Morgunblaðið - 14.07.1943, Blaðsíða 4
4
MORGtJttBLAÐIÐ
Miðvikudagur 14. júlí 1943.
Á þjóðhátíðardegi Frakka:
FRAKKAR BERJAST SAMEINAÐIR TIL SIGURS
Þjóöhátíöardagur Frakka
— bastilludagurinn — er í
dag. Sjaldkm hefir franslca
þjóðin átt við jafn mikla örð
ugleika að stríða í allri sögu
sinni, eins og nú. En allar til-
raunir Þjóðverja og þjóna
þeirra í Vichy til þess
að fá Frakka til þess, að af-
neita lýðræðishugsjón sinni,
hafa strandað. Einræðis-
stjórn þríggja ára hefir að-
eins áorkað því, að gera
frönsku þjóðinni frelsið enn
þá kærarci, en til þess, að
öðlast frelsið reif hún til
grunna Bastille-höllina fyrir
IðU árum siiðan. Og þessi
þjóð er ákveðin % því, að
koma aftur á hjá sjer lýð-
ræði, strax og fjandmennim-
ir hafa verið rekruir úr landi.
En hvemig verður þetta
lýðræði. Spurningunni svar-
ar de Gaulle, hershöfðingi í
7 æðu, er hann hjelt í útvarp
í London 20. apríl síðastlið-
inn, og fer hún hjer á eftir:
FRAKKLAND hugsar um
framtíð sína jafnt í myrkri
kúgunarinnar sem í bjarma
bardagans.
Þessi vilji til lífs og endur-
byggingar sýnir hinn vold-
uga lífsþrótt þjóðarinnar. —
Segja mætti, að sjerhvert tár,
er f jelli með tárum þess, sjer-
hver barátta, er háð væri
samhliða baráttu þess, gerði
aðeins að styrkja meðvitund
þess um giidi sitt og trú þess
á örlögum sínum. Þrátt fyrir
hræðilegar raunir, þekkir
þjóð okkar sjálfa sig og finn-
ur, að hún er nógu rík af
hugsjónum og reynslu til
Ræða eítir de Gaulle
Þessi bygging verður ný.
Alsstaðar þar sem barátta
hefir verið háð og þar sem
þjáningar hafa herjað, er að
skapast að nýju skarpskygn
og samhent þjóð, hinn geysi-
legi fjöldi Frakka hefir á-
kveðið, þó að sól frelsisins
sje varla komin upp aftur,
að ganga nýja braut til nýrra
sjónarmiða.
Sannarlega mun þjóðin, er
ekki þekkir annan húsbónda
en sjálfa sig, krefjast þess,
að jafnframt frelsun hennar
verði komið aftur á lögum
þeim, er hún hefir nýlega
sett sjer. Sannarlega vill
þess, að vera fær um það, þjóðin að af hverjum þuml-
að byggja upp aftur framtíð-1 ungi landsins verði þurkuð
arbyggingu sína eftir sínum : tafarlaust út fasistaskrípa-
skilningi. Imyndin, sem Vichy-stjórnin
Leiðtogar frjálsra Frakka um allan heim, de Gaulle
hershöfðingi og Giraud hershöfðingi heilsast á ('asablanca-
ráðstefuunni. Churchill forsætisráðherra og Roosevelt forseti
sjást á myndinni.
hefir afskræmt það með. En
hún hefir engu að síður for-
ræmi og hina siðferðilegu
vanmátt, hið fjelagslega mis-
ræmi og hina sigferðilegu
hrörnun, sem lömuðu fyrir-
komulagið, sem var samtvinn
að öngþveitinu.
f rauninni hefir franska
þjóðin aldrei í sögu sinni ver-
ið eins ákveðin í því, að vera
húsbóndi á sínu heimili eins
og nú, er hún berst gegn
harðstjórn óvinarins og skó-
sveina hans.
Reglulegt lýðræði, þar sem
hvorki brögð sj erf ræðing-
anna nje heldur kænska
hinna slægvitru, hindrar
starfsemi fulltrúa þjóðarinn-
ar, þar sem um leið valdhaf-
inn, er þegið hefir af þjóð-
inni vald til þess, að stjórna
henni, héfir nægan þf'ótt til
þess, að leysa af hendi skyld-
ur sínar á þann hátt, sem
Frakklandi er samboðinn.
Það er fyrst og fremst þetta,
sem þjóðin ætlar að veita
sjer.
Atvinnu- og fjelagsskipu-
iag, þar sem engin einokun
og engin f jelagasamtök gætu
hvílt á ríkinu, nje ráðið hlut-
skifti einstaklinganna, þar
sem þessvegna hinum sam-
eiginlegu aðalauðlindum væri
annaðhvort stjórnað af þjóð-
inni eða haft eftirlit með
þeim af þjóðinni, þar sem
hver Frakki hefði altaf inögu
leika til þess, að vinná eftir
hæfni sinni við skilyrði, er
trygðu honum og fjölskyldu
hans sæmilegt viðurVæri, þar
sem hin frjálsu samtök verka
manna, faglærðra sem ófag-
lærðra, eru í lífrænum tengsl
um við verkið og gang þess,
slíkar eru þær endurbætur,
sem hið nýja land vill hugga
börn sín með.
