Morgunblaðið - 22.06.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.06.1943, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. júní 1943. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj. Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Auglýsingar: Ámi Ola. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrœti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Hlutur Islendinga verri! ÞAÐ VIRÐAST vera til þeir íslendingar, sem í al- vöru halda því fram, að dansk-ísl. sambandslagasamn- ingurinn frá 1918 sje enn í fullu gildi, þrátt fyrir þá staðreynd, að alt frá 10. apríl 1940 og fram á þenna dag hafi verið gersamlega ómögulegt að framkvæma lögin, sem þessi samningur byggist á. En hafa þessir menn gert sjer ijóst, hverjar yrðu afleiðingar þess, ef kenning þeirra væri rjett? Þessar yrðu m. a. afleiðingarnar: 1. Strax og stríðinu væri lokið, tæki konungur Dana við æðstu stjórn landsins, en ríkisstjóri Islands legði niður völd, því í sambandslögunum segir, að ríkin sjeu „í sambandi um einn og sama konung“. 2. „Danmörk fer með utanríkismál Islands í umboði þess“, segir í 7. gr. sambandslaganna. Afieiðing þessa ákvæðis yrði sú, að íslendingar yrðu strax að stríðinu loknu að kalla heim sendiherra sína í London og Washing- ton, en sendiherrar Dana á þessum stöðum tækju við okkar málum, undir stjórn og handleiðslu danska utan- ríkismálaráðherrans. Ennfremur yrði afleiðingarnar þær, að þau erlend ríki, sem hafa sent hingað sendiherra, yrðu að kalla þá heim, því að hjer mættu þeir ekki vera. Bretar yrðu að kalla heim sendiherra sinn, Bandaríkin sinn o. s. frv. Hjer hafa verið nefndar augljósustu afleiðingar, og þær, sem hver Islendingur ætti að geta skilið. Ef svo Is- lendingar vildu losast við þessi og önnur tengsl við Dani, yrðu þeir í einu og öllu að fylgja 18.gr. sambandslaganna. Fyrst yrðu þeir að hefja „viðræður“ við dönsk stjórnar- völd, en ekki gætu þeir losnað úr sambandinu fyr en að 3 árum liðnum þar frá. Þannig yrði gangur málanna að vera. Sambandslögin heimila okkur að losna að fullu úr sambandinu við Dani eftir árslok 1943. En yrði ráðum þeirra fylgt, sem nú- halda dauðahaldi í sambandslögin og vilja ólmir fram- lengja þau, veit enginn hvenær við getum losnað. Þessir menn eru m. ö. o. að reyna að gera hlut íslendinga verri en sambandslögin sjálf mæla fyrir um! Eining og sjálfstæði ÞAÐ ER EINKUM TVENT, sem hefir einkent Lands- fund Sjálfstæðisflokksins, sem staðið hefir undanfarna daga, en er nú lokið. Annarsvegar sú mikla eining, sem ríkt hefir óskorað á fundinum, og hinsvegar hinn mikli áhugi í sjálfstæðis- málinu, sem ríkti meðal fundarmanna. Það eru engin önnur bönd, en sameiginlegar hug- sjónir um hag og velferð þjóðarinnar í heild, sem binda Sjálfstæðismenn flokkslega. Stjettahagsmunir eða per- sónulegar stundarþarfir ráða ekki flokksafstöðu Sjálf- stæðismanna. Hugsjónir þeirra verða ekki fyrir neinu verðhruni þótt dýrtíð vaxi og efnalegt umrót skoli burt íjársjóðum í Ginnungagap verðbólgunnar. Landsfundur- inn, sem Sjálfstæðismenn hjeldu nú, mitt í öldurótinu, er staðfesting þessa, því að ef til vill hefir aldrei ríkt meiri samhugur og fullkomnari eining á slíkum fundi flokksins. Fundurinn tók þá ákveðnu afstöðu í sjálfstæðismál- inu að lýsa eindregnum stuðningi við það mikilvæga á- lorm, að stofna lýðveldi á íslandi eigi síða.r en 17. júní 1944, og fól öllum trúnaðarmönnum Sjálfstæðisflokksins að vinna að því, að svo mætti verða, og hjet á aðra flokka og allan landslýð til samvinnu um framgang þess. Þessi afstaða fundarins er endurskin af innri tilfinningaglóð fundarmanna, bergmál þess áhuga í