Morgunblaðið - 29.06.1943, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.06.1943, Blaðsíða 5
/ Þriðjudagur 29. júní 1943. M 0 R G U N B L A Ð I Ð ox •itrgs'.lwíbh'l Bjarsil Bsnediktsson: Hvers vegna varð Island ekki lýðveldi 1941? EÐLI SJÁLFSTÆÐIS- BARÁTTUNNAR Á SÍÐUSTU tímum eru sumir menn farnir að kalla alla lífsbaráttu þjóðarinnar sjálfstæðisbaráttu hennar. Um þetta væri eigi nema alt gott að segja, ef það væri gert til að efla skiln- ing þjóðarinnar á mikil- vægi þessarar baráttu. en í þess stað sýnist það bein- línis gert til að villa þjóð inni sýn. Draga huga henn ar frá hinni eiginlegu sjálf stæðisbaráttu, fá hana til að trúa að stjórnskipulegt sjálfstæði sje algert auka- atriði sjálfstæðismálsins, heldur sjeu það alt önnur málefni, sem þar hafi mesta þýðingu. En hvert er þá hið rjetta eðli sjálfstæðisbaráttu þjóð arinnar? Hún er hliðstæð baráttu ánauðugs manns fyrir að fá fult frelsi og mannrjett- indi. Sá, sem í ánauð er, heldur lífi og limum, þrátt fyrir ánauð sína. Hann getur haft nóg að bíta og brenna. Og vel má vera, að honum líði alt eins vel eða betur en sumum: frjáls- um mönnum. Þrátt fyrir það uniú enginn, sem einhver manndómur er í blóð borinn, því að vera í ánauð. Hann finnur og veit. að ánauðin skerðir manngildi hans og er ósam boðin hverjum menskum manni. Honum er og full Ijóst, að þótt vel sje sjeð fyrir öllum efnahagslegum þörfum hans, þá eru þó all- ar líkur til, að hann beri meira úr býtum, ef hann er sjálfur eigandi starfs- orku sinnar, en ef annar ráðstafar henni fyrst og fremst sjálfum sjer til hags. Aðstaða þjóðar, sem seld er undir yfirráð annarar, er hin sama og þess. sem í á- nauð er. Slík var afstaða ísl. þjóðarinnar alt til 1918 þrátt fyrir nokkra rýmkun á rjetti hennar síðustu ára tugina þar á undan. ★ SJÁLFSTÆÐISBAR- ÁTTUNNI LAUK EKKI 1918. EN SJÁLFSTÆÐISBAR- ÁTTU þjóðarinnar að þessu leyti lauk með sigri 1918, segja sumir. Vissulega má til sanns vegar færa, að þá hafi- ánauð hennar verið lokið. En var fult stjórn- skipulegt frelsi hennar þar með fengið? Var verkefni hinnar eiginlegu stjálfstæð isbaráttu (þar yieð úr s||- unni? Mundi sá bóndi telja sig að fullu frjálsan, sem að vísu mætti ákveða ^álfum sjer og heimafólki sínu reglur til að fara e.ftir, ep þyrfti þó að leita samþykk- is óðalsbónda á fjarlægri jörð til þess að fyrirmælin hefði nokkra þýðingu? Ef hann mætti ekki hafa skifti við nágranna sína, nema fyrir' milligöngu óð- Ræha á Þingvöllum 18. júní 1943 — I. kafli — Bjarni Benediktsson. alsbóndans eða öllu heldur vinnumanna hans, yrði að hafa einhvern þessara vinnu manna með í förinni, ef hann skryppi í kaupstað, og engin þessara viðskifta hefðu lögformlegt gildi, nema óðalsbóndinn sam- þykti? Ef hann að vísu mætti hafa eigin hund til að reka úr túninu, en hefði þó, til þess að víst væri, að f járreksturinn færi fram eftir öllum listarinnar regl- um, jafnframt sjerstaklega vaninn hund frá óðalsbónd anum til túngæslunnar ? Og mundi bóndi telja þann eignarrjett á jörð sinni mikils virði, sem því skil- yrði væri háður, að þrjátíu menn aðrir mættu hafa af henni öll hin sömu not og sjálfur hann? Slíku frelsi mundi enginn íslenskur bóndi una til lengdar. Auðvitað þættu