Morgunblaðið - 22.06.1943, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.06.1943, Blaðsíða 5
ÞriS.judagur 22. júní 1943. M O R CJ U N B L A Ð ! F) Sigurður Sigurðsson skipstjóri dáinn Hann ljest árla dags 9. þ. m. og hafði verið sjúkur og oftast þjáður um tveggja rnánaða skeið. Ekki voru þess merki áður að heilsa hans væri veil svo vitað væri og engan grunaði að æfilok væri svo nærri. — Sigurður var Reykvíkingur í ættir fram. Hann var fæddur 20. júní 1891 í húsinu nr. 17 við Vest urgötu, — og var því fárra daga vant til 52 ára aldurs. Foreldrar hans. voru þau hjónin Sigurður Bjarnason Oddssonar frá Garðhúsum og V ilborg Sigurðardóttir Þórð- arsonar frá Steinhúsinu. — Voru þau bæði af tráustum sjómanna ættum hjer, sem kunnar eru eldri Reykvíking um og er hjer í bæ margt ágætt fólk af sömu ættum komið. Er Sigurður var ekki árs- gamall andaðist faðir hans. Börnin voru mörg og í æsku en efnin smá. Kom þá gott fólk til hjálpar og var Sig- urður tekinn til fósturs af þeim ágætis hjónum Þórarni tVrnórssyni og Ingibjörgu Halldórsdóttur síðar á Þor- móðsstöðum en síðast á Mel- stað. Var hann á heimili þeirra uns hann sjálfur stofnaði bú. — Þessum góðu hjónum var ekki ósýnt um uppeldi barna, því sjö vanda laus börn munu þau hafa tekið til fósturs og lánast hið besta og svo var um þenna fósturson. Veit jeg ekki hvort var meira ástríki fóst,- urforeldra á fóstursyni þess- um, eða hans á þeim. Þórarinn var hinn mesti reglumaður um alt og hrein- lyndur, en húsfreyjan stjórn söm en mild. Sjálfsagt má rekja margt hið góða í fari og framgöngu Sigurðar til hollra áhrifa á þessu reglu- sama æskuheimili hans og því hjelt hann sjálfur fram og gleymdi ekki að þakka og end urgjalda. Sigurður giftist heitmey sinni Ágústu Jónsdóttur frá Brunnholti hinn 3. jan. 1920. Þau hafa eignast 6 börn, tvær cíætur og 4 sonu, sem öll eru mannvænleg og á æskuskeiði. Þeim hjónum tókst að skapa unaðslegt heimili og hefir hlutur húsfreyjunnar verið þar síst minni. Sjómanns- konan verður úr mörgu að ráða í fjarvistum mannsins, en samtaka voru þau hjónin um að gera garðinn frægann, og tókst það! Og sá jeg aldrei betur en síðast hvað þau hjón in voru hvert öðru og hið mikla þrek frú Ágstúu, þeg- ar sorgin seig að. Snemma byrjaði æfistarf Sigurðar og fór hann til sjós jafnsnemma og aldur hans leyfði. Var han fyrst háseti á þilskipi, en síðar stýrimað-! ur, vart 19 ára og vetri áður en hann lauk prófi á Sjó- mannaskólanum, hjá alþekt- um afla og dugnaðarmanni, Friðriki Ólafssyni. Bendir það, hve snemma æfinn&r hann var valinn til að stjórna til þess, að þegar þá hafi þótt nokkuð í hann spunnjð. Tog- arastarfið byrjaði hann hjá Kveðjuorð þeim þjóðkunnu dugnaðar og aflasælu mönnum, Halldóri Þorsteinssyni og síðar Guð- mundi Jónssyni og var stýri- maður hjá báðum um skeið og má svo orða að þessir þrír lærifeður hans væru ekki valdir af þeim lökustu. f fyrra stríðinu voru ílest- ir togararnir seldir úr landi, sem olli sjómönnum atvinnu missi eins og kunnugt er. — Leiddist honum landveran og keypti í fjelagi við aðra vjela laust þilskip „Hafstein’* og gerðist mjög happasæll skip- stjóri þess í þrjú ár. Komst hann þá eitt sinn í mjög mikla lífshættu í ofviðri og ofsa sjógangi og lagðist skip- ið á hlið eða vel það og lá þannig langa stund. Snar- ræði og óbilandi hugrekki skipstjórans og skipverja, átti sinn mikla þátt í að alt endaði þó þetta slysalaust. — En hugur Sigurðar stefndi hærra. Stríðið var úti og hæg ara um vik. Meiri vjelaöld var nálæg og seglskipin viku. Áfram sagði tíminn og Sig- urður hlýddi kallinu. Var þá Hafsteinn seldur úr landi og