sjálfstæðis- og frelsis- málum þjóðarinnar, sem setti svip á fundinn. Þessa dagana halda einhuga og ótrauðir boðberar hugsjóna og stefnu Sjálfstæðisflokksins út um dreifðar bygðir þessa lands, til þess þar, hver á Sínum vettvangi, að vinna að framgangi sameiginlegra áhugamála. Brátt verður flogið um háloftin London í gærkv. HINN KUNNI enski flug vjelasmiður Miles, hefir látið svo um mælt. að þeg- ar vissar áætlanir sjeu komnar í framkvæmd, nálgist mjög þeir tímar, að menn geti flogið í háloft- unum, eða allt að 12 km. hæð í 300 farþega rakettu- flugvjelum. Þetta segir Mil- es í grein, sem hann hefir ritað nýlega í „Daily Mail“. Ennfremur segir Mjiles, að ekkert sje því til fyrir- stöðu, að bygðar verði á næstu 10—20 árum flug- vjelar með slíku burðar- magni sem fyr greinir, og að þær geti verið eins stór- ar og rúmgóðar, eins og best búnu hafskip eru í dag og miklu stöðugri. „Dagar þeir, er flugvjelar eru knúnar áfram með skrúf- um, eru nú að verða tald- ir, og mun þetta verða til þess að breyta útliti flug- vjela mjög mikið“. Miles segir einnig, að flugvjelar þessar verði bún ar loftþjettum klefum, og geti því flogið svo hátt, hátt yfir þau loftsvæði, þar sem stormar og ský eru venju- lega. Stjórn flugvjelanna verður að miklu leyti höfð með sjálfvirkjum tækjum, en farþegar geta stytt sjer stundir við kvikmyndasýn- ingar, og neytt máltíða sinna í glæsilegum borðsöl um. Það verður ekki verið lengur en 8—9 tíma að fljúga milli London og New York, frá London til Moskva 4 tíma, og frá Lon- don til Darwin í Ástralíu um 30 klukkutíma. Flestar stærri borgir munu þá hafa jafnstóra flugvelli og þeir stærstu eru nú. „Þegar stríðið end- ar, verðum við að vera við búnir flugöldinni", segir Mr Miles að lokum. —Reuter. FERÐ 5. BEKKJAR M. A. Frá frjettaritara vor- um á Akureyri. EINS OG VENJA er til á vorin, fór fimti bekkur Mentaskólans á Akureyri í náms- og skemtiferð. Lagt var af stað í ferð þessa fimtudaginn 11. júní og þá ekið að Stóra-Ási í Hálsasveit og gist þar. Á föstudaginn var farið í Surtshelli og skoðað um- hverfi Húsafells og Kal- manstungu. Snjór er enn allmikill í Surtshelli. Þá var farið í Reykholt og gist þar. Á laugardaginn var ekið heim. Ferðafólkið mætti hvar- vetna hinni mestu gestrisni. Veður var gott á föstudag- inn, en hina dagana var rigning öðru hvoru. Farar- stjóri var Steindór Stein- dórsson, náttúrufræðikenn- ari skólans, en þátttakend- ur 35. Enn um Tjörnina. ÞAÐ má sjá af þeim fjölda brjefa, sem jeg fæ um Tjörn- ina, að hún á mikil ítök í hug um Reykvíkinga. Flest eru brjefin þannig, að fátt eitt er í þeim, sem ekki hefir áður verið sagt og því tilgangslaust að birta þau. Einn brjefritari, sem nefnir sig „Innfæddur" skrifar skemtilegt brjef, og þó jeg sje ekki sammála honum að ýmsu leyti, þá finst mjer rjett að birta brjefið óbreytt. „Innfæddur“ skrifar: ★ „Jeg sje það í pistli þínum í blaðinu í dag, að þú furðar þig á því, að inn í Tjörnina berst óþverri úr salernum, al- veg eins og slíkt hafi aldrei komið fyrir áður. Nú get jeg sagt þjer það að þetta er ekk- ert einstakt, því á hverju stór flóði gerist þetta sama, þó að stíflan, sem þú talar um, sje fyrir. Áður fyr lágu flest öll aðal holræsi úr Miðbænum í Iækinn, þá náði hann ekki lengra norður en í fjöruna fyrir neðan. Norð dalsíshús. og ef þú hefir ein- hverntíma þegar þú varst strákur, verið að snuðra í fjörunni, þá hefir þú varla komist hjá því að sjá hvað flaut út lækjarósinn. Það var stundum ekki þrifalegt. Þetta flaut svo upp í Tjörn í stór- flóðum. Einu sinni eftir slíkt stórflóð sá jeg í tjarnarósnum rjett fyrir ofan „stíflu“ 6 stói’a rottubelgi. sem auðsjáanlega