá tekur við.
Varðandi samningana um
sölu á gærum og kjöti er engin
■ ástæða til að fara dult með, að
við höfum áreiðanlega notið
góðs af velvild amerísku sendi-
sveitarinnar og forstjóra Láns-
og leigu-stofnunarinnar hjer á
landi og samskonar hugarfari
hlutaðeigandi stjórnarvalda í
Washington. Án þessa hefði
jafn hagfeld niðurstaða ekki
ráðst. En samt sem áður er
xjett að viðurkenna, að vafa-
laust hefir viðskiftanefndin
flutt okkar málstað vel, en það
er viðskiftanefndin sem gerir
alla slíka samninga fyrir hönd
bæði núverandi og fyrverandi
stjórna, og haf a ríkisstjórn-
irnar af þeim málum lítil önn-
ur afskifti en að samþykkja
gerðir viðskiftanefndar.
Við þessar sölur hefir við-
skiftanefndin einnig notið mik-
ils stuðnings sendiherra íslands
í Washington. Tókst honum að
útvega tilboðin bæði í gærurnar
og kjötið og hefir viðskifta-
nefndin enn falið honum að
vinna að' sölu ullarinnar, og eru
sagðar góðar horfur.
Það er ánægjulegt, hversu
giftusamlega hefir greiðst fram
úr öllum þessum málum. Væri
óskandi að ráðamenn þjóðar-
innar, ríkisstjórnin og Alþingi,
bæru gæfu til að semja jafn
vel sín á milli um vandamálin,
sem viðskiftanefnd og sendi-
herrunum hefir tekist að semja
við hin erlendu ríki um hags-
Límuni íslands.
O óknarpresturinn í Vedersö,
^ Kaj Munk, er fyrir löngu
orðinn kunnur hjer af ýmsum
sögusögnum, sumum með þjóð-
sagnablæ, sem af honum hafa bor-
ist, og það er ekki vonum fyr, að
leikrit eftir hann er sýnt fcjer.
Leikritið „Orðið‘£ hefir áður ver-
ið flutt í útvarpinu, svo það er
þegar allkunnugt, einnig munu
margir kannast við leikrit Munks
„En Idealist" af flutningi Poul
.Reumerts hjer fyrir nokkrum ár-
um, þó að færri ættu kost á að
heyra það, en æskilegt hefði verið.
1 sunram leikritum sínum hefir
Kaj Munk tekið mjög ákveðna
afstöðu gegn einræði í stjórnmál-
um, og eftir hernám Danmerkur
Lárus Pálsson í hlutverki Jóhannesar Borgen og Helga Brynjólfs-
dóttir í hlutverki Maren.
Valur Gíslason í hlutverki Mikkels
og Amdís Bjömsdóttir í hlut-
verki Ingu.
hefir hann orðið einn af helstu
leiðtogum þjóðar sinnar, í barátt-
unni fyrir andlegu frelsi. Hann er
ekki myrkur í máli, hvorki á
þeim vettvangi nje öðrum, og rit-
snild hans hefir skipað honum
meðal fremstu leikritaskálda nú-
tímans.
í leikritinu, sem nú er sýnt hjer,
„Orðið“, tekur Munk til meðferð-
ar afstöðu tveggja sjertrúar-
flokka, heimatrúboðs og Grundt-
vigssinna, til hinnar fölskvalausu,
pg blindu, trúar, sem hann sjálíur
boðar, og sneiðir svolítið í leið-
inni embættisprestinn og skynsem-
istrúarmanninn í gerfi læknis.
Andspænis vantrú og efasemdum
þessara manna heldur hann því
frarn, að kraftaverk geti gerst, og
muni gerast, aðeins ef trúin sje
nógu einlæg og sterk. „Hreinleiki
hjartans er að vilja eitt“, segir
hann, og í krafti þess gerir harar
hinn geðveika Johannes Borgen
að fulltrúa sinnar skoðunar, en
aðeins saklaust barn er nógu ó-
spilt í trú sinni til þess að styðja
hann til að gera kraftaverkið.
