Morgunblaðið - 29.06.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.06.1943, Blaðsíða 6
6 M 0 R'G U N BiL A<Ð I Ð Þriðjudagur 29. júmnl943. i ■./ Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj. Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Auglýsingar: Ámi Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. I lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. j’ Oþarfur lestur ÞAÐ ER AÐ GERA VART VIÐ SIG tilhneiging sum_ staðar til þess að telja okkur Islendingum trú um? að okkur sje þörf tilsagnar í mannasiðum í skiftum okkar við aðrar þjóðir. Við þúrfum að læra vissar „sambúðar- venjur“. Ríkisútvarpið heiðraði hlustendur síðastliðið laugar- dagskvöld með löngum lestri úr danska blaðinu „Poli- tiken“, sem var að innihaldi mestmegnis tilsögn og á- bendingar um það^ hverskonar „sambúðarvenjur" Danir ætluðust til að við tileinkuðum okkur í skiftum við þá varðandi afdrif sambandslagasamningsins. íslendingar eru meðal þeirra fáu þjóð^ sem! ekki verða átaldir fyrir skifti sín við önnur ríki. I aldalangri baráttu fyrir end- urheimtu sjálfstæðis íslensku þjóðarinnar; fylgdu Is- lendingar málum sínum fram með sögulegum rökum og rjetti. Það voru þeirra einu vopn, það eru og verða þeirra einu vopn. Og þessi vopn sigruðu^ og við treystum því fyllilega, að þau haldi velli. Við Islendingar unum í fylsta máta vel sambúð okkar og skiftum okkar við Dani, eftir að fullveldisvLðurkenn- ingin fjekkst 1918. Og íslendingar hafa nú einlæga og djúpa samúð með dönsku þjóðinni, sem einmitt á rætur að rekja til þess hugarþels, sem þróast hefir eftir 1. des. 1918, En við teljum ekki fyrir hendi tilefni þess að okk- ur sjeu gefnar ábendingar um ,(norrænar sambúðarvenj- ur“ og góða siði í milliríkjaskiftum. Það er að vísu engin ástæða til þess að ætla( að ís_ lendingum sárni út af fyrir sig skrif eins og þau} sem lesin voru upp úr ;jPolitiken“. Enda var þar jafnframt margt vel mælt í okkar garð. Sjónarmið Dana getum við skilið. Hitt er víst að þeir eru margir, sem telja; að ríkisútvarpið geti varið frjettatíma sínum til annars betur en upplesturs slíkra greina — og fylsti óþarfi sje að boða meira af slíku tagi. Við íslendingar viljum ekki og ætlum ekki að áreita nokkra. Ein ríkasta skylda ríkisstjórnarinnar er að leið- rjetta éfablandinn skilning; sem kann að gera vart við sig, varðandi þennan ásetning okkar. Og væri þá ríkis- útvarpinu betur varið til þeirra hluta. 7—7 » .. * -v Fjoreggio Á LANDSFUNDI Sjálfstæðismanna á dögunum, flutti junnar Thoroddsen alþm, svohljóðandi tillögu^ sem ílaut einróma samþykki fundarins: ^Sjálfstæðisflokkurinn telur lýðræði og þingræði þann íyrningarstein þjóðfjelags íslendinga^ er aldrei megi íagga. Hann er algerlega andvígur einræðisskipulagi, í íverri mynd sem það er og hvaðan sem það kemur. — Gokkurinn skorar því á alla Islendinga að standa vel i verði um lýðræðið, þetta fjöregg þjóðarinnar, og halda iruggri verndarhendi yfir þeim almennu mannrjettind- im, sem eru grundvöllur lýðræðisins, almennum og öfnum kosningarrjetti og kjörgengi} málfrelsi^ ritfrelsi. jelagafrelsi og trúfrelsi". Vafasamt er, hvort íslendingum er alment fyllilega jóst hvers virði þau mannrjettindi eru, sem lýðræðið ryggir þeim. Þeir hafa fengið þessi rjettindi í vöggu- fjöf, og ekkert fyrir þeim haft. En ef ÍElendingar væru sviftir þessum rjettindum, þó :kki væri nema um stundarsakir^ myndu þeir fljótt inna hvers virði rjettindin væru. Til eru þeir íslendingar, sem einblína á gallana, er irðið hafa á framkvæmd lýðræðisskipulagsins, pg nota' iá til áróðurs fyrir öðru skipulagi: Einræði í feinu formi :ða öðru. Þenna áróðub ber þjóðin að varast, og minn- ,st þess, að undir merki lýðræðisins hafa þjóðirnar