Á þessum efnislega grund-
velli hygst þjóðin að byggja
æðra þjóðlíf, þar sem hið
fagra og góða er virt, vernd-
að og styrkt, þar sem hugsun-
in, vísindin, listirnar, trúin
og hin andlegu öfl hafa það
sæti, er göfgi þeirra verð-
skuldar, þar sem fjölskyldu-
lífið er í heiðri haft, eflt og
styrkt í samræmi við þann
fjölda sona og dætra, er það
lætur föðurlandinu í tje.
Slíkir eru draumar Frakka,
alsstaðar þar sem þeir þjást
og berjast, sameinaðir í sig-
urvilja. Þeir vita, að einungis
rneð þessu móti tekst þeim
að byggja traust þjóðfjelag,
og að þannig hljóta þeir þann
heiðurssess, er þeim ber í
hinu alþjóðlega samfjelagi.
I þeirri Evrópu, er fylgir
eftir hinu hraða og hátt-
bundna hljóðfalli nútíma-
tækni, í heimi, sem bundinn
er hraðanum, hugmyndaauðg
inni og nálægð hagsmunanna,
finna Frakkar hversu mikið
iilutverk bíður franskrar
snilli.
í Til þes að örfa þessa nýju
þjóð í framtíðinni og til þess
. að stjórna henni, þarf nýtt
| f yrirkomulag. Gjaldþrot
þeirra, er þóttust vera stjórn
endur var of augljóst og of
eyðileggjandi. Frakkland hef
ir ekki þolað alt það, sem
það hefir orðið að þola, til
þess eins að kalka grafirnar
að nýju. I and-stöðunni og bar
áttunni rísa nú upp þeir
menn, sem þjóð okkar mun á-
iita verða þess og hæfa til
þess, a>5i stjórna athöfnum
hennar. Af þessum ungu og
hraustu mönnum, sem gengið
hafa gegnum hætturnar og
styrkst hafa í baráttunni af
trausti annara, getur föður-
landið vænst í framtíðinni
fórnfýsi og framtakssemi og
þeirra skapgerðar, að þeir
þjóni því sem hetjur
Frakkland hefir orðið
mjög snortið af lærdómum
þessara hrakfara, en við get-
um verið þess vissir, að brátt
mun sigurgleðin gagntaka
það engu minna. Sú jörð,
sem dýpst er plægð, ber best-
an ávöxt. Það hefir oft bor-
ið við í sögu okkar, að raun-
irnar hafa aukið gildi okkar.
Og einnig í þetta sinn mun
okkur takast að giæða eld
forfeðra okkar, í stað þess, að
gráta á gröfum þeirra.
„Fljótið sem rennur til
sjávar, er trútt uppsprettu
sinni“.
Frá Happdrætti Hallgrímskirkju í Reykjavík
HappdræffismiðasaSan er nú í fullum gangi í Reykjavík
Hallgrímskirkja
er kirkja aflrar
þjóðarinnar!
Happdrættis-
vinningurinn
er sá stærsti
sem verið
hefir hjer
á landi.
Miðarnir fást á eftirtöldum stöðum:
Alþýðubrauðgerðinni, Laugaveg 61 og Bankastræti 2.
Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar.
Bókabúð Isafoldar.
Bókabúð Finns Einarssonar.
Bókabúð KRON.
Bókabúð Austurbæjar.
Bókabúð Þór. B. Þorlákssonar.
Bókabúð Snæbjarnar Jónssonar.
Bókabúð Kristjáns Kristjánssonar, Hafnarstræti.
Bókabúð Sigurjóns Jónssonar, Þórsgötu 4.
Verslun Hjartar Hjartarsonar, Bræðraborgarstíg, 1, (
;Verslunin Ásbyrgi, Lauga’feg t39. t l I : i 1 j
Ludvig Storr, verslun, Laugaveg 15.
Verslun Guðjóns Jónssonar, Hverfisgötu 50.
Barónsbúð.
Blómabúðinni Garður, Garðastræti 2.
Verslunin Drífandi, Hringbraut 193.
KRON, verkamannabústöðum við Hringbraut.
Verslunin Lögberg, Holtsgötu 1.
Áfram, Laugaveg 18.
Húsgagnaverslun Reykjavíkur, Vatnsstíg 3.
Höfðabakarí, Höfðahverfi.
Alþýðubrauðgerðinni, Leifsgötu 32.
Ásgeir Ásgeirsson, verslun, Þingholtsstræti.
Kiddabúð, Þórsgötu 14.
Verslun Sveins Þorkelssonar, Sólvallagötu 9.
Bristol, Bankastræti, yerslun.
Káktuabúðiplnii Láugaveg 23.! M ; . j , ,
Bókabúð Æskunnar, Kirkjuhvoli.
Ennfremur fást happdrættismiðarnir hjá afgr. Morgunblaðs-
ins, K. F. U. M. og hjá prestum safnaðarins.
tekjuskatts- og útsvarsfrelsi vinningsins hefir verið tryggt
Skrifstofa happdrættisins er í Tryggvagötu 28, II. — Sími 5195.