höfðu druknað á leiðinni inn með flóðinu. Þetta má nú heita í gamla daga. Síðan hefir verið lagt holræsi norðaustur úr upp fyllingunni og er op þess rjett fyrir neðan Sænska frystihúsið.. Þau rör eru svo víð, að þau eru nálega manngeng. Voru þau tengd við lækjarósinn. Við þau hafa svo verið tengd mik- ill fjöldi af skolpæðum úr nýj- um byggingum á uppfylling- únni, auk þess sem Tryggva- gata var tengd þar við með mjög víðum rörum, svo að þú sjerð að það er ekki svo lítið, sem í þetta risa-klóak fellur. Alt þetta kemur svo á hverju stórflóði upp í Tjörnina, og verður meðal annars til þess, að botninn í Tjöiminni hækkar óðfluga, og nú má svo heita, að það spretti gras í Tjörninni á hverju sumri, þó hún sje með öllu því vatni. sem hún á kost á. ★ ÞETTA er fyrir löngu orðin bæjarplága, því þegar hitar ganga, er varla líft við Tjörn- ina fyrir fýlu og rotnunarlykt. Til dæmis um það hve Tjörnin var djúp, þegar jeg var strák ur, skal jeg geta þess, að jeg sá oft stóra stráka og jafnvel fullorðna menn detta í Tjörn- ina. og þó þeir busluðu sem mest þeir máttu, sást vatnið varla litast af forarleðju, og maður nokkur gerði sjer það til gagns og gamans að veiða ála niður um ísinn á veturna. Hann þurfti 8 álna langa stöng til þess að ná leðjunni, sem álarnir voru í, en á stöngina batt hann 4 lóðaröngla á neðri endann auðvitað. Oft sá jeg hann koma með 2 og 3 ála í einu. Okkur, sem erum gamlir Reykvíkingar, þykir vænt um Tjörnina og eigum þaðan margar ágætar minningar. — Okkur sárnar nú að _ sjá, að búið skuli vera að gera hana að þeim óþrifapolli, sem hún nú er orðin. ★ NÚ vil jeg heita á góða og gamla Reykvíkinga að beita sjer fyrir því, að Tjörnin verði nú þegar mokuð upp alveg nið ur á sandbotn og henni verði svo vel haldið við, að hún verði til heilnæmis en ekki óþrifnað- ar eins og nú er, en þetta má bara ekki dragast neitt. Þetta er eitt meðal annars, sem jeg vil láta Reykvíkingafjelagið beita sjer fyrir. Ósiður á íþróttavell- inum. „STÚKAN" á íþróttavellin- um er álitin besta áhorfenda- svæðið, enda aðgangur að henni seldur dýrar heldur en að pöllunum. En það vill oft fara svo, að þeir, sem hafa greitt meira fyrir aðgang, sjá ver heldur en- þeir, sem greiða ódýrari aðganginn. Einkum kemur þetta fyrir þegar kepni er í frjálsum íþróttum, en er einnig nokkuð algengt á knatt spyrnukappleikjum. — Stafar þetta Vif ósiði þeim, að menn rísa upp í sætum sínum til þess að sjá betur, en við það byrgist útsýni algjörlega fyrir þeim, sem fyrir aftan sitja. Er ekki óalgengt að sjá alla áhorfendur rísa úr sætum sínum og er þá orðið lítið gagn að því að kaupa sjer sæti í stúkunni. Þenna ósið ætti að afnema og það er hægt að afnema hann með því að menn taki sig saman um að líða ekki ósiðinn. i ® Unglingar, sem kasta peningum. Nokkrir unglingar, á að giska 15—16 ára. gengu eftir Frí- kirkjuvegi í gærdag. Þeir voru prúðbúnir. Allra myndarlegustu piltar. En alt í einu tóku þeir að grýta frá sjer smápeningum á götuna, Þessu hjeldu þeir á- fram lengi vel og þóttust aug- sýnilega miklir menn, því þeir hlógu og skríktu borginmann lega í hvert skifti, sem þeir köstuðu peningum frá sjer Það voru að vísu ekki nema einseyringar og tveggeyringar, sem piltarj^ir köstuðu frá sjer á götuna og heildarupphæðin var ekki stór, en hugsunin, sem á bak við þetta lá, er svo ljót, að ekki er hægt að ganga fram hjá þessu óátalið. En kannske er þetta virðing- arje.vsi fyrir fjármununum spegilmyhd af ástandinu í landinu. Á öllum sviðum kastar fólk frá sjer fjármunum. Það er ekki verið að hugsa um að spara til vondu áranna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.