kom- st lengst í átt þeirrar fullkomnunar, sem bestu og víð- ýnústu menn, fyr og síðar, hefir dreymt um. Gétsök Tímans hnekkt I Tímanum 25. júní er smá glefsa til mín sem flutnings- manns þeirrar tillögu er sam- þykt var á Landsfundi okkar Sjálfstæðismanna nýlega, og fól í sjer viðurkenningu flokksmanna og traust á þing flokki okkar og miðstjórn. Þessi tillaga og samþykt hennar af öllum fundarmönn. um, hefir komið eitthvað illa við þá frómu sál! Víðavangs- höfundar Tímans, því hann vill leyna því inn í huga sinna iesenda, að þetta hafi mjer verið skipað að gera, og ekki minsta kosti með góðu móti getað látið ógert, þar eð jeg sje starfsmaður Bjarna Bene. diktssonar eða eins og hann orðar það, undirmaður hans. kíeð öðrum orðum: Ástæðan fyrir því að jeg flutti tillög- nna hafi verið sú, að Bjarni hafi heimtað af mjer að jeg gerði það. Þessu eiga svo les- endur Tímans að trúa, af því sennilega, að þetta eru þekt vinnubrögð í flokki þeirra Framsóknarmanna. Nú vill svo vel til, að jeg er þannig þektur, jafnvel af fjölda Framsóknarmanna, að enginn þeirra, sem mig þekkja, láta sjer detta í hug eitt augnablik að þetta sje satt, heldur aðeins lævíslegar álygar þess manns sem einsk- is svífst til að ófrægja sína andstæðinga, í von um að aldrei fari svo, að ekki fáist einhverjar eymdarsálir til að trúa getsökunum. En færi nú svo, að . ein- hverjir tryðu þessari rætnu ásökun á mig, þá er eftir að skýra það hvernig á því stæði,, að allir fulltrúarnir, mikið á þriðja hundrað,, sam- þyktu tillöguna orðalaust. Er það fyrir áhrifavald mitt yf- ir fulltrúunum? — Ja, þá fer nú heldur að hækka á mjer risið, meira en glefsuhöfund- nrinn og jeg ætlast til. Nei, sannleikurinn er sá: 1 fyrsta lagi. að Bjarni lagði auðvitað ekkert orð til við mig um það, að jeg flytti nokkra tillögu, hvorki í þessa átt eða aðra. 1 öðru lagi, að jeg mælti aðeins fá orð með tillögunni, svo ekki hefir það haft mikil áhrif á afstöðu fundarmanna til hennar. I þriðja lagi -er sannleik- urinn sá, að jeg vissi hug fundarmanna og það er aðal- atriðið, vissi hug þeirra til þessara starfsmanna flokks- ins, og vildi láta hann koma fram opinberlega. Þessvegna flutti jeg tillöguna. I Sjálfstæðisflokknum er litið svo á, að þingmenn og miðstjórn sjeu þjónar flokks- ins, undirgefnir flokksviljan- um, ekki yfirboðarar, og ;það er ekki: einungis, velviðeig- and-i, heldur skylda þeirra, sem unnið er fyrir, að láta þann eða þá, sem vinna, fá þakklæti og viðurkenningu fyrir vel unnin störf og ötula þjónustu. Framhald á bls. 8. ciaíeaci Íí^inu i % l k Sprenging í hitaveitu. skurði. HJ E R á dögunum varð sprenging í hitaveituskurði við Garðastræti. Var þarna verið að sprengja klöpp fyrir hita_ veitulögn. Sprengingin var svo mikil, að rúður brotnnðu og nokkur hænsni drápust, er voru í skúr þarna nálægt. Var nærri orðið slys á fólki, sem þarna var nálægt. í tilefni þessarar sprengingar hefi jeg fengið nokkur brjef, þar sem kvartað er yfir að slíkt sem þetta skuli geta komið fyr_ ir og einn brjefritari spyr, hvort hjer geti verið um kæru leysi að ræða. Jeg hefi kynt mjer þetta mál og ástæðan fyrir sprengingunni er sem hjer segir: Mikil klöpp ,er þarna, sem verið er að sprengja fyrir nýj_ ur skurði. Sprengingin er þann ig framkvæmd, að boruð eru göt í klöppina og sprengiefni síðan sett í boruðu götin. — I þetta skifti er borað eins og venja er til, en svo illa tókst til, að ekki var um fasta klöpp að ræða, eins og sprengingar. mennirnir hjeldu, heldur var aðeins stór steinn, sem borað var í. Var ekki hægt að sjá þetta vegna þess, að steinninn var grafinn alllangt niður í jörðina. Borað var svo að segja í gegnum steininn og þegar sprenging varð, tvístraðist steinninn í allar