gerðist Sigurður þá skip- stjóri á togaranum „Geir“ í desember 1920 og var það til dauðadags. Hafði hann þá \erið skipstjóri full 25 ár, er hann ljest. Öll hans skip- stjórn er óslitin happasaga. Hann átti því láni að fagna að í öll þessi ár vildi aldrei til silys eða óhapp undir stjórn hans og tókst honum undantekningarlaust að skila öllu heilu í höfn. Hann aílaði sjer óvenju mikillar þekking ar á fiskislóðum og göngu fiskjarins og var sjávarbotn- inn honumsemopinbók.Hann íiskaði af viti fremur en striti og brást honum aldrei veiðiför. Var oft gaman að heyra hann og fjelaga hans, skipstjórana, tala um þessa hluti og það sem þar að laut. Hann leit strangt eftir öllu sem til öryggis mátti vera ékipi eða mönnum, en gqð hirðing afla og viðhald skiþs var til fyrirmyndar undir stjórn hans. Heimilislíf um borð var æfinlega hið ákjós- anlegasta. Þar vöru sem vænta mátti menn af sitt- hverjum stjórnmálaflokki en það gerði engan mun manna. Allir litu upp til skipstjórans með fullu tf’austi, hlýðni, virðingu og ástsemd. Hann var fæddur til að stjórna. — Honum varð því haldsamt á góðum mönnum og sjaldan manna skifti. Voru nokkrir manna hans með Ronum frá byrjun á seglskipinu jafn- vel fram á síðasta ár. Sjó- menn og stjettarbræður hans skoðuðu hann einn hinn besta mann stjettarinnar og kom það oft fram. — Hann trúði mikið á framþróun í málum sjómanna og alþjóð- ar um leið. Fullkomnari skip þegar tímarnir breytast og skynsamlegar ástæður leyfa, samfara hugsanlegu öryggi voru framtíðardraumur hans — En honum var líka mjög andstæð hugsun þeirra þröng sýnu manna, sem leggja stein í götu þess að þetta megi tak ast. Það sagði hann mjer eitt sinn, að aldrei ljet hann ó- gert að lyfta huga til Alföð- urs í hljóðri bæn, er hann ljeti úr höfn á haf út og var það að vonum um hann jafn mikill trúmaður og hann var. Einn af hans höfuðkostum var, að hann neytti ekki á- fengis æfilangt. Sigurður gaf sig nokkuð að almennum málum hin síðari árin og hefði betur verið fyr. Mun hann við þau störf sem önnur hafa verið tillögugóð- ur og unnið sjer trausts. -Þó hann ætti til að halda fast á skoðun sinni, var hann sam vinnuþýður og sanngjarn. — Hann sat í hafnarstjórn Reykjavíkur um skeið og hafði mikinn áhuga á mörgu som að þeim málum laut. — Einnig var hann varamaður í bæjarstjórn Reykjavíkur, og mætti þar oft á fundum. Unni hann Reykjavík, bæ feðra sinna og taldi að sjó- menska og útgerð hlytu að vera meginstoðin undir fram förum höfuðstaðarins, svo hjer eftir sem hingað til. — Sigurður var svo sannur ís- lendingur, sem verða má og eitt af hans miklu áhugamál- um var að fáni vor væri í heiðri hafður og bæri hátt við hún sem víðast og oftast. Sigurður var vænn yfirlit- um og drengilegur, hvatur í spori, ljettur í lund, glaðvær og góðgjarn. Handtakið þjett og fast og innilegt. Skjótráð- ur. úrræðagóður, áræðinn en aðgætinn og sjerstaklega hispurslaus. Falslaus og tryggur svo ekki brást og traustur sem bjarg. Greið- vikinn og vildi annara böl bæta og gerði það. Persónu- leg vinátta okkar Sigurðar stóð djúpt og óslitið í 27 ár. Samstarf nokkru skemur. — Mjer og mínum var hann alt af sá aufúsugesturjniji, er bar birtuna í bæinp.; 0;g munu margir bera: sái'án harm í huga við fráfall hans. Hann var vissulega einn af „ætt- landsins fríðustu sonum“. — En sú er huggun harmi gegn að Sigurður lifði ekki sjálf- an sig, því minningin um hinn ágæta dreng og verkin hans lifa áfram hjá ástvin- um hans og vinum. Sigurður lifir, þótt ,hann hafi dáið. Siffurjón Jónsson. sjötugur Geir Guðmundsson frá Geirlandi í Vestmannaeyj- um er sjötugur í dag. Var hann um langt skeið í fremstu röð sjómanna og útgerðarmanna í Eyjum, viðurkendur dugnaðar og merkismaður. Geir er Rangæingur að ætterni. sonur Guðmundar bónda að Seli í Austur-Land eýjum. Ólst Geir upp að Seli, en tók snemma að stu^nda sjóróðra á opnum skipum, fyrst frá verstöðv- um í Árnessýslu, en aðal- lega frá Vestmannaeyjum. Rjeri hann þar margar ver tíðir, lengst af með Hann- esi Jónssyni lóðs, á Gideon. Árið 1900 flutti Geir al- farið til Vestmannaeyja og hefir verið þar síðan. 1906 bundust þeir fje- lagsskap Þorsteinn Jónsson form., Laufási hjer, *og þrír menn aðrir, um kaup á vjelbáti. Má með rjettu telja þá fjelaga frumherja vjelbátaútvegs Vestmanna- eyja. Að vísu höfðu áður verið gjörðar tilraunir þar með vjelbátaútgerð, en þeir voru fyrstu menn, er kunnu að standa að þeirri ný- breytni í sjávarútvegnum, svo að gagni kæmi og aðrir gætu af því lært. Fyrstu vertíðina var Geir háseti á bátnum en vjel- stjóri eftir það. og eins á nýjum vjelbáti, er þeir síð- ar keyptu. En þeir Geir og Þorsteinn voru þannig sam- þá hætti -Geir sjómensku. an óslitið í 18 vertíðir, en Hann þótti jafnan ágætur sjómaður, fullur kapps og dugnaðax*, og óbilugur til allra harðræða. Og svo hefir Þorsteinn í Laufási tjáð þeim, er þetta ritar, að svo farsællega hafi vjel gæslan farið Geir úr hendi, að aldrei hafi báturinn ver- ið stopp eða þurft að draga hann að landi fyrir vjel- arbilun, enda hafi umhirð- an verið einstök. Eftir að Geir hætti við sjóinn, varð hann hafnar- vörður í Eyjum og hjelt hann því starfi þar til í ársbyrjun 1933, að hann varð að hætta vegna van- heilsu. Á þessum árurn voi'u meðal annai'S endur- nýjaðar allar hafnarfestar og svo var þar rambvggi- lega frá gengið, að lengi mun búa að handaverkum Geirs. En við það starf mun kappið hafa verið full mikið, því heilsan bilaði og hann lá lengi milli heims og helju. Átti hann möi'g ár í veikindum þessum, uns hann náði sjer að mestu. Geir var kvæntur Guð- rúnu Pjetursdóttur frá Mýr um í Skriðdal, en misti hana 1923, eftir 14 ára sambúð. Áttu þau hjónin tvær dætui’, sem nú eru báðar uppkomnar og giftar. Enda þótt svo hafi farið, að ævistai'f Geirs hafi að mestu verið við sjósókn og útgerð, hefir hugur hans mjög staðið til landbúnað- ar. Hann hefir um langt skeið, einkum á seinni ár- um, átt nokkuð af gripum og fengist töluvert við rækt un, og sýnt við hvorttveggja frábæx'a natni og umhirðu- semi. Tún, sem gefur nú af sjer yfir 100 hesta af heyi, ræktaði hann upp úr grýttu hraunlandi, sem hvergi þætti viðlit að brjóta til ræktunar nema í Vest- mannaeyjum. Geir þefir lítið sint or>- inberum máium. en var þó í hreppsnefnd á stríðsárun- um fyrri, og hefir auk þess átt sæti í hafnarnefnd. í viðkynningu er Geir glettinn og gamansamur, sannkallaður fjörmaður. Hann er maður, sem á má trevsta. til hvers sem hann gefur sig þjettur á velli og þ.iettur í lund og ti'ygða- tröll, bar sem hann tekur bví. Hann ann cömlum fróðieik og er heirna í fornsögunum, eins og yfir- leitt eldi'i kynslóðin, enda greindur vel og minnugur. Aidui’inn ber hann vel og hefir enn nægan kiark og kraft tfl langrar ævi. og megi það sem lengst endast. K. Framtíðarstarf I$arl eð;a kona, sem hefir lokið verslunar- skólaprófi eða hlotið aðra mentun, sem metin verður jafngild, og auk þess hlotið æfingu í vjelritun, getur fengið framtíðarstarf á skrif- stofu. Þeir, sem óska að kynna sjer nánar um stöðu þessa, eru vinsamlega beðnir að senda tilboð sín, ásamt upplýsingum um mentun og fyrri störf, merkt: „Framtíðarstarf“, í póst- hólf 1026, Reykjavík, fyrir lok þessa mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.