Það eru sterk átök og fágætur
dramatískur kraftur í þessu leik-
riti, og þó að það njóti sín ekki
til fulls í sýningu Leikfjelagsins,
er það mikilsverð uppbót á vetr-
arstarfi leikhrissins, sem annars
hefir verið, jafnvel venju frem-
ur, lítilfjöx'legt.
Aðalpersónur leiksins eru Mikk-
el Borgen eldri, sem er foringi
Grundtvigssinna og stórbóndi,
hinn geðveiki sonur hans, Jóhann-
es, Pjetur skraddari, sem er for-
ingi heimatrúboðsmanna, og Mikk-
el Borgen yngri, sem er hreinlega
vantrúaður.
Lárus Pálsson leikur Jóhannes,
og er það erfiðasta hlutverkið.
Það er Kristsmynd, þrungin dul-
rænni fegurð, í senn viðkvæm og
sterk. Viðkvæm í fegurð og djúpri
samúð með þeim, sem eiga bágt,
sterk í þeim sannfæringarkrafti,
sem höfundurinn leggur í kenning-
ar sínar.
Þetta hlutverk krefst meiri per-
sónuleika en Lárus Pálsson getur
lagt í það, og höfundurinn gefur
það beinlínis í skyn í texta leik-
ritsins, að Jóhannes sje mannvæn-
legastur þeirra bræðra, ’og það
þarf mikla leikni til þess að vega
á móti skorti í því efni. Lárus
reynir að gera þetta, í fyrri hlut-
anum, með þróttmiklum texta-
flutningi, en það verður ekki ann-
að en sterk „reeitation“, hið fín-
gerða og viðkvæma tapast. 1
þriðja þætti, eftir að Jóhannes
hefir fengið vit sitt og á að fara
að gera sínar fyrri kenningar að
veruleika, er komið los á flutn-
inginn, sem ekki er í samræmi við
þá miklu dramatísku spenningu,
sem er í þessu atriði.
Lárus Pálsson er einnig leik-
stjóri við þessa sýningu. En það,
að setja svona vandasamt og
merkilegt leikrit á leiksvið svo að
vel fari, og leikstjórnin hefir hon-
um yfirleitt farist vel, er full-
komið verk fyrir einn mann. Leik-
stjóri ætti aldrei að taka að sjer
að leika jafnframt vandasamt
hlutverk. Það er meira verk en
einn maður getur annað, auk þess
fi.ð hann sjer ekki sjálfan sig.
Valur Gíslason leikur Mikkel
Borgen eldra og hefir náð góðum.
tökum á hlutverkinu. Best tekst
honum í öðrum þætti, í samræð-
unum við Pjetur skraddara, sem
Jón Aðils leikur. Þar er talsvert
af góðlátlegri kýmni, sem hann
notfærir sjer vel, og átökin ekki
meiri en það, að hann ræður vel
við það. Þar sem sterk geðshrær-
jng kemur til greina í síðari þátt-
unum, ræður hann ekki eins vel
við hlutverkið, og er þó lýtalaust.
Pjetur skraddari, heimatrúboðs-
foringinn, er þannig hlutverk, að
það má engu muna, að það verði
ekki skoplegt, og það er vel gert
að leika það svo, að ekki sje far-
ið neitt inn á þá braut. Jóni Aðils
tekst þetta, og hann sýnir trú-
verðuga mynd af þessum prjedik-
ara, þó ef til vill mætti taka
fastar í stundum.
Gestur Pálsson, sem leikur
Mikkel Borgen yngra, er einhver,
hinn nothæfasti leikari, sem nú er
völ á hjer. Hann sýnir það ennþá
í þessu hlutverki, að honum þarf
ekki að marka þann þrönga bás
að leika aðeins laglegan elskhuga.
Einkum tekst honum vel í fjórða
þætti, sem líka er vandasamastur
fyrir hann. Konu Mikkels yngra,
Ingu, leikur Arndís Björnsdóttir.
Þetta er lítið hlutverk, og gefur
ekki tilefni til mikils leiks.
Presturinn, Bandbull, er fyrst
og fremst embættismaður, og er
vantrúaður á kraftaverk. En það
má ætla, að hann líti svo á, að
éf þau eigi á annað borð að gera,
þá sje það embættisverk. Brynjólf-
ur Jóhannesson leikur þetta hlut-
verk og gerir úr því meinleysis-
lega rolu, sem er alveg ástæðu-
laust. Hefði nafnið eitt átt að
vera honum nokkur vísbending
um það. Houen lækni, skynsemis-
trúarmanmnn, leikur Haraldur
Björnsson. Hlutverkið er ekki
stórt, og Ilaraldur eykur ekki við
það. Gerfi það, sem hann velur
sjer, er ástæðulaust, og Haraldur
er orðinn það æfður leikari, að
hann ætti að vita, að óþarflega
íburðarmikið gerfi er aðeins til
þess að vekja óheppilega athygli.
GUnnþórunn Halldórsdóttir leik-
ur lítið hlutverk, Mettu Maríu,
sem vitnar á vakningasamkomu
Pjeturs skraddara. Ilún fer svo
snildarlega með þetta lítilræði, að
engum datt í hug að hlæja, þó að
hlutverkið sje fullkomið tilefni til
skopleiks, þeim er vildi það við
hafa. Annað lítið lilutverk er
einnig vert að minnast á, Maren
litlu, dóttur Mikkels yngra, sem
Helga Brynjólfsdóttir leikur. Það
er mjög laglega gert.
Jón Aðils í hlutverki Pjeturs
skraddara.
Lárus Ingólfsson hefir gert
prýðileg leiktjöld í þessa sýningu.
Nýtur leiksviðið sín sjerstaklega
vel í fjórða þætti, og er í góðu
samræmi við leikinn. •
Þýðing leiksiits er eftir síra
Sigurjón Guðjónsson. Yfirleitt vel
gerð á góðu máli, en þó koma
þar fyrir útlend orð, sem að skað-
lausu mætti snúa á góða íslensku.
Rit Brunabóta-
fjelags íslands
Brunabótafjelag íslands hefir
í tilefni af 25 ára starfsemi
fjelagsins — en það hafði starfað
í 25 ár við árslok 1941 — gefið út
mikið rit sem fjallar um bruna-
tryggingarmál á íslandi.
í ritinu er rakin saga brunamál-
anna á Islandi, forsagan að stofn
un fjelagsins og starfssaga þess.
Þá er þar og stutt, alment yfirlit
úm upphaf brunatrygginga er-
lendis, yfirlit um tryggingar á
Söguöldinni og .einnig nokkrir
þættir um sögu annarra trygging-
argreina, sem að einhverju leyti
snerta forsögu eða starfssögu fje-
lagsins.
Arnór Sigurjónsson, bóndi að
Þverá í Dalsmynni, hefir ritað
söguna ög hafði samvinnu við fje-
lagið um þfnisval og niðurskipun.
Er hún 200 bls. í stóru broti.
Auk þess fylgja myndir af starfs-
mönnum og umboðsmönnum fje-
! lagslns.
Nýjar iþrótta-
kvikmyndir
Qímufjelagið Ármann hefir
nýlega fengið frá Amer-
íku kenslukvikmyndir í frjáls-
um íþróttum, til kenslu fyrir
þá, sem þær íþróttir æfa hjá
fjelaginu.
Eru þetta kvikmyndir sem
sýna allar greinar frjálsra
íþrótta, útfærðar af mönnum,
sem sjerstaklega hafa verið
valdir til að sýna sem hrein-
astan og rjettastan stíl í hverri
íþróttagrein. Myndirnar eru
bæði með venjulegum hraða og
eins sýndar mjög hægt, svo
nemandinn geti sem best fylgst
með hverri hreyfingu líkam-
ans.
Glímufjelagið Ármann ætlar
að sýna myndir þessar í kvöld
kl. 10 e. h. í íþróttahúsinu,
fyrir alla þá sem æfa hjá fje-
laginu, og verða myndirnar
skýrðar út jafnframt.