áttir. Þetta hefði ekki komið fyrir, ef um klöpp hefði verið að ræða eins og sprengingarmenn hjeldu. — Verkfræðingar, sem stjórna þessum sprengingum segja, að ékki sje hætta á, að slíkt atvik komi fyrir aftur. • Einkennilegir verslunar- hættir. FYRIR nokkru kom í bóka_ verslanir bók, sém heitir „Ar_ med Guardians“. Er bók þessi um ameríska setuliðið hjer og samin af setuliðsmönnum sjálf- um. Upphaflega mun bók þessi hafa Verið ætluð setuliðinu einu en vegna þess, að nokkuð gekk af upplaginu, hefir hún verið sett á bókamarkaðinn í ísl. bókabúðum. Hjer á dögunum kom maðivr inn í Bókaverslun Snæbjarnar Jónssonar í Austursti'æti — The English Bookshop — og ætlaði að kaupa eintak af „Ar_ med Guardians“. Hafði hann sjeð bókina í sýningarglugga verslunarinnar. En maðurinn gat ekki fengið bókina keypta. Var sagt, að hún væri ekki til sölu fyrir íslendinga. Hjer er vægast sagt um einkennilega verslunarhætti að ræða. VersL anir, sem ekki vilja selja ís_ lendingum vörur sínar, ættu að geta þess á áberandi stað svo að íslendingai*Jsj’eii ekki • að ó- maka sig dnn í Slíkar bú?5ir. Um þessa bók — Armed Gu_ ardins — Hfefi jég: feiigið þær Upplýsingar að útgefendur hafi sett hana í íslenskar bókaversL' anir einmitt með það fyrir aug um, að íslendingar keyptu hana því þeir höfðu sjálfir haft hana til sölu fyrir setuliðið á öðrum vettvangi. % Reykingar í kvikmynda- húsum. ÞAÐ er bannað að reykja í kvikmyndahúsum bæjarins. — Yfirleitt eru þær reglur haldn- ar. En einn ósiður er algengur og það er, að karlmenn kveiki sjer í sígarettum eða vindlum inni um leið og myndin endar og þeir standa upp úr sætum sínum. Eins og menn vita, er oft þröngt er fólkið þyrpist út úr kvikmyndahúsunum. Þegar menn halda á sígarettum eða vindlum í höndunum vill oft koma fyrir að þeir reki logandi sígarettuna í næsta mann eða konu, sem ganga á undan þeim í þyrpingunni. Getur af þessu hlotist tón á dýrum fötum. •— Það væri framför, ef reykinga menn biðu með að kveikja sjer í sígarettum eða vindlum þar þar þeir koma út í ytri forstofu kvikmyndahúsanna ð I klefum Sundhallar. innar. ÚR því jeg fór að minnast á Sundhöllina — í síðasta blaði — þá er rjett að drepa á mál, sem margur Sundhallargestur. inn hefir hugsað um og það er þrifnaðurinn í klefunum. Það má segja að hann sje allgóður. Umsjónarmenn gæta þess yfir_ leitt að hreinsa þá áður en næsti maður kemur í klefana og ef þeim hefir yfirsjest vegna þess að umsjónarmennirnir geta ekki ávalt fylgst með hvenær klefa- notkun er lokið, þá er ekkert annað en að kalla á umsjónar- mann, sem þegar þvær klefann. Einn Ijóður erTpó á, og hann er sá, að saldan eða aldrei munu umsjónarmjenn þvo hilluna, sem er í klefaskápnum, en þar láta menn af sjer hatt og ýmislegt smávegis af klæðnaði sínum. Umsjónarmenn þyrftu nauð- synlega að muna eftir að strjúka af hillunni í klefaskáp unum, um leið og þeir fara yfir gólfið og þá helst með einhverju sótthreinsandi efni. Þetta er ekki mikið verk, en myndi gera Sundhallargesti ánægða. • Gatið á sokknum. TVÆR UNGAR blómárósir ræddu við rríig í gær út af vandamálinu, hvort ókunnugur maður eigi að segja stúlku frá því á götunni, ef hún er með gat á sokknum sínum, sem jeg gat um á dögunum. Önnur sagði: „Jeg myndi vera þakklát fyrir slíka bend- ingu, því ef jeg væri með gat á sokknum, úti á götu, þá væri það vegna þess, að jeg vissi ekki af því, og jeg vildi mikið heldur, að einhver tæki eftir því og: segði mjer frá því, svo jeg gæti gert við gatið, heldur en að láta hundruð manna halda að ’jbg vært sóði“. •' ; Hin sagði: „Mjer tföfiát það agalegft frekt og jeg myndi aldrei tala við þann mann oft- ar Vilja fleiri leggja orð í belg?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.