honum þessi kjör betri en alger ánauð. en hon- um mundi þykja það furðu legt ef honum væri sagt, að nú væri frelsisbaráttu hanS- lokið.l Ög i; honum mundi þykjal’það! Aþörf- spurning, ef hann væri að því spurður, hvort hann vildi nú ekki una þessum kjörum sínúm enn urn Sinn. þegar sá tími væri kominn. að hann ætti rjett á algeru frelsi. En aðstaða íslensku þjöð arinnar er eftir sambands- lögunum einmitt hin sama og bónda þess, sem nú var lýst. íslendingar mega að vísu setja sjer lög. en þau hafa ekki stjórnskipulegt gildi, nema konungurinn í Kaup. manhahöfn samþykki þau. íslendingar fara ekki sjálf ir með utanríkismál sín og mega enga samninga gera við önnur ríki. nema í sam ráði við eða fyrir atbeina danska utanríkisráðuneytis ins, og konungurinn í Kaup mannahöfn verður að sam_ þykkja þá, til þess að þeir hafi nokkurt gildi. íslend- ingum er að vísu heimilt að hafa eigin varðskip til gæslu landhelgi sinnar, en þeim eru jafnframt til frek ara öryggis fengin dönsk skip til gæslunnar. Islend- ingar eiga að vísu sjálfir land sitt, en þeir eru skyld ir til að þola þrjátíu sinnum mannfleiri þjóð, Dönum, öll hin sömu not af landinu og þeir sjálfir hafa. Ætla mætti, að ekki þyrfti að hvetja neinn ís_ lending til að una slíku frelsi eigi lengur en hann er skyldur til samkvæmt iströngUstu lögum. En sjálf- staaðisbaráttá i ! þjóðarinnar er orðin iöng og í henni hefir margt furðulegt fyrir komið. I i . | i <jk cf t >j o / t « j BARÁTTAN VIÐ VANTRÚNA HIN LANGA sjálfstæðis- bárátta þjóðarinnar hefur verið þríþætt. Engan getur undrað, þó að hin gamla yfirráðaþjóð okkar, Danir, hafi verið tregir til að sleppa völdum! sínum hjer á landi. Slíkt' er í samræmi við mannlegt eðli. Óvild þeirra til íslend- J inga hefur áreiðanlega ekki ráðið afstöðu þeirra, enda] hefur hún sjálfsagt aldrei ^ verið fyrir hendi. Metnaður og hagnaðarvon hafa ef-1 laust haft einhver áhrif. * Þetta hafa samt ekki verið aðalorsakirnar. Bein góð- * vild hefir sennilega ráðið ( mestu um. Eftir aldalanga ( stjórn Dana á landinu var ( hag íslensku þjóðarinnar svo komið, að bestu menn þeirra trúðu því í alvöru, að ísland væri ómagi, sem Danmörk mætti eigi hendi af sleppa, heldur yrði m'eð ærnum kostnaði að treina í lífið. Engan getur heldur undr að, þó að erlendar þjóðir hafi yfirleitt látið sig sjálf-1 stæðisbaráttu íslensku þjóð arinnar litlu skifta. Af eðli- legum ástæðum hefir þekk ing þeirra á málefnum ís_ lands verið lítil og áhuginn fyrir þeim enn minni. Þeim, sem lítið þekkja til lands eða þjóðar, hlýtur að sýn- ast það ganga kraftaverki næst. ef svo lítil þjóð sem Islendingum tækist að halda uppi sjálfstæðu ríki í jafn erfiðu landi sem íslandi. Menn eru tregir að trúa kraftaverkum nú á dögum og hafa því löngum látið sjer fátt um finnast tilraun ir okkar til að öðlast fult frelsi. Hitt hefði mátt ætla, að íslendingar hefðu ekki þurft að eiga í innbyrðis baráttu um, hvort þeir ættu að heimta fult frelsi og sjálfstæði sjer til handa. Svo hefir samt verið. Aðal örðugleikinn hefir einmitt ætíð verið sá, að sameina þjóðina sjálfa um frelsis. og rjettarkröfur sínar. Þegar það hefir tekist, hefir sigranna sjaldan verið langt að bíða. Einmitt vegna þess, að tálmananna hefur eigi fyrst og fremst verið að leita í óvild heldur áhuga- og skilningsleysi umheims- ins á okkar högum. Hafa þá verið til íslend- ingar, sem eigi vildu algert stjórnskipulegt frelsi þjóð- ar sinnar? Vonandi ekki. En hinir hafa stundum ver. ið alt of margir, sem töldu þjóðina frekar hafa þörf á einhverju öðru en þessu. Sögðu, að fyrst bæri að tryggja efnahaginn eða þjóðernið sjálft eða eitt- hvað enn annað, sem þeim þá sýndist’ a glötunarinnar^ barmi. Þessir ‘ menn hafa aldrei sagst vera á móti stjórnskipulegu sjálfstæði þjóðarinnar. Síður en svo. Þpir hafa einungis eigi viljað heimta það í dag, heldur draga það til morg- undagsins. Við þá á þýski málshátturinn: Morgen, Morgen, nur nicht heute, sagen alle faulen Leute. Á morgun, á morgun, bara ekki í dag, er orðtak let- ingjans. í allíi sjálfstæðis baráttunni hefir þessi sónn sí og æ kveðið við, hvenær sem ráðgert var að stíga spor, stór eða smá, fram á við. Þessir menn hafa ekki viljað illa, en illt verk hafa þeir engu að síður unnið. Þeir gerðu sjer ekki grein fyrir, og hafa ekki enn í dag gert sjer grein fyrir, að frumskilyrði þess, að alt annað gott fái dafnað og náð fullum þroska með þjóð inni er, að hún njóti fulls frelsis og sjálfstæðis. ★ Þjóðin vakin HUGARLETIN og vantrú in hafa þó smám saman orðið að þoka úr seti. f síðustu heimsstyrjöld og á áratugunum þar á eft ir lærðu allir forráðamenn þjóðarinnar, að stjórnskipu legt sjálfstæði var eitt af lífsskilyrðum þjóðarinnar og að hún varð þess vegna að heimta það í sínar hend ur svo fljótt sem nokkur köstur var á. Þeim duldist þó ekki, að enn var gamla vantrúin lifandi í sumum hlutum þjóðarlíkamans og viðbúið var, að hún sýkti frá sjer, ef glöggar gætur væru eigi á hafðar. Eins vildu þeir í tæka tíð að_ vara hina fornu yfirráða- þjóð og aðra, sem þessi mál ljetu sig skifta, um, að fs_ lendingar væru einráðnir í því að taka sjer algert stjórnskipulegt frelsi svo fljótt sem verða mætti. Af þessum orsökum spurði Sigurður Eggerz að því á Alþingi 1928, hvort ríkisstjórnin vildi „vinna að því, að sambandslagasamn ingnum verði sagt upp eins fljótt og lög standa til“.Og af þessum ástæðum svaraði ríkisstjórnin og allir þing- flokkar því með öllu afdrátt arlaust, að það sje „alveg sjálfsagt mál“, að svo verði gert. Tæpum áratug síðar, eða 1937, tók Alþingi málið- til enn frekara öryggis upp að nýju og ályktaði í einu hljóði urn undirbúning þesst | ,,er fslendingar neyta upp_ sagnarákvæðis sambands- laganna og taka alla með_ ferð málefna sinna í eigin hendur“. í umræðum á Al- þingi þá heyrðist eigi frem ur en 1928 nein úrtölurödd. Glegst og greinilegast kvað formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Ólafur Thors, að orði, 1 er hann sagði það kröfu flokks síns, að uppsagnar- ákvæði sambandslaganna ! væri „hagnýtt þegar í stað, er lög Jeyfa, og taki þá ís- lendingar í sínar hendur ! alla stjórn allra sinna mála og sjeu landsins gæði hag- n’ýtt landsins bömum ■ fein- 1 um til framdráttar“. Ehda telur hann vilja íslendinga allra vera þann að segja I upp sambandslögunum og ! „gera enga samninga í stað j inn“, heldur fella samning- ana með öllu úr gildi